Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakið. Miðlunartíllaga borin undir atkvæði Frá því embætti ríkissátta- semjara var komið á fót með núverandi sniði fyrir 10 árum hafa launaátök aðeins þrisvar sinnum þróast á þann veg, að miðlunartillaga sátta- semjara sé lögð undir atkvæði aðila að kjaradeilu. Var fyrst gripið til þessa ráðs 1982 þeg- ar ekki náðust sættir milli Landsvirkjunar og verkalýðs- félaga. í annað skipti var lögð fram miðlunartillaga 1986 í deilu vinnuveitenda og Félags starfsfólks í veitingahúsum. í báðum þessum tilvikum var tillaga __ sáttasemjara sam- þykkt. í ársbyijun 1987 gerð- ist það hins vegar að bæði félagar í Sjómannafélagi Reykjavíkur og vinnuveitend- ur felldu tillögu sáttasemjara en náðu síðan samningum rúmri viku síðar. Fyrir alla sem fara í verk- fall er afleiðingin hin sama. Þeir hætta að fá laun og við- komandi starfsemi lamast. A hinn bóginn hafa verkföll mis víðtæk áhrif á almenna starf- semi í þjóðfélaginu. Þeim mun víðtækari sem þessi áhrif eru því meiri alvara er á ferðum fyrir aðra en verkfallsmennina sjálfa og viðmælendur þeirra. Deila verslunarmanna og vinnuveitenda sem ríkissátta- semjari leitast nú við að leysa með miðlunartillögu er þannig vaxin að hún hefur óhjá- kvæmilega mikil áhrif á þjóðlífíð allt og kippir því sem næst fótunum undan eðlileg- um flugsamgöngum við önnur lönd. Er til að mynda ófyrirséð hvemig annarra þjóða menn, sem hafa sýnt áhuga á við- skiptum við land og þjóð, bregðast við því að hoggið sé á alla starfsemi, sem er for- senda fyrir því að þessi við- skipti gangi snurðulaust fyrir sig. Verkföll af því tagi, sem hér um ræðir, eru orðin svo óvenjuleg, að á mánudags- kvöldið var það fyrsta frétt í viðskiptafréttatíma gervi- hnattarsjónvarpsins Super- channel, sem sendir frá Bret- landi, að ísland væri að ein- angrast frá umheiminum vegna verkfalla. Sagan sýnir, að ríkissátta- semjari velur ekki þann kost að leggja fram miðlunartil- lögu til lausnar kjaradeilu, fyrr en hann telur öll önnur sund lokuð. Rökin fyrir tillög- unni vegna launadeilu versl- unarmanna sýnast augljós, enda hefur hvomgur aðili mótmælt því að sáttasemjari grípi til þessa örþrifaráðs, þótt ekki náist sættir um allt, sem í tillögunni felst, enda væri óþarfi að knýja fram at- kvæðagreiðslu um hana með þessum hætti ef fulltrúar deiluaðila féllust á efni henn- ar. Með tillögunni tekur sátta- semjari í raun fram fyrir hendur á samninganefndum og skýtur málinu beint til þeirra, sem eru í verkfallinu. Félagar í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur hafa tvisv- ar sinnum hafnað samningi í jrfírstandandi kjaradeilu. í fyrra skiptið á almennum fé- lagsfundi og í síðara skiptið í almennri atkvæðagreiðslu. Sú staðreynd ein sýnir, að úr- lausnarefnið er einstaklega flókið og erfítt. Hitt hefur ekki auðveldað sáttasemjara að fínna sanngjama millileið, að hann hefur sjálfur staðið að samningum á undanföm- um vikum, þar sem niðurstað- an hefur orðið sú, að laun hafa ekki verið hækkuð að því marki, sem verslunarmenn vilja. Að sjálfsögðu hlaut Guð- laugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, að taka mið af þessum samningum, þegar hann samdi þær tillögur til lausnar deilu verslunarmanna og vinnuveitenda, sem honum fínnast sanngjamastar.' Eins og áður sagði grípur ríkissáttasemjari ekki til þess ráðs að leggja fram miðlun- artillögu nema hann telji önn- ur sund lokuð. Verði tillögu hans hafnað sitja verslunar- menn áfram í verkfalli og af- leiðingamar verða alvarlegri með hverjum deginum sem líður. Að atvinnustarfsemi lamist af þessum orsökum er í raun tímaskekkja í hugum flestra, til marks um það eru til að mynda umræður um að hin stóm verkalýðsfélög eigi að víkja fyrir fyrirtælgafélög- um eða atvinnugreinafélög- um. Miðlunartillaga sátta- semjara ætti að teljast viðun- andi leið út úr miklum og erf- iðum vanda. VERKFALL VERSLUNARMANNA Magnús L. Sveinsson eftir 900 manna VR-fund: Lítll hrifning með imðlunartíllöguim VR hefur samið við á annan tng fyrirtækja um 42 þúsund UM 900 manns komu á fund VR lagsmönnum. Fundurinn var þungt hljóð hafi verið í fólki og í gær, þar sem miðlunartillaga haldinn í Súlnasal Hótel Sögu. lítil hrifning af tillögunni. Hann ríkissáttasemjara var kynnt fé- Magnús L. Sveinsson segir að segir tillöguna fela í sér lækkun Morgunblaðið/ól.K.M. Frá fundi VR á Sögu í gœr. Um 900 manns hlýddu á forystu VR kynna miðlunartillögu sáttasemjara. Mjólkurbirgðir stórmark- aða seldar smáverslunum? Verkfallsstjórn VR telur að mjólk hafi verið seld frá stór- mörkuðum, sem voru lokaðir, til smærri verslana sem verið hafa opnar í verkfallinu. í gær var síðasti söludagur á þeirri mjólk sem Mjólkursamsalan dreifði til verslana á fostudaginn í fyrri viku, þannig að eina mjólkin sem hægt ætti að vera að fó á höfuðborgar- svæðinu er G-mjólk sem keyrð er út af Mjólkursamsölunni, einkum til sölutuma, en sú dreifing brýtur ekki gegn verkfalli VR. Síðdegis á mánudag voru flestar verslanir í Reykjavík og nágrenni orðnar mjólkurlausar, en þó mun eitt- hvað lítilsháttar hafa fengist af mjólk af og til í sumum verslunum. Eitt- hvað af mjólkinni mun hafa komið frá Mjólkursamlaginu á Búðardal, en VR-menn urðu ekki varir við neina mjólk þaðan í gær, að sögn Péturs A. Maack. Hjá Hagkaup fengust þær upplýsingar að þær birgðir sem eftir voru í verslununum í Reykjavík hefðu verið sendar til verslunarinnar í Njarðvíkum og þar hefðu þær selst upp áður en verkfall verslunarmanna á Suðumesjum hófst. Mjólkursamsalan keyrir enn út G-vömr, þar á meðal mjólk, einkum til sölutuma. Að sögn Eiríks S. Þor- kelssonar, stöðvarstjóra hjá Mjólk- ursamsölunni, er það Dagsbrúnar- maður sem keyrir G-vömna út og er dreifingin þvi ekki í trássi við verkfall verslunarmanna. Ekki væri keyrt út meira af G-vömm en venju- lega, og ekki dreift til neinna nýrra aðila. Þá mun Mjólkursamsalan í dag keyra út mjólk til sjúkrahúsa, dag- heimila og elliheimila, samkvæmt undanþágu sem VR veitti. Samanburður á miðlunartillögimni og felldu samninguni] Svipaðar gmumhækkí sérálag fyrir afgreiði Breytt yfirvinnuálag - bónusgreiðslur í athugun SAMKVÆMT miðlunartillögu ríkissáttasenyara verður byrjunarhækkun launataxta 8,75% í stað 5,1% I tillögunni sem var felld. Hinsvegar mun 3,25% áfangahækkun þann 1. júni falla niður. í miðlunartillögunni er gert ráð fyrir að greitt verði sérstakt 750 króna álag á mánuði til af- greiðslufólks sem ekki fær launaauka vegna bónus eða vaktavinnu. Öll yfirvinna verður borguð með tímakaupi sem nemur 1,0385% af mánaðar- kaupi. Þá kemur nýtt 7 ára þrep inn í starfsaldurshækkanir. Desember- uppbót hækkar úr 4.500 krónum i 6.000 krónur frá fyrri tillögurn. Þá bætist eitt „rautt strik" við - sem gerir ráð fyrir að félög verslunar- manna geti krafist endurskoðunar á launalið ef framfærsluvisitalan fer fram úr 285 stigum þann 1. febrúar 1989 - en reyndar stóð 1988 i miðl- unartillögunni og olli það nokkrum ruglingi og deilum. Samningar sam- kvæmt tillögunni gilda til 10. aprfl 1989. Hér á eftir verður gert grein fyrir nokkrum helstu atriðunum i miðlun- artillögu ríkissáttasengara. Byrjunarhækkun Samkvæmt miðlunartillögunni hækka engir launataxtar um minna en 8,75%, og að lágmarki um 2100 krónur á mánuði. f samningnum sem felldur var ákvæði um að öll laun hækkuðu um 5,1%, og að lágmarki krónur 2025. Auk þess fær fastráðið afgreiðslufólk í verslunum sérstaka launauppbót, 750 krónur á mánuði, sem ekki var í felldu samningunum. Hér á eftir fara nokkur dæmi um hvemig mánaðarlaun nokkurra hópa verða samkvæmt gamla samningnum annarsvegar og miðlunartillögunni hinsvegar. Við samanburð verður að gæta þess að 3,25% áfangahækkun 1. júní, sem var innifalin í gamla samningnum fellur niður samkvæmt miðlunartillögunni. Grundvallarlaun afgreiðslufólks og skrifstofufólks verða 36.500 skv. miðlunartillögunni, en voru 33.500 samkvæmt fellda samningnum. Ef uppbót er reiknuð með verða launin 37.250 krónur. Eftir 5 ára starfsreynslu fengi af- greiðslufólk og skrifstofufólk í flokki I (almenn skrifstofustörf) 42.100 krónur í stað 40.300. Eftir 10 ár hjá sama fyrirtæki fengi deildarstjóri 50.000 krónur í staðinn fyrir 48.000 krónur, og skrif- stofumaður í flokki III (sjálfstæð störf sem krefjast víðtækrar þjálfun- ar og reynslu) fengi 52.000 krónur í stað 60.200.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.