Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 38
38 "** MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988' Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri Gunnlauguri Ég er fædd 25. mars 1962 ld. 13.45. Mér þætti vænt um ef þú gætir sagt mér eitthvað um mig, t.d. um starf, kosti og galla og hvaða merki á best við mig af hinu kyninu. Með fyrirffam þökk.“ Svar: Þú hefur Sól, Venus og Mið- himin í Hrút, Tungl í Sporð- dreka, Merkúr og Mars í Fisk- um og Ljón Rísandi. Forvitni og lif Það sem helst einkennir þig sem persónuleika er að þú ert lifandi, jákvæð og sjálfstæð, en jafnframt næm og tilfinn- ingarík. Sól í Hrút táknar að starf þitt þarf að vera lifandi og hreyfanlegt. Hrúturinn er líkamlegt athafnamerki sem er lítið fyrir kyrrstöðu og kyrr- setu. Það að Sólin er í 9. húsi táknar síðan að þú þarft stöð- ugt að vikka sjóndeildarhring þinn, að þú ert forvitin og þol- ir ekki stöðnun eða vanabind- ingu. m Nœm Tungi í Sporðdreka táknar að þú hefur næmar og djúpar til- finningar. Það, ásamt Fiska- plánetum, gerir að þú hefur sterkt ímyndunarafl og ert að vissu leyti draumlynd. Þú hef- ur myndræna hugsun og átt tii að vera lítillega utan við þig. Þú er einnig samúðarfull og ekki frábitin þvf að hjálpa öðru fólki. Skapstór Það sem helst gæti háð þér er næmleiki i bland við ákveðni og baráttugleði. Það táknar að þú átt til að vera uppstökk, að þú þarft að varast að láta umhverfið koma þér úr jafn- vægi og rjúka siðan upp. Hrút- ur, Fiskur og Sporðdreki sam- an gefur til kynna skapólgu og tilfinningalegan óróa sem getur verið óþægilegur, bæði fyrir þig sjálfa og umhverfíð. Þú þarft því að gæta þess að láta smáatriði ekki setja þig út af laginu og læra að stilla skap þitt en einnig að gæta þess að fá jákvæða útrás. Leik- fími og dans gætu t.d. hjálpað þar upp á. Fljótfær Það sem einnig gæti háð þér er að þú átt til að vera fljótfær og gætir þess ekki alltaf að vera nógu hagsýn. Þú þarft þvi að styrkja jarðsamband þitt og temja þér að fram- kvæma það sem þig langar að gera. Leikhúsmál Mér finnst ekki auðvelt að sjá hvaða starf gæti átt best við. Venus nálægt Miðhimni bendir til að það gæti á einhvem hátt verið félagslegs eða listræns eðlis. Fiskur og Ljón Rísandi táknar siðan að þú býrð yfir skapandi hæfileikum. Ef þú velur listnám þarf það hins vegar að vera lifandi, hreyfan- legt og fiölbreytilegt. Starf að leikhúsmálum gæti því td. átt við. Unglingavinna Einnig væri mögulegt að nota næmleika þinn til að vinna með fólki, en þá einnig á lifandi hátt, eins og t.d. það að vinna með unglingum eða f ferðamál- um. Hitt lcynið Þau merki sem eiga við þig af hinu kyninu gætu verið hin merki, þ.e.a.s. Ljón, Fiskur og Sporðdreki, eða Bogmaður. Það sem þó skiptir máli i þessu sambandi er að skoða kort saman þvf allir eiga sér nokkur merki. Það er þvf ekki hægt að nefna, einungis, eitt merkL. GARPUR ?!?!!!!!!!!!!!!!!?!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! iwiiwiiwniiiniiHniii'niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiqiwwnimniwwMwminwimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimMninmmiiiiiiiiiiiiiHiiii 1 .. , ..... ..................... .... DÝRAGLENS UÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK Kvöldmatnum þínum seinkar um 30 sekúnd- ur... IF VOU RE TMlNKlNe 0F J0ININ6 TME FOREIGN LEGION, VOU HAVE TO REPORTIN PER50N TO ÁN OFFICE IN FRANCE/-^ Ef þú ætlar að ganga i Útlendingahersveitina verðurðu að mæta sjálfur á skrifstofu i Frakklandi. VOU AL50 MA\/E TO 5IGN UP FOR FIV/E VEAR5 ANP 5TARTATTHE B0TT0M A5 A PRlVATE! Þú verður líka að binda þig í fimm ár og byija á botni sem óbreyttur her- maður! Ég bið i þessar þijátiu sek- úndur. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Tíðir gestir íslendinga á brids- hátíð, þeir Alan Sontag og Zia Mahmood, tókust skemmtilega á í eftirfarandi spili. Það kom upp í hörku sveitakeppnisleik í New York nýlega. Austur gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁG9864 ♦ D9 ♦ K97 + K10 Vestur ♦ K ♦ G3 ♦ ÁD532 ♦ D5432 Austur ♦ D32 ♦ 10872 ♦ G1064 ♦ 76 Suður ♦ 1075 ♦ ÁK654 ♦ 8 ♦ ÁG98 Þetta var síðasta spilið í leikn- um og Zia mat stöðuna svo að nokkuð hallaði á sína sveit og nauðsynlegt væri að grípa til örþrifaráða. Hann opnaði því að einum tígli á spil vesturs. Djörf blekking, sem er mun líklegri til að afvegaleiða makker en and- stæðingana. Enda kom það á daginn: Vestur Norður Austur Suður — — 1 tígull 1 tyarta 2 hjörtu 4 hjörtu Dobl Pasa Pass Pass Suður var núverandi makker Sontags, Eddie Kantar, en félagi Zia var kunnur spilari þar vestra, David Berkowitz. Kantar ströglaði eðlilega á hjarta og vestur lofaði tígulsam- legu og krafði í geim með því að segja ofan í lit suðurs. Sontag þóttist nú vita að einhvers stað- ar væri maðkur í mysunni. Hin- ir þrír við borðið höfðu sagst eiga opnunarstyrk og sjálfur átti hann 13 punkta. Það gat engan veginn gengið upp og Sontag var fljótur að álykta að Zia væri sökudólgurinn. Tími til kominn að fella hann á sjálf sfns bragði! Ur því allir aðrir þóttust eiga svona mikið, ákvað Sontag að spila sig og veikan og stökk í flögur hjörtu á tvílitinn! Sú sögn yrði a.m.k. ekki pössuð út! Zia sá nú sfna sæng uppreidda og reyndi að halda makker niðri með því að dobla. Það tókst, en spilið vannst auðveldlega og gaf NS 790. Ekki stórkostlegt áfall, en nóg til þess að sveit Zia tap- aði leiknum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á heimsbikarmótinu f Brussel, sem lauk um helgina, kom þessi staða upp f skák þeirra AnatolQs Karpovs, sem hafði hvftt og átti leik, og Viktors Kortsjnoj. Kortsjnoj, sem var heillum horfínn á mótinu, lék sfðast gróflega af sér, 34 .. .Ke7 — f7??, en skást var líklega 34 .. .Dc8. 35. Hxd5! - Bxg2, 36. Kxg2 - Dc6, 27. Dc5 - Dxc5, 38. Hxc6 og Karpov vann hróksendataflið með peði meira. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Karpov 11 v. af 16 mögulegum, 2. Salov 10 v., 3.-5. Beljavskij, Ljubojevic og Nunn 9>/2 v., 6.-7. Andersson og Portisch 9 v., 8. Speelman 8V2 v., 9. Sokolov 8 v., 10.—13. Tim- man, Tal, Nikolic og Seirawan 7'/2 v., 14. Nogueiras 7 v., 15. Kortsjnoj 6V2 v. 16. Sax 6 v., 17. Winants 2'/2 v." < r i-> 1 > > > ■ 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.