Morgunblaðið - 29.04.1988, Page 20

Morgunblaðið - 29.04.1988, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 Ríkisvald og réttarvemd lögum sínum með hliðsjón af þess- um umsögnum. Eina neikvæða umsögnin, sem borist hefur um frumvarpið er frá Sýslumannafélagi íslands og sætir furðu að félagsmenn þess félags, sem að umsögninni stóðu, skuli ekki skilja sinn vitjunartíma í þessu máli. Mér er enda kunnugt um að ýmsir sýslumenn þekkja hana glöggt, en ég hefði að óreyndu ætlað, að allir sýslumenn legðu metnað sinn í það, að þetta mál næði fram að ganga. Það er reyndar svo að í ítarlegu bréfi, sem Pétur Hafstein,_ sýslu- maður og bæjarfógeti á,ísafirði, hefur nýverið sent félögum í sýslu- mannafélaginu og í afriti til þing- flokka og dómsmálaráðuneytis ger- ir hann athugasemdir við ályktun sýslumannafélagsins og vil ég leyfa mér að vitna í efni bréfsins, en þar segir m.a.: „Það gegnir mikilli furðu; að félagar í Sýslumannafé- lagi Islands skuli ekki sjá af því hagræði og framför að gera þær breytingar á réttarfari og dómstóla- skipan, að tiyggi sem best sjálf- staeði dómstóla bæði gagnvart stjómvöldum og almenningi. Vita- skuld beri að fara með fyllstu gát, þegar unnið er að breytingum á þessu sviði. Þær breytingar, sem frumvarp um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði mæla fyrir um, eiga sér í raun langan aðdrag- anda í margs konar umflöllun um þessi málefni og baráttu fyrir end- urbótum. Það er því fjarri sanni, að til þeirra sé stofnað af hvatvísi." í bréfu Péturs segir einnig síðar: „Það er hins vegar áhyggjuefni, ef Sýslumannafélagið eitt leggst gegn marktækum umbótum á þessu sviði. Að minni hyggju ætti það að leggja metnað sinn í það, að svo verði staðið að þessum breytingum öllum, að sýslumannsembættin verði styrkt og efld sem stjómsýslu- embætti í því skyni m.a. að færa vald frá miðsijómarstofnunum ráðuneyta til hinna dreifðu byggða landsins og auka þannig þjónustu við almenning. Hér gæti Sýslu- mannafélagið haft mikil áhrif til heilla, ef það kysi að leggja slfku máli lið. Ég tel það afar mikilvægt, að sýslumannsembættin verði þeir þyngdarpunktar í stjómsýslukerfí landsins, er í framtíðinni verði tekið mið af í margvíslegri löggjöf í ríkari mæli en verið hefur. í því sambandi má minna á hina óskynsamlegu þróun varðandi innheimtu opinberra gjalda, sem nú virðist eiga sér stað og Sýslumannafélagið ætti að spoma miklu harkalegar gegn en það hefur gert. Nefndin, sem samdi hið umrædda frumvarp, leggur ein- dregið til, að sú skipan verði lög- fest, að þau sýslumannsembætti, sem innheimta staðgreiðslu skatta, haldi því áfram. Þetta og ýmislegt annað, sem nú er í deiglunni, kann að skipta sköpum um framtíð sýslu- mannsembættanna. Ég er hins veg- ar þeirrar skoðunar, að verði fæti bmgðið fyrir eðlilega og löngu tíma- bæra framþróun réttarfars í landinu og sýslumenn haldi áfram að hafa á einni hendi dómsvald og umboðs- stjóm, muni sýslumannsembættin hljóta af því ófyrirsjáanlegan skaða, þegar til lengri tíma er litið.“ Hér er af ábyrgð og einurð mælt og ég geri þessi orð Péturs Hafstein að mínum. Höfundur er dóms- og kirkjumála ráðherra. TÖLVUPRENTARAR eftírsr. Þorberg Kristjánsson Ríkisvaldið hlýtur að öllu eðlilegu að vemda mannlegt líf og efla meðal almennings vitundina um mannhelgi. Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði, að sér- hver einstalkingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafí og þar til dauðinn ber að dymm með eðlilegum eða óviðráðanlegum hætti. Við svo búið má eigi sitja og það er mörgum ljóst, — má í því sambandi sérstak- lega neftia samtökin „Lífsvon". Þorvaldur Garðar Kristjánsson hefir, ásamt öðmm, æ ofan í æ flutt á Alþingi frumvörp, annars vegar um þrengingu á heimild til fóstur- eyðinga og hins vegar aukna aðstoð við einstæðar mæður og hjálpar- þurfa konur í hjúskap eða sambúð. Kirkjuþing 1982 samþykkti til- lögu, er fól í sér áskomn til Al- þingis að samþykkja umrædd fmm- vörp. Tillögur þess efnis vom sam- þykktar á Héraðsfundi Reykjavík- urprófastsdæmis 1982 og Presta- stefnu 1983. Þegar Kirkjuþing kom saman á sl. hausti, lá það fyrir, að á Alþingi því, er þá var að hefjast, yrði máli þessu hreyft. Það virtist þá eðli- legt, að Kirkjuþing ítrekaiði fyrri afstöðu sína og reyndi þannig að veita málinu brautargengi. Það sem hér um ræðir er í bók- staflegum skilningi lífsspursmál. Miklu varðar, að því sé haldið vak- andi og þá auðvitað eigi síst á lög- gjafarþinginu. Ekki er unnt að láta það gott heita eða samþykkja með þögn, að í gildi séu lög, er svipta hið ófædda líf réttarvemd a.m.k. fyrstu 12 vikumar eftir getnað. Kirkjuþing samþykkti tillögu, er byggir á þeim viðhorfum, sem hér hafa verið rakin og í greinargerð segir m.a.: „Það fer auðvitað ekki á milli mála, að kona, sem verður þunguð, án þess að hafa ætlað sér það, getur staðið í erfíðum spomm. Þar getur margt komið til, — af- staða fjölskyldunnar t.d., röskun áforma eða erfiður fjárhagur. En miklu skiptir, hvemig vand- anum er mætt, hvort menn yppta aðeins öxlum og bjóða upp á fóstur- eyðingu eða reyna að finna lausn, e.t.v. krefst einhvers, bæði af ein- staklingum og heild. Það má ekki gleymast, að val konunnar á oftast að vemlegu leyti rætur í afstpðu umhverfísins. Almennt líta menn svo á, að íslensk lög séu nokkur mælikvarði á rétt og rangt. Og konunni, sem hér um ræðir, mæta lög, sem gefa henni rétt til að hindra fæðingu bamsins, sem hún ber undir beiti. Óbeint er henni sagt, að bamið hennar hafi ekkert gildi, eigi engan rétt, fyrr en eftir 12. viku, nema hún kjósi sjálf að gefa því gildi og rétt. Ekki er óeðlilegt, að þetta komi til með að móta afstöðu henn- ar. Hér til viðbótar koma svo ótal röksemdir, sem vandamenn gjaman benda á og þegar leitað er til opin- berra ráðgjafa í þessu efni, mun ráðgjöfín ekki ætíð letjandi. Allt þetta og ýmislegt fleira ger- ir það skiljanlegt, að gripið sé til fóstureyðinga, en það dregur ekki úr alvöra málsins ...“ Rétturínn til lífs — grundvallaratríði allra mannréttinda Þeir, sem hafa uppi andmæli gegn fóstureyðingum, em oft sagð- ir dómsjúkir og skilningslausir. Enn hefir þó ekki tekist að uppræta það viðhorf, að fóstrið eigi manngildi og rétt til lífs alveg frá upphafi síns skeiðs. Það, hvort þetta viðhorf verður ofan á eða ekki, er undir því komið, m.a., að nógu margir séu tilbúnir að halda því á loft, þótt óvinsælt sé og ieggja eitthvað af mörkum. Að kristnum skilningi á lífíð upp- haf sitt í Guði. Hann gefur það, varðveitir og tekur aftur, þegar dagamir em allir. Með því, að lífið 'er að láni fengið frá Guði, verður friðhelgi þess ekki dregin í efa. Maðurinn hefir ekki umráðarétt yfir lífinu, — hann er ráðsmaður. Mannlegt líf þarfnast næringar og umhyggju frá upphafí. Lífsþráður- inn úr hendi skaparans er viðkvæm- ur, einkum á vissum æviskeiðum og við erfiðar aðstæður. Þess vegna þarfnast hann vemdar og lífíð á í sér búandi sköpunarmátt, sem kall- ar á þroskamöguleika. Lífsrétturinn felur í sér rétt til vemdar, að vaxa megj úr grasi, — réttinn til að fæðast og réttinn til að deyja eðlilegum dauða. Allir eiga rétt til lífs. í þessu til- liti er enginn munur á fæddum og ófæddum, ungum og gömlum, dug- andi og duglitlum. Einstaklingar og hópar, er höllum fæti standa, eiga þó kröfu til sérstakrar athygli og umhyggju. Sú mannfyrirlitning, sem svo víða verður vart, má ekki verða til þess, að mönnum fallist hendur. Þeir, sem sannfærðir em um sann- indi kristindómsins, ættu síðastir allra að gefast upp, — það væri að bregðast skapara manns og heims. Sú hætta virðist nú æ ógn- þmngnari, að mannlegt líf verði svipt réttarvemd, áður en það fæðist og áður en það deyr. Hvað veldur? Hvað mundi valda þessum ósköp- um? Þar kemur ýmislegt til greina auðvitað og skal hér aðeins vikið að nokkmm atriðum. Þegar maðurinn slítur tengslin við skapara sinn og Drottin, verður hann meira eða minna áttavilltur og reikull í ráði. Sú hætta eykst, að hann missi sjónar á því, er ber á milli góðs og ills, — þess sem er rétt og rangt, — taki að spyrja fyrst og fremst um það, hvað borgi sig best, — hvað auðveldast sé eða ábatavænlegast varðandi vinsældir og áhrif. Átökin um efnisleg gæði, sem efnishyggjan auðvitað magnar, leiðir af sér tillitsleysi og hörku, — kaldrænan mannskilning viskunnar vonarsnauðu. Gjörræðisleg viðhorf af ýmsum toga (eins og þau birtast í nasisma og kommúnisma t.d.) gera slíkan mun á mönnum, að þau em háska- leg í þessu samhengi eigi síst. Landvinningar vísinda og tækni geta verið tvíbentir. Á mörgum sviðum hafa þeir bætt lífskjörin og veitt aukna innsýn í tilvemna. En í sumum tilvikum hefír tækniþekk- ingunni verið beitt gegn lífinu sjálfu og þeirrar tílhneigingar gætir í vax- andi mæli að telja það siðferðilega heimilt, sem er tæknilega mögulegt eða framkvæmanlegt. Mikil nauðsyn er á, að menn haldi vöku sinni og séu á verði gegn niðurrifsöflum. Hér kemur auðvitað margt til greina, en með tilliti til þess, að frv. um þetta efni liggur nú fyrir Alþingi, skal hér stuttlega vikið að löggjafanum í þessu sam- hengi. Með lögum skal land byggja og lagasmiðir þurfa auðvitað margs að gæta. Löggjafinn verður að taka tillit til ólíkra hópa í samfélaginu, gera sér grein fyrir réttindum og skyldum, takmörkunum og mögu- leikum. En það er mannlegt að skjátlast og löggjafanum tekst misjafnlega, sem alkunna er. Þótt lög leyfí nú fóstureyðingar af félagslegum ástæðum, er ekki þar með sagt, að slík framkvæmd sé í raun réttlætan- leg. Frá kristnu sjónarmiði getur ver- ið langur vegur frá því sem er sið- ferðilega veijanlegt til þess, sem er heimilt að lögum eða framkvæm- anlegt tæknilega séð. En, eins og áður kom fram, hef- ir fólk tilhneigingu til þess að teyma siðfræðina í átt til þess sem er lög- Sr. Þorbergur Kristjánsson yAllir eiga rétt til lífs. I þessu tilliti er enginn munur á fæddum og ófæddum, ungum og gömlum, dugandi og duglitlum. Einstakling- ar og hópar, er höllum fæti standa, eiga þó kröfu til sérstakrar at- hygli og umhyggju.“ legt. Það verður semsagt ekki fram hjá því komist, að lög eru skoðana- myndandi. Það er engum efa und- irorpið, að gildandi löggjöf um fóstureyðingar hefír haft óheppileg áhrif í þessu tilliti. Hvaðmáþátil varaar verða? Víst er, að tímabært er orðið að snúa við, — enn er það vonandi ekki of seint. Breyta má fóstureyð- ingalöggjöfínni og þá líka afstöðu fólks. Það sem lagt er til í fram- varpi Borgaraflokksins em spor í rétta átt og þau ber að stíga. Brýn þörf er á pólitískum vilja til að vekja aftur með þjóðinni virðinguna fyrir hinu ófædda lífi. Skapa verður skilning á því, að fóstrið er verðandi manneskja alveg frá getnaði. Þeir sem telja fóstrið hlúta af líkama móðurinnar til 12. viku og, að það fái síðan smámsam- an manngildi, álykta ekki út frá gildri siðfræði eða læknisfræði. Það em engin mannréttindi að fá fóstureyðingu framkvæmda, því að hún bitnar á saklausum aðila, — fóstrinu. Að kalla þetta mannrétt- indi rekst á forsendu og frumatriði allra mannréttinda, — réttinn til lífs. Víst er munur á starfsemi fóst- ursins í móðurlífi og bamsins eftir fæðingu. En þessi munur haggar ekki lífinu og gildi þess. Það bygg- ist á grandvallarforsendum, — óháð félagslegum aðstæðum. Með því að fóstrið getur ekki varið eigið líf eða barist fyrir því, er það algjörlega háð umhyggju annarra, fyrst og fremst móðurinn- ar. í réttarríki verður aldrei litið svo á, að það sé einkamál að taka líf. Þess vegna er samfélaginu þörf á aðila, er tali fyrir hönd þess, — tali máli verðandi lífs, þegar fóstur- eyðing er á dagskrá. Hæpið verður að teljast, að sú ráðgjöf, sem veitt er samkvæmt lögunum frá 1975 sé viðhlítandi í þessu efni. Það væri verðugt verkefni fyrir fulltrúa úr öllum stjómmálaflokk- um að vinna hér að úrbótum, — ætti að vera sameiginlegt áhugamál stjómmálamanna að skapa það al- menningsálit, að fóstureyðingum verði að fækka. Sýna verður í verki pólitískan vilja til þess að hjálpa þeim, sem eiga erfitt með að annast eigið bam. Öll þau jákvæðu öfl, er leggja vilja lífínu lið, verða að beina gagmýn- andi ljósi að þeim viðhorfum, er leiða til þess að þrýst sé á um fóst- ureyðingar. Mannskilningur neyslu- samfélagsins er viðsjáll og leiðir auðveldlega til þess, að lítið verður úr raunverulegri umhyggju fyrir þeim, sem eiga erfítt og geta ekki tekið þátt í kapphlaupinu um þá efnislegu lukku og lystisemdir, sem svo hátt em skrifaðar. — Það bitn- ar á fóstrinu m.a. og ýmsar blikur em á lofti líka varðandi hinn enda æviskeiðsins. Sagt er, að það skapi mörg vandamál að breyta núgildandi lög- um um fóstureyðingar og má ugg- laust til sanns vegar færa. Það er ekki vandalaust að vera manneskja. En mundi fóstureyðing geta talist lausn á félagslegum vanda? Lokaorð Menn hafa deilt um það, hvenær mannlegt líf byiji eða verði persónu- legft. En hafi menn opin augu, — komi ekki annarleg sjónarmið til, ætti að vera ljóst, að þegar eftir fijóvgun verður til mannlegt líf, — upphaf mannlegs persónuleika, — ekki upphaf neins annars, hvorki dýrs né plöntu t.d. Það hlýtur líka að teljast óveij- andi, að tilraunir séu gerðar með mannlegt líf eða því eytt, eins þótt umkomulaust sé. Sjúkleiki verðandi bams eða hugsanleg vanheilsa get- ur ekki réttlætt að líf þess sé tekið, nema þá að lífí móðurinnar stafi bráð hætta af meðgöngu og bams- burði. Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki fram- kvæma í öðm augnamiði en því að verða að liði og lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má ekki vaka fyrir að svipta bamið lífi, virðist það veikt. Það er svo mál fyrir sig, sem getur gerst í sambandi við glasa- böm og tækniftjóvganir. Þar boðið hættum heim, sem enginn veit til hvers kunni að leiða, en gætu vísast orðið válegar engu síður en beislun kjamorkunnar. Víst er, að varúðar er þörf varðandi það allt, er mennskuna snertir. Höfundur er sóknarprestur í Digranesprestakalli. Hagnaður af rekstri Þormóðs ramma Siglufirði. HAGNAÐUR varð af rekstri Þor- móðs ramma hf. á Siglufirði á síðasta ári, og nam hann tæpum 36 miiyónum króna. Árið 1986 varð rekstrarhagnaður um 40 milljónir króna. Rekstrartekjur fyrirtækisins á ár- inu vom rúmar 540 milljónir miðað við 395 milljónir 1986. Rekstrargjöld vom 439 milljónir á móti 317 milljón- um árið 1986. Alls störfuðu 190 starfsmenn hjá fyrirtækinu og námu launagreiðslur 187 milljónum króna. Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.