Morgunblaðið - 20.03.1988, Page 39

Morgunblaðið - 20.03.1988, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 39 Pétur Einarsson básúnuleikari spilar á einleikaraprófstónleik- um í Norræna húsinu á morgun, mánudag. Tónlistarskólinn 1 Reykjavík: Einleikara- prófstón- leikar í Nor- ræna húsinu Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur einleikaraprófstónleika í Norræna húsinu mánudaginn 21. mars kl. 20.30. Pétur Einarsson básúnuleikari flytur verk eftir J.E. Galliard, C.M. v. Weber, L. Bemstein, A. Wilder og Eugene Bozza. Krystyna Cortes leikur með á píanó. Tónleikar þessir eru fyrri htuti einleikarprófs Péturs frá skólanum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í FRÉTT Morgunblaðsins á blaðsíðu 22 síðastliðinn föstudag „Býð Jóni í einn túr á frystitog- ara“, var ranglega sagt að Jón Kjartansson væri formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Vestmannaeyja. Hér er skellt saman tveimur fé- lögum, Verkalýðsfélagi Vest- mannaeyja og sjómannafélaginu Jötni. Jón Kjartansson er formaður Verkalýðsfélagsins, en formaður sjómannafélagsins Jötuns er Elías Bjömsson. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessu. Fyrirlestur um synda- fallið HENRIK el Bandak, bókavörður við Háskólabókasafnið í Kaup- mannahöfn, flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideild- ar þriðjudaginn 22. mars kl. 17.15 i stofu 101 i Odda. Fyrirlesturinn nefnist „Synde- faldet" og íjallar um áhrif Serens Kierkegaards á verk Henriks Ibsens á síðari hluta ævi hans. Henrik el Bandak er kominn hingað til lands sem gestur á norskri bókmenntaviku og á vegum Norræna hússins. Hann er cand.mag. í dönsku og heimspeki og hefur samið bókina „Syndafald- et“, sem kom út í Danmörku fyrir síðustu jól. Þar fjallar hann um hugtak hins illa í evrópskri menn- ingarsögu og sérstaklega í verkum Kierkegaards sem hann telur hafa haft miklu meiri áhrif á Ibsen en menn hafa haldið hingað til. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku. Öllum er heimill aðgangur. (Fréttatilkynningf) lands var haldinn 8. mars sl. Fund- urinn var vel sóttur. Fundarstjóri var Eyþór Einarsson og fundar- ritari Þórunn Þórðardóttir. For- seti félagsins, Höskuldur Jóns- sons, gerði grein fyrir starfinu á árinu 1987. Ferðafélag íslands á 15 sæluhús í óbyggðum. í fjórum húsanna var gæsla í 2—5 mánuði og á þessa staði komu 55—60 þúsund ferðamenn sl. sumar og var mestur fjöldi í Land- mannalaugum eða 22.700. Ferðafélag íslands er áhuga- mannafélag, byggist starfíð mikið á sjálfboðaliðum og vinna þeir ómetan- legt starf við sæluhúsin. Án þeirra væri ekki mögulegt að sinna þeim verkefnum eins og gert er. Einn tilgangur Ferðafélags ís- lands er að stuðla að ferðalögum á íslandi og greiða fyrir þeim. Ferðir félagsins urðu 210 og þátttakendur í þeim 5.890. Ferðafélagið er með „Göngudag" einu sinni á ári og er hann ætlaður til að kynna og hvetja fólk til gönguferða. Síðasta vor heppnaðist „Göngudagurinn“ mjög vel og tóku um 370 manns þátt í ferðinni, sem var ganga inn í Blikdal á Kjalamesi. Ferðafélag íslands varð 60 ára á síðasta ári og í tilefni afmælisins voru gengnar gamlar þjóðleiðir frá Reykjavík og upp að Reykholti í Borgarfirði. Gengið var í sex áföng- um og voru þátttakendur 304. í til- efni afmælisins var einnig haldinn afmælisfagnaður og komu um 570 manns til að samfagna félaginu og bárust því margar góðar gjafir. Árbók Ferðafélagsins kom út í 60. sinn og fjallaði hún um Norðaustur- land, hálendi og eyðibyggðir. Höf- undur hennar er Hjörleifur Gutt- ormsson. Árbækur Ferðafélagsins eru einhver besta lýsing á íslandi, sem til er í svo aðgengilegu formi. Þær breytingar urðu á stjóm Ferðafélagsins að Baldur Sveinsson og Þorleifur Jónsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. í þeirra stað vom kosin Jóhanna B. Magnúsdóttir og Eiríkur Þormóðsson. í reikningum félagsins kom fram að nokkur hagn- aður varð á árinu. Framkvæmda- stjóri Ferðafélags íslands er Þómnn Lámsdóttir. Þrýstimælarí úrvali-gottverð G.J. Fossberg vélaverslun hf. Skúlagötu 63 - Reykjavík Símar 18560-13027 □ fuissan \fertu NISSAN PATHFINDER Nissan megin við stýrið í ár IFIMDED W MISSAM SUMMV • Kraftmikil 2,4 eða 3ja lítra vél. • Aflstýri. • Lúxusinnrétting. • Fimmgíra beinskiptur eða COUPE • Glæsileg innrétting. • Kraftmikill: 150()ccog 1600 cc fjölventla vél. • Beinskiptur eða sjálfskiptur. • Aflstýri. NISSAN MICRA • 1000 cc 4ra strokka vél. • Beinskiptur 4ra — 5 gíra. • Framhjóladrifinn. • Eyðslugrannur með afbrigðum. • Betri smábíil finnst varla. Verð frá kr. 359 þús. sjálfskiptur, hátt og lágt drif. • Fjölskyldubfllinn með möguleikana. • 4ra, 5 gíra beinskipting eða • Kosinn jcppi ársins af tímaritinu • 3ja dyra — 4ra dyra — 5 dyra. sjálfskipting. „Four Wheeler". • Þrjár vélastærðir: 1300, 1500, • Aflstýri. Verð frá kr. 1.055 þús. '600 LC fj°lventla- Verð frá kr. 455 þús. NISSAN SUNNY WAGON 4WD. • 5 dyra. • 5 gíra beinskipting með fjórhjóladrifshnappi. • Aflstýri. Verð frá kr. 626 þús. NISSAN PRAIRIE 4WD. • Sérstaklega lipur. • Kraftmikil 2000 cc vél. • Hæð milli gólfs og lofts 1,4 m. • 5 gíra beinskiptur. • Aflstýri. Verð frá kr. 743 þús. L X * : iíjjj) 1! | m* rH Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauðagerði Sími: 91 -3 35 60 M'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.