Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 56
FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. VERKFALLSÁTÖK - Til smá- vægilegra ryskinga kom milli verkfallsvarða og nokkura far- þega sem gerðu tilraunir tái að komast frá iandinu i gærmorg- un. Á myndinni má sjá verk- fallsverði koma í veg fyrir að farþegi geti afhent afgreiðslu- manni Flugleiða farmiða sinn. Lögregluþjónn fylgist með að- gerðunum tílbúinn til að sker- ast í leikinn. Á minni myndun- um eru Sigurður Helgason, for- stjóri Flugleiða, á tali við lög- reglumann og Magnús Gísla- son, formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja, er hann sýnir verkfallsvörðum bréf VSl og Flugleiða. Verkfallsvarsla í Flugstöð Leifs Eiríkssonar: - Flugleiðir lýsa VS ábyrgt fyrir öllu fjárhagslgóm TIL nokkurra ryskinga kom i Flugstöð Leifs Eirikssonar i gær, þegar verkfallsverðir hindruðu farþega i að komast um borð í tvær véiar Flugleiða og vél frá Arnarflugi. Lögmaður Vinnu- veitendasambands íslands kom á vettvang og afhenti formanni Verslunarmannafélags Suður- nesja bréf, þar sem fram kemur að VSÍ og Flugleiðir gera VS ábyrgt fyrir öllu þvi tjóni sem flugfélagið hefur orðið fyrir og kann að verða fyrir vegna að- gerða Verslunarmannafélagsins, sem litið sé á sem ólögmætar. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, sagði að hann hefði ekki reiknað út hversu mikið tap Flug- leiða væri vegna verkfallsins, en það væri þó verulegt. Hann var sjálfur í flugstöðinni í gær og ætl- aði að vinna við innritun farþega. Verkfallsverðir hindruðu hann í þvi og kærði hann þá fyrir það. Magnús Gfslason, formaður VS, tók við bréfinu úr höndum Hrafn- Snældumar reyndust auðar í enskuprófinu RIXndnA.: ÞEIM BRÁ heldur betur í brún forsvarsmönnum grunnskól- anna á Blönduósi, Hvamms- tanga og Skagaströnd þegar það uppgötvaðist í gær, rétt áður en samræmdu prófin í ensku áttu að hefjast, að segul- bandsspólur sem fylgdu próf- gögnum að sunnan voru auðar. Eiríkur Jónsson skólastjóri á Blönduósi sagði í samtali við Morgunblaðið að rétt fyrir klukk- an níu hefði uppgötvast að segul- Ibandsspólumar með samræmdu prófunum í ensku voru auðar. Þá þegar hefði hann haft samband við skólann á Skagaströnd og ætlað að fá afrít af þeirra segul- bandsspólum en þær hefðu þá líka verið auðar. Var þá farið upp að Húnavöllum og átti að taka upp af segulbandsspólunni þar um leið og prófíð var spilað fyrir nemend- ur Húnavallaskóla. Sú afritun mistókst þannig að aðeins ein spóla var til afnota og fengu Skagstrendingar hana. Eiríkur skólastjóri brá þá á það ráð að fá spólu í Laugabakka- skóla í Miðfírði og voru skólamenn á Hvammstanga þar fyrir til að fá afritun af enskuprófínu. Upp- tökur tókust á Laugabakka og fengu bæði Blöndósingar og Hvammstangamenn enskuprófíð sitt þar. Það er ljóst að þessi uppá- koma hefur haft truflandi áhrif á próftöku á þessum stöðum og hefur verið farið fram á það að tekið verði tillit til þessara að- stæðna. — Jón Sig. hildar Stefánsdóttur, lögfræðings VSÍ, og las það upphátt fyrir við- stadda. „Við teljum okkur vera í fullum rétti og munum halda að- gerðum áfram," sagði hann. Magn- ús sagði að fleiri verkfallsverðir myndu mæta á vettvang í dag og fengi VS þá liðsstyrk frá Selfossi, en í gær gengu 25-30 félagsmenn í Verslunarmannafélagi Reykjavík- ur til liðs við verkfallsverði í flug- stöðinni. Áður en lögmaður VSÍ kom á vettvang hafði komið til ryskinga milli farþega og verkfallsvarða sem meinuðu þeim að komast að innrit- unarborðum og í gegnum vega- bréfaskoðun. Engin meiðsli urðu á fólki. Fimm farþegar komust um borð í vél Amarflugs, en áhafnir Flugleiðavélanna flugu þeim tómum út. Flugleiðir áætla að fljúga þijár ferðir í dag, til Gautaborgar og Kaupmannahafnar og tvær ferðir til Lúxemborgar. Samkvæmt málamiðlunartillögu ríkissaksóknara í deilu vinnuveit- enda og VR hækka engir launataxt- ar um minna en 8,75% og að lág- marki um 2.100 krónur á mánuði. Auk þess fær fastráðið afgreiðslu- fólk í verslunum sérstaka launaupp- bót, 750 krónur á mánuði. Sjá nánar á blaðsíðum 2, 4, 5, 23 og miðopnu. Sláturfélag Suð- urlands: Uppsagnir og sala á eignum framundan Endurskipulagning Sláturfé- lags Suðurlands, uppsagnir starfsfólks og sala eigna eru boðaðar í kjölfar verulegs tap- reksturs félagsins á síðasta ári og fyrirsjáanlegs taps á þessu og næsta ári. I gær var sex starfsmönnum á trésmíðaverk- stæði félagsins sagt upp störf- um og á aðalfundi SS f gær boðaði forstjóri félagsins að fleiri uppsagnir yrðu tilkynntar í dag. Steinþór Skúlason forstjóri SS sagði á aðalfundinum að félagið yrði að hætta þeirri vitleysu sem rekstur smásöluverslananna væri þar sem aðeins um 7,4% fram- leiðsluvara Sláturfélagsins væru seld gegnum verslanir þess. SS á 5 smásöluverslanir í Reykjavík. Á aðalfundinum kom fram að 52 milljóna króna tap varð á rekstri Nýjabæjar við Eiðistorg sem er í eigu SS og 18 milljóna króna tap á annarri smásöluversl- un félagsins. Forstjóri SS stað- festi við Morgunblaðið að óform- legar viðræður hefðu átt sér stað við Hagkaup um sölu á Nýjabæ en engin niðurstaða hefði fengist enn. Einnig kæmi til greina að selja aðrar verslanir SS ef viðun- andi tilboð fengjust. Sjá einnig frétt á miðopnu. Frá íslandi til Evrópu með viðkomu á Grænlandi KefUvfk. FJÓRIR Vestur-Þjóðveijar komust úr landi með nokkuð óveiýulegum hætti í átökun- um f flugstöðinni f gær. Upp- haflega ætluðu þeir að fara með Amarflugi tíl Amster- dam í gærmorgun, en urðu frá að hverfa eins og fleiri farþegar. Þeir gáfust þó ekki upp og komust inn um toll- hliðið eftir að vélin sem þeir ætluðu með var farin. Um hádegisbilið komust þeir um borð I vél sem var á ieið til Grænlands með viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Vélin kom sfðan aftur til Keflavíkurflug- vallar síðdegis í gær og hélt þaðan áfram til Kaupmanna- hafnar með Þjóðveijana um borð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.