Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 43 illa að þær séu bendlaðar við níð, því síður róg eða eitthvað verra. Þeir sem lesa í þessum vísum eitt- hvert persónulegt níð á sig lesa eitthvað annað en í þeim stendur. Ég árétta það, að starfsemi KASK kemur mér fyrir sjónir eins og lýst er í vísunum. Hafnarbúar hafa verið KASK góðir. Á þeim, þeirra vinnu og verzlun, hefur félagið vaxið og dafnað. Þetta fólk verzlar við kaupfélagið með jafnaðargeði dag eftir dag, enda ekki í annan stað að venda. Mér er til efs að bæj- arbúar séu allir félagsmenn KASK, frekar en Sovétmenn fé- lagar kommúnistaflokksins. Þeir verða að búa við það sem að þeim er rétt, meðan ekki breytist. Hafí ég sært einhveija með þessum skoðunum get ég lítið við því gert. Þó vildi svo heppilega til fyrir nokkru, að félagi minn gaf mér inneignamótu hjá KASK. Jafnvirði hennar, kr. 105,60, lagði ég í sparisjóðsbók hjá Lands- bankaútibúinu á Homafírði, bók nr 51. Þessa bók gef ég KASK, og þeir sem vilja því vel geta stutt félagið með innleggi í þessa bók. Kaupfélagsstjóri hefur a.m.k. í tvígang borið sig illa í viðtölum við Morgunblaðið, og er ekki ann- að að heyra og sjá, en að slík hjálp kæmi honum og félaginu bezt. A það skal vinum og velunnurum KASK bent, og gera þeir félaginu þá betri greiða en að vera að fjarg- viðrast útaf einhveijum vísum. Ég vil að endingu reyna að skýra hvað ég kalla níð, eða a.m.k. háð, í vísnagerð. Þetta ættu þó allir að vita sem slíkt hafa lesið. Á þessum málsháttatímum sem páskamir em, er mönnum hollt að vita að vinur er sá er til vamms segir, og að ekki em allir við- hlæjendur vinir. Ég ætla að vísa enn til Eystrahoms, nú í blað nr. 42 1987 útg. 19. nóv. sl. Þar er forsíðufrétt um opnun Sam- vinnubankaútibús á Homafírði að viðstöddu Samvinnustórmenni. Meðal þeirra sem fluttu ámaðaró- skir var bóndi, Þorsteinn Jóhanns- son í Svínafelli. Hans óskir vom svona: Samvinnumenn með sóknarkjark, Samvinnustofnun byggja, Samvinnustefnu sigurmark, Samvinnuöflin tryggja. Hér blessun æ f búi sé, og bregðist „lánið" eigi, í góðs manns höndum ferigið fé, svo farsæld efla megi. Hér vantar ekkert nema amenið eftir efriinu. Ég ætla að enda greinina á því. Laglega samið, lftið á; lofeöng öðmm meiri. Það sem Hermann helzt vill sjá, — er Háð — á Svalbarðseyri. Heimildir, tilvitnaðar, er að fínna f: Eystrahomi nr. 11, 17. marz 1988: Opið bréf til ritstjómar Eystrahoms. Eystrahomi nr. 11, 17. marz 1988: Ritstjómargrein. Eystrahomi nr. 4, 28. jan. 1988: Á tímum einokunar, bls. 7. Eystra- homi nr. 5, Borgarbami svarað, bls. 2. Eystrahomi nr. 6: „Það er iagerinn sem á að vera sem minnstur", bls. 2. Eystrahomi nr. 6: „Er KASK hafíð yfír gagn- rýni?“, bls. 3. Eystrahomi nr. 9: Húsmæður — og Jökull kanna vömverð hjá KASK, á opnusíðum. Eystrahomi nr. 10: Enn kannað verð, bls. 6. Eystrahomi nr. 3: Metár f vinnslu sjávarafla, bls. 6. Morgunblaðinu 26. jan. sl. bls. 5. Viðtal við Hermann Hansson. Fiskifréttum nr. 1, 1988: Um meðaltalsverð á fískmörkuðum. Eystrahomi nr. 42,1987,19. nóv.: Foreíðufrétt; Samvinnubankinn opnar útibú. Fiskverð sem tilgreint er í grein- inni er verðið hjá Verðlagsráði sjávarútvegsins síðan í nóvember 1987, nema annað sé tekið fram. Höfundur erloftskeytamaður. Leifur Ingólfsson forstjórí—Minning Fæddur4.janúar 1935 Dáinn 20. aprQ 1988 í dag er til moldar borinn tengda- faðir minn og vinur, Leifur Ingólfs- son, forstjóri í Söginni hf. Hann lést á heimili sínu þann 20. þ.m. aðeins 53 ára. Kynni mín af Leifi vom því miður ekki löng, 6 ár, en þeim mun ánægjulegri. Mér kemur fyrst f huga hversu hress, duglegur og kjarkmik- iil hann var og lét sér fátt fyrir bijósti brenna. Þetta sannaðist ef til vill best þegar hann gekkst undir erfíðan uppskurð í Lundúnum árið 1985, en tveimur mánuðum sfðar var hann kominn á fuila ferð í vinnu aftur. Eftir sveinspróf vann hann við húsasmíði, oftast sem verkstjóri og síðar húsasmfðameistari og gat sér fljótt orð fyrir að vera óhemju af- kastamikill en vandvirkur smiður, enda nýttist honum vel kraftur og áhugi sem einkenndu hann allt hans líf. Leifurgerðist síðan framkvæmda- stjóri í Söginni hf., fyrirtæki föður síns, eftir hans dag. Fljótlega keyptu svo hann og eftiriifandi kona hans, Anna Dam, hlut móður hans og systra í fyrirtækinu. Það skiptast á skin og skúrir í rekstri fyrirtækja, einkum þar sem samkeppni er eins hörð og í trésmíðaiðnaðinum. Auð- vitað fór Leifur ekki varhluta af því, ekki mátti slaka á gæðakröfun- um, því Sögin hafði alltaf framleitt vandaða vöru. Við þessar aðstæður reyndi oft á kunnáttu og áræðni við tilboðsgerð og síðar dugnað og verksvit til að standa við gerða samninga. Þá kom sér oft vel hve Leifur var góður stjómandi, harður en ósérhlífinn, krafðist mikils af mannskapnum en þó mest af sjálfum sér. Leifur var mjög greiðvikinn mað- ur og vildi leysa hvers manns vanda, og fékk ég ríkulega að njóta þess, sérstaklega þegar við Helga vorum að kaupa og standsetja íbúðina okk- ar. Ég minnist með gleði allra ánægjustundanna sem við áttum saman, sérstaklega veiðiferðanna með Leifí litla, yngsta bami hans, þær mátum við allir mikils. Einnig er mér ofarlega í huga hvemig hann gladdist alltaf þegar hann var ná- lægt Gunnlaugi syni mínum, eina bamabaminu, sem hann kallaði kút- inn sinn. Ég kveð vin minn með söknuði og virðingu og votta Önnu og böm- unum innilegustu samúð. Garðar „Enginn veit á hvaða stundu mætir," sagði amma mín oft. Það má til sanns vegar færa nú þegar Leifur Ingólfsson er allur. Fyrir ör- skömmu ræddum við langa stund um hversu komið væri í peningamál- um hér á íslandi. Þar talaði hann af gegnri reynslu. Hann tók við grónu og virtu fyrirtæki að föður sínum látnum, Söginni hf. Hartnær 20 ár hefur hann rekið það og tek- ist að halda þeirri viðskiptalegu virð- ingu sem það áður naut. Það var svo undrunarefnið að þrátt fyrir næg verkefni var eins og allt þyrfti að sækja undir hamarinn, og mikill lærdómur að fylgjast með öllum þeim kröfum og kúnstum sem þjóð- félagið lagði atvinnurekendum á herðar í allri meðferð á ijármagni, hvort sem það átti að ganga út eða inn til fyrirtækisins. Undarlegt var það ekki að siíkt væri umræðuefni okkar. Alla mína búskapartíð hefur lifíbrauð minnar fjölskyldu verið bundið þessu fyrirtæki, þar sem maður minn hefur unnið við það frá stofnun þess, eða hátt í 50 ár. Allan þann tíma má heita að þeir væru í sambandi hver við annan, Leifur sem bam, unglingur, seinna lærlingur og síðustu nær 20 ár sem húsbóndi hans. Það er ekki algengt í umróti síðustu tíma að svo takist til með samfylgd manna. Þannig mætti einnig orða samskipti þeirra öll og væri það saga út af fyrir sig. Ekki fór það framhjá mér hvernig til tókst og hygg ég að margur mætti af því læra, þvi hafí þau orð fallið milli þeirra sem misklíð teljast, hefur það farið framhjá mér. Við fráfall Leifs hefur rofnað samband sem á sér lengri sögu en venjulegt er og kannski sérstæðari lfka. Þeim þótti vænt hvorum um annan, þeir deildu dögunum saman í vinnunni, þeir byggðu sér hús saman, og mörg kvöldin fóru í löng samtöl, ýmist undir sama þaki eða í síma. Að ógleymdum öllum veiðiferðunum í lax og silung. Elli kerling hafði sett þau mörk að rétt var óliðinn stuttur tími þar til sjálfhætt var fyrir aldurs sakir að þeir ynnu saman. Það fór á þann veg, en með öðrum hætti en til stóð. Að tíunda lífshlaup manna í lif- anda lífí virðist oft ofur einfalt fyrir samferðamanninn, að standa yfír hinum sama látnum, ýtir við öðru tungutaki. Staðreyndin, að fyrir framan þann sama dóm, að skila því lífí aftur sem okkur var í upphafi gefið, stöndum við öll, og þá verður engu breytt er hann hefur fallið. Leifur Ingólfsson fæddist í Reykjavík 4. janúar 1935. Foréldrar hans voru Helga Jessen frá ísafírði og Ingólfur B. Guðmundsson er stofnaði Trésmíðaverkstæðið Sögina hf. hér í borg og rak til dauðadags. Leifur hóf nám í Menntaskólanum í Reykjavík, en undi því ekki, heldur fór í nám í húsasmíði og lauk því. Hann vann síðan ævina við það, eins eftir að stjóm fyrirtækisins féll í hans hlut. Leifur féll ekki í þá freistni að endavenda til sérhæfni og ein- hliða framleiðslu, heldur sinnti alls konar sérverkefnum svo sem sníði á gluggum og stigum. Má þar neftia glugga í Hallgrímskirlqu, Kópavogs- kirkju og annað þvíumlíkt. Ótrúlegur fyöldi híbýla manna og stofnana hafa að geyma handverk þessa fyrirtækis og væri ekki nein smásaga í upp- Þorbjöm Sigurðsson Höfn - Kveðjuorð Fyrir nákvæmlega 30 árum síðan, núna f aprfl, kynntist ég Þorbimi Sigurðssyni, Höfn í Homafirði, fyrst. Við vomm þá nýlentir á gamla flugvellinum út í Meltanga, f minni fyrstu flugferð sem aðstoðarflug- maður. Farartækið var gamli góði Þrist- urinn og ég átti að setja eldsneyti á flugvélina, þegar ég tjáði flugstjór- anum að ég hefði nú aldrei áður verið einn við að sefja á eldsneyti, þá sagði hann: „Það er allt í lagi, hann Þorbjöm sýnir þér þetta allt saman." Ég skynjaði þá að flugstjórinn bar ótakmarkað traust til Þorbjamar og ég átti síðan sjálfur eftir að reyna það sama, gegnum áratuga sam- starf. Það var sama hvað Þorbjöm tók að sér að gera, hvort það var að taka niður veður, setja á eldsneyti eða hlaða flugvélina, ryðja eða slétta flugbrautina, allt var þetta gert af ýtrustu samviskusemi og ef vafí lék á einhverju þá gaf hann sér góðan tfma til að ráðfæra sig við aðra, sem málið varðaði. Á þessum árum áður en hringveg- urinn kom var Homafjörður miklu einangraðri en harin er f dag og meira treyst á flugsamgöngur en nú. Það má segja, að þeir feðgar, Sig- urður og Þorbjöm og síðan Þorbjöm og Vignir, hafi verið með allt flug til HomaQarðar á bakinu f orðsins fyllstu merkingu. Þorbjöm var geysilega hlýr per- sónuleiki og mátti ekkert aumt sjá, hvorki menn eða málleysingja, öðmvfsi en að rétta hjálparhönd, hann var líka glettinn og hafði gam- an af að spauga. Hann var t.d. einlægur sjálfstæð- ismaður, en á þessum árum var einn af þingmönnum héraðsins úr Fram- sóknarflokknum, þessi þingmaður fór oft með flugvélunum suður, og það var segin saga, þegar Þorbjöm kom fram í stjómklefann að kveðja sagði hann: „Svo mannstu Rúnar að henda þingmanninum út á leið- inni,“ og svo ískraði f honum hlátur- inn. Greiðvikinn var hann með afbrigð- um og þau em ekki svo fá böm okkar flugmannanna, þar með talin dóttir mín, sem hafa notið góðs af homfirskri sveitamenningu, vegna þess að Þorbjöm gaf sér tíma til að útvega þeim sumardvöl á sveitabæj- unum kringum Homafjörð og fyrir það er ég honum ævinlega þakklát- ur. Ekki er hægt að skrifa um Þor- bjöm öðravísi en að minnast á strákastóðið hans, þeir vom sex, hver öðmm ærslafyllri og duglegri, oft þegar mikið lá við, og það þurfti að snúa flugvélinni við á mettíma, þá mætti Þorbjöm með allt liðið, og þá mátti maður hafa sig allan við að skrifa hleðsluskrána á sama tfma og það tók feðgana að afhlaða og hlaða flugvélina aftur. Það var alltaf eitthvað notalegt við að fljúga til Homafjarðar og hitta þá feðga Þorbjöm og Vigni. Oft áttu þeir það til að færa manni helling af nýveiddum silung eða kola, eða þá að þeir útveguðu manni á tomból- uprís síldarkvartil eða nýjan humar. Til að ná árangri í sínu lífi þurfa menn að eiga góðan maka og það átti Þorbjöm svo sannarlega þar sem var Ágústa Vignisdóttir, kona hans, og höfðu þau lifað f farsælu hjóna- bandi í hartnær 12 ár þegar hann lézt. Ég trúi þvf, að þegar nú Þorbjöm er farinn f sina síðustu flugferð, að þegar hann lendir muni Sigurður, faðir hans, taka á móti honum við lendinguna og segja við hann nokkur vel valin orð, eins og honum var einum lagið. Ég og fjölskylda mín sendum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Rúnar Guðbjartsson byggingu Reykjavíkurborgar ef til yrði tekið. En sá er ekki siður í landi vom að geta þess svo mjög hver vinnur, þó teikningum af húsum og mannvirkjum sé valinn staður í sög- unni. Húsasmiðurinn heyrir til hin- um hljóðláta kapftula og þar inní fellur saga Leifs. Þó var hann að eðlisfari áhlaupamaður; vann af óstöðvandi krafti og skilaði margan vinnudaginn meira en eins manns verki. Þannig var og líf hans á fleiri sviðum, og lfklega hef ég engan mann annan þekkt sem veikleiki og styrkleiki komu alla jafnan fram í sama eðlisþættinum. Þeirri bók hefur nú verið lokið. Fremst á blaði þar stendur að hann rak fyrirtæki sitt með orðheldni og heiðarleik í fyrirrúmi. Hann hafði skarpa yfirsýn yfír það sem fyrir fe' og gekk fram með hugrekki í tvísýn verkefni og hafði þann sigur alla- jafnan, er til þurfti svo að vel tókst að halda rekstrinum áfram. Leifur kvæntist eftirlifandi konu sinni, Önnu Pétursdóttur Dam, 9. nóvember 1959. Böm þeirra em fjögur og eitt baraabam áttu þau. Éins og foreldrar hans hugði hann vel að nægtaborði fjölskyldu sinnar og spurði aldrei um lengd vinnudags- ins, því fyrir sjálfan sig utan þess ramma, var hann ekki kröfuharður. Fyrir nokkmm ámm kenndi hann veikinda og gekkst undir mikla hjartaðagerð úti í London. Hann fékk góðan bata, en betra er heilt en vel gróið. Þó segja mætti að sá sannleikur yrði ekki hans leiðarljós. Hann andaðist á heimili sfnu hinn sfðasta dag vetrar. Snar þáttur var þar slitinn, fjölskylda hans horfir til vandamála sem einnig em bundin þeim sem við verksvið Leifs em tengdir. Hækkandi sól leggur geisla sína til, og gerir allan vanda léttari í lffi manna. Sú, vona ég, að verði raun ungra baraa hans og fjölskyldu hans allrar. Fjölskylda mfn þakkar Leifí fyrir samfylgdina og vottar þeim er syi^z hann, samúð. Nfna Með nokkmm orðum má ég til að minnast Leifs Ingólfssonar. Við vomm ungir menn að byija lifshlaupið þegar við kynntumst fyrst. Hann að smíða, ég á sjó. Eitt sinn hafði ég ráðið mig sem stýri- mann á vertíð í Vestmannaeyjum. Leifí fannst það tilvalið tækifæri fyrir sig að komast aðeins f kynn- ingu við þorsk og saltan sjó og við fómm á sama bátinn. Það var hans fyrsta sjóferð. Eftir tvo róðra sýndi hann að hann var ekki neinn eftir- bátur okkar sem vomm vanir sjór menn. Margt var spjallað og lagt á ráðin um framtíðina í kojunum í verbúð- inni áður en menn festu svefn. Leif- ur ætlaði að reisa hús og smfða áfram allt sem til féli. Ég ætlaði í Sjómannaskólann. Samt lét ég orð um það falla að gaman væri að læra mublusmíði. Fyrir hádegi nokkm seinna, þegar ég var í miðjum tíma í skólanum, var bankað. Fýrir utan dyraar stóð Leifur. Hann sagði mér að koma eins og skot. Hann væri búinn að koma mér f læri í húsasmíði. Það væri mikið meiri framtfð í húsasmíði en í einhveijum mublum. Þar að auki ekkert auðvelt að komast í hvomga þessa iðngrein. Þú verðiír að hætta f Sjómannaskólanum á stundinni. Við kaupum hamar og sög og þú byijar að smíða eftir hádegi. Leifur var ekkert að tvínóna við hlutina. Hijúfur f skapi en allra manna fljótastur að rétta hjálpar- hönd ef eitthvað bjátaði á. Ham- hleypa til vinnu og ætlaði sér aldrei af. Fýrir nokkm gekkst hann undir hjartauppskurð í London. Um leið og hægt var að halda á hamri var byijað að hamast á ný. Hann var forstjóri Sagarinnar, en öjúpur for- stjórastóll og digrir vindlar hæfðu ekki hans skapferli. Nei, það var að skapa eitthvað með huga og hönd. En enginn getur ofboðið sér eins og Leifur gerði. Það fór því svo að hjartað gaf sig. Fari hann heill, vinur og mágur minn. Ég og fjölskylda mín vottum að- standendum okkar dýpstu samúð. Sigurbjörn Ævarr Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.