Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 41 Guðrún L. Krístmanns- dóttir — Minning Fædd 15. júní 1916 Dáin 24. aprU 1988 Á snöggu augabragði, segir í sálminum, og síst átti ég von á að frétta andlát frú Guðrúnar Lilju Kristmannsdóttur þegar það barst mér til eyma. Hún sem alltaf lifði lífinu svo lifandi, gat brosað svo innilega mót öllum. Handtak henn- ar sveik engan, það var svo mikil hlýja og einlægni á bakvið. Frá því fyrst við kynntumst í Hólminum hefir þar engan skugga borið á. Guðrún var mikil félagsmála- manneskja. Hún vildi gera sitt til að gera umhverfið betra og það sem hún lagði til málanna var allt á hinn góða veg. Kvenfélagið naut krafta hennar og það verulega og svo var hún stofnandi bamastúk- unnar Bjarkar og henni vann hún af alúð og dugnaði meðan hún var hér og alltaf bárust kveðjur frá henni við áfangamót í starfí stúk- unnar. Guðrún fór ekki dult með það að heilbrigt líf gæti aldrei átt samleið með vímu og eitri. Hún eins og fleiri þurfti enga fræðslu þar um. Hún leit vel í kringum sig og vissi glöggt reynslu annarra. Hólm- urinn var líka hugsjónaríkur þegar ég kom þangað. Það var eins og þetta væri ein flölskylda og svo munu fleiri taka undir. Mannlífið þar var sterkt. Sterkir menn og hugsjónaríkir í forystu. Kristmann, faðir Guðrúnar, var í broddi fylkingar og um skeið odd- viti samfélagsins. Ekki skal því gleymt að kirkjunni sinni vann Guðrún eins og að öðmm málum heilshugar. Hún var gæfukona. Eignaðist góðan mann og tvær myndarlegar dætur. Heimilið var sterkt og sam- hent. Það var gæfan og inn á heim- ilið var ekki boðið því sem hún vissi að skaðaði samfélagið, en góðum gestum og vinum fagnað og þar var sannnarlega ekki í kot vísað. Það vaka því margar minningar í Aðalsteina Jóhannes- dóttir - Kveðjuorð Fædd 23. september 1983 Dáin 23. aprll 1988 Nú er Allý okkar dáin og urðum við öll mjög slegin þegar við fréttum það. Við sem vorum búin að fylgj- ast með henni daglega í gegnum þann tíma sem hún var búin að vera með okkur á bamaheimilinu Ösp, en það voru tæp tvö ár. Kom- um við með að sakna hennar kom- andi oft og tíðum á morgnana eins og skreytt jólatré í kjólum yfirleitt of stórum, brosandi út að eyrum, svo spékoppanir hennar fallegu komu í ljós, því þetta fannst henni mjög flott og vildi helst ekki mæta öðruvísi. Við eigum eftir að sakna Allýjar okkar og einhvemtíma eigum við eftir að hitta hana aftur þó seinna verði. Svo biðjum við algóðan Guð Sigurður Auðbergs- son - Kveðjuorð Fæddur 8. mars 1910 Dáinn 17. apríl 1988 Hann pabbi minn er dáinn. Það verður tómlegra að koma inn í Hólmgarð núna. Ég vil með þessum fáu línum kveðja hann pabba minn og þakka honum fyrir allt sem hann hefitr gert fyrir mig og þá sérstak- lega hversu góður hann var við bömin mín. Hann reyndi að fylgjast með þeim eins og kostur var. Oft spurði hann um vinkonu sína, en það kallaði hann dóttur mína. Ég veit að Sigurður Auðberg og Guð- rún munu minnast afa síns alla tíð. Það em margir sem eiga um sárt að binda núna. Ég bið góðan guð að styrkja okkur öll. Elsku mamma mín, góður guð styrki þig og varðveiti. Þú ert búin að vera svo dugleg og ég veit að Birtíng- afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. . Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. að styrkja foreldrana og systur í þeirra miklu sorg. Börn og starfsfólk á dagheimilinu Ösp. Málfreyjur: Ráðsfundur í Garðabæ vinarhugum. Ég vil nú er leiðir skiljast um stund þakka góða sam- fylgd, þakka henni það sem hún var bamastúkunni okkar, já, og öllum Hólminum. Það er bjart jrfir minningunni. Og frá mér og mínum streyma þakkarkveðjur. að kistu vinkonu okkar og innilegar samúð- arkveðjur til ástvinanna. Guð biessi minningu hennar. Arni Helgason Hún mamma er farin yfir landa- mærin, yfir þau landamæri sem við flytjum öll yfir fyrr eða síðar. Það sem nú er svo jrfirþyrmandi er söknuðurinn og sorgin, en ég veit að algóður Guð mun lækna alla sorg, og minning um yndislega móður og dýrmætan félaga lifir um eilífð í huga mínum. Kristur sagði: Eg er upprisan og lífíð og sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Einnig sagði hann: Ég lifi og þér munuð lifa. Það er þetta sem við er eftir stöndum horfum til og það er huggun okkar og allra þeirra, sem um sárt eiga að binda í þessu jarðneska lífi. Móðir mín, Guðrún Lilja Krist- mannsdóttir, fæddist 15. júnf 1916 f Stykkishólmi, einkabam hjónanna Maríu Ólafsdóttur og Kristmanns Jóhannssonar. Hún ólst upp hjá yndislegum foreldrum í skjóli ástúð- ar. Snemma hóf hún verslunarstörf og þá hjá Kaupfélagi Stykkishólms þar sem hún vann af ósérplægni og var mjög vinsæl hjá vinnufélög- um sínum. Mamma vann í Kaup- félaginu þar til hún giftist pabba, Ásgeiri Páli Ágústssyni, 9. mars 1946, sem nú sér á eftir elskulegri eiginkonu eftir 42 ára sambúð. Eg varð þeirra forréttinda aðnjótandi að verða frumburður þeirra og var ein með þeim í 6 ár, eða þar til Guðbjörg Elín, systir mín, fæddist 11. október 1952. Við áttum yndis- lega æsku í skjóli kærleiksríkra foreldra, sem ólu okkur upp af þeirri festu og kærleik að aldrei efuðumst við um réttmæti þess, sem okkur var ráðlagt. Við mamma urðum strax meira en mæðgur. Við urðum svo miklar vinkonur. Alltaf sagði ég henni allt, og alltaf gat ég leitað ráða hjá henni sem dugðu mér. Skömmu eftir að ég eignaðist mitt fyrsta bam fluttu mamma og pabbi hingað til Reykjavíkur ásamt móðurafa mínum, sem nú dvaldi á heimili þeirra. Þá passaði mamma Ásgeir Pál, son minn, sem sfðan hefur átt þar sitt annað heimili. Bömin mín, Ásgeir Páll, Kristmann Jóhann og Hrefna Kristín, sakna ömmu og þakka góðum Guði fyrir að hafa fengið að eiga hana fyrir ömmu. Mamma var sú ósérhlífnasta manneskja sem ég hef kjmnst. Hún hugsaði alltaf fyrst og fremst um aðra. Hún huggaði þá sem áttu við erfiðleika og sjúkdóma að stríða, en var oft á sama tíma sárþjáð. Það er svo margt sem ég get sagt um svo elskulega móður en þær minningar geyma ég og mamma, því ég veit að við hittumst að loknu þessu lífi og þá tekur hún á móti mér með opinn faðminn eins og hún var vön að gera þegar ég var lítil og kom heim. Guð blessi mömmu og varðveiti en gefí okkur hinum styrk. Marta Ásgeirsdóttir Síðasti ráðsfundur annars ráðs málfreyja á íslandi þetta starfs- ár verður haldinn í Kirkjuhvoli Kirkjulundi Garðabæ laugar- daginn 30. april og hefst hann kl. 10.20. Skráning hefst kl. 9.30. Gestgjafadeildin að þessu sinni er málfreyjudeildin Gerð- ur í Garðabæ. Meðal efnis á fundinum eru tveir fyrirlestrar auk annarrar blöndu fróðleiks og skemmtiefnis. Baldvin H. Steindórsson sálfræð- ingur fljrtur fyrirlestur um per- sónurækt og Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur flytur fyrir- lestur um rýran hlut kvenna í fjöl- miðlun og leiðir til úrbóta. Einnig Sinfóníuhljómsveit íslands og Tónlistarskólinn í Reykjavík halda útskriftartónleika í Há- skólabóí laugardaginn 30. apríl kl. 14.30. Fjórir nemendur skólans ljúka hluta einleikara- og einsöngvara- prófs. Pétur Eirfksson leikur á bassabásúnu konsert fyrir túbu og hljómsveit eftir Vaughan Williams, Marta G. Halldórsdóttir sópran JÓN Ferdinands sýnir nú 10 mál- verk í Bókasafni Kópavogs. Sýn- ingin stendur til 18. maí. Jón fæddist árið 1929, stundaði nám við Mjmdlista- og handíðaskóla íslands veturinn 1946—1947 hjá Kurt Zier og Kjartani Guðjónssyni, var starfsmaður Veðurstofu íslands og síðar Borgarskrifstofu í 25 ár. Hann naut tilsagnar í kvöldskóla frístundamálara af og til undir til- sögn Þorvaldar Skúlasonar og Harð- ar Ágústssonar. Árið 1975 hóf hann nám að nýju í Myndlista- og handí- ðaskóla íslands og lauk prófum { teiknikennslu, listmálun og textíl og tauþrykki árið 1984. Jón sýndi í Bogasal Þjóðminja- safnsins árið 1946, textílverk I Gerðubergi árið 1983 og I sýningar- er á dagskrá fræðsla um stjómun- arstörf í umsjón Aðalheiðar Jó- hannesdóttur nýkjörins forseta annars ráðs. í hádeginu fer fram innsetning stjómar fyrir starfsárið 1988-89 og verður sú athöfn í höndum Kristjönu Aðalsteinsdóttur mál- freyjudeildinni Gerði. Þegar líður á fundartímann, verður slegið á léttari strengi og hefst þá spum- ingakeppni. Þátttakendur verða g „Þú og þeir og allir hinir". Til keppninnar mæta hagyrðingar, dómari, stigavörður, tímavörður og síðast en ekki síst spyrill. Aætlað er að fundi ljúki kl. 18.10. Fréttatilkynning sjmgur Sieben frúhe Lieder eftir Alban Berg, Anders Josephsson bariton sjmgur aríur úr ópemm eft- ir Rossini, Gounod og Verdi, og Hallfríður Ólafsdóttir leikur konsert fyrir flautu og hljómsveit eftir C. Nielsen. Sljómandi á tónleikunum er Páll P. Pálsson. Aðgöngumiðar eru seld- ir við innganginn. (Fréttatilkynning) sal ungs fólks á Vesturgötu árið 1984. Jón starfar nú sem kennari við námsflokkana í Kópavogi og Reylqavík. (Úr fréttatilkynningu) Leiðrétting STAFUR féll niður í síðustu setn- ingu greinar Bjöms S. Stefáns- sonar í blaðinu sl. laugardag og breytti að nokkru merkingu hennar. Setningin á að vera þannig. „Með almennari eign á jörðum I byijun 19. aldar fór fyrst að muna um framtak einstaklinga til nýsköpun- ar.“ Frá vinstri: Anders Josephsson bariton, Marta G. Halldórsdóttir sópr- an, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Pétur Einarsson básúnu- leikari. Tónlistarskólinn í Reykjavík: Útskriftartónleik- ar í Háskólabíói Málverkasýning í Bókasafni Kópavogs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.