Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 17 aður. — Orkufrekur iðnaður. — Uppbygging ferðamannaiðn- aðar. — Uppbygging meðalstórra iðýu- vera er hafa þörf fyrir mikla gufu- orku. — Ýmis tækifæri í hefðbundnum greinum svo sem fataiðnaði, tréiðn- aði og efnaiðnaði. Nýsköpunarstefna Þessi upptalning sannar að möguleikarnir eru margir. Það er jafnframt ljóst að til að nýta þá þarf að hefja nú þegar geysilega umfangsmikið nýsköpunarstarf. Við þurfum að móta nýja atvinnu- stefnu sem tekur mið af sterkum og veikum hliðum okkar og hefur það markmið að tryggja okkur og afkomendum okkar betri lífskjör. Við mótun þessarar stefnu þarf að ganga út frá eftirtöldum atriðum: — Við höfum margt fólk sem er að mennta sig erlendis til ýmissa sérhæfðra starfa. Við viljum að þetta fólk snúi til baka til íslands, starfi hér og leggi sitt af mörkum við uppbyggingu framtíðarþjóðfé- lagsins, þar sem mikil þekking er forsenda bættra lífskjara. Við þurf- um á þessu fólki að halda til að ná settum markmiðum. — Menntun fólksins er hins veg- ar oft á nýjum sviðum sem íslenskt atvinnulíf er veikt í, svo sem líffræði, rafmagns- og rafeinda- verkfræði, efnistækni, tölvutækni og ýmsum sérhæfðum sviðum véla- verkfræði. í framtíðinni mun af- koma þjóða að verulegu leyti ráðast af þekkingu á þessum sviðum. Við þurfum því íslensk fyrirtæki á ofan- greindum sviðum með öfluga ný- sköpunarstefnu, sem krefst starfs- fólks með sérhæfða tækniþekkingu. — Við verðum að alþjóðavæða atvinnulífíð og auðvelda þátttöku íslenskra fyrirtækja í atvinnurekstri eflendis og öfugt. Það er forsenda nauðsynlegrar nýsköpunarstefnu í íslensku atvinnulífi. — Við verðum að opna fjár- magnsmarkaðinn og fá almenning til aukinnar þátttöku í atvinnulífinu með hlutabréfakaupum og aukinni þátttöku í ákvarðanatöku við rekst- ur fyrirtækja. — Við verðum að eignast fleiri stór fyrirtæki sem eru fær um að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni uppá eigin spýtur. Með því að sam- eina smærri fyrirtæki, sem hafa sérhæft sig á þröngum sviðum og efla einstök fyrirtæki og sölusam- tök, sem þegar hafa náð ákveðinni fótfestu í nýsköpun og útflutningi, má ná þessum árangri. — Við verðum að átta okkur á að fiskur er undirstaða lífskjara hér á landi. Jafnframt er fiskur for- senda bættra lífskjara. Við verðum að nýta sjávarútveginn betur til þekkingaruppbyggingar og nýsköp- unar á öðrum sviðum atvinnulífsins. — Við verðum að leggja áherslu á þau svið sem við erum þekkingar- lega sterk á og njótum þekkingar- legrar sérstöðu. Hér má t.d. nefiia sjávarútveg og þá tækni er tengist veiðum og vinnslu, jarðvarma- tækni, ákveðin svið líftækni o.fl. — Við verðum að gera okkur grein fyrir að hefðbundin hagstjóm- artækni, svo sem gengisstjómun, skattastjómun og launastjómun, duga ekki ein og sér lengur. Ein- ungis með því að tengja saman framleiðni, nýsköpun og markaðs- sókn og hafa þessa þætti að leiðar- ljósi mun okkur takast að bæta lífskjörin. Forsenda þess að þetta. takist er aukin ábyrgð og áhrif hagsmunaaðila vinnumarkaðarins, vinnuveitenda og verkalýðssamtaka á stefnumótun á hefðbundnum svið- um hagstjómar, en þó sérstaklega varðandi mótun nýsköpunarstefn- unnar, þar sem rannsóknastarf- semi, vöruþróun og markaðssókn fyrirtækjanna er lykillinn að árangrinum. — Við verðum að gera allt þetta og fjölmargt annað til að geta greitt til baka skuldimar sem hlað- ist hafa á okkur, fjárfestingar sem því miður eiga margar hveijar aldr- ei eftir að standa undir sér. Gangi okkur vel! Höfundur er hagverkfræðingur. Eflum Þjóðmínjasafnið! Stofnfundur felags velunnara safnsins er 3. maí eftir Guðjón Friðriksson Við lifum á tímum mjög örra þjóðfélagsbreytinga þannig að fæstir gera sér grein fyrir því. ísland er ekki lengur einangrað eyland lengst úti í hafí heldur komið í miðja hringiðu heimsmál- anna þar sem landamæri eru meira og minna rofín með sameig- inlegri verslun, iðnaði, hröðum samgöngum, gervihnattasam- bandi og tölvum. Því ríður á að við íslendingar hlúum að hinni sérstöku menningu okkar og slitn- um ekki úr tengslum við fortíð okkar og sögu. Það er m.a. mikil- vægt til þess að við höldum áfram að vera kröftug þjóð með sterka sjálfsvitund. Þjóðminjasafnið hefur nú um nokkurt skeið verið í fjársvelti og ekki sem skyldi gegnt hlutverki sínu og er því brýn nauðsyn á að efla safnið og gera það betur í stakk búið til að fræða uppvax- andi kynslóðir um líf og störf for- feðra okkar. Allar nálægar menn- ingarþjóðir, ekki síst stórþjóðim- ar, leggja mikið kapp á að hlú að slíkum söftium, gera þau nútíma- leg og aðgengileg öllum almenn- ingi. Þetta er enn mikilvægara fyrir smáþjóðimar svo að þær glati ekki sérkennum sínum f hraða gervihnatta- og tölvualdar. Til þess að sfyðja við bakið á Þjóðminjasafni Islands, afla fjár til þess og vekja áhuga á því hef- ur nú verið ákveðið að stofna fé- lag velunnara þess og er mikil- vægt að sem flestir gerist stofnfé- lagar. Stofnfundur verður í and- dyri Þjóðminjasafnsins 3. maí nk. kl. 17.15 og er hann opinn öllum áhugamönnum. Þeir sem ekki komast á fundinn geta gerst stofnfélagar með því að senda línu til Þjóðminjasafnsins. Ekki hefur enn verið valið nafn á félagið en ætlunin er að það verði kjamgott og þjóðlegt nafn. Eru menn og konur beðin um að senda inn til- lögur að nafni. Þjóðminjasafnið stendur nú á tímamótum þar sem það fær til umráða salarkynni sem Listasafn íslands hefur haft og auk þess er ætlunin að byggja við safnið. Þá eru ný þjóðminjalög í burðar- liðnum. Mikið starf er því fyrir höndum að skipuleggja sýningar- sali upp á nýtt og færa þá í það horf sem gerist í bestu söfnum erlendis. Þá fyrst verður safnið nauðsynlegur, eftirsóknarverður og árlegur viðkomustaður íslend- inga. Þar á ungt fólk að geta fræðst um þjóðminjar allt frá landnámstíð til 20. aldar með til- Guðjón Friðriksson „Gott Þjóðminjasafn er því ekki aðeins bráð nauðsyn fyrir eigin þjóðarvitund heldur getur af því leitt beinn fjárhagslegur ábati og jafnframt styrkt stöðu okkar í samfélagi þjóð- anna.“ heyrandi skýringum í máli og myndum. Auk þessa verður safnið að vera aðgengilegra en nú er fyrir sívaxandi straum útlendra ferða- manna sem kemur til landsins. Það er ekki nóg að fjölga ferða- mönnum, það verður líka að gera þeim kleift að sjá fleira eftirsókn- arvert en íslenska náttúru. í borg- inni Jórvík á Englandi hefur verið grafinn upp heill víkingabær með æmum tilkostnaði, en sú fjárfest- ing skilaði sér á einu ári eftir að opnaðar voru sýningar á honum fyrir ferðamenn. Nú streyma ár- lega hundmð þúsunda ferða- manna til Jórvíkur til að skoða víkingabæinn þar sem Egill Skallagrímsson orti Höfuðlausn sína. Því skyldi ísland, land víkinga og sagna, ekki bjóða upp á spennandi söguminjar fyrir út- lendinga? Gott Þjóðminjasafn er því ekki aðeins bráð nauðsyn fyr- ir eigin þjóðarvitund heldur getur af því leitt beinn fjárhagslegur ábati og jafnframt styrkt stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Mætum öll á stoftifund félags- ins, sem enn vantar nafn á, og tökum þátt í skemmtilegu og spennandi starfi! Stofnfundurinn er þriðjudaginn 3. maí kl. 17.15. Höfundur er sagnfræðingur og í bráðabiigðastjóm félags áhuga- fólks um vöxt og viðgang Þjóð- mityasafnins. íslendingasögur: Ometanleg heimild um einstakt miðaldasamfélag - segir Jesse Byock, prófessor við Kaliforníuháskóla Jesse Byock, prófessor við Kalifomíuháskóla. Morgunblaðið/BAR HVERNIG þróaðist islenskt sam- félag fyrstu aldimar eftir land- n&m? Hvemig vora deilur manna á milli útkyáðar? Hver vora völd goðanna og hvaðan kom þeim auður? Hvert var mik- ilvægi ættarbanda og vináttu í íslenska þjóðveldinu? Hér á landi er staddur prófessor Jesse By- ock, kennari i forníslensku og miðaldafræðum við Kaliforníu- háskóla i Los Angeles (UCLA), en undanfarin ár hefur hann rannsakað islenskar forasögur meðal annars undir áhrifum frá aðferðum mannfræðinnar og dregið af þeim ályktanir um islenskt samfélag á söguöld. Árið 1982 kom út bók eftir By- ock sem nefnist Feud in the Icel- andic Sagas. Hún vakti mikla athygli meðal lærðra manna og leikra. Önnur bók eftir Byock kemur út á þessu ári og ber hún heitið Medieval Iceland, Society, Sagas, and Power. Byock mun flytja fyrirlestur um rannsóknir sinar sem nefnist Þjóðveldið, völd og vinfengi á aðalfundi Sögufélagsins, laugardaginn 30. aprfl kl. 14.00 í Duus-húsi við Fischerssund. Fyrirlesturinn verður fluttur & islensku og er öllum heimill aðgangur. Blaða- maður spjallaði i vikunni við prófessor Byock um rannsóknir hans. „Ég hef unnið að nýju bókinni undanfarin sjö ár. í fyrri bók minni fjallaði ég um það hvort íslendinga- sögumar séu nothæfar heimildir fyrir sagnfræðinga um islenska þjóðveldið. Niðurstaða mín var sú að svo væri. í nýju bókinni er geng- ið út frá þessu og er hún að formi til saga þess hvemig íslenskt sam- félag varð til, hvemig uppbyggingu þess og valdakerfi var háttað," segir Jesse Byock. — Hversu áreiðanlegar heimild- ir eru íslendingasögumar? „Þær eru ekki ábyggilegar hvað varðar einstakar sögulegar stað- reyndir en veita hins vegar góða innsýn í félagslegt mynstur og þjóðfélagsstrauma á söguöld. Nútímasagnfræði snýst í vaxandi mæli um þessa undiröldu í sam- félaginu. Það sem er svo heillandi við íslenskt samfélag í öndverðu em hinar þróuðu og óvenjulegar leiðir til að gera út um deiluefni og það er einmitt viðfangsefni fom- sagnanna. Hér var ekkert fram- kvæmdavald eins og til dæmis f Noregi sem leiddi til þess að máia- miðlun varð svo mikilvæg og þessa hefur gætt á íslandi allar götur síðan." — Að hvaða leyti em rannsókn- araðferðir þinar nýstárlegar? „Nýjungin hjá mér er kannski fyrst og fremst sú að nota þá þekk- ingu sem unnist hefur á ólíkum sviðum miðaldafræða. Sjálfur hef ég fengist við lögfræði, sagnfræði, munnmælafræði og mannfræði og reyni að nýta mér þær greinar til að svara því hvemig tókst að halda samfélaginu stöðugu og ná sáttum í deilum manna. Ég velti því einnig fyrir mér hvemig auður varð til á íslandi. í raun er afskaplega lftið vitað um það hvemig goðamir auðguðust svo dæmi sé tekið eða hvemig þeir störfuðu sem opin- berir embættismenn án fram- kvæmdavalds. Miðaldasamfélagið á íslandi var á margan hátt óvenju- legt og þess vegna er það svo at- hyglisvert. Reynt hefur verið að finna hliðstæður í smákóngaveldi meginlandsins eða þá í frumstæð- um þjóðfélögum en hvomgt á við. Hið fyrra á til dæmis ekki við vegna þess að goðorðin voru ekki af- mörkuð landsvæði. Hér vantaði einnig það stigveidi sem var við lýði í Noregi. Athyglisvert er að landnámsmenn vissu um uppbygg- ingu evrópskra samfélaga en forð- uðust að taka upp slíkt kerfi sjálfir. í stað aðals eins og í Noregi var hér flókið kerfi gagnkvæmra skuld- bindinga þar sem ættarbönd, bræðralag og vinskapur lágu til grundvallar. En ættartengslin vom ekki eins mikilvæg og virðast kann. Menn gátu vissulega leitað til ætt- ingja en áttu ekki stuðning vísan þar. Mikilvægari var umsamin pólitísk velvild manna á milli sem kallaðist vinfengi. Hingað til hefur vináttu fyrst og fremst verið gerð skil í hinni siðferðilegu merkingu en henni minni gaumur gefínn sem aðferð til að treysta völd. Ég hef sætt gagnrýni fyrir að líta svo á að íslenska þjóðveldið sé ein samfella þangað til íslendingar ganga Noregskonungi á hönd. Margir fræðimenn em á öndverð- um meiði vegna þess að þvi er virð- ist að ekki em til ritaðar heimildir frá söguöld. f rannsóknum á fom- um samfélögum tíðkast það hins vegar að rökstyðja þurfí sérstak- lega hvers vegna eitt tfmaskeið ætti að vera ólíkt öðm ef heimildir fyrir því að svo sé skortir. Sturl- unga gefur að því leyti ranga mynd af samtfma sínum að hún fiallar um yfirstéttina sem þá var í mótun en ekki bænduraa eins og íslend- ingasöguraar gera.“ — Hvemig hefur kenningum þínum verið tekið meðal fræði- manna? „Vel, og samstarfið við fslenska ftæðimenn hefur verið mjög fijótt og ánægjulegt. Sé sú aðferð góð og gild sem fræðimenn utan ís- lands hafa f vaxandi mæli tileinkað sér að líta á íslendingasögur sem heimildir um þjóðveldið þá má bú- ast við stórauknum áhuga miðalda- fræðinga á fslenskum fombók- menntum. Sjálfur tel ég að íslend- ingasögumar séu ekki einungis bókmenntalegt stórvirki heldur einnig ómetanleg heimild um at- hyglisvert og á margan hátt ein- stakt miðaldasamfélag," sagði Jesse Byock að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.