Morgunblaðið - 16.03.1988, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988
47
Hugsjón týnd í grasþoku
eftir Gunnar
Bjarnason
Daginn fyrir Þorláksmessu fyrir
rúmu ári var mér gengið um gamla
miðbæ Reykjavíkur í hinu fegursta
vetrarveðri. Tjömin, gömlu húsin
og það sem enn mátti greina af
því, sem minnti á fæðingu og upp-
runa þessarar ungu höfuðborgar
landsins, hreif mig inn að hjarta-
rótum. Þá kom í huga minn nýlega
kynnt skipulag bæjarins með nýju
þinghúsferlíki og ráðhúsi úti í
Tjöm; einnig glerhús utan um fræg
hús við Austurstræti og önnur
furðulegheit nýmenntaðra arki-
tekta í erlendum skólum. Mér
fannst þetta allt svo „abstrakt",
og verkaði það á mig eins og
draugasögur Megasar. Ég hef nú
stundum sagt þetta ráðhús líkjast
tveimur upphækkuðum bröggum,
en það væri „listrænna" af mér
að segja það líkjast tveimur bak-
breiðum og vel öldum holdanautum
að drekka vatn í tjöm, að minnsta
kosti er þetta líkara nautum en
sefgrasi.
Ég gekk hring eftir hring og
undraðist æ meir því oftar sem ég
gekk og skynjaði sögu þessarar
borgar, eins og hún birtist í hinum
gamla og upprunalega miðbæ.
Ymsir menn, sem teija sig vera
mikilvæga þjóðfélagsþegna, skrifa
með yfírlæti um að það þurfí að
útrýma þessu gamla kofadrasli og
tala jafnvel um að reisa nokkur
háhýsi (5—10 hæðir) við Lauga-
veginn, svo að verzlun geti lifnað
þar ögn við. Guð hjálpi þessum
mönnum. Ég minntist göngu
minnar um „gamla bæinn" í Sac-
ramento, höfuðborg Kalifomíu,
haustið 1976. Hann var byggður
af landnemum á svipuðum tíma
og „landnemar" úr íslenzkum
sveitum vom að leggja gmnn að
íslenzkum höfuðstað, þá danskir
þegnar undir mjög sterkum dönsk-
um áhrifum. Ætli þessir athafna-
menn myndu nú setja jarðýtu á
tóftir Ingólfs-bæjar, ef þær hefðu
verið á klöpp þama í brekkunni.
Kalifomíubúar elska þennan
gamla hluta Sacramento, og þar
má engu breyta og ekkert nýtt
byggja. Frá landnematímanum
hefur borgin margfaldast að stærð.
Ég spurði sjálfan mig, hvort mögu-
legt væri að hin unga kynslóð
væri tilfínningalaus gagnvart sögu
Reykjavíkur og sögulegum merkj-
um. Ég sakna sárt að sjá ekki leng-
ur á sínum stað við Hafnarstræti
húsin, sem forfaðir minn, Bjami
Sívertsen, reisti þar um aldamótin
1800. Hann var fyrsti íslenzki
kaupmaðurinn, sem stofnaði eigin
verzlun eftir að einokun var aflétt
fyrir réttum 200 ámm, og sannar-
lega var hans útgerð og verzlunar-
rekstur enginn „sjoppu-bisness".
Ég gekk einn hring eftir hring.
Þama var Morgunblaðshöllin
eins og skemmdarverk í elztu göt-
unni, götu innréttinganna, þar sem
stofnað var til fyrsta vísis að
íslenzkum iðnaði, merkasta átaki
í atvinnumálum á 18. og 19. öld,
að frumkvæði eins hins merkasta
íslendings frá siðaskiptum. Og svo
kom Oddfellowhöllin þama við
Tjömina. Mér fannst hún líkust
vandræðalegum en prúðbúnum
útlendum gesti, sem vissi ekki
hvers vegna hún var sett þama
niður og væri að biðja mig að
flytja sig eitthvert burt til annarra
landa, þar sem andi hennar ætti
heimkynni, og raunar fannst mér
þetta vesaíings hús vera að barma
sér yfír því, að Islendingar væm
engir ekta „Oddfellowar", þeir
væm bara „sveitamenn".
Skemmtilegra hefði nú verið að sjá
þama vel við höldnum þurrabúð-
ar-kofa með kálgarði, sem gæti
minnt á erfiðismenn síðustu aldar,
sem spömðu saman af lúsakaupi
til að kaupa sig undan vistaband-
inu, þessum þrælaijötrum hér um
aldir, sem hreppsýóramir fengu
Gunnar Bjarnason
„Því miður hefur þessi
samtenging hugsjónar,
framtíðarsýnar og hag-
sýni verið slitin í sundur
í fjölmiðlaþrasi síðustu
mánuði. Draumar
nokkurra manna um
borgarhallir og Alþing-
ishallir er allt of dýr,
og menn skyldu gæta
þess vel, að draumar
þeirra um minnisvarða
í höllum eignist ekki
öfug formerki, er fram
líða stundir, og frægðin
verði auðkennd firin-
verkum.“
einvaldinn í Kaupmannahöfn til að
setja sér til vamar og „þræla-
haldi" sínu. Við íslendingar emm
alltaf að monta okkur af ættum,
sem við rekjum til stórbænda,
hreppstjóra og presta, en sannar-
lega eigum við marga vistráðna
þræla vistabandsins danska verzl-
unarþjóna og útlenda strandmenn
af fiskiskipum í ættstofnum okkar
allra. — Svo kom Iðnaðarbanka-
húsið við „gamla lækinn". Þetta
klunnalega hús var svo kalt og
andlaust að sjá. Ég fór upp að
Amtmannshúsinu gamla og rýndi
á þennan kassa. Skyndilega fannst
mér svipur hússins verða mannleg-
ur og það var eins og angist væri
innifyrir. Svo var sem húsið segði
við mig: „Æ, mér líður illa hér.
Mammons-andinn í bankanum er
alltaf á stöðugum flótta undan
sannkristnum anda séra Bjama
vígslubiskups."
Ég settist inn á Hressingarskál-
ann og bað um blað og skrifaði
smápistil til að birta í Velvakanda
Mbl. í þá veru, að einföld lausn á
þessu skipulagsklúðri með þinghús
og ráðhús væri að láta Davíð
borgarstjóra fá Alþingishúsið
fyrir ráðhús, en byggja nýtt
Alþingishús á fegursta stað höf-
uðborgarsvæðisins, Vatnsenda-
hæðinni (sem sumir kalla Vatn-
sendahvarf), þar sem sjá má yfir
elzta þingstað á íslandi, Þingnes
í Elliðavatni, í nokkurra faðma
fjarlægð.
Þama fer saman hugsjón, sem
unga skólakynslóðin okkar væri
fullsæmd af að taka upp á arma
sína, beijast fyrir að byggja
upplyfta stjómsýsluhöll á feg-
ursta stað Kjalarnesþings hins
foma, hliðstæða hinum fornu
stjómsýslubyggingum Aþeninga á
Akrópólis-hæð. Austurvöllur yrði
hæfilega stórt Ráðhústorg lítillar
höfuðborgar, og þá má taka niður
konungsmerkið, sem enn ttjónar á
Alþingishúsinu, sem byggt var af
Dönum. Það er ekkert íslenzkt í
því húsi. Eftir svona 4—500 ár,
getur þetta gamla hús orðið safn,
þá verður sennilega reist þinghöll
á Þingvöllum, hugsjón Fjölnis-
manna, og þá má Reykjavík fá
hallimar á Vatnsendahæð. Þjóðin
stækkar og Reykjavík mun
stækka. Þegar „hringbrautin" um
höfuðborgarsvæðið liggur um
Kjósarskarð, niður með Þingvalla-
vatni og suður í Þrengsli, þá verð-
ur Alþingi endurreist á Þingvöllum,
eða ætlum við ekki þjóðinni að Iifa
og dafna enn í 100 ár. „íslands
þúsund ár“H
Með þessu geta sparast á þessu
og næsta ári af íjármunum þjóðar-
innar einn og hálfur milljarður í
núgildandi krónum, sem ráðhúsið
mun kosta, því að öll þjóðin á tekj-
ur bæði bæja og ríkis. Þar getur
enginn sagt: „Þetta á ég“. Davíð
borgarstjóri má sízt af öllu segja
það. Hvorki hann eða meirihluti
Sjálfstæðisflokksins (míns flokks)
í borgarstjóminni eiga nokkum
skapaðan hlut nema hold sitt og
hugsun. Aðeins með vitsmunum
og skilningi á menningu þjóðarinn-
ar geta þeir fengið leyfí Reyk-
víkinga til að sitja áfram í „valda-
stólum" sínum og þó því aðeins
að þeir elski fólkið í borginni meira
en þessa valdastóla.
Því miður hefur þessi samteng-
ing hugsjónar, framtíðarsýnar
og hagsýni verið slitin í sundur í
fjölmiðlaþrasi síðustu mánuði.
Draumar nokkurra manna um
borgarhallir og Alþingishallir er
allt of dýr, og menn skyldu gæta
þess vel, að draumar þeirra um
1 minnisvarða í höllum eignist ekki
öfug formerki, er fram líða stund-
ir, og frægðin verði auðkennd fírin-
verkum.
Höfundur er fyrrverandi ráðu-
nautur Búnaðarfélags íslands.
Upphækkanir fyrir flestar
gerðir bifreiða
Útsölustaðir:
Bílanausthf.
F/est bifreiðaumboð
Mólmsteypan HELLA hí.
KAPLAHRAUNI 5 • 220 HAFNARFJOROUR • SÍMI 65 1022
Ný tímarit og metsölubækur berast viku-
lega í flugfrakt. Yfir 200 titlar til sölu í dag og
yfir 2.000 titlar í pöntunarþjónustu (póstsend-
um ef óskað er). Engar kvaðir að kaupa tímarit
áfram eftir pöntun og skoðun. Líttu við eða
hringdu í síma 686780.
ftÖftAHúsie
LAUGAVEGI 178, SÍMI 686780
Magnafsláttur 10% yfir 1.000 kr.
^ 15% yfir 5.000 kr.
20% yfir 10.000 kr.
30% á tímaritum síðasta mánaðar.
Heildsöludreifing: DCO sf. Sími 91-651815
Bragðbætt skagfirsk súrmjólk
í handhægum hálfslítra fernum
Dreifingaraðili
“1ÍÖ" Mjólkursamsalan
MjólkursamlagJ&