Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 19
Jón Sigurðsson „Eiua neikvæða um sögnin, sem borist hef- ur um frumvarpið er frá Sýslumannafélagi íslands og sætir furðu að félagsmenn þess fé- lags, sem að umsögn- inni stóðu, skuli ekki skilja sinn vitjunartíma í þessu máli. Mér er enda kunnugt um að ýmsir sýslumenn þekkja hana glöggt, en ég hefði að óreyndu ætlað, að allir sýslu- menn legðu metnað sinn í það, að þetta mál næði fram að ganga.“ mála, sem eiga uppruna sinn utan höfuðborgarsvæðisins fyrir dóm- stólum í Reykjavík, með samkomu- lagi aðilja um vamarþing, hvað einkamál varðar, en samkvæmt ákvörðun ríkissaksóknara hvað op- inber mál varðar. Gera má ráð fyr- ir að lögmenn muni í auknum mæli finna sér starfsgrundvöll í nágrenni starfandi héraðsdómstóla og að aukin þjónusta á sviði dóm- gæslu muni styrkja byggðina utan höfuðborgarsvæðisins um leið og efiing sýslumannsembættanna mun bæta þjónustuna við almenning. Sú breyting, sem lögð er til í frum- varpinu er því ekki einungis nauð- synleg endurbót á réttarfarinu, hún stuðlar einnig að jákvæðri byggða- þróun í landinu. v Efni einstakra greina frum- varpsins Varðandi einstakar greinar frumvarpsins vil ég fyrst nefca 2. grein þess. Þar er kveðið á um að í landinu skuli vera 8 héraðsdóm- stólar og eru lögsagnarumdæmi þeirra nánar skilgreind í greininni. Lögsagnarumdæmin fylgja kjör- dæmum að öðru leyti en því, að Seltjamameskaupstaður, Mosfells- bær og Kjalames- og Kjósarhrepp- ur em í sama lögsagnarumdæmi og Reykjavík. Er það íbúum þess- ara byggða án efa til hagræðis. Gerð hefur verið skýrsla um ijölda viðfangsefca sýslumanna á tímabilinu 1980—1987 og skipting þeirra milli sýslumannsembætta og héraðsdóma miðað við tillögur þessa frumvarps. Kemur þar í ljós að málafjöldi í fámennustu um- dæmunum eins og t.d. í Norður- landi vestra réttlætir tæpast sér- stakan héraðsdómstól þar, ef hægt er að tiyggja viðunandi þjónustu á annan hátt. Nefcdin, sem samdi upphaflegu tillögumar gerði því ráð fyrir því, að einn héraðsdómstóll á Akureyri þjónaði öllu Noiðurlandi. Ég ákvað hins vegar að bæta við héraðs- dómstól á Norðurlandi vestra til þess að koma til móts við þá þing- menn, sem gerðu það að skilyrði fyrir stuðningi við frumvarpið og ég vildi einnig virða byggðasjónar- mið í héraði. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 19 í greininni er kveðið á um aðset- ursstaði héraðsdómstóla og vafa- laust verða menn seint sammála um það atriði, en tillögumar taka einkum mið af samgönguleiðum og að dómstólamir séu staðsettir mið- svæðis í hveiju lögsagnarumdæmi. í 3. grein er kveðið á um skipt- ingu lögsagnarumdæma í dómþing- hár og um fasta þingstaði. Héraðs- dómur skal hafa reglubundið þing- hald á föstum þingstöðum innan umdæmis síns. Þannig myndi t.d. héraðsdómari frá Héraðsdómi Suð- urlands þinga reglulega í Vest- mannaeyjum einu sinni í viku eða eftir því sem málaþungi gæfí tilefoi til. Dæmi um slíka skipan má víða fínna í stijálbýlum löndum, t.d. í Skotlandi og í norðurhémðum Kanada, þar sem dómarar ferðast reglubundið til þingstaða utan að- setursstaðar síns og halda þar dóm- þing. Málum er þá stefct þar og réttarhöld fara þar fram. í 4. grein em ákvæði um fjölda dómara og er ítarleg skýring á þeim í greinargerðinni. Þar kemur fram að nú er lagt til að fjöldi dómara sé fastákveðinn í iögum, en ekki sé um að ræða ákveðið hlaup í dóm- aratölunni eins og nú er skv. lögum nr. 74/1972. Alls er gert ráð fyrir að 38 héraðsdómarar starfí við hér- aðsdómstólana í landinu og er það sama tala og samanlagður fjöldi dómara í Reykjavík og fyöldi héraðs- dómara við embættin i Keflavík, Hafcarfírði, Akureyri, Vestmanna- eyjum og á Selfossi, en sökum breytinga á verkefnum dómstóla, er í raun fjölgað um 3—4 dómara- embætti frá þvi sem nú er í raun, þ.e. verkefoi 3—4 borgarfógeta í Reykjavik flytjast til embættis sýslumanns. I bráðabirgðaákvæð- um er að vísu gert ráð fyrir heim- ild til tímabundinnar Ijölgunar hér- aðsdómara við gildistöku laganna, en óvíst er hvort á þau reynir. Sé nægur fyrirvari á gildistöku lag- anna er hægt að láta ógert að skipa í stöður sem losna síðustu mánuði fyrir gildistöku þeirra eins og heim- ilt er innan marka núgildandi laga nr. 74/1972. í Reykjavík yrðu þó væntanlega 23—24 héraðsdömarar eftir því hvemig núverandi borgar- fógetar skiptast milli héraðsdóms og embættis sýslumanns og ekki er að vænta þess að hægt verði að fækka dómurum fyrr en sameining núverandi dómstóla undir einu þaki og breytingar á réttarfarslöggjöf- inni eru famar að skila árangri, en eins og bent er á í greinaigerðinni með 4. grein, er fyöldi dómara hér býsna hár miðað við nágrannaríki okkar. Við héraðsdómstólana munu starfa löglærðir fulltrúar og annað starfslið, en ekki er gert ráð fyrir heildarfjölgun þessara starfs- manna, þar eð stöðugildi þeirra veiða flutt á milli embætta. í 4. grein er einnig ákvæði um forstöðumenn dómstóla, þar sem héraðsdómarar em fleiri en einn. Er lagt til að þeir hafí titilinn „dóm- stjóri", sem á sér fyrirmynd í dóm- stólasögu landsins. Þeir skulu skip- aðir til 6 ára í senn úr hópi dómara við viðkomandi dómstól og að feng- inni tillögu þeirra. Hægt er að end- urskipa dómstjóra. í greininni er að fínna ákvæði um verksvið dóm- stjóra, sem hefur yfimmsjón með starfí dómstólsins. í 5. gr. er lagt til að almenn skilyrði til skipunar í embætti hér- aðsdómara séu í sömu lögum og fjalla um héraðsdómara, en þau ákvæði er nú að fínna í 32. gr. laga um meðferð einkamála í héraði. Skilyrðunum er breytt að því leyti, að aldursskilyrði er hækkað í 30 ár og er það gert í því skyni að tiyggja reynslu manna áður en þeir taka við svo mikilvægum embætt- um. Dómnefnd um umsækjend- ur um dómaraembætti í frumvarpi er að finna það mikil- væga nýmæli, að dómsmálaráð- herra skipi sérstaka dómnefod, sem fjalli um umsóknir um embætti héraðsdómara. í nefcdinni skulu sitja þrír menn og er einn tilnefod- ur af Hæstarétti og er hann jafc- framt formaður nefodarinnar. Ann- ar nefcdarmaður skal tilnefadur úr hópi héraðsdómara og þriðji nefcd- armaður skal tilnefadur af Lög- mannafélagi íslands. Nefcdin skal gefa skriflega og rökstudda umsögn um umsækjendur. Tillaga um slíka dómnefcd hefur áður komið fram í stjómarfrumvarpi, sem var lagt fram á Alþingi veturinn 1975— 1976. í greinargerð með því frum- varpi eru rakin ýmis dæmi um svip- að fyrirkomulag í öðrum ríkjum, en megintilgangur ákvæðisins er að styrrkja sjálfstæði dómstóla og auka traust almennings á því að dómarar séu valdir skv. hæfai ein- vörðungu og að þeir séu óháðir handhöfum framkvæmdavaldsins. Ekki er að efa að tilvist umsagnar- nefadarinnar veiður auk þess hvatning fyrir lögfræðinga, sem hyggja á starfsferil sem dómarar, til að afla sér framhaldsmenntunar og til að leggja stund á fræðistörf á sviði lögfræði.. Mér fínnst jafcvel koma til greina að leggja þá skyldu á dómnefadina að hún raði umsækj- endum eftir hæfci, en nefcdin sem frumvarpið samdi komst að lokum að þeirri niðurstöðu, sem hér er lögð til og eru til þess þau rök, að. erfítt sé að leggja röðunarskyldu á dómnefadina. Eg hef beint því til allsheijamefadar neðri deildar, sem nú fjallar um málið að hún hugi vandlega að þessu atriði. Nýskipan umboðsstjórnar framkvæmdavaldsins í hér- aði Ég ætla næst að víkja að H. kafla frumvarpsins, sem fjallar um umboðsvald í héraði. Á sama hátt og í tillögunum frá 1916 var upp- haflega rætt um það innan nefcdar- innar að fækka sýslumannsembætt- um til þess að vega á móti kostn- aði við héraðsdómstólana. í þeim tillögum, sem sendar voru út til umsagnar, var gert ráð fyrir að fækka um fimm embætti sýslu- manna og bæjarfógeta og var þar um að ræða sýslumannsembættin í Búðardal og Vik í Mýrdal og bæjarfógetaembættin í Bolung- arvík, Olafsfírði og í Neskaupstað. Vegna þess að mikil andstaða kom fram við þessa tillögu féll nefadin frá þessu og er skipan sýslumanns- embætta skv. frumvarpinu óbreytt frá því sem nú er. Ég tel reyndar að þetta sé ekki fullnægjandi lausn, þar sem þróun byggðar og sam- gönguleiða hljóti að leiða af sér breytingar á umdæmaskipan. í fá- mennustu sýslunum eru tæpast næg verkeftii fyrir sýslumann og breyttar samgöngur og fjarskipta- tækni gera mögulegt að sameina sýslumannsembætti í nágrannabæj- um. í frumvarpinu er hins vegar heimild til þess að ákveða umdæmi sýslumanna með regiugerð að feng- inni umsögn viðkomandi sýslu- manna og sveitarstjóma og ætti því að mega aðlaga sýslumannsem- bættin að breyttum aðstæðum, t.d. gera íbúum Svalbarðsstrandar- hrepps við Eyjaijörð kleift að sækja þjónustu til sýslumanns á Akureyri í nokkurra mínútna akstursfjarlægð í stað þess að sækja hana um lang- an veg til Húsavíkur. Þess má geta að bæði í Danmörku og Noregi er umdæmunum skipað með reglugerð eða samsvarandi hætti. Skipan mála í Reykjavík í 12. grein em ákvæði um skipan mála í Reykjavík, sem hefur mikla sérstöðu sökum íbúafjölda, og í 13. grein em ákvæði um skrifstofur sýslumanns utan aðsetursstaðar hans, en ég tel að þeim eigi að fjölga eftir því sem fé er veitt til á fjárlögum. Andstætt þvi, sem ætla mætti af málflutningi nokkurra bæjarfógeta, þá er það stefca mín að auka veg og virðirigu sýslu- mannsembættanna með þvi að fá þeim ný verkefci og flytja ákvörð- unarvald í ýmsum efnum frá stjóm- arráði út í hémð eins og ég hef áður vikið að og skrifstofar sýslu- manna eiga að minu mati að verða alhliða þjónustustofaanir við al- menning. Skipan mála á Kef lavikur- flugvelli í 14. gr. er vikið að embætti lög- reglustjórans á Keflavíkurflugvelli, sem framvegis hefur titilinn „sýslu- maður á Keflavikurflugvelli". Dómsvald vegna mála, sem upp koma á vamarsvæðum fer til við- komandi héraðsdómstóls, en sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli heyrir áfram undir þann ráðherra, sem fer með mál er tengjast framkvæmd vamarsamnings Islands og Banda- ríkjanna frá 5. maí 1951. Út af fyrir sig tel ég ekki að þetta embætti eigi að hafa sérstöðu til frambúðar varðandi yfírstjóm og veldur það óþarfa flækjum í stjómsýslunni. Hér er hins vegar ekki gert ráð fyrir að breyta yfír- stjóm þess frá því sem nú er. Gildistaka 1. júlí 1990 Lagt er til í frumvarpinu að lög á grundvelli þess taki gildi 1. júlí 1990. Er tíminn ffarn að gildistöku nauðsynlegur til aðlögunar að breyttri skipan, útvega þarf hús- næði, gera þarf breytingar á ann- arri löggjöf og taka þarf ýmsar ákvarðanir svo sem um dómþinghár og fost þinghöld o.s.frv. í 18. grein eru ákvæði um for- gang manna til skipunar í emb- ætti. í fyrstu drögum að frum- varpinu var gert ráð fyrir að þeir héraðsdómarar sem starfa við stærstu embættin utan Reykjavíkur svo og embættisdómarar í Reykjavík flyttust sjálfkrafa milli embætta en vegna eindreginna óska sýslumanna og bæjarfógeta er þeim í lögunum einnig gefinn kostur á flutningi í héraðsdómaraembætti og er það nú orðað þannig í 18. greininni að þessir aðilar hafí for- gangsrétt til skipunar í embætti héraðsdómara f þvf lögsagnarum- dæmi, sem þeir starfa í. Þær umsóknir þarf ekki að leggja til umsagnar dómnefadar eins og gert yrði með umsóknir þeirra, sem ekki eru þegar skipaðir í embætti, þegar breytingin tekur gildi. Lagt er til að dómsmálaráðherra hafí heimild til tfmabundinnar fjölgunar dómaraembætta, þegar þannig stendur á, að fleiri úr röðum fram- angreindra embættismanna óska eftir að neyta forgangsréttar síns, en héraðsdómarastöður eru skv. 4. grein. Eins og ég hef áður nefat, þá er óvíst að hvað miklu leyti reyn- ir á þetta ákvæði. Kostnaður Ég hef nú stiklað á stóru um efni frumvarpsins, en til þess að menn geri sér grein fyrir afleiðing- um þeirra breytinga, sem hér eru lagðar til, hefur verið gerð ítarleg skýrsla um viðfangsefai sýslu- manna árin 1980—1987 og hvemig þau muni skiptast milli sýslumanns- embætta og héraðsdómstóla ef til- lögur frumvarpsins ná fram að ganga. Því er haldið fram af gagnrýn- endum þessara tillagna, að kostnað- ur af þeim breytingum, sem af frumvarpinu myndu leiða sé mikill. Aukið réttaröryggi og bætt þjón- usta kostar auðvitað sitt, en út- reikningar, sem gerðir hafa verið í dómsmálaráðuneytinu og miðaðir eru við verðlag í dag sýna að hér er um 35 milljóna króna aukinn árlegan rekstrarkostnað að ræða. Þessa tölu er að sjálfsögðu hægt að lækka með því að fækka héraðs- dómstólum í 7 eins og tillögur nefadarinnar hljóðuðu um og hægt er að ná fram frekari spamaði með fækkun sýslumannsembætta, en þannig hugðust menn einmitt leysa málið árið 1916. Áætlunin um rekstrarkostnað miðast við það, að ekki verði um nettóaukningu á hús- næði eða starfsliði dómstólanna { Reykjavík, en bæði borgardómara- embættið og borgarfógetaembættið eru nú í leiguhúsnæði, en sakadóm- araembættið leigir í húsnæði ríkis- sjóða í Borgartúni 7. Utan Reykjavfkur er gert ráð fyrir meðal- talshúsnæðiskostnaði, en ekki reiknað með fjárfestingu í nýju húsnæði. Þá er gert ráð fyrir til- flutningi starfsmanna frá öðrum embættum um leið og verkefai færast á milli, þannig að ekki verði kostnaðaraukning af þeim. Ekki er heldur í þessari áætlun reiknað með kostnaði við innréttingar eða annan stofckostnað við hin nýju embætti eða kostnað af tímabundnum við- bótarstöðum héraðsdómara skv. bráðabirgðaákvæðum frumvarps- ins. Hins vegar gefst væntanlega tími fram að gildistöku til þess að finna hentugt húsnæði og skipu- leggja stofaun héraðsdómstólanna á hveijum stað, þannig að kostnað- ur fari ekki fram úr hófi. Ég tel mér hins vegar unnnt að andmæla þeirri fullyrðingu, að kostnaður af breytingunni verði mikill. Hitt er annað mál, að óháð þessu frumvarpi, hefur lengi verið rætt um að sameina núverandi héraðs- dómstóla í Reykjavík undir einu þaki, en af því gæti orðið verulegur spamaður og hagræði. Lögfesting þessa frumvarps ýtir að sjálfsögðu á að af þessu verði og má reikna með því að nýtt húsnæði kosti tals- verða fjármuni hvort sem um er að ræða nýbyggingu eða innréttingu á leiguhúsnæði. Eru til einfaldari leiðir? Því hefur verið haldið fram, að færa megi réttarfar okkar til nútímahorfs með því einu að færa lögreglustjóm frá sýslumönnum og fela hana sérstökum lögreglusijór- um í hveiju héraði eða útfæra megi nánar héraðsdómaratitilinn á full- trúa sýslumanna og bæjarfógeta, sem jafnframt fái þá sjálfstæðari stöðu. Hér er um mikinn misskiln- ing að ræða. Ef við ekki höfum kjark og dug til þess að gera nú fullan aðskilnað dómsvalds og um- boðsvalds f héraði, þá mun þeim málum fjölga hjá mannréttinda- dómstólnum í Strasbouig þar sem það er dregið f efa, að mál hafí hlotið meðferð hjá óháðum dómara. Og þá endar það með því, að bæði lögreglustjóm og hvers konar inn- heimtustörf verða flutt frá sýslu- mannsembættunum og verður þá e.t.v. stutt í það, að þau verði lögð niður. Því er lfka haldið fram að við eigum að láta okkur í léttu rúmi liggja, þótt erlendur dómstóll kveði upp áfellisdóm yfir dómskerfí okk- ar. Það sýni bara að menn í útlönd- um skilji ekki þær sérstöku aðstæð- ur, sem hér rfki. Þetta er dapurleg- ur misskilningur. Vemd mannrétt- inda hér á landi er í engu frábrugð- in vemd mannréttinda í öðrum ríkjum V-Evrópu. Það er ekki til nein séríslensk útgáfa af mannrétt- indum. Og mannréttindasáttmáli Evrópu, mannréttindanefndin og mannréttindadómstóllinn eru ekki tæki útlendinga til þess að hafa afskipti af islenskum málefaum. Þau em tæki okkar sjálfra til þess að tiyggja mannréttindi íslenskra borgara jafat hér á landi sem í öðmm ríkjum álfunnar. Þingleg meðferð Ég hef hér skýrt efci frumvarps- ins, sem tfmabært og nauðsynlegt er að lögfesta sem fyrst. Hér er um að ræða mál, sem varðar heiður íslensks réttarfars og dómstólakerf- is út á við og traust almennings inn á við. Ég hef kappkostað að kynna þetta mál fyrir þingflokkunum á fyrra stigi frumvarpsgerðarinnar og hafa samráð við þá um samn- ingu þess og ég vona að menn geri sér glögga grein fyrir mikilvægi þess. Engum er ljósara en mér, að um einstök atriði í frumvarpinu þarf að fjalla nánar, en það er mikil- vægt að þetta stórmál fái nú eðli- lega þinglega meðferð. Ég hef ákveðið að skipa milliþinganefnd til þess að kanna það frekar til hausts og legg ég mikla áherslu á að það verði að lögum á þessu ári. Umsagnir Nefodin, sem gerði drög að frum- varpinu sendi það til umsagnar ýmissa aðila á sviði dómsmála og réttarfars. í umsögnum, sem bárust frá Dómarafélagi Reykjavfkur, rétt- arfarsnefad og Lögmannafélagi ís- lands, er hvarvetna fagnað fyrirætl- unum um raunverulegan aðskilnað dómsvalds og stjómsýslu, þótt bent sé á ýmsa málsþætti, sem þurfí nánari skoðunar við. Hefur nefadin í nokkrum atriðum breytt fyrri til- .......... ■ Sjá næstu sfðu. ’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.