Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 t Ástkær móðir okkar, tengdamóöir og amma, HILDUR ÓLÖF EGGERTSDÓTTIR, Frakkastfg 21, Reykjavik, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 28. apríl. Eggert Kristinsson, Ólöf Slgurlfn Kristinsdóttir, Grfma Kristinsdóttir, Boga Kristfn Kristlnsdóttir, Kolbrún Rut Stephens, Sesselja Gunnarsdóttir, Ari Jóhannesson, Bjarni Þór Ingvarsson, Jón Hannes Stefánsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaöir, GÍSLI BJARNASON fyrrverandi verslunarstjóri, Efstalandi 8, Reykjavfk, lést í Hátúni 10b, þann 27. apríi. Laufey Árnadóttir, börn og tengdabörn. t Tengdafaðir minn, INGIMUNDUR HJÖRLEIFSSON, Austurtúni 12, Álftanesi, lést í St. Jósefsspítala aðfaranótt 28. apríl. Fyrir hönd annarra vandamanna, Finnur Guðmundsson. t STEFANÍA JAKOBSDÓTTIR, þerna Eirfksgötu 17, Reykjavfk, lést að morgni 27. þ.m. á Borgarspítalanum. Fyrir hönd ættingja, systur hinnar látnu. Linda Björk Bjama- dóttir — Minning Fædd 21. október 1965 Dáin 20. apríl 1988 „Um sólskin kvað fugiinn og sá hvergi skúr, þá sólin rann í haf, var hann kominn í búr. Um sumardag blómið í sakleysi hló, en sólin hvarf, og élið til foldar það sló. Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðizt getur lánið frá morgni til kvelds." (Sálmur) Nokkur fátækleg kveðjuorð. Já, svo örstutt er milii biíðu og éls, það eru þó orð að sönnu, sem eiga vel við hér. Þegar séra Öm Bárður hringdi til mín, aðfaranótt sumardagsins fyrsta, og sagði að hún Linda Björk væri dáin, vildi ég ekki trúa því, það var eins og eitthvað brysti innra með ömmu, og sortnaði mér fyrir augum: Linda Björk, sem alltaf var síbrosandi og tápmikil, var öll, en svona er lífíð. Linda Björk var fædd 21. októ- ber 1965. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Ámý Magnúsdóttir og Bjámi Steingrímsson. En föður sinn missti hún 2ja ára, síðan eignast hún stjúpföður og ijögur systkini, þó Þröstur Helgi fengi ekki að vera hér á meðal okkar nema örstutt. Hún átti líka marga vini, því hvar sem hún fór, síbrosandi og fjörmikil, varð svo bjart. Við sem Linda Björk kallaði afa og ömmu eigum svo margar hug- ljúfar minningar um hana, því segj- um við, þeir sem guðimir elska deyja ungir, það em orð að sönnu. Við þökkum henni fyrir allt, við gleymum henni ekki. Góður Guð gefí þér, Ransý mín, Óla, Júlla, Gerði og Svönu styrk tií að bera þessa þungu sorg. sl. sem ég kynntist Lindu Björk, þá urðum við starfsfélagar og strax miklir vinir. Linda Björk var yndisleg stúlka og mikill vinur vina sinna. Fá orð geta lýst því hve mikil gleði, hlýja og væntumþykja kom frá henni. Ég og foreldrar mínir viljum þakka henni fyrir þær gleðistundir sem við áttum saman og fá að hafa kynnst henni. Við vottum aðstandendum henn- ar okkar dýpstu samúð, og megi algóður Guð styrkja þau í þeirra miklu sorg, því við vitum að missir- inn er mikill. Erla Elíasdóttir Ekki veit ég hvemig ég að að byrja, enda, hvað ég get gert. Eftir þetta óhuggulega slys 20. apríl sl. hefur hugur minn verið fullur af mjmdum minninga síðustu mánaða. Fyrir rúmuu ári kynntist ég Lindu Björk og h'eillaðist strax að persónuleika hennar, sem virtist vera svo misskilinn í mótsögn sinni, sjálfstæði Lindu kenndi mér margt sem hefur komið mér til góða og á eftir að gera um ókomna framtíð. Viðhorf hennar til lífsins og til- verunnar svo falslaust og laust við fordóma samtíðarinnar. Sá styrkur að standa fast á sínum gjörðum og fínna ljósu punkta framtíðarinnar voru eiginleikar sem búa mætti í fleiri hjörtum, öllum til góðs. Erfítt er að gera sér grein fyrir fráfalli Lindu og geta ekki setið hjá henni, glaðst, hlegið. Finna bjart- sýni hennar rífa utanaf manni húm hversdagsleikans. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir Lindu og veit ég að margir eiga um sárt að binda, votta ég fjölskyldu hennar og vinum samúð mína í sorg þeirra. „Hvort heldur í kviknöktu blygðunarleysi eða meydómsins skjálfandi kvíða, komdu með óútsprungið yndi vara þinna: Við, hjarta mitt og ég, höfum aldrei náð fram í mai í lífí mínu núna er aðeins hundraðasti apríl. María Skáldið kveður sonnettur til Tíönnu sinnar, en ég er eintómt hold, frá hvirfli til ilja maður- ég bið aðeins... eins og kristnir menn biðja: „gef oss í dag vort daglega brauð“. María-gef mér. María. Ég hræðist að gleyma naftii þínu eins og skáld hræðist að gleyma einhveiju orði sem fæðst hefur í þjáningum næturinnar, mikilfenglegt eins og sjálfur guð.“ (Vladimlr Majakovnki. tslensk yóðaþýðing.) Þórhallur Barði t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ANDRÉS MAGNÚSSON bóndi, Vatnsdal, Fljótshlfð, er lést 20. apríl, verður jarðsunginn frá Breiöabólstaöarkirkju, laugardaginn 30. apríl kl. 14.00. Kjartan Andrósson, Magnús Andrésson, Elvar Andrésson, Sveinn Andrésson, Sigurður Andrésson, öiafur Andrésson, Sigurleif Andrésdóttir, Guðríður Andrésdóttir, Matthildur Andrésdóttir, Elísabet Andésdóttir, Þormar Andrésson, barnabörn Þorgerður Guðrún Sveinsdóttir, Auður Karlsdóttir, Svanhvft Guðmundsdóttir, Ólaffa Sveinsdóttir, Sigurður Gfslason, Eirfkur Agústsson, Dofri Eysteinsson, Tryggvi Ingólfsson, Sigurlfn Óskarsdóttir, og barnabarnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU EIRÍKSDÓTTUR, Norðurbrún 1, Reykjavfk, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 30. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aöstandenda, Eirfkur Sigurðsson, Anna Vernharðsdóttir, Hulda Teitsd. Jeckell, Róbert Jeckell, Þórunn Teitsdóttir, Kristján Guðiaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúö og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns míns og fósturföður, sonar okkar, bróður, mágs og tengdasonar, KARLS GUÐMUNDSSONAR stýrimanns, Dalsbyggð 3, Garöabæ. Hólmfrfður Sigurðardóttir, Sigurður Karl Magnússon, Hrefna Ámadóttir, Guðmundur Karlsson, Ásdfs E. Guðmundsdóttir, Hermann Magnússon, Hrefna M. Guðmundsdóttir, Friðgeir Guðjónsson, Anna Guðmundsdóttir, Anna Jónsdóttir, Siguröur Jóelsson. Friðný S. Möller Akureyri—Minning „Þó lukkan sé brothætt, þó ljós þitt sé tál, sá leitar þín, sem fínnur og týnir engri sál.“ (Sálmur) Blessuð sé minning hennar. Afi og amma í Grindavík Nú ertu leidd, mín Ijúfa, lystigarð drottins í, þar áttu hvild að hafa hörmunga, og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Drottinn, í dýrðar hendi drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú í eilífum anda friði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) Til moldar var borin í gær Linda Björk Bjamadóttir. Það var í janúar í dag er kvödd hinstu kveðju nágrannakona okkar og vinkona, Friðný Sigurjóna Möller. Friðný var fædd á Akureyri 16. október 1918. Foreldrar hennar voru hjónin Bald- vin Benediktsson frá Steðja í Hörg- árdal og Kristín Guðmundsdóttir frá Hvammi í Hrafnagilshreppi. Friðný gekk árið 1937 í hjónaband með Alfreð Möller frá Siglufírði og und- anfarinn áratug hefur heimili þeirra verið í Furulundi 11A. Ekki verður flölyrt um ævihlaup Friðnýjar Möller, enda aðrir til þess hæfari. Hins vegar er bæði ljúft og skylt að minnast í nokkrum orðum og þakka þau ánægjulegu kynni og þann félagsskap sem af henni var. Nokkrum sinnum á ári hittumst við nágrannamir í Fumlundi 11 og áttum kvöldstund saman, okkur til ánægju og yndisauka. Allir lögðu sitt af mörkum til að þessar stund- ir yrðu í senn ánægjulegar og eftir- minnilegar. Enda þótt slík sam- skipti nágranna séu sjálfsagt ekki einsdæmi, þá veittu þessar stundir ungum og öldnum ómælda ánægju og gáfu sambýlinu aukið gildi. Enda þó þau Friðný og Alfreð væm all nokkm eldri að ámm en við hin, þá vom þau bæði fullgildir þátttakendur í öllu okkar stússi, hvort sem um var að ræða fram- kvæmdir við húsið, árlega sumar- skemmtun, þorrablót, jólaglögg eða hvað það gat heitið. Síðast hittumst við öll um páskana og þá var Friðný að venju hrókur alls fagnaðar á sinn látlausa hátt, hló og gerði að gamni sínu og undi hag sínum hið besta. Síst grunaði okkur þá að aðeins tæpum þrem vikum síðar yrði hún öll. Við nágrannar Friðnýjar og Al- freðs Möller viljum ekki láta hjá líða að þakka Friðnýju Möller sam- fylgdina, hvort sem hún hefur verið lengri eða skemmri. Með henni er genginn góður granni sem aldrei skildi annað eftir sig en það sem gott var og jákvætt. Alfreð Möller og hans fjölskyldu vottum við dýpstu samúð og biðjum honum blessunar og styrks um ókomin ár. Ibúar Furulundi 11 + Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, LIUU VIKAR FINNBOGADÓTTUR fré Galtalæk, Starmýri 8. Finnbogi Vikar, Þrúður Guðmundsdóttir, Margrét Vikar Guðmundsdóttir, Edda Vikar Guðmundsdóttir, Sigurgfsli Sigurðsson, Sólveig Vikar Guðmundsdóttir, Þorkell P. Pólsson. Lokað Lokað í dag, föstudag, 29. apríl, vegna jarðarfarar Leifs Ingólfssonar forstjóra. Sögin trésmiðja, Höfðatúni 2. Leiðréttíng í minningargrein um Sigurð Þor- bjamarson vélstjóra hér í blaðinu í gær stóð að fyrri kona hans hafíi verið Klara Hannesdóttir. — Hún var Hansdóttir og leiðréttist það hér með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.