Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988
UM OPIÐ BRÉF
í EYSTRAHORNI
eftír Þórð Jónasson
Ástæða þess að þetta greinar-
korn birtist er sú að í blaðinu
Eystrahomi, blaði nr. 11 í ár, sem
út kom 17. marz, er birt Opið
bréf til ritstjómar blaðsins. í
seinni hluta þessa bréfs segir:
„Með birtingu níðkvæðis sem
kom í síðasta blaði fínnst mér hins-
vegar kasta tólfunum og tæpast
er hægt annað en velta fyrir sér
siðgæðisvitund ritstjórans. Um-
ræða og eðlileg gagnrýni er nauð-
synleg og ekkert skrítið við það
að kaupfélagið, jafn fyrirferðar-
mikið og það er í þessu byggðar-
lagi sé til umfjöllunar í eina fjöl-
miðlinum sem kemur hér út reglu-
bundið.
Mér fínnst rými Eystrahoms illa
varið, þegar það er notað til að
birta efni eins og „kvæði" Þórðar
Jónassonar. Ef þetta hefur ekki
verið slys hlýtur ritstjómina að
hafa hrakið eitthvað af leið og
ástæða til að staldra við og rétta
kompásinn."
Undir þetta skrifar Hermann
Hansson, og þakkar birtinguna.
í forystugrein umrædds blaðs
segir m.a.:
„... þegar svo er komið að
gagnrýnin er lítið annað en raka-
laus gífuryrði og ásakanir sem
ekki em studdar rökum, þá hættir
hún að vera gagnrýni og verður
rógburður."
Þetta má vera rétt kenning.
Ég ber á móti því að þetta sé
kvæði, þetta em nokkrar vísur.
Þetta er heldur ekki gagnrýni,
heldur lýsing á starfsemi Kaup-
félags Austur-Skaftfellinga á
Höfn og í sýslunni, eins og hún
kemur mér fyrir. Að þetta sé níð
eða rógur eða rakalaus gífuryrði
er fjarri sanni. Því mun ég birta
þessar vísur og rökstyðja efni
þeirra. Til þess þarf rúm í blaði.
Ekki vil ég eyða rými Eystrahoms
í óþökk Hermanns Hanssonar.
Ekki heldur mgla ritstjómar-
stefnukompás Eystrahoms. Ég
leita því til stærri fjölmiðils í þeirri
von að hann þori að birta þessi
rök mín, verði með ómglaðan
kompás eftir sem áður, og þurfí
ekki að eiga á hættu tilsagnir
Hermanns Hanssonar.
Það hefur borið við að kaup-
félagsstjórar færast milli kaup-
félaga. Nú gæti eins farið um
Hermann Hansson. Eftir þann ár-
angur sem hann hefur náð á Höfn
gæti ég vel trúað að hann gæti
orðið kaupfélagsstjóri í myndar-
legu kaupfélagi á Norðurlandi, til
dæmis Húsavíkurkaupfélaginu
eða jafnvel KEA. Hver veit? Eng-
inn veit sína ævina fyrr en öll er.
Ef svo færi, væri norðanmönnum
gott að búa sig undir komu komp-
ásréttingamannsins, og gæta þess
að hrekja ekki af leið.
Upphaf alls þessa máls er að
rekja til 3. eða 4. tbl. Eystra-
horas. Þar em skrif frá K.G.G.
undir fyrirsögninni Á tímum ein-
okunarverzlunar. K.G.G. fínnst
eitthvað athugavert við vömúrval
verzlana kaupfélagsins. Þetta fé-
lag verður hér eftir skammstafað
KASK.
í 5. tbl. Eystrahoms em svar-
skrif frá Inga Má Aðalsteinssyni
undir yfírskriftinni Borgarbami
svarað. Þessi skrif em stórmerki-
leg og ættu skilið að birtast í
heild. Ég get ekki Iátið hjá Iíða
að birta hér lokaskilaboð I.M.A.
til K.G.G.: „Ef lífíð er erfítt, þú
hefur farið öfugu megin framúr
rúminu og allt gengur á afturfót-
unum, vinsamlegast láttu það ekki
bitna á okkur í kaupfélaginu."
Þessi svarskrif I.M.A. em ann-
ars öll þess eðlis, að mjög væri
vert að birta þau í heild í ein-
hveiju blaði. Þar kemur skýrt fram
hver hugur kaupfélagsmanna er
til neytenda á Höfn.
í 6. tbl. Eystrahoms skrifar
K.G.G. Borgarbam aftur. Þar
skrifar einnig kona, Anna Sigurð-
ardóttir, undir fyrirsögninni Er
KASK hafið yfir gagnrýni?
Þessa grein undirritar hún með
samvinnukveðju.
í 9. tbl. Eystrahoms em enn
skrif. Þar kanna húsmæður — og
Jökull, vömverð hjá KASK. Þetta
er merkileg könnun. Hún snýst
að mestu um verðmun í tveim
KASK-verzlunum á Höfn — já, í
sama bænum — hjá sama selj-
anda. Manni liggur við að halda
að svona sé einsdæmi. Stutt er á
milli búðanna. Samt má fínna óút-
skýranlegan mun á „hæsta og
lægsta" verði. Þar er einnig sam-
anburður við aðrar verzlanir víðar
á landinu. Sumstaðar hallar á
KASK, annarstaðar ekki.
í 10. tbl. Eystrahoms em til-
skrif hjá Þórði Jónassyni undir
fyrirsögninni Enn kannað verð.
Þar birtist verðkönnun milli Mikla-
garðs í Reykjavík og KASk-verzl-
unar við Hafnarbraut en þar er
„lægsta" vömverð á Höfn. Þar
hallar á KASK, en þó ekki svo að
fólki ætti að bregða, a.m.k. ekki
Hafnarbúum.
Ég nenni ekki að tína til atriði
úr verðkönnunum, en vona að ein-
hver neytendasíðan taki þær til
athugunar. Það er mjög brýnt að
skrifað verði um verzlunarokrið
víða úti á landi. Það er umtal-
svert, og koma þar kaupfélög mjög
við sögu. Það er líka ekki víst að
íbúamir víða þori að vera með
opinber mótmæli. Þeim væri mik-
ill greiði gerður ef einhver vildi
vekja athygli á þeirri fjárplógs-
starfsemi sem víða er rekin í
„þeirra eigin verzlunum". Það er
mikið rangt að þéttbýlisbúar njóti
mun betri kjara en það fólk sem
býr úti á landi.
Engan þarf að undra þó verð-
kannanir séu gerðar. Það er mikið
um þetta. Þó geri ég ráð fyrir að
þær verði niðurlagðar á Höfn að
sinni, eftir ádrepu Hermanns
Hannssonar á Eystrahom.
Við hliðina á verðkönnun Þórðar
birtist það sem HH kallar
níðkvæði. Það er undirritað fullu
nafni. Það má til sanns vegar
færa að enginn rökstuðningur
fylgir vísunum. Þær em auðskildar
hverju bami. Hvemig menn taka
þetta sern gagnrýni er mér hulin
ráðgáta. Ég get aftur á móti ski-
lið að HH kalli þetta níð. Rógur
er fjarri sanni. Efni þeirra er auð-
velt að útskýra, og næg rök fyrir
því sem þar er sagt. Eg tíni fátt
eitt til í eftirfarandi útskýringum
á vísunum. En ég bið fólk athuga,
að ég verð að birta þetta eigi ég
ekki að liggja undir illum orðum.
Hér á eftir koma því umræddar
útskýringar:
I sýslunni prangfélag ríkir með
pragt
prettandi all’er þar búa.
Algjör og einráð er þessi magt
innbyggjarana að kúga.
Þessi mjólkurkýr SÍS er helzt
metin af því,
að málanyt flæðir hún „suður".
Skal nokkum furða á skaftfellsku,
— hví,
skyldi einhver vera með muður.
Jú, — KASK skaðrýir bændur,
skil dregur á lang,
og skuldfærirþeim sem það getur.
Þeirra afurðum veltir í verzlunar-
prang,
og verðlag á toppinn þá setur.
Aflann af sjókörlum eignar það
sér,
aðrir þar kaupendur fáir.
Verðið í lágmarki, eins og ástand-
ið er,
em Amríkumarkaðir bágir.
Það metur sér fískinn, og metur
með gát,
mið tekur af Amríkuvaldi.
En selji það kost um borð í bát,
er bætt oná „afgreiðslugjaldi".
Og KASK hefur verkfólk í vinnu
hjá sér,
þó vinnslan það ei geti borið.
Samkvæmt allægstu töxtunum
útborgað er,
akkúrat, — nákvæmt og skorið.
Á vaminginn setur KASK verðlag
sem hæst,
verzlun í dreifbýli er snúin.
Þess einasta ráð til að úr geti
rætzt,
að okurflá vinnusöm hjúin.
Og agaðir reita þeir af sér sem lýs,
aurana KASKarar góðir.
En KASK hirðir gróðann, og setur
í SÍS,
sem ásælist banka og lóðir.
Nú gengur senn betur, — já dag
eftir dag,
nú daglaunin hafa ögn smækkað.
Nú gengisfall fékkst loks, — nú
gengur í hag,
nú getur KASK vömmar hækkað.
Þórður Jónasson
í fyrstu vísu er vikið að KASK.
Prang er viss viðskiptategund,
prangari kaupir og selur, gjaman
sömu vöm, og leitast við af
fremsta megni að kaupa sem ódýr-
ast, selja sem dýrast, borga sem
minnst, fá sem mest. Þetta skil-
yrði uppfyllir KASK. Nær allar
vömr keyptar og seldar á Höfn,
og í sýslunni, em keyptar og seld-
ar af KASK. Viðleitnin er öll í
sömu áttina. Hagnast sem mest.
Magt þýðir máttur. KASK er nær
einráða með verzlun og viðskipti
í sýslunni allri, og raunar útfyrir
sýslumörk. Kúgun er það þegar
ekki er annað að leita með afíirða-
sölu eða nauðsynjainnkaup en til
eins magthafandi prangara.
í annarri vísu er sagt frá mati
SÍS á kaupfélögunum, og þá helst
KASK. Matið fer eftir tillegginu
til SÍS. Þau sem skila hagnaði
þangað, eða SÍS hefur hagnað af
á hvem handa máta, t.d. ef þau
em góðir viðskiptamenn dótturfyr-
irtækja SÍS, em mikils metin.
Önnur era lítils metin, og em ör-
lög þeirra og þeirra samvinnu-
manna sem þar em félagsmenn
vægast sagt ömurleg. Að flæða
málanyt „suður“, segir í raun það
sem allir vita. Vöxtur SÍS er þar
einna mestur, og svo auðvitað
dótturfyrirtækjanna erlendis.
í þriðju vísu em skoðuð sam-
skipti bænda og KASK. Að skað-
rýja er að rýja svo fé sitt að það
haldi hvorki hita né holdum. Skaft-
fellskum bændum fer ekki betur
en starfsbræðmm þeirra annar-
staðar á landinu. Innleggið leggja
þeir í deildir KASK. Allt sem þeir
taka út hjá KASK er þeim skuld-
fært. Skil fyrir innlegg em dregin
úr hömlu. Ég vísa til viðtals við
Hermann Hansson í Mbl. 26. jan.
í ár, bls. 5. Þar segir m.a.:
„ ... Hermann sagði sláturleyf-
ishafa Ienda milli steins og
sleggju þegar dráttur yrði á
greiðslum frá ríkinu til bænda.
( Tæpir þrettán mánuðir .væru
Þórður Jónasson
*
„Eg ber á móti því að
þetta sé kvæði, þetta
eru nokkrar vísur.
Þetta er heldur ekki
gagnrýni, heldur lýsing
á starfsemi Kaupfélags
Austur-Skaftfellinga á
Höfn og í sýslunni, eins
og hún kemur mér fyr-
ir. Að þetta sé níð eða
rógur eða rakalaus
gífuryrði er fjarri
sanni. Því mun ég birta
þessar vísur og
rökstyðja efni þeirra.“
nú siðan árinu 1986 lauk, en
uppgjöri fyrir það ár væri enn
ekki lokið.“
Seinnihluta vísunnar vænti
ég að ekki þurfi að skýra frek-
ar.
4. vísan ætti að vera auðskil-
in. KASK rekur hér á Höfn eina
umfangsmestu fiskverkun
landsins, segir í Mbl. KASK er
hér nær einráða um alla fisk-
verkun og fiskverzlun. KASK-
verð er ráðandi verð fyrir nær
alla sem þar leggja upp fisk.
Þetta er ómótmælanlegt. Og
verðið er sem næst lágmarki
og í því. Þetta verð ég þó að
styðja með rökum. í Eystra-
horni, blaði nr. 3 1988, er frétt
um fiskvinnslu KASK. Sú frétt
heitir Metár í vinnslu sjávarafla.
— Tölur fylgja í þessari frétta-
grein. Ég tek hér tölur yfír bolfísk
1987 innlagðan hjá KASK
Vetrarvertíð: 10.058 tonn.
Verðm. 243.616 þús. kr. (mv.pr.tn
24.221,71).
Haust og sumar: 3.854 tonn.
Verðm. 110.424 þús kr. (mv.pr.tn
28.631,79).
Samtals verðm. 354.040 þús.
kr.
Ennfremur segir: „Mikinn
hluta ársins var greitt talsvert
umfram lágmarksverð Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins fyrir
aflann, og nam sú upphæð 23,3
milljónum króna á bolfiskaf-
lann.“
Svona er nú það. Til saman-
burðar vil ég geta þess að á SV-
svæðinu, fiskmarkaðssvæðinu, var
meðalverð fyrir þorsk seinni sex
mánuði 1987 kr. 37 þús., fyrir ýsu
52 þús. kr. og fyrir ufsa 20 þús.
kr. rúmar. Ef KASK-bátur hefði
landað þar 1 tonni af hveiju,
þorski, ýsu og ufsa, hefði hann
fengið 109 þús kr. fyrir það, eða
meðalverð pr. tonn 36 þús. kr.
rúmlega. Þá er ufsaverðið látið
taka toppinn af ýsuverðinu. Á
Höfn er nær allur fískur góður
fískur, stærðin ágæt, eða hefur
verið það hingað til, — hefur ný-
lega breytzt ef svo er ekki. Sann-
ast hér hvað kveðið er: Verðið sem
lægst, o.s.frv.
Þess má líka geta til frekari
röksemda, að skv. viðtali við rit-
stjóra .Sjávarfrétta 24 marz sl. var
þorskverð í nóv. 1987 fyrir 2 kg
togaraþorsk, án kassauppbótar,
kr. 28.560,00 fyrir tonnið, fór upp
í 38.340 kr. fyrir 5 kg físka. Ýsu-
verð var hæst 36.960 kr. pr.tn í
nóv. 1987, fyrir 50 ýsur í 100 kg.
Það má kannski líka geta þess,
að ef þorskur var ísaður í kassa,
var verð á 2 kg meðalþorski 31,42
kr. pr.kg þá. Því stend ég á því
sem sannleika, sönnuðum með
upplýsingum frá KASK, að hér
hafí verið greitt allt að lágmarks-
verði. Um seinnihluta þessarar
vísu þarf ekki að fjölyrða. Sam-
bandsmenn hafa útskýrt þau sann-
indi fyrir landsmönnum.
5. vísa. Piskur er metinn í
flokka, en þó aðallega eftir stærð.
Matið er ekkert til að hrópa húrra
fyrir, og er það þegar rakið í skýr-
ingum við 4. vísu.
Um seinni hluta vísunnar er það
að segja, að þetta afgreiðslugjald
er lagt á við afgreiðslu pantana
til báta og skipa. Það mun vera
80 kr. pr. pöntun. Ég hef séð svona
gjaldfærslu á tveim skipum hér,
báðum aðkomuskipum. Annað var
fragtbáturinn Eldvík, hitt loðnu-
báturinn Galti. Þetta er einnig lagt
á heimabáta. Flutningurinn er
kannske kílómetri. Að bæta auka-
álögum ofaná verðið til drýgstu
viðskiptavinanna, og sér í lagi
þeirra sem leggja til ódýrtog gott
hráefni til vinnslunnar, — það er
NÍÐ. Slíkt verður fremjendum
sínum til frægrar vansæmdar.
6. vísu þarf væntanlega ekki
að skýra né rökstyðja. Verkafólk
á í launabaráttu núna. Aðili að
þeirra samningum er Vinnumála-
samband samvinnufélaganna, og
ekki sá þægilegasti. Andstaða þess
við launakröfur verkafólks er öll-
um kunn, einnig rökin. Það er
reynt að borga sem minnst til
þess fólks fyrir vinnu sína.
7. vísan skýrir sig sjálf. Til að
setja fram rök fyrir orðinu okur
er nóg að nefna kartöfluverðið hér
á Höfn, — á Homafjarðarkartöfl-
um. Þær em dýrastar á landinu á
Höfn. Nú um þessar mundir er
verið að lækka verðið á kartöflum,
a.m.k. suðvestanlands. Kannske
KASK komi til móts við fólkið sem
það lifír á, og feti sama veg.
I 8. vísu kemur fram að Hafn-
arbúar hafa opinberlega ekki mik-
ið við fjárplógsstarfsemi KASK að
athuga. Þetta er kannski vissara.
Ef lesið er Opið bréf Hermanns
Hanssonar og svar I.M.A. til
K.G.G. og áður er minnzt á, er
kannski eins gott að hafa hægt
um sig. Um seinnipart vísunnar
er ekki sérstök ástæða til að fjöl-
yrða. Áhugi samvinnumanna á
bönkum og lóðum hefur verið opin-
bert umræðuefni hér á landi und-
anfama mánuði. Enn em SÍS-mál
mikið til umijöllunar opinberlega,
og kemur KA.SK þar við sögu.
Síðast þegar það keypti hluti sam-
vinnumanna á Djúpavogi fyrir
rúmar 20 kr. hundraðkallinn. Því
níði verður kannski mótmælt í
Eystrahomi, eða á einhver von á
því?
9. og síðasta vísan ætti að vera
auðskilin hveiju bami, þó er rétt
að rökstyðja hana til öryggis.
Gengislækkunar var ákaft óskað
af vissum aðilum þjóðfélagsins,
auk annarra aðgerða til að fría
fískvinnsluna gjöldum, og auka
tekjur hennar. Gengislækkun
fékkst. Afleiðingar hennar em
m.a. þær að vömverð hækkar í
krónum, afurðaverð hækkar í
krónum, — minna fæst fyrir krón-
umar en áður. KASK hefur hag
af þessu, hagurinn vænkast. Engu
logið þar.
Ég tel mig nú hafa útskýrt þess-
ar vísur, og rökstutt efni þeirra.
Tel mig einnig hafa sannað að þær
séu ekki rógur, álygar né níð. Til
þess hef ég vitnað í almennar
heimildir, fréttaviðtöl við Hermann
Hansson, fréttaskrif í Eystra-
homi, og Fiskifréttir og Sjávar-
fréttir. Ekki er við að búast að
rökin falli öllum, og engin von til
að þær skoðanir sem ég hefí falli
öllum. Þær em þó allt um það
mínar skoðanir, og ég kann því