Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 5 Verslunarmemi ætla að fjölga verkfallsvörðum Flugleiðir hyggjast afgreiða þrjár vélar árdegis Keflavík. SJÖTÍU verkfallsverðir úr Versl- unarmannafélagi Suðurnesja og Verslunarmannafélagi Reykja- víkur voru mættir i bítið í gær- morgun í flugstöð Leifs Eiriks- sonar til að koma í veg fyrir að farþegar kæmust um borð i tvær vélar Flugleiða og vél frá Arnar- flugi. Flugleiðavélarnar voru á leið til Ósló og Stokkhólms, Glas- gow og Kaupmannahafnar, en Araarflugsvélin átti að fara til Amsterdam. Til smávægilegra ryskinga kom milli nokkurra far- þega sem ætluðu að fljúga til Amsterdam með Arnarflugi og verkfallsvarða. Engin meiðsli urðu á fólki en föt voru rifin utan af einum farþeganum sem slapp í gegnum hindranir verk- fallsvarða. Fimm farþegum tókst að komast um borð í Araarflugs- vélina, en áhafnir Flugleiðavél- anna flugu þeim tómum út. Farþegar sem ætluðu út með vélunum voru á annað hundrað og fóru þeir að tínast inn í Flugstöðina fljótlega uppúr klukkan fimm, en Amarflugsvélin átti að fara kl. 7.00 og Flugleiðavélamar rétt á eftir. Þá höfðu verkfallsverðimir raðað sér fyrir afgreiðsluborðið og toll- hliðin — og meinuðu farþegum þannig aðgang. Kristinn Sigtryggs- son, forstjóri Amarflugs, reyndi að telja um fyrir verkfallsvörðum, en allt kom fyrir ekki. Til smávægi- legra ryskinga kom milli verkfalls- varða og nokkurra farþega sem reyndu að ryðrja sér leið að af- greiðsluborðinu og varð lögreglan sem fylgdist með úr fjarlægð ásamt lögreglustjóranum á Keflavíkur- flugvelli að skakka leikinn nokkmm sinnum. Einum farþeganum tókst að komast í gegnum vamir verkfalls- varðanna. Hann sá smugu þegar þeir viku úr vegi fyrir áhöfn Amar- flugsvélarinnar'og skaust sem eld- ing inn um tollhliðið. Föt mannsins rifnuðu þegar verkfallsvörður náði taki á honum, en hann komst í gegn og fór út með vélinni. Flestir farþegamir tóku þessum aðgerðum með jafnaðargeði, en nokkrir vora ekki eins hrifnir og einn líkti ástandinu við Sovétríkin og sagði að eini munurinn á löndunum væri að í Sovétríkjunum væra verkföll bönnuð. Annar sagði að hann hefði ekkert gert á hlut Islendinga og innanlandsdeilur ættu ekki að bitna á saklausum ferðamönnum. Þriðji ferðalangurinn, bandarískur, hafði orð á því að hann væri ekki óvanur skæram sem þessum og þær væra daglegt brauð einhvers staðar í heimalandi hans. Loks sagði kona, sem varð frá að hverfa að henni væri nánast haldið í gíslingu í landinu. Ung kona með lítið bam bar sig illa, sagðist hún vera orðin auralaus og bamið sitt væri veikt. Sáu verk- fallsverðir aumur á konunni og hleyptu henni í gegn. Starfsmönn- um Amarflugs tókst síðan að koma þrem öðram farþegum um borð og vora því 6 farþegar í þessari sögu- legu ferð. Engum farþega Flugleiða, sem vora um 80 talsins, tókst að kom- ast í gegn og laust eftir klukkan sjö tilkynntu starfsmenn flugfélag- anna farþegum að verkfallsverðir hefðu með aðgerðum sínum komið í veg fyrir eðlilega afgreiðslu og að vélamar færa við svo búið, en reynt yrði aftur næsta morgun. Verslunarmenn gerðir ábyrgir fyrir fjárhagstjóni Til tíðinda dró síðan aftur síðdeg- is í gær þegar vél frá Flugleiðum millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til New York. Þá var Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða mætt- ur og tilkynnti verkfallsvörðum að hann væri í fullum rétti við að sinna öllum þeim störfum sem til féllu og reyndi Sigurður síðan að koma 4 farþegum sem ætluðu til Banda- ríkjanna í gegn, en verkfallsverðir 'hindraðu hann í þeim efnum. Kom til orðaskaks á milli þeirra og óskaði Sigurður eftir aðstoð lög- reglunnar sem hélt að sér höndum og aðhafðist ekkert. í þeim svifum kom lögmaður Vinnuveitendasam- bands íslands, Hrafnhildur Stefáns- dóttir, á vettvang og afhenti hún Magnúsi Gíslasyni, formanni Versl- unarmannafélags Suðumesja, bréf þar sem hún, fyrir hönd Vinnuveit- endasambandsins og Flugleiða, ger- ir VS ábyrgt fyrir öllu hugsanlegu fjárhagstjóni sem félagið hefði orð- ið fyrir og kynni að verða fyrir vegna þessara ólögmætu aðgerða. Magnús las bréfið upphátt fyrir viðstadda og ítrekaði að hann teldi félag sitt vera í fullum rétti og hvergi yrði slakað á aðgerðum. Lauk þessum átökum með því að Sigurður Helgason kærði verkfalls- verði fyrir að hindra sig í starfí og tók lögreglan niður nöfn þeirra sem fremstir stóðu. Farþegamir komust ekki um borð og hélt vélin áfram án þeirra. „Við teljum okkur vera í fullum rétti og við munum halda aðgerðum áfram," sagði Magnús Gíslason, formaður VS, að loknum aðgerðun- um í gær. Magnús sagði að enn fleiri verkfallsverðir myndu mæta næsta morgun og þá fengju þeir aðstoð frá Selfossi. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða, sagði að reynt yrði áfram að halda upp eðlilegri starfsemi og myndi hann ásamt Sigurði Helgasyni, forstjóra, Einari Helgasyni, forstöðumanni flutningsdeildar, og Jóni Óskars- syni, stöðvarstjóra, annast innritun farþega og sinna þeim störfum sem til féllu. Tvær vélar ættu' að koma frá Bandaríkjunum og færa til Lúx- emborgar og ein vél ætti að fara til Kaupmannahafnar og Gauta- borgar. „Við eram staðráðnir í að gera okkar besta til að sinna okkar viðskiptavinum og að fylgja flugá- ætlun," sagði Pétur ennfremur. Farþegarnir finun ásamt áhöfn Arnarflugsvélarinnar sem flaug til Amsterdam i gærmorgun. ACCORD EX ARG. MERKI HINNA VANDLÁTU Iferð frá kr. 862.000.- Kynnið ykkur okkar hag- stæðu lánakjör. Aðeins 25% út, afgangur lánaður í allt að 30 mánuði. HONDA KJÖR HONDA GÆÐI A ISLANDI Vatnagöröum 24, sími 689900 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.