Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 fclk f fréttum HUN SEGIR MARADONA FÖÐURINN „Þeir eru of líkir til að Diego geti neitað“ Hrynja Tomer skrífar frá Ítalíu. Nú er nóg komið, eg held þetta ekki lengur út. Ég hef fengið nóg af leiðinlegum athugasemdum og efasemdum fólks. Nú er tími kom- inn til að fá það löglega staðfest hvort Diego Armando Maradona er faðir sonar míns eða ekki.“ Sú sem þetta mælir er 24 ára gömul ítölsk kona, Cristina Sinagra. Þegar sonur Cristinu fæddist kallaði hún á sinn fund blaðamenn og ljósmyndara allra helstu dagblaða og tímarita á Ítalíu og tilkynnti þeim að drengurinn sem var nýfæddur væri sonur hennar og knattspymuhetjunnar Diegos Ar- mandos Maradona. Fréttin vakti mikla athygli um allan heim, en síðan hefur lítið heyrst frá konunni þar til nú, að hún fer fram á að faðemi bamsins verði staðfest. Diego Armando eldri býr í Napólí með argenttskri stúlku, Claudiu Villafani, sem um margra ára skeið hefur verið „hin opinbera kærasta" hans ef svo má að orði komast. Þau eiga saman litla dóttur, rúmlega eins árs, sem heitir Dalma og er sannkall- aður augasteinn föður síns. Saga CV^stinu Sinagra hefur að sjálfsögðu vakið mikla athygli, blaðamenn hafa gaman af því að komast í feitt og spara því ekki plássið þegar þetta mál er tekið til umfjöllunar. Gæti veríð svo einfalt „Þetta gæti verið svo einfalt mál,“ segir Cristina. „Diego Armando þarf ekki að gera annað en fara í DNA- próf sem sannar eða afsannar fað- emi hans. Diego litli er að verða tveggja ára og ég vil að þessu máli verði lokið áður en hann gerir sér grein fyrir um hvað það snýst." Crist- ina fór með son sinn á knattspymu- völl fyrir skömmu og leyfði honum að leika sér þar með bolta. „Það íora allir undrandi á því að 18 mán- Hinn „litli Maradona“ eða ekki? aða gamalt bam hefði svo mikið vald á knettinum og gæti fylgt hon- um svo vel eftir," segir móðirin stolt og bætir því við að það sé í raun ekkert undarlegt því hann hafí þetta í blóðinu. „Diego heldur áfram að flýja raun- vemleikann og ábyrgðina sem á hon- um hvílir," segir Cristina. „Lögfræð- ingar hans hafa sagt að þetta mál geti eyðilagt ímynd hans og æm, og að auki geti það orðið til þess að hann verði fyrir vemlegu flárhags- legu tjóni. En hann þarf ekki að gera annað en láta taka blóðsýni og rannsaka það. Þannig væri þessu máli endanlega lokið. En hvers vegna frestar hann því í sífellu?" spyr Crist- ina. „Best gæti ég trúað að það væri af hræðslu við niðurstöðumar." Málinu frestað Lögfræðingar Maradona hafa far- ið fram á að málaferlum sem Crist- ina hefur höfðað á hendur Maradona verði frestað, og Cristina telur að þeir vilji kanna hvort rétt sé að leita til ítalskra dómstóla, þar sem um er að ræða argentfnskan ríkisborgara. Vitnaleiðslur fara fram í júnf og þá mun málið sennilega skýrast. Lög- fræðingamir hafa ennfremur bent á að Cristina sé ekki að gera það sem æskilegast er fyrir bamið, með því að ræða um málið f flölmiðlum, slíkt umtal geti skaðað drenginn þegar fram líði stundir. En Cristina svarar. „Ef einhver er að gera baminu illt er það Diego eldri, með því að neita því um að vita hver faðir þess er. Hvað varðar umQöllunina f Qölmiðl- um vil ég minna á að skömmu áður en sonur minn fæddist hljóp Mara- dona með þá frétt í öll blöð að Clau- dia ætti von á bami. Þá gerði ég mér grein fyrir því að hann vildi ekki gangast við baminu, sem ég gekk með, þrátt fyrir að ég hefði gert allt sem í mínu valdi stóð til að bjarga sambandi okkar." Meðal þeirra sem munu bera vitni í þessu máli í júní eru kvensjúk- dómalæknirinn sem skoðaði Cristinu og tilkynnti henni að hún væri þung- uð (sú skoðun fór fram í viðurvist flölskyldumeðlima Maradona), vin- konur Cristinu sem vissu af sam- bandi hennar við „el nino de oro“ og sfðast en ekki sfst vinnukona Maradona-fjölskyldunnar sem hefur sagt að hún muni segja allan sann- leikann um samband þeirratveggja. Kannski hafa pening- arnir eyðilagt hann Faðir Cristinu mun einnig bera vitni í júní, en hann mun hafa farið Diego Armando Mara- dona, 27 ára, með dóttur sína Dölmu sem er rúm- lega eins árs. á fund Diegos á sínum tíma til að reyna að telja hann á að taka saman við dóttur sína. Einnig munu flöl- skyldumeðlimir Diegos bera vitni, en Cristina heldur því fram að þeir hafí margoft farið fram á að hún léti eyða fóstrinu. „Maradona veit ekki af hveiju hann er að missa," segir Cristina. „Sonur hans er mjög líkur honum í útliti og lfkamsbyggingu. Þeir eru of líkir til að hér sé um tilviljun að ræða. Ég skil ekki hvemig hægt er að neita því að vera faðir svo yndis- legs bams. Ef Diego heldur áfram að neita sannar það að hann hefur ekkert hjarta. Kannski hafa pening- amir eyðilagt hann, hina mannlegu hlýju og tilfínninganæmi sem flestir hafa. Hann var ekki þannig þegar okkar samband var og hét.“ Vegna þessa máls missti Mara- dona af embætti ambassadors UNIC- Cristina Sinagra, 24 ára, með son sinn Diego Armando yngri sem fæddist í október 1986. „Ef Maradona heldur áfram að neita þvi að vera faðir hans sannar það að hann hefur ekkert hjarta." EFs. Ástæðan var „siðferðislegs eðl- is“ og Maradona sagði eftir á að hann væri embættisins ekki verður. Fréttamenn klóra sér í höfðinu og reyna að spá fyrir um hvort Cristina eða Maradona hafi rétt fyrir sér, en hið sanna ætti að koma í ljós með sumrinu ef réttarhöldunum verður ekki frestað enn eina ferðina. LAUGAVEGUR Dansandi meyjar í verslunarglugga Ovenjuleg sjón blasti við vegfarendum um Laugaveg á dögunum. Tvær ungar stúikur f minipilsum, pinnahælum og með hárkollur dönsuðu í glugga hljómplötuverslunarinnar Skffunnar við dynjandi rokktónlist. ÚÚit þeirra minnti sterklega á rokkömmuna síungu, Tinu Turner. Tilefni uppákomunnar var enda útkoma nýrrar plötu Tumer sem tekin var upp á hljóm- leikaferð hennar um heiminn allan. Tvær dansandi Tinur gáfu fyrirmyndinni lítt eftir að áliti vegfar- enda um Laugaveg. Morgunblaðið/Einar Falur Bráðlifandi gluggaútstilling í Skífunni olli næstum umferðarhnút á Laugavegi. Ungar stúlkur frá Dansnýjung Kollu rokkuðu í glugganum i tvo tima i takt við tónlist Tinu Tumer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.