Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 Ráðstefna um fjármögnun fyrirtækja: Hlutabréf verði sett jöfn öðrum spamaði Á RÁÐSTEFNU Sjálfstœðis- flokksins um fjármögnun fyrir- tækja, sem haldin var f gær, kom fram að hugmyndir eru uppi meðal stjórnvalda um að gera sparaað í formi hlutabréfa skattalega jafnsettan öðrum sparaaði. Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra sagði í ávarpi sínu á ráðstefnunni að stjóraarflokk- arnir hefðu gert með sér sam- komulag um þetta efni siðastliðið haust og hann vænti þess að þeim áformum yrði hrundið í fram- kvæmd á næsta þingi. Þorsteinn rakti í ávarpi sínu þær breytingar sem orðið hafa á fl'ár- magnsmarkaðnum hér á landi á undanfömum árum í frjálsræðisátt. Nýjar tegundir fj ármálastofnana og fjáimögnunarfyrirtækja hefðu sprottið upp, sem hefði í för með sér mjög ánægjulegar og mikilvæg- ar breytingar. Þorsteinn lagði áherslu á að stíga yrði markviss og ákveðin skref til þess að búa hér til þær aðstæður á fjármagns- markaði og í atvinnulífínu sem væm sambærilegar við það sem gerðist í nágranna- og viðskiptal- öndum okkar. Það væri nauðsynlegt til þess að íslenskt atvinnulíf gæti búið þjóðinni jafngóð lífskjör og væm hjá þeim þjóðum sem við vild- um jaftia okkur við. Þorsteinn tók undir þau orð að lánsijármagn væri dýrt hér á landi. Hins vegar væri ekki unnt að snúa þeim vanda við með handaflsað- ferðum við lækkun vaxta heldur yrði að búa til þær aðstæður að eigið fé gæti aukist í íslenskum atvinnufyrirtækjum. Á ráðstefnunni urðu miklar um- ræður um hlutabréfamarkað hér á landi og þau áhrif sem hann kemur til með að hafa á íslenskt atvinn- ulíf. Flestir töldu brýnt að snúa baki við núgildandi skattlagningu eigna og eignatekna og taka upp kerfi þar sem skattlagning væri a.m.k. jafnhagstæð eigendum hlutabréfa og eigendum skulda- bréfa. I/EÐURHORFUR í DAG, 29.4. 88 YFIRLIT í gnr Hæg suðaustanátt — víðast gola, og lítilsháttar súld eöa rigning við suðurströndina, annarsstaðar mun hægara og sums staðar léttskýjað. SPÁ: Yfir Skandinavtu er 1030 mb hæö og hæðarhryggur fyrir norðan land. Um 1000 km suðvestur í hafi er 997 mb hæð sem þokast austur og grynnist. Hiti breytist Iftið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðaustanátt, fremur hæg, vfða skúrir eða slydda. Él austanlands og á annesjum norðan- lands, en bjartviðri um sunnan- og vestanvert landiö. Hiti 1 —2 stig. TÁKN: O Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað A skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / # / * / * Slydda / * / * * * # * * * Snjókoma * * * ■JO Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' == Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld GO Mistur —L Skafrenningur H Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma httl veAur Akureyri 8 íkýjíð Reykiavfk 8 skýjaö Bergen 9 helótkírt Helsinki 11 akýjaö Jan Mayen lanjókoma Kaupmannah. 7 léttskýjaö Narssarasuaq 9 alskýjað Nuuk +2 skýjað Oató 11 léttskýjaö Stokkhólmur 13 léttakýjað Þórahöfn 7 akýjað Algarve 18 léttakýjaó Amsterdam 11 akýjað Aþana vantar Barceiona 18 mietur Beriin 12 atskýjað Chlcago 3 léttakýjað Feneyjar 14 rignlng Frankfurt 9 f i Glaagow 9 héKskýjað Hamborg 10 hálfakýjað Laa Palmaa vantar London 9 mistur Loa Angetes 15 aiskýjaó Lúxemborg 14 akýjað Madrfd 16 mlstur Malaga 24 Mttakýjað Mallorca 19 léttskýjað Montreal 6 rlgning NawYork 10 skúr Parfs 14 skýjað Róm 18 akýjað San Dlego 16skýjað Wlnnlpeg vantar Verkfallsátök í Flugstöðinni Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Yfirmenn Flugleiða ásamt lögfræðingi Vinnuveitendasambandi Is- lands, Hrafnhildi Stefánsdóttur, skoða bréfið afhent var formanni Verslunarmannafélagi Suðuraesja. Sigurður Helgason forstjóri er á bak við Hrafnhildi, við hlið hans er Jón Oskarsson stöðvarstjóri, þá Einar Helgason forstöðumaður flutningsdeildar og lengst til hægri er Pétur J. Eiríksson formaður markaðssviðs. Morgunblaðið/Ragnar Th. Einn farþegi sá glufu í vegg verkfallsvarða og tókst honum að korn- ast í gegn en föt mannsins rifnuðu í átökunum. Viðgerð hafin á veginum í Langadal TÖLUVERT sjatnaði i Blöndu f gær og áin rennur ekki lengur f gegnum skörðin tvö sem hún rauf f veginn við Æsustaði sl. þriðju- dagskvöld. Byrjað var á að keyra f skörðin í gærmorgun og vegur- inn verður að öllum líkindum fær öllum bifreiðum sfðdegis f dag, að sögn Páls Þorsteinssonar full- trúa þjá Vegagerð ríkisins á Sauð- árkróki. í gær var gert til bráða- brigða við háspennulfnuna heim að bænum Hamri f Langadal, að sögn Sigurðar Eymundssonar svæðisstjóra Rafmagnsveitna rfkisins á Norðurlandi vestra en Blanda tók með sér 3 staura úr lfnnnní aðfaranótt sl. miðviku- dags. Sigurður sagði að Raftnagnsveit- umar hefðu fengið ljósavél frá Sykk- ishólmi og sett hana upp við Hamar síðdegis sl. miðvikudag og hún hefði framleitt rafmagn fyrir bæinn þar til hægt hefði verið að gera við línuna til bráðabirgða. Páll Þorsteinsson, fulltrúi hjá Vegagerð rfkisins á Sauðárkróki, sagði að fremra skarðið, sem Blanda rauf á veginn við Æsustaði, hefði verið 50 til 60 metra breitt en hitt örlítið n\jórra. „Bundna slitlagið á veginum," sagði Páll, „er ónýtt á tvö til þrjú hundruð metra kafla við fremra skarðið og það kostar trúlega tvær til þijár milljónir króna að gera við skemmdiraar á veginum við Æsustaði. Okkur tókst þó að koma í veg fyrir að Blanda eyðilegði veginn fyrir neðan Auðólfsstaði, sem er næsti bær fyrir neðan Æsustaði, með þvf að ýta upp vamargarði fyrir neð- an veginn," sagði Páll. Klaki úr Blöndu virðist ekki hafa skemmt Æsustaðatúnið mikið en girðingar við bæinn eru mikið skemmdar, að sögn Jóhönnu Þórar- insdóttur húsfreyju á Æsustöðum. Morgunblaðið/J6n Sigurðsaon Klakastykkj um ýtt út af veginum f Langadal í gœr við fremra skarð- ið sem Blanda rauf í hann við Æsustaði sl. þriðjudagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.