Morgunblaðið - 29.04.1988, Side 5

Morgunblaðið - 29.04.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 5 Verslunarmemi ætla að fjölga verkfallsvörðum Flugleiðir hyggjast afgreiða þrjár vélar árdegis Keflavík. SJÖTÍU verkfallsverðir úr Versl- unarmannafélagi Suðurnesja og Verslunarmannafélagi Reykja- víkur voru mættir i bítið í gær- morgun í flugstöð Leifs Eiriks- sonar til að koma í veg fyrir að farþegar kæmust um borð i tvær vélar Flugleiða og vél frá Arnar- flugi. Flugleiðavélarnar voru á leið til Ósló og Stokkhólms, Glas- gow og Kaupmannahafnar, en Araarflugsvélin átti að fara til Amsterdam. Til smávægilegra ryskinga kom milli nokkurra far- þega sem ætluðu að fljúga til Amsterdam með Arnarflugi og verkfallsvarða. Engin meiðsli urðu á fólki en föt voru rifin utan af einum farþeganum sem slapp í gegnum hindranir verk- fallsvarða. Fimm farþegum tókst að komast um borð í Araarflugs- vélina, en áhafnir Flugleiðavél- anna flugu þeim tómum út. Farþegar sem ætluðu út með vélunum voru á annað hundrað og fóru þeir að tínast inn í Flugstöðina fljótlega uppúr klukkan fimm, en Amarflugsvélin átti að fara kl. 7.00 og Flugleiðavélamar rétt á eftir. Þá höfðu verkfallsverðimir raðað sér fyrir afgreiðsluborðið og toll- hliðin — og meinuðu farþegum þannig aðgang. Kristinn Sigtryggs- son, forstjóri Amarflugs, reyndi að telja um fyrir verkfallsvörðum, en allt kom fyrir ekki. Til smávægi- legra ryskinga kom milli verkfalls- varða og nokkurra farþega sem reyndu að ryðrja sér leið að af- greiðsluborðinu og varð lögreglan sem fylgdist með úr fjarlægð ásamt lögreglustjóranum á Keflavíkur- flugvelli að skakka leikinn nokkmm sinnum. Einum farþeganum tókst að komast í gegnum vamir verkfalls- varðanna. Hann sá smugu þegar þeir viku úr vegi fyrir áhöfn Amar- flugsvélarinnar'og skaust sem eld- ing inn um tollhliðið. Föt mannsins rifnuðu þegar verkfallsvörður náði taki á honum, en hann komst í gegn og fór út með vélinni. Flestir farþegamir tóku þessum aðgerðum með jafnaðargeði, en nokkrir vora ekki eins hrifnir og einn líkti ástandinu við Sovétríkin og sagði að eini munurinn á löndunum væri að í Sovétríkjunum væra verkföll bönnuð. Annar sagði að hann hefði ekkert gert á hlut Islendinga og innanlandsdeilur ættu ekki að bitna á saklausum ferðamönnum. Þriðji ferðalangurinn, bandarískur, hafði orð á því að hann væri ekki óvanur skæram sem þessum og þær væra daglegt brauð einhvers staðar í heimalandi hans. Loks sagði kona, sem varð frá að hverfa að henni væri nánast haldið í gíslingu í landinu. Ung kona með lítið bam bar sig illa, sagðist hún vera orðin auralaus og bamið sitt væri veikt. Sáu verk- fallsverðir aumur á konunni og hleyptu henni í gegn. Starfsmönn- um Amarflugs tókst síðan að koma þrem öðram farþegum um borð og vora því 6 farþegar í þessari sögu- legu ferð. Engum farþega Flugleiða, sem vora um 80 talsins, tókst að kom- ast í gegn og laust eftir klukkan sjö tilkynntu starfsmenn flugfélag- anna farþegum að verkfallsverðir hefðu með aðgerðum sínum komið í veg fyrir eðlilega afgreiðslu og að vélamar færa við svo búið, en reynt yrði aftur næsta morgun. Verslunarmenn gerðir ábyrgir fyrir fjárhagstjóni Til tíðinda dró síðan aftur síðdeg- is í gær þegar vél frá Flugleiðum millilenti á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til New York. Þá var Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða mætt- ur og tilkynnti verkfallsvörðum að hann væri í fullum rétti við að sinna öllum þeim störfum sem til féllu og reyndi Sigurður síðan að koma 4 farþegum sem ætluðu til Banda- ríkjanna í gegn, en verkfallsverðir 'hindraðu hann í þeim efnum. Kom til orðaskaks á milli þeirra og óskaði Sigurður eftir aðstoð lög- reglunnar sem hélt að sér höndum og aðhafðist ekkert. í þeim svifum kom lögmaður Vinnuveitendasam- bands íslands, Hrafnhildur Stefáns- dóttir, á vettvang og afhenti hún Magnúsi Gíslasyni, formanni Versl- unarmannafélags Suðumesja, bréf þar sem hún, fyrir hönd Vinnuveit- endasambandsins og Flugleiða, ger- ir VS ábyrgt fyrir öllu hugsanlegu fjárhagstjóni sem félagið hefði orð- ið fyrir og kynni að verða fyrir vegna þessara ólögmætu aðgerða. Magnús las bréfið upphátt fyrir viðstadda og ítrekaði að hann teldi félag sitt vera í fullum rétti og hvergi yrði slakað á aðgerðum. Lauk þessum átökum með því að Sigurður Helgason kærði verkfalls- verði fyrir að hindra sig í starfí og tók lögreglan niður nöfn þeirra sem fremstir stóðu. Farþegamir komust ekki um borð og hélt vélin áfram án þeirra. „Við teljum okkur vera í fullum rétti og við munum halda aðgerðum áfram," sagði Magnús Gíslason, formaður VS, að loknum aðgerðun- um í gær. Magnús sagði að enn fleiri verkfallsverðir myndu mæta næsta morgun og þá fengju þeir aðstoð frá Selfossi. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða, sagði að reynt yrði áfram að halda upp eðlilegri starfsemi og myndi hann ásamt Sigurði Helgasyni, forstjóra, Einari Helgasyni, forstöðumanni flutningsdeildar, og Jóni Óskars- syni, stöðvarstjóra, annast innritun farþega og sinna þeim störfum sem til féllu. Tvær vélar ættu' að koma frá Bandaríkjunum og færa til Lúx- emborgar og ein vél ætti að fara til Kaupmannahafnar og Gauta- borgar. „Við eram staðráðnir í að gera okkar besta til að sinna okkar viðskiptavinum og að fylgja flugá- ætlun," sagði Pétur ennfremur. Farþegarnir finun ásamt áhöfn Arnarflugsvélarinnar sem flaug til Amsterdam i gærmorgun. ACCORD EX ARG. MERKI HINNA VANDLÁTU Iferð frá kr. 862.000.- Kynnið ykkur okkar hag- stæðu lánakjör. Aðeins 25% út, afgangur lánaður í allt að 30 mánuði. HONDA KJÖR HONDA GÆÐI A ISLANDI Vatnagöröum 24, sími 689900 —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.