Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 39 Minning: Einar Þorleifsson pípulagningameistari Fæddur6.júlí 1927 Dáinn 18. april 1988 í dag er tii moldar borinn vinur minn Einar Þorleifsson úr Keflavík. Einar var fæddur á Pjarðarhomi í Helgafellssveit 6. júlí 1927 og var því aðeins rúmlega sextugur er hann lést. Einar ólst upp í sveitinni og minntist hann oft á hina góðu daga þar innan um menn og skepnur og veiðiskap, við mig. Einar fluttist með móður sinni Guðrúnu og systkinum ásamt móð- urbróður, Ólafi Matthíassyni, til Keflavíkur vorið 1945, þá var hann 18 ára, ungur piltur og fær í flest- an sjó. Ég kynntist honum fljótlega eftir komu mína til Keflavíkur haustið 1945, og um veturinn unn- um við saman í „Stóru Milljón" eins og frystihúsið var kallað, sem var eitt af mörgum er þá voru starf- rækt í Keflavík, þama kynntist ég einnig fjölda annarra Keflvíkinga sem ég er þakklátur fyrir að þekkja og eiga að góðum vinum eins og Einar heitinn. Við Einar urðum nánir vinir eftir að ég og móðir mín tókum á leigu íbúð sem Einar átti, loftið á Suðurgötu 31, en hann hafði verið svo hygginn að hlíta ráðum Óla Matt. frænda síns um að fjárfesta í húseign og var það vel, því þannig eyddi hann ekki öll- um sínum peningum í annað, t.d. skemmtanir og glys. Við áttum einnig samleið í vinnu hjá Keflavíkurbæ undir sterkri stjóm Bjöms Guðbrandssonar hins mæta manns og við hlið Óla Matt. frænda Einars, en Óli var loft- pressustjóri ámm saman og vissi um allar lagnir í bænum, það þurfti ekki annað en að fletta upp í Óla Matt, ef eitthvað bilaði, þá var hann fljótur að finna hvað var að, og viðgerð gat hafist strax. Þetta vom áhyggjulausir dagar, við ungir og lífið framundan, góðra vina fundir hér og þar, spilakvöld hjá Jóa Ben., dans í Ungó og Krossinum, fundir í Gúttó og fleira. En lífið var ekki bara leikur. Einar fékk áhuga á sjómennsku og stundaði sjóinn í nokkur ár, tók fiskimannapróf við Stýrimannaskólann í Reykjavík 1952 og seinna á ævinni gerðist Einar nemi í pípulögnum og lauk prófi í þeirri iðngrein 1973. Einar starfaði um fjölda ára skeið hjá Keflavíkurverktökum sem verk- stjóri, hann var hvarvetna vel liðinn við vinnu, og ósérhlífinn við hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Einar gekk í hjónaband með yng- ismey úr Grindavík hinn 5. desem- ber 1954, Ingibjörgu Garðarsdótt- ur, það var mikið heillaspor stigið þá. Þau byggðu saman upp fallegt heimili sem gaman var að koma á, bæði hlý og gestrisin, oft hef ég og kona mín átt góðar stundir með þeim og em minningar ótalmargar þar um sem em geymdar en ekki gleymdar. Einar og Inga eignuðust tvo syni, Garðar, fæddan 6. október 1955, og Þorleif, fæddan 21. apríl 1959, þetta em myndarmenn og góðir drengir, það sá ég best nú í veikind- um föður þeirra. Þeir stóðu við hlið hans ásamt Ingu í hinni erfiðu bar- áttu Einars þar til yfir lauk. Inga mín, þú varst sönn hetja, hlý og traust, ég og fjölskylda mín vottum ykkur virðingu okkar í sorg ykkar. Innilegustu samúðarkveðjur frá okkur og móður minni. Ásvaldur Andrésson Sérhver íslendingur, sem unnir landi sínu og hefur gefið sér tíma til að skoða það, kemst ekki hjá því að heillast af Snæfellsnesi. Ein af fegurstu sveitum þessa lands er Helgafellssveitin, þar fæddist vinur minn, Einar Þorleifs- son. Hann var sonur þeirra hjóna Guðrúnar Matthíasdóttur frá Orra- hóli á Fellsströnd og Þorleifs Ein- arssonar frá Köldukinn í Dalasýslu. Föðurforeldrar Einars vom þau Einar Helgason bóndi Köldukinn, síðast í Hrísakoti, Helgafellssveit og kona hans Karitas Jónsdóttir frá Valshamri, Skógarströnd. Móðurforeldrar vom Matthías Ólafsson bóndi á Orrahóli og kona hans Pálína Dagsdóttir, ættuð úr Dölunum. Einar unni æskustöðvum sínum af heilum hug og talaði oft um fal- lega dali og sérkennilegt hraun með þeim margbreytileik, sem unun væri á að horfa. Fallegt væri að horfa til fjalla og niður til sjávar. Skömmu eftir fermingu fluttist hann með móður sinni og systkinum suður til Keflavíkur, en þar lá leið hans á sjóinn og stundaði hann í tæpan áratug, samfara því að ljúka skipstjómarprófi frá Sjómannaskól- anum í Reykjavík. Árið 1956 hóf hann störf í landi og vann hjá Keflavíkurbæ á þunga- vinnuvélum næstu tvö árin, en réðst til starfa hjá Jámiðnaðar- og pípu- lagningaverktökum Keflavíkur hf., snemma árs 1958 og starfaði hjá þeim til hinstu stundar í fulla þrjá áratugi og hefur átt sæti í stjóm fyrirtækisins sl. 10 ár. Hjá því fyrirtæki hóf hann nám í pípulögnum og lauk prófi frá Iðn- skólanum í Keflavík 1971 og sveins- prófi í greininni 1973 og meistara- bréf fékk hann fáum árum síðar. Það má því með sanni segja, að þeir séu ekki margir, sem hafa að baki jafn langan tíma, í öllum þrem- ur höfuð framleiðsluatvinnuvegum þjóðarinnar og því kynnst þeim náið og lokið prófí í tveim þeirra. Ég sem þessar línur rita í minn- ingu nánasta samstarfsmanns míns um áratuga skeið kem til með að sakna mikið þessa trausta og góða drengs. Það bar fljótt á hæfíleikum Einars til hverskyns starfa og er verktakasvið okkar fyrirtækis afar fjölbreytt og hefur verkmenning og framfarir í þeim greínum, verið hvað mestar í íslenskum iðnaði. Einar var vel greindur og mætti öllum nýjungum með ánægju og léku öll verk ljúft í höndum hans, enda snemma valinn til verkstjómar og síðar til verkáætlana og tilboðs- gerða. Það kemur svo margt upp í hug- ann, sem vert væri að minnast, að eitt myndi taka við af öðru, en í stuttri minningargrein verður slíkt hjá að liggja, en eitt verkefni get ég ekki látið hjá líða að nefna. Við höfðum gert samning í fyrsta skipti um að yfirfara og gera við 6 og 800 feta háu fjarskipamöstrin í Grindavík fyrir vamarliðið. Til þess réð fyrirtækið sérþjálfaða ameríska háloftamenn og var þetta á ámnum fyrir 1960. Þegar kom að þeim verkþætti að rakaveija einangrara úti á miðj- um stöngum í tvöhundruð metra hæð, neituðu þeir að halda áfram, eftir að hafa gert tilraun og fóru heim. Einar tók þá við því hættustarfi og lét sig síga niður stögin, 'lauk verkinu, en þurfti í hveiju tilfelli að sveifla sér yfir einangrana til að komast áfram niður, en til þess þurfti mikið hugrekki og æðruleysl og fór um þá menn, sem á horfðu þessar fyrstu tilraunir. Þar kom best í ljós hans góði bakgrunnur, störfin til sjávar og sveitar, sem höfðu mótandi áhrif á hann til frambúðar. Á sjómannsámm sínum kjmntist Einar eftirlifandi konu sinni Ingi- björgu Garðarsdóttur ættaðri frá Grindavík, en hún er dóttir þeirra hjóna Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Garðars Sigurðssonar, sem hafa allt sitt líf búið á Þórkötlustöðum í Grindavík. Þau Inga, eins og hún er gjaman kölluð, og Einar gengu í hjónaband árið 1954 og hefur það því staðið traust og farsælt í nærfellt hálfan fyórða áratug. Ég minnist þeirra orða Einars, þegar hann rifjaði upp sokkabands- árin sín, þá var ekki bflaeign al- menn meðal fólks eins og nú er og allra síst þekkt meðal ungs fólks, en hann brosti þegar hann sagði frá því að stuttur var spölurinn að renna á tveim jafnfljótum þá 17 km frá Keflavík og upp í Þórkötlu- staðahverfí á fund unnustunnar í landlegum. Þau hjónin eignuðust tvo mann- kosta syni, sem báðir gengu menntaveginn og luku háskóla- prófi. Sá eldri, Garðar, fæddur 6. október 1955 og er doktor í véla- verkfræði og starfar á Verkfræði- stofu Guðmundar & Kristjáns í Reykjavík. Sá yngri, Þorleifur, fæddur 21. apríl 1959 og er kerfis- fræðingur hjá Kristjáni Ó. Skag- fjörð í Reykjavík. Ást og samheldni hefur alltaf verið aðalsmerki þessarar fjölskyldu og gestrisni var þeim báðum í blóð borin og var alltaf gaman og gott að heimsækja þau á Faxabraut 68 í Keflavík, þar sem þau höfðu búið sér og sínum yndislegt heimili, sem bar þeim báðum vitni um smekkvísi og samstilltan hug. Hin síðari ár gekk Einar ekki heill til skógar, hann fékk mein- semd í eyra, sem olli stöðugu suði og getur hver og einn gert sér í hugarlund hvflík kvöl það er að fínna hvergi þögn. Við þetta bættist fyrir um þrem árum sá sjúkdómur, sem erfíðastur hefur reynst mannkyni, krabba- meinið. En hann var ákveðinn í að beij- ast til þrautar og stundaði störf sín af alúð fram á síðustu mánuði af stakri karlmennsku og hugarró að einstakt má telja. Læknar hans og það annað starfsfólk, sem annaðist hann á Landakotsspítala báru vitni hetjulegri baráttu hans við hinn mikla vágest, fyrir þá umönnun, sem hann hlaut þar, var hann afar þakklátur og óskaði þeirri stofnun og starfsfólki velfamaðar í þeim rekstrarerfíðleikum, sem þar er við að glíma. Einar fylgdist vel með öllu, sem fram fór í íslensku þjóðlífi fram á hinstu stundu og ræddi við menn sem komu til hans í heimsókn um hvað sem var og hæst bar á góma, þótt hann væri mikið þjáður. Þegar Inga nú, ásamt sonum sínum, horfa á eftir ástríkum eigin- manni og föður, vil ég biðja góðan Guð að styrkja þau í sorg sinni. Ég og kona mín, ásamt fjölskyldum okkar, vottum þeim og ástvinum þeirra okkar dýpstu samúð og með þessum línum kveðjum við einlægan vin og góðan dreng og þökkum samfylgdina. Ingvar Jóhannsson, Njarðvík Minning: Steinunn Bragadóttír frá Bláhvammi Fædd 18. apríl 1945 Dáin 21. apríl 1988 Við vorum flörutíu ungar stúlkur sem settumst á skólabekk í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur haustið 1963. Af þessum stúlkum var ein sem bar af hvað glæsileika og þroska snerti, og með rólegu og öruggu fasi gekk hún til starfa sinna. Þetta var Steinunn Bragadóttir, frá Akureyri. Hugsanir sínar var hún ekki að tjá fyrir okkur, en ósjaidan hefur hugur hennar verið hjá syninum Óla, sem þá var tveggja ára. Oft dró hún upp myndir af honum, sem henni voru sendar, og sagði okkur sögur af honum. Fór það svo, að okkur fannst við allar eiga hann, jafnt og hún, þó að við sæjum hann aldrei nema á myndum. Eftir skólaslit fór Steinunn norð- ur, og skildi fjarlægðir okkur að hér sunnalands. Eftirfarandi ár fréttist lítið af henni, en þá sjaldan að einhveijar fréttir báiust, voru þær ávallt um dugnað og myndar- skap og framúrskarandi móttökur ef einhver okkar kom til hennar. Fyrir mánuði tókum við okkur saman nokkrar úr hópnum og fór- um norður til Húsavíkur. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í „gellugleði" sem haldin var þar og hitta skólasystur okkar, sem búsett- ar eru á Norðurlandi. Þetta verður okkur öllum ógleymanleg helgi og urðum við í þessari ferð þess aðnjót- andi að koma í heimsókn að Blá- hvammi í Reykjahverfí, þar sem Steinunn bjó ásamt manni sínum, Jóni Frímann, og ijórum bömum þeirra. Einnig vorum við svo lán- samar að sjá Óla okkar, sem nú er giftur og á tveggja ára son. Það var athyglisvert hversu kært var með Steinunni og bamabami henn- ar, sem nánast sat allan tímann í fangi ömmu sinnar meðan við stöldruðum við. Ósjálfrátt hvarflaði hugur okkar að því, hversu erfitt hefur verið fyrir hana að geta ekki tekið utan um sinn eigin son og haldið á honum, þegar að við vomm í skólanum, en þá var hann á sama aldri og bamabamið er núna. Sama dag og við komum hafði hún fengið teikningar í hendumar um breytingar á húsnæðinu, sem átti að vera til hægðarauka vegna ferðaþjónustu bænda, sem þau hjónin ráku í sameiningu. Það er svo margt, sem er óskijj- anlegt í tilvemnni. Énga okkar ór- aði fyrir því, að þessi fundur okkar væri sá sfðasti með Steinunni. Hjá okkur skilur hún eftir sig sérstæðan persónuleika, sem aðal- lega var fólginn f þvf að láta lítið á sér bera, en vinna verk sín af alúð, öryggi og festu. Við biðjum almáttugan guð, sem stjómar lffi okkar, að leiða eigin- mann, bömin hennar og bamabam í komandi framtíð, um leið og við sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur til þeirra allra. F.h. skólasystra Húsmæðraskóla Reykjavíkur, Gréta Óskarsdóttir. Kynnin vora í gegnum starfið, Ferðaþjónustu bænda. Fyrst róleg, viðfelldin rödd í síma, er ræddi um hvemig best væri að byggja upp ferðaþjónustu á bæ sem býr yfir ótal mörgu er heillar ferðamenn. Röddin var svo logandi af áhuga á málefiiinu, svo greinargóð, svo víðsýn, að forvitni vaknaði að sjá aðstöðuna, ferðaþjónustubæinn og síðast en ekki síst — konuna á bak við röddina. Við fyrsta tækifæri var Steinunn í Bláhvammi sótt heim og allar væntingar urðu að vemleika og meira til. Steinunn umvafði alla er komu að Bláhvammi með gestrisni og hlýleika, var eins og fædd inn í hlutverk gestgjafa á ferðaþjón- ustubæ. Morgunverðarborð hennar var svo fagurlega skreytt — með fersku, heimatilbúnu áleggi, ilm- andi nýbökuðu brauði — að morg- unverður á fínustu hótelum bliknaði í samanburði og hægt var að segja með fullri sannfæringu: „Þú færð hvergi betri morgunverð en hjá Steinunni í Bláhvammi." Það var gaman að ganga með Steinunni um gamla húsið og sjá alúðina er lögð var í endumýjun; allt framkvæmt á smekklegan og þjóðlegan hátt, sem Steinunni einni var lagið. Yngstu kynslóðinni var ekki gleymt; brúðuhom er í gamla húsinu í Bláhvammi og Steinunn pijónaði og saumaði brúðuföt, sem gestir hennar gátu keypt. Bláhvammshjónin vom stöðugt að endurbæta og byggja upp — uppskám líka eins og þau sáðu. Fleiri gestir vildu koma til þeirra en þau höfðu rými fyrir — og mik- ið er bókað í Bláhvammi í sumar. Steinunn var svo full af áhuga á starfinu, að hún hringdi til starfs- systur sinnar í sömu viku og hún var hrifin á brott úr þessu lífi til að ræða um fyrirhugaða stækkun á gistirými. Hún var lfka alltaf að nema tungumál f sjálfsnámi til að geta talað við útlendu gestina sína, núna sfðast ftölsku. Hún gerði meira — skrifaði í lesendadálk „Berlingske Tidende" — bréf hennar var birt og vakti mikla athygli í Danmörku á íslenskri ferðaþjónustu. Starfs- orkan var svo mikil, að hugurinn vægði aldrei undan helgreipum sjúkdómsins. Margar myndir af Steinunni koma fram í hugann. Hún var hrók- ur alls fagnaðar í glöðum hóp ferða- þjónustubænda á námskeiðinu á Hvanneyri — hló inniiegast, þegar við sátum fastar í snjósköflum við Hraunfossa — kom með ferskar hugmyndir og var oft fyrst til að framkvæma nýjungar. Það var Steinunn, sem kom fyrst með úrval ungra húsdýra til að hafa ofan af fyrir gestum sínum. Það var Stein- unn, sem tók á móti og sinnti gest- um að vetrarlagi — er höfðu farið halloka f lífinu. Þegar velja átti umboðsmann Ferðaþjónustu bænda í Þingeyjar- sýslu, var Steinunn sjálfkjörin. Svar hennar gleymist seint. „Eg er ekki með bflpróf." — Má ekki bæta úrþví? „Nei, ég vil hafa þetta svona, vil vera heima hjá mínu fólki, þar er mitt starfssvið." Þannig var Steinunn. Fjarverandi frá Blá- hvammi, á fundum og námskeiðum, var eiginmaðurinn og bömin flögur alltaf efst í huganum. Fyrir mánuði heyrðist rödd henn- ar síðast í símanum. „Ég treysti því að þú farir ekki um Þingeyjar- sýslu, án þess að koma við f Blá- hvammi. Þú skrifar kannski. eitt- hvað um mig, ef þér finnst það þess virði." — Allra síst datt mér í hug að þau skrifuðu orð yrðu minn- ingarorð. Ferðaþjónusta bænda hefur misst mikið — íslensk ferða- þjónusta verður fátækari við ótíma- bæran missi Steinunnar Bragadótt- ur — megi sá sem öllu ræður milda harm fjölskyldunnar í Bláhvammi. Oddný Björgvinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.