Morgunblaðið - 16.03.1988, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988
51 /
Yfirlitsmynd yfir miðbæjarkjarna Saint John. Fremst á myndinni er Hilton-hótelið þar sem íslenska
sendinefndin bjó, þá ráðstefnuhöllin og Markaðstorgið þar sem einvígin fóru fram, síðan ráðhúsið og
Að síðustu Brunswick og Delta Brunswick-hótelið.
wick er fegursta fylki Kanada. Hér
er að finna marga hrífandi fagra
staði sem ósnortnir eru af manna
völdum. Einnig eru margar ágætar
baðstrandir í fylkinu. Aðstaða til
vetraríþrótta er allgóð. Skíðabrekk-
ur eru í u.þ.b. 40 mílna fjarlægð
frá Saint John en hér við borgina
er víða hin ágætasta aðstaða til að
fara í skíðagöngu eða á skauta.
Síðast en ekki síst höldum við
margs konar hátíðir, t.d. Akadíu-
hátíðina, Loyalistadaginn, Sjávar-
hátíðina og Viku heilags Patreks,
sem írska þjóðarbrotið hér í Saint
John stendur fyrir, og ég gæti hald-
ið áfram að telja upp hátíðir. Yfir •
sumarmánuðina er stöðugt eitthvað
að gerast sem gaman er að. Já, það
er einmitt af þessum sökum sem
það kemur sér vel fyrir okkur að
fá skákina hingað núna á þessum
árstíma sem er heldur rólegur tími
fyrir okkur."
— Já, snúum okkur einmitt að
skákhátíðinni. Nú hefur ekki farið
miklum sögum af skákmeisturum
héðan frá Saint John. Hvernig
stendur á þessari hátíð hér? Hver
fékk þessa klikkuðu hugmynd eins
og þú hefur kallað hana?
„Það voru tveir ungir menn sem
fyrir rúmum þremur árum áttu sér
þennan draum. Þeir voru héðan og
þá langaði til að koma New Bruns-
wick í kynni við skáklist eins og
hún gerist best í heiminum. Þeir
fengu John Prentice sem var form-
aður menningar- og listadeildar
Canada Council og einnig mikill
áhugamaður um skák til að fara
til Þessalóníku í Grikklandi til að
sækja um að fá að halda þessi
áskorendaeinvígi og efna jafnframt
til mikillar skákhátíðar hér í Norð-
ur-Ameríku. Þetta fékkst og þá
komu þeir til mín. Eiginlega komu
þeir fyrst og fremst til að biðja um
peningaaðstoð því að þeir ætluðu
að halda hátíðina sálfír. En eftir
u.þ.b. klukkustundar spjall tók
málið að þróast á annan veg. I
fyrsta lagi gat ég ekki látið 250
þúsund dollara af hendi rétt eins
og ekkert væri og í öðru lagi gerði
ég mér fljótlega grein fyrir að þeir
réðu ekki við þetta verkefni einir.
Svo að ég lagði þetta fyrir borgar-
stjómina og fékk til liðs við mig
nokkra vini mína sem tefldu mikið
þegar ég var í menntaskóla og enn
voru viðriðnir Skáksamband New
Brunswick. Þeir urðu mjög spenntir
fyrir þessu en ég hafði enn ýmsar
efasemdir, svo að þeir tóku mig
með sér til Lundúna til fundar við
Kasparov heimsmeistara. Ég varð
ákaflega hrifin af honum, hann
hafði mikil áhrif á mig því að eins
og svo margir aðrir hafði ég fyrir-
fram mótað mér ákveðnar hug-
myndir um skák. Tillögur okkar
gengu út á það að halda öll áskor-
endaeinvígin á einum og sama stað
og fá jafnnframt aðra helstu skák-
meistara heims á staðinn til að
tefla. Inn í þessa dagskrá vildum
við síðan blanda margs konar
menningaratriðum. Kasparov varð
mjög hrifinn af þessum hugmynd-
um okkar og mælti eindregið með
þeim. Yasser Seirawan studdi okkur
einnig eindregið. Næsta skref var
því að leggja þetta fyrir FIDE og
þeir féllust endanlega á þetta eftir
að þeir höfðu komið til Saint John
og skoðað allar aðstæður.
Því meir sem ég blandaðist inn
í þennan undirbúning því spenntari
varð ég því að þetta var tækifæri
fyrir fólk hvaðanæva að úr heimin-
um eins og ykkur Islendinga að
koma hingað og uppgötva okkur.
Ég efaðist aldrei um að þetta tæk-
ist því að ég hafði fram að færa
það sem ég vissi að allir sóttust
eftir en það er gestrisni fólksins
hér í Saint John. Ég efaðist aldrei
um árangurinn því að ég vissi að
þegar gestir okkar færu héðan þá
tækju þeir með sér svolítið af
Kanada sem vissulega er jákvætt.
Gestrisni og hlýtt viðmót er það
besta sem við höfum upp á að
bjóða.“
—Telur þú að skákhátíðin hafi
skilað þeim árangri sem þú vonað-
ist eftir.
„Við höfum uppskorið meira,“
segir hún og endurtekur orð sín
með áherslu, „við höfum uppskorið
meira. í fyrsta lagi hefur undirbún-
ingsvinnan veitt okkur mikla
ánægju og mikilsverða reynslu. Við
þurftum að setja á laggirnar sér-
stakan starfshóp og við réðum Ro-
bert Hamilton sem sérstakan ráð-
gjafa en hann var annar þessara
ungu manna sem upphaflega áttu
sér þennan draum að halda hátíð-
ina. Þá fékk ég nokkra frammá-
menn í viðskiptalífinu til að mynda
sérstaka nefnd er leit eftir þessu
og vann með okkur. Við fengum
til liðs við okkur stóran hóp sjálf-
boðaliða. Við auglýstum eftir 400
sjálfboðaliðum en 640 svöruðu kall-
inu og það hefur verið jákvætt fyr-
ir þetta fólk að taka þátt í þessu
starfi. I öðru lagi höfum við fengið
hingað fólk úr öllum heimshomum.
Það höfðum við að sjálfsögðu ætlað
okkur en það er eitt að ræða um
það og allt annað að sjá það raun-
verulega gerast.
Það sem var upphaflega beiðni
til mín um fjárhagslega aðstoð sner-
ist upp í mikla vinnu sem veitti
mér persónulega mikla ánægju.
Þetta kostaði ferðalög. Fyrir utan
þær ferðir sem ég hef áður nefnt
þá fórum við til Toronto og Mont-
real og ég talaði við áhrifafólk í
viðskiptum þar og fékk alls staðar
jákvæð viðbrögð. Ég lagði mig alla
fram um að þetta tækist sem allra
best og í raun miklu meira en til-
heyrði stöðu minni sem borgar-
stjóra. Einn þeirra er höfðu stutt
okkur hvað dyggilegast, forseti
bankastjómar Bank of Nova Scotia,
kom í gærkvöldi til að heyra söng-
konuna Edith Butler syngja
fransk-kanadíska söngva og á eftir
settumst við niður yfir tebolla og
ég get sagt þér að hann var hinn
ánægðasti með hvemig þetta hafði
tekist allt saman."
— Skákmenn eru nú kannski
ekki þeir líklegustu til að hamstra
mikið í verslunum héma. Þú lítur
þennan viðburð sem sagt fyrst og
fremst sem lið í kynningu á Saint
John vítt og breitt um heiminn?
„Já, þetta er að sjálfsögðu mikil-
væg landkynning. Engu að síður
þurfa skákmennimir að matast og
'sofa og það keYnur okkur til góða
á þessum árstíma þegar ekki er svo
mikið um ráðstefnuhald. Reyndar
stóð okkur til boða að halda stóra
ráðstefnu núna en við höfnuðum
því að þessu sinni. Sú jákvæða
kynning sem við höfum fengið
vegna skákhátíðarinnar og öll
fréttaumfjöllunin er miklu meira
virði heldur en hvort blessaðir skák-
mennimir kaupi eitthvert glingur
til að taka með sér heim.“
— Geturðu ímyndað þér að skák-
hátíðin eigi eftir að ala af sér fram-
tíðarstórmeistara hér í Saint John?
„Já, það get ég auðveldlega skal
ég segja þér. Við höfum sett á lagg-
imar skákklúbb fyrir börn og aug-
lýst kennslutíma í borgarbókasafn-
inu. 70 lítil börn mættu -stundvís-
lega fyrsta laugardagsmorguninn.
Hvert sem maður fer er verið að
tala um skák eða tefla, jafnvel inn-
an verkalýðsfélaganna. Gamlar vin-
konur hafa hringt i mig og haft á
orði að skákin hafi sett borgina á
annan endann; karlamir þeirra eru
búnir að kaupa sér tafl og sumir
þeirra heimta að þær fari að læra
að tefla skák. Vegur skáklistarinnar
hefur stóraukist hér í Kanada vegna
þessarar skákhátíðar og reyndar í
Norður-Ameríku allri. Eg fékk bréf
frá manni í New Orleans í Banda-
ríkjunum sem óskaði okkur til ham-
ingju og sagði að við hefðum gert
meira til að kynna skák í Norður-
Ameríku á þremur mánuðum en
gert hefur verið á fleiri árum í
Bandaríkjunum. Samt hefur banda-
ríska skáksambandið eytt átta millj-
ónum dollara til kynningar á skák.
Okkur hefur verið boðið að koma
til New York og fræða þá um það
hvemig við skipulögðum skákhátí-
ðina. Rússneska sendinefndin hefur
reyndar líka boðið okkar að koma
og veita ráðgjöf.
Ég sé það í tímaritinu ykkar að
þið kennið skák víða í grunnskólum.
Þetta er einmitt eitt af því sem mig
hefur dreymt um að gæti gerst hér
í kjölfar skákhátíðarinnar. Ég get
vel hugsað mér að þegar þetta er
yfirstaðið þá ætti menntamálaráðu-
neyti New Brunswick-fylkis að
kynna sér það sem þið hafið gert
á íslandi til eflingar skáklistinni.
Ekki síst langar mig að vita hvem-
ig best megi tengja saman stærð-
fræði- og skákkennslu. Reyndar er
dálítið gert af því í frönskumælandi
hluta fylkisins að kenna skák í
tengslum við stærðfræði. Þegar við
vorum í Lundúnum var okkur sagt
að þeir í Bretlandi væru að kynna
sér hvemig staðið væri að skák-
kennslu í Rússlandi og þeir sögðu
okkur að skák væri öllum holl; hún
|iuðveldar ungu fólki að læra að
einbeita sér og einfaldlega að nota
heilabúið betur. Skák er heldur
ekki eingöngu hugaríþrótt því að
fólk sem stundar skák verður að
hugsa um líkamann líka, hlaupa,
skokka, synda og stunda alhliða
líkamsrækt. Ég vil mjög gjarnan
sjá þetta gerast hér hjá okkur.
Við gerðum reyndar könnun
meðan við unnum að undirbúningi
skákhátíðarinnar sem náði til alls
Kanada og við komumst að því að
skák er önnur helsta almennings-
íþrótt hér í Kanada. Við viljum því
að stjómvöld í Kanada viðurkenni
skákina sem íþróttagrein og veiti
til hennar meira fé.“
— Gætirðii þá hugsað þér aukið
og nánara samstarf Islendinga og
Kanadamanna á sviði skáklistar?
„Já,“ segir hún ákveðið, „og við
getum lært margt hvorir af öðmm.
Við höfum átt þess kost núna að
læra af ykkur Islendingum og ég
get ekki annað en látið í ljós að-
dáun mína á þessum unga fulltrúa
ykkar íslendinga í áskorendaein-
vígjunum, Tiann er sannarlega verð-
ugur fulltrúi skáklistarinnar og góð
fyrirmynd ungu fólki hér í Saint
John. Og ég hef rætt þetta við
nokkra aðila hér, m.a. menntamála-
ráðherrann okkar hér í fylkinu sem
er góð vinkona mín. Ég er ekki í
nokkrum vafa um að við getum
eflt með okkur margs konar sam-
starf í tengslum við skák.“
— Hvað þá um samstarf í víðara
samhengi milli Íslands og New
Brunswick eða kannski heldur
Reykjavíkur og Saint John ,. .?
Hún grípur fram í og spyr: „Áttu
við að borgirnar taki upp vináttu-
samband? Já, því ekki, það gæti
verið gaman.“
— Já, jafnvel, en mér dettur t.d.
í hug að hér er um tvær smáborgir
að ræða, svipaðar að stærð, sem
báðar telja sig hafa mikla mögu-
leika á sviði ferðaiðnaðar og ráð-
stefnuhalds, við Reykvíkingar vor-
um jafnvel svo heppnir að fá „ein-
vígi“ þeirra Reagans og Gorbatsjovs
inn á borð til okkar, heldurðu að
borgir eins og þessar geti unnið
betur saman á þessu sviði? Gætu
þær jafnvel myndað með sér eins
konar keðju, jafnvel ásamt fleiri
borgum af svipaðri stærð, boðið t.d.
mörgum stórfyrirtækjum og stofn-
unum að halda ráðstefnu í einni
borginni þetta árið og annarri það
næsta og svo framvegis, því að
smáborgir bjóða að mörgu leyti upp
á meiri vinnufrið og síðan eins og
þú nefndir meiri gestrisni en stór-
borgir?
„Ég held að þetta sé mál sem
borgarstjórar þessara borga ættu
að velta fyrir sér. Við höfum ein-
mitt verið að hugsa um ýmsa sam-
starfsmöguleika borgarstjórar
helstu borganna hér í Atlantshafs-
fylkjunum og höfum skipst á að
koma saman í þessum borgum. í
þessu sambandi vil ég leggja
áherslu á að fólk, eins og þú t.d.,
á að segja frá því þegar það kemur
heim hvaða möguleika við höfuin
upp á að bjóða hér í Saint John,
hvaða möguleika við höfum á að
læra hvorir af öðrum og hvernig
við getum best aukið gagnkvæm
samskipti báðum til góða. Það sem
ég á einfaldlega við er að nú hafið
þið fengið að kynnast okkur. Þess
vegna væri það sanngjamt að við
fengjum að uppgötva ykkur. Það
ætti eiginlega ekkert að vera sjálf-
sagðara."
— Þú gætir sem sagt alveg
hugsað þér að heimsækja okkur
Islendinga?
pÓ já, ó já,“ segir hún, „ég er
að vona áö þegar það kemur í ykk-
ar hlut að halda svona áskorenda-
einvígi þá verði ég búin að koma
mér upp nokkrum stórmeisturum
sem ég gæti komið með til Ís-
lands.“ Elsie hlær hátt og innilega.
— Þetta er orðið langt viðtal og
Jóhann og Kortsjnoj eru í þann
veginn að hefja fjórðu skákina svo
að það er orðið mál að slá botn í
þetta en áður en ég næ að bera
upp lokaspurninguna tekur Elsie
Wayne af mér orðið.
„Mig langar sérstaklega til að
segja íslensku þjóðinni það að við
íbúar Saint John erum stolt af stór-
meistaranum ykkar, Jóhanni Hjart-
arsyni. Fyrir mér er hann maður
sem sérhver þjóð má vera mjög,
mjög stolt af eins og ég er búin að
segja áður. Hann ber ekki aðeins
með sér ímynd alls hins besta í
skáklistinni heldur og þess sem
göfugast hlýtur að vera í fasi
íslensku þjóðarinnar. Þið megið svo
sannarlega vera stolt af honum.
Að lokum þetta, Islendingar, þið
eruð alltaf hjartanlega velkomnir
hingað til Saint John í New Bruns-
wick.“
Höfundur vann að fjársöfnun og
kynningarstarfsemi fyrir Skák-
samband íslands ítengslum við
ein vígi Jóhanns Hjartarsonar og
Viktors Kortsjnojs.
NAMSKEIÐ
Sækið námskeið hjá traust-
um aðiia gegn vægu gjaidi
Eftirfarandi námskeið verða haldin á næstunni á vegum
Verzlunarskóla íslands:
Tölvunotkun:
Einkatölvur og DOS stýrikerfið
Ritvinnsla (Word)
Gagnagrunnur (dBase III +)
Tölvubókhald (Ópus)
Töflureiknir (Multiplan)
Dagsetning
26.-27. mars.
28.-30 mars.
9.-10. apríl.
16.-17. april.
23.-24. apríl.
Skrifstofu- og verslunarstörf:
Vélritun (byrjendanámskeið)
Bókhald (einfaldar dagbókarfærslur)
Bókhald (færslur og uppgjör)
Skjalavarsla (virk skjöl)
Þjónustunámskeið (samskipti við
viðskiptavini)
Sölu- og afgreiðslustörf í verslunum
18., 20., 21., 25.,
27. og 28. apríl.
22., 24., 26.
og 28.-30. mars.
5., 7., 9., 12., 14.
og 16. apríl.
11 .-13. apríl.
26. og 27. apríl.
5., 7., 12.
og 14. april.
Stjórnun fyrirtækja og deilda:
Fjárfestingar 5.,7.,9.,12.,14.
og 16. apríl.
Samskipti og hvatning í starfi 10. og 11. maí.
Starfsmannaþjónusta/-hald 3.,4. og 5. maí.
- Innritun fer fram á skrifstofu skólans -
VR og BSRB félagarfá styrk sinna stéttarfélaga. Frek-
ari upplýsingar veitir Þorlákur Karlsson í síma 688400.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS