Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði eftirJón Sigurðsson Inngangur Hinn 19. apríl sl. mælti ég á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði. Hér er um hið mikil- vægasta mál að ræða og var ákveð- ið í starfsáætlun núverandi ríkis- stjómar að vinna að framgangi þess. í raun og veru er upphaf þessa máls þau almennu sannindi, að eng- inn er dómari í sjálfs sín sök. Það er ástæðan fyrir því að menn vilja aðskilja dómsvald og framkvæmda- vald. Frumvarpið er byggt á tillögum níu manna nefndar, sem ég skipaði í september 1987, en í henni sátu eftirtaldir menn: Bjöm Friðfinnsson, aðstoðarmaður ráðherra, formaður Magnús Þ. Torfason, fv. hæstarétt- ardómari Pétur Hafstein, sýslumaður og bæj- arfógeti Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglu- stjóri Ólöf Pétursdóttir, héraðsdómari Eiríkur Tómasson, héraðsdómslög- maður Friðjón Guðröðarson, sýslumaður Markús Sigurbjömsson, borgarfóg- eti og Guðmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri. Ritari nefridarinnar var Ólafur K. Ólafsson deildarstjóri í dómsmála- ráðuneytinu, nú settur bæjarfógeti á Neskaupstað. Forsaga málsins Ég vil í upphafi nefna nokkur söguleg atriði til þess að skýra það, að síðustu tvær og hálfa öld, eða frá dögum einveldis Danakonunga, hefur réttarfar okkar vikið frá þvf, sem nú er grundvallarregla í réttar- fari Vesturlandaþjóða, að dóms- vald sé aðskilið frá stjómsýslu- störfum, þannig að dómarar séu óháðir framkvæmdavaldinu. A fyrstu öldum konungsvalds hér á landi vom dómstólamir í héraði aðskildir frá framkvæmdavaldinu. Sýslumenn konungs voru lögreglu- stjórar og innheimtumenn ríkis- tekna og önnuðust fullnægju dóma auk fleiri starfa. Þeir sáu einnig um útnefningu héraðsdóma og lögðu mál fyrir þá. Þeir áttu að „administrere og betjene retten" eins og segir í konungsbréfi til sýslumanna frá árinu 1622, en þeir höfðu ekki dómsvald. Þessu var eins háttað í öðmm hlutum Noregs- og síðar Danaríkis, sem við tilheyrðum. Það er sagt, að íslendingar hafí tárfellandi játast undir einveldis- stjóm Danakonungs í Kópavogi árið 1662. Nokkmm áratugum síðar, þegar einveldið hafði festst í sessi, tók konungur til sín dóms- valdið í héraði, enda var það í sam- ræmi við hugmyndafræði einveldis- ins. Konungur sameinaði alla þætti ríkisvaldsins á einni hendi. Hann setti lögin, hann framkvæmdi þau og hann kvað upp dóma. Ný réttarfarslög vom sett í ríkinu og þar á meðal í Noregi, en ísland var þá talið tilheyra hinum norska hluta ríkisins, sem það hafði fylgt inn í konungssambandið á sínum tíma. í erindisbréfi Níelsar Fuhrmanns amtmanns, dagsettu 30. maf 1718, eða fyrir 270 ámm, er kveðið á um að í réttarfarsmálefnum skuli farið eftir „norsku lögum" og var þetta síðan ítrekað í erindisbréfi stiftamt- manns frá 1720 og í konungsbréf- um frá 1732 og 1734. Norsku lög fengu sýslumönnum dómsvaldið í héraði og verður að líta svo á að þetta hafi tekið fullt gildi um allt land í kringum 1730 eða fyrir um 260 ámm. Eftir að einveldi var aflagt í Danaríki varð það ríkjandi pólitísk stefna í þeirri stjómskipan, sem við tók, að sundurgreina þætti ríkis- valdsins, enda var kenning franska heimspekingsins Montesquieu um þrígreiningu þess, einn af hom- steinum þeirrar. hugmyndafræði, sem við tók af einveldinu. í gmnd- vallarlögum Dana frá 1849 var kveðið á um endurskoðun réttar- farslöggjafar og var fullum aðskiln- aði dómsvalds og umboðsstjómar loks komið á með lögum frá 1916, sem tóku gildi 1. október 1919. Sömu áform vom uppi í hinu foma sambandsríki okkar Noregi og var fullum aðskilnaði dómsvalds og umboðsstjómar komið þar á með lögum frá 1894, sem tóku gildi í áföngum á næstu ámm þar á eftir. Þriðji meginhluti ríkisins, þýsku hertogadæmin, komust undir stjóm Prússa árið 1864 og var þá lögfest þar þýskt réttarfar, sem byggðist á fullum aðskilnaði dómsvaldsins frá öðmm þáttum ríkisvaldsins og fylgdi sú skipan þeim hluta hertoga- dæmanna, sem á ný vom sameinuð Danmörku eftir fyrrí heimsstyijöld- ina. Umbótatilraunir hér á landi Um leið og breytingin varð í Danmörku vom uppi svipaðar hug- myndir hér á landi. Meirihluti þing- nefhdar, sem skipuð var í samræmi við ályktun Alþingis frá 1914 lagði árið 1916 til fullan aðskilnað um- boðsvalds og dómsvalds. Meirihluti nefndarinnar lagði til að landinu yrði skipt upp í 6 „lögdæmi" með einum héraðsdómara í hveiju lög- dæmi og skyldu þeir vera sem „sjálfstæðastir og óháðastir bæði umboðsvaldinu og almenningi". Á móti yrði sýslumannsembættum vemlega fækkað. Minnihluti nefndarinnar frá 1914, sagði í áliti sínu, að í sjálfu sér væri það mikilsverð og æskileg framför, ef fundið yrði ráð til þess að greina umboðsvald frá dóms- valdi, svo að hagkvæmt væri fyrir alla hlutaðeigendur. Minnihlutinn var reyndar einnig á þeirri skoðun eins og meirihlutinn, að ef ráðist yrði í slíka breytingu mundi það skipulag, sem nefndin benti á, yfir- leitt vera vænlegasta lausnin á því máli og að tæplega yrði önnur leið fundin, sem ætti betur við eða auð- veldari yrði í framkvæmd. Þrátt fyrir þessa ályktun lagði minnihlut- inn til, að ekki yrði ráðist í breyt- ingu á dómstólaskipan að svo stöddu og varð það ákvörðun Al- þingis. Málið sofnaði þó ekki alveg og síðustu sjötíu árin hafa öðm hvom heyrst raddir um að nauðsyn- legt og tímabært væri að aðskilja dómsvaldið algjörlega frá stjóm- sýslustörfum. Eg ætla að nefna nokkra mikilvæga áfanga í þeirri þróun sem orðið hefur á þessu sviði. Árið 1961 beitti Bjarni Bene- diktsson, sem þá var dómsmálaráð- herra, sér fyrir því að ákæmvaldið var falið sjálfstæðu ríkissaksókn- araembætti, en áður var það í dóms- málaráðuneytinu. Þá vil ég nefna þingsályktun- artillögu, sem Björn Fr. Björns- son o.fl. fluttu á Alþingi 1965— 1966, en þar segir m.a.: „í þjóð- félögum, sem búa við réttarfar bundið vestrænum réttarreglum og réttarvitund, þykir eigi fara vel saman, að dómendur hafi einnig á hendi umsvifamikil umboðsstörf. Af þeirri sök hefur stefnan verið sú að draga sem mest úr hendi dómenda umboðsleg embættisstörf og búa þannig að dómstólunum, að þeir hafi sem óháðasta og traust- asta aðstöðu við úrlausn dóms- rnála." Málinu hefur í áranna rás þokað nokkuð á veg, einkum í Reykjavík með skiptingu verkefna stjómsýslu og dómsvalds milli nokkurra emb- ætta þar, sem þó er alls ekki full- nægjandi lausn. Árið 1977 beitti Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, sér fyrir því að komið var á fót sérstakri rannsóknarlögreglu ríkisins, sem annast rannsókn meiriháttar af- brotamála á öllu landinu og hef- ur það embætti aðsetur í Kópa- vogi. í ráðherratíð Ólafs Jóhann- essonar lagði hann fram svokall- að Lögréttufrumvarp, sem gerði ráð fyrir nýju dómstigi milli héraðs- dómstóla og Hæstaréttar. Það frumvarp var síðar fjórum sinnum lagt fyrir Alþingi, en náði aldrei nægum stuðningi. Utan Reykjavíkur hefur frá árinu 1972 verið komið á fót stöðum hér- aðsdómara við 6 stærstu embættin, en þeir eru jafnframt undir stjóm viðkomandi bæjarfógeta og er þar ekki um „sjálfstæða dómstóla" að ræða í venjulegri merkingu þess orðs. Bæjarfógetar fara þar einnig áfram með dómsstörf svo og fulltrú- ar þeirra. Mannréttmdasáttmáli Evr- ópu íslendingar eru aðilar að Evrópu- ráðinu og hafa skuldbundið sig til að fylgja sáttmála þess um vemd mannréttinda og mannfrelsis, sem er einn af homsteinum Evrópuráðs- ins. Þar segir m.a. að leiki vafi á um réttindi þegns og skyldur eða hann er borinn sökum um refsivert athæfi, skuli mál hans útkljáð af óháðum dómstóli. í október sl. var tekið fyrir hjá mann- réttindanefnd Evrópuráðsins mál manns, sem búsettur er á Akur- eyri. Hann hafði verið dæmdur í undirrétti og í Hæstarétti fyrir brot á umferðarlögum. í samræmi við gildandi lög var mál hans upphaf- lega tekið fyrir og dæmt af fulltrúa bæjarfógetans á Akurejrí, en hann starfar á ábyrgð og undir stjóm bæjarfógeta, sem jafnframt er yfir- maður lögreglunnar. Málið var kært til mannréttindanefndarinnar á þeirri forsendu, að mál sakbom- ings hefði ekki hlotið meðferð í undirrétti fyrir óháðum dómara, því sama embætti hefði einnig kært manninn og rannsakað mál hans. Mál þetta hefur orðið til þess að vekja athygli á nauðsyn skýrari aðskilnaðar umboðsvalds og dóms- valds, en er hins vegar alls ekki kveikjan að því að hann er nú á dagskrá hjá ríkisstjóm og Alþingi. Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu, að málið væri tækt til efnismeðferðar fyrir mann- réttindadómstólnum í Strasbourg, sem dæmir um vafaatriði, sem upp koma varðandi almenn mannrétt- indi okkar V-Evrópubúa og túlkun mannréttindasáttmálans. Má segja, að með úrskurði mannréttinda- nefndarinnar, sé réttarfar íslend- inga komið undir smásjá samstarfs- þjóða okkar í Evrópuráðinu og hlýt- ur það að leiða til aukins þrýstings um umbætur á dómstólakerfí og réttarfari hér á landi. Hér er ekki einungis um að ræða réttarfar í opinberum málum eins og lögreglu- málinu frá Akureyri, þó það sé eitt til úrlausnar í Strasbourg, heldur hlýtur kastljósið einnig að beinast að hvers konar öðrum málum, þar sem deilt er um réttindi manna, hvort sem þau eru réttur til frelsis, eigna eða æru. Það er t.d. líklegt að fyrr en síðar reyni á það fyrir mannréttindadómstólnum, hvort sami embættismaður geti verið bæði innheimtumaður kröfu frá hinu opinbera og dómari um rétt- mæti hennar. Þetta er bakgrunnur þess, að í starfsáætlun ríkisstjómarinnar seg- ir m.a. að ríkisstjómin muni beita sér fyrir heildarendurskoðun dómsmálaskipunar, er feli í sér aðskilnað dómstarfa og stjóra- sýslustarfa og er fullkomin sam- staða milli stjómarflokkanna um þetta stefnumál. Meginatriði frumvarpsins Eins og getið var um í upphafí er frumvarpið byggt á tilögum nefndar, sem unnið hefur að samn- ingu þess frá því í haust, en við meðferð málsins í ríkisstjóm og í þingflokkum stjómarflokkanna var gerð sú breyting á tilögunum að héraðsdómstólum var fjölgað úr 7 í 8, það er bætt var við héraðs- dómstól í Norðurlandskjördæmi vestra, en nefndin hafði lagt til að einn héraðsdómstóll þjónaði öllu Norðurlandi. Meginatriði frumvarpsins eru þau, að settir verði á fót 8 héraðs- dómstólar, er fari með dómstörf jafnt í einkamálum og opinberum málum. í frumvarpinu felst að hér- aðsdómstólar í Reykjavík verði sameinaðir í einn dómstól, þ. á m. hluti borgarfógetaembættisins, en borgarfógetaembættið verði að öðru leyti embætti sýslumanns í Reykjavík, sem fari með verkefni á sviði umboðsstjómar á sama hátt og önnur sýslumannsembætti, að öðru leyti en þvi, að lögreglustjóm og tollstjóm em í höndum sérstakra embætta á höfuðborgarsvæðinu. í frumvarpinu er gengið út frá þvf að sýslumenn hafi áfram með höndum núverandi verkefni að öðru leyti en hvað varðar dómstörf, sem færast til héraðsdómstóla. Þar sem dómsvald um svokallaðar fógeta- gerðir flyst til héraðsdómstóla er lagt til að heitið „sýslumaður“ verði einnig notað um þá embættis- menn, sem í dag nefnast bæjar- eða borgarfógetar. Ráðgert er að auki, að fjöldi nýrra verkefna færist til sýslu- manna, en sú tilfærsla kallar á breytingu ýmissa laga. Ég hef því lagt áherslu á, að frumvarp þetta verði sem fyrst að lögum, en tíminn fram að gildistöku laganna verði síðan notaður til að gera nauðsyn- legar breytingar á öðrum lögum í samræmi við þá stefnumörkun, sem í frumvarpinu felst. Umfangsmestu breytingamar, sem lögfesting þessa frumvarps kallar á að gerðar verði á öðrum lögum, eru á sviði réttarfarslöggjaf- ar. Endurskoðun löggjafar á þeim vettvangi er þegar hafin á vegum dómsmálaráðuneytisins, en með frumvarpi þessu eru lögð fram fyrstu frumvörpin til lagabreytinga til samræmis við breytta skipan dómsvalds í héraði. Eru það frum- vörp til laga um breytingar á þing- lýsingalögum nr. 39/1978 og frum- varp til laga um lögbókandagerðir (notarial-gerðir). Frumvörpin eru byggð á því, að þinglýsingar og lögbókandagerðir verði framvegis í höndum sýslumanna sem stjóm- valdsathafnir. Einnig hef ég látið semja frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum nr. 32/1965 um hreppstjóra. Um það frumvarp má þó segja að það sé einkum tilkomið sökum þess, að sýslunefndir verði lagðar niður í síðasta lagi um næstu áramót skv. ákvæðum sveitar- stjómarlaga. Endurskoðun annarra laga í kjöl- far frumvarpsins er þegar hafin á vegum dómsmálaráðuneytisins og réttarfarsnefndar. Er nú unnið að samningu frumvarps til nýrra að- fararlaga, sem koma munu í stað laga frá árinu 1887. Þá má vænta þess, að fljótlega liggi fyrir frumvarp til breytinga á lögum um meðferð opinberra mála nr. 74/1974, sem m.a. leggi til að sýslumenn fari með ákveðna þætti ákæruvalds í umboði ríkissaksókn- ara. Ennfremur má vænta innan tíðar framvarps til lögtakslaga, sem hafi þá breytingu í för með sér, að sýslumenn fari með lögtaksgerðir sem stjómvaldsathöfn en ekki dómsathöfn. Þá er gert ráð fyrir að fyrir liggi á komandi hausti framvörp til nýrra laga um skipti á dánarbúum og félagsbúum o.fl. (nú lög nr. 3/1878), um nauða- samninga (nú lög nr. 19/1924), um kyrrsetningu og lögbann (nú lög nr. 18/1949), um nauðungarappboð (nú lög nr. 57/1949 og um gjald- þrotaskipti (nú lög nr. 6/1978). í framvörpum þessum er stefnt að veralegum breytingum frá núver- andi tilhögun, þannig að héraðs- dómstólar fari eftirleiðis einungis með dómstörf á þessum sviðum, en sýslumenn og eftir atvikum sérstak- ir umsjónarmenn, (þ.e. executores eða bústjórar) sinni öðram verkefn- um í þessu sambandi. Er sú ráða- gerð í samræmi við þá löggjafar- stefnu, sem lýst er í greinargerð með framvarpi þessu. Loks má nefna í þessu sambandi að endur- skoða þarf lög nr. 85/1936 um meðferð einkamála í héraði vegna breytinga á dómstólaskipan. Ný verkefni sýslumanna Auk framangreindra atriða, er í framvarpinu gengið út frá því, að ýmis verkefni, sem einstök ráðu- neyti fara nú með, færist til sýslu- manna, t.d. leyfisveitingar til lög- skilnaðar, þar sem ekki er ágrein- ingur um skilnaðarkjör, en þær era nú á verksviði dómsmálaráðuneytis- ins. Sama er að segja um málefni varðandi forsjá bama og umgengn- isrétt bama og foreldra. Þá er í greinargerð lagt til að sýslumenn fari með úrskurðarvald í sveitar- stjómarmálum, en ráð er fyrir því gert í sveitarstjómarlögum nr. 8/1986 að félagsmálaráðuneytið geti falið umboðsmönnum fram- kvæmdavaldsins í héraði það verk- efni. Gert er ráð fyrir því, að endur- skoðun laga um stofnun og slit hjú- skapar nr. 60/1972 og bamalaga nr. 9/1981 hefjist innan skamms á vegum dómsmálaráðuneytisins með framangreinda tilfærslu verkefna í huga. Frekari athugun er fyrir- huguð á því, hvaða verkefni önnur megi færa úr stjómarráðinu til sýslumanna, meðal annars varðandi leyfísveitingar o.fl. Um leið verður kannað, hvaða heimildir skuli lög- leiða um áfrýjun stjómsýsluúr- skurða sýslumanna til ráðuneytis, en fyrir slíkri skipan era mörg for- dæmi í nágrannaríkjunum og þykir hún horfa til aukins réttaröryggis almennings. Aukin þjónusta við almenn- ing á landsbyggðinni í þeirri verkaskiptingu, sem ráð- gerð er milli héraðsdómstóla og sýslumanna með framangreindum lagabreytingum, er byggt á því meginmarkmiði að sú þjónusta, sem stofnanir þessar veita almenningi, verði í eins ríkum mæli og unnt er í höndum sýslumanna, þannig að ekki þurfi að leita hennar um lang- an veg. í framvarpinu er í reynd gengið út frá aukinni þjónustu við almenning frá þvi sem nú er, m.a. með ákvæði 1. mgr. 13. gr. frum- varpsins um skrifstofur sýslumanna í umdæminu, en tilgangur þess er að lögfesta heimild til þess að setja á fót fleiri umboðsskrifstofur sýslu- manna í þéttbýliskjömum innan umdæmis eftir því sem ráðherra kveður á um og fé er veitt til á Qár- lögum. Eins og fram kemur í athuga- semdum við 3. gr. frumvarpsins, munu héraðsdómstólar hafa reglu- legt þinghald á fostum þingstöðum innan hvers lögsagnarumdæmis og er þannig gengið út frá þvi, að þing- að verði í málum á vamarþingi málsaðilja, nema samkomulag verði um annað. Fjarlægð búsetu frá aðalaðsetri héraðsdómstóla munu því ekki bitna á þeim, sem til þeirra þurfa að leita. Með tilkomu héraðsdómstólanna má reikna með því að aukinn fyöldi dómsmála verði útkljáður utan Reykjavíkur, en nú er dæmt í flölda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.