Morgunblaðið - 29.04.1988, Side 53

Morgunblaðið - 29.04.1988, Side 53
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 53 GLIMA Hver hlýtur GrettisbeKið? Íslandsglíman í 78. sinn á laugardaginn Sfðasta stórmót glímumanna á þessu keppnistímabili, ís- landsglíman, fer fram að Laugum í Þingeyjarsýslu á laugardaginn. Þetta verður í 78. sinn sem fs- landsglíman fer fram. . Staðsetning mótsins er sam- kvæmt þeirri hefð að glíma þar sem glfmukóngurinn er búsettur, en núverandi glímukóngur Eyþór Pétursson úr HSÞ er einmitt bóndi í Mývatssveit. Verðlaunagripur í Íslandsglímunni er Grettisbeltið sem er tvímælalaust veglegasti farandgripur í samanlagðri íþróttasögu íslands. Beltið er allt skarað silfurskjöldum sem bera nöfn glfmukappa íslands hveiju sinni, en hver glímukóngur fær settan skjöld á beltið með nafni sínu við sigur. Allir bestu glímumenn landsins verða meðal keppenda í íslands- glímunni á laugardaginn. Þeir eru: Eyþór Pétursson, Pétur Yngvason, Kristján Yngvason, Hjörtur Þráinsson, Amgrímur Jónsson, Jóhannes Sveinbjöms- son, Gunnar Gunnarsson og Kjartan Lárusson allir úr HSK. Ólafur H. Ólafsson, Helgi Bjama- son, Ámi Þ. Bjamason, Jón B. Valsson, Orri Bjömsson' úr KR og Halidór Konráðsson úr UV. SKIÐI Morgunblafiiö/Siguröur H. Þorsteinsson BJamarfjörður f páskasnjó. Skfðasvæðið á miðri mynd. Skíðamót í Bjamarfirði: Sjö verðlaunapening- ar á sama heimilið HÉRAÐSSAMBAND Stranda- sýslu hólt fyrir skömmu órlegt skfðamót sitt f Bjarnarfirði. Var þetta fjölmennt mót og voru um 200 manns mœttir á stað- inn, þar af um 50 þátttakend- ur. Fyret urðu menn að hand- moka veginn yfir Bjarnarfjarð- arháls og svo var fenginn snjó- blásari í einkaeign til að opna veginn. Veður var hið besta meðan á mótinu stóð, en er verið var að Ijúka því með göngu fór að snjóa á ný. Því verður ekki kvartað undan þvf að nægur snjór hafi ekki verið til mótshaldsins. Keppt var f 3 aldursflokkum karla og kvenna, í göngu, svigi og stórsvigi. Skíðamótið var í um- sjá Skfðaráðs HSS og tóku félögin Neisti, Grettir, Geisli og Hvöt þátt í því. Eru þetta allt ungmennafélög nema sundfélagið Grettir í Bjamarfirði. Meðal ann- arra gripa var keppt um glæsilega bikara, sem eru farandgripir gefnir af ýmsum aðilum, svo sem Ung- mennafélagi íslands á 40 ára af- mæli sambandsins árið 1984. Þá voru einnig gefnir bikarar af fleiri aðilum eins og Lionsklúbbnum á Hólmavfk. í boðgöngu, sem var 4X3 kílómetr- ar, sigraði sveit Geislans á Hólmavík, í öðru sæti var sveit Hvatar og í þriðja sæti sveit Neista. Bestan millitfma einstaklinga fékk Ingvar Pétursson, Geisla. í öðru sæti var Bragi Guðbrandsson, Hvöt, og í þriðja sæti Guðjón Ingólfsson, Neista. I fjórða sæti var svo Hall- dór ólafsson, Gretti. í 10 km göngu karla sigraði Ingvar Pétureson, Geisla, annar varð Bragi Guðbrandsson, Hvöt, en þriðji varð Guðjón Ingólfsson, Neista. Þess má geta að Bragi er 54 ára. SigurðurH. Þorsteinsson skrifar þriðjal I stórs í svigi karla varð Birkir Þ. Stefáns- son, Hvöt, sigurvegari. Annar varð Haraldur Ingólfsson, Neista, og þriðji Ásgeir Sigurgeireson, Hvöt. Þama varð héraðslæknirinn, Baldur Tumi Baldursson, í fjórða sæti. í stórevigi karla vann Ásgeir Sigur- geireson, Hvöt. Annar varð Birkir Þ. Stefánsson, Hvöt, og þriðji Jón Bjami Bragason í Hvöt. Það var fyret í fjórða sæti sem annað félag komst að, en þar var Haraldur Ing- ólfsson í Neista. í þriggja km göngu kvenna varð Petra Astvaldsdóttir, Geisla, sigur- vegari. Önnur varð Svava Friðgeirs- dóttir, Neista, þriðja varð Sólveig Jónsdóttir í Hvöt. í svigi kvenna sigraði Petra einnig. Önnur varð Herdís R. Kjartansdóttir, Geisla, Hafdís Sturlaugsdóttir, Hvöt. stórevigi kvenna sigraði Petra einnig. Önnur varð Amlín Óladótt- ir, Gretti, og þriðja Herdís. Farand- bikar fyrir bestan árangur vann Guðný Þoreteinsdóttir í Geisla. í næsta aldursflokki, það er 10—14 ára, kepptu drengir í 6 km göngu. Þar sigraði Ragnar Kr. Bragason, Hvöt. I svigi sigraði Haukur Ingi Pétursson, Neista, og í stórevigi einnig. Hlaut hann farandbikar gef- inn af Bjama Elíassyni frá Drangs- nesi fyrir tvíkeppni í svigi—stóre- vigi. I þriggja km göngu sigraði Viktorfa Rán Ólafsdóttir, Gretti. í svigi og stórevigi sigraði Guðný Þorsteinsdóttir, Geisla, og vom all- ar stúlkumar er til verðlauna unnu úr því félagi. Hlaut Guðný farand- bikarinn í þessum greinum. Undir 10 ára aldri varð sigurvegari í svigi' og stórsvigi pilta, Bjarki Magnúsarson úr Gretti. í stelpna- flokki sigraði Heiðdís Ingadóttir í Geisla f svigi, en Hrönn Magnúsar- dóttir úr Gretti í stórevigi. Þess má að lokum geta að á heim- ili Braga og Sólveigar á Heydaisá fóru sjö verðlaunapeningar að þessu sinni, en að Bakka í Bjamarfirði fímm verðlaunapeningar. FELAGSSTARF Framhaimlllð við Safamýri verður formlega tekið í notkun á 80 ára afmælidegi félagsins á sunnudaginn. Afmælishátíð Franf Knattspymufélagið Fram í Reykjavík heldur upp á 80 ára afmæli félagsins á sunnudaginn. Félagið var stofnað 1. maí 1908 af unglingspiltum, sem flestir vom á aldrinum 13 til 14 ára. Á afmælisdaginn, 1. maí kl. 14.30, verður nýtt og glæsilegt Fram- heimili við Safamýri tekið formlega í notkun. Framarar og velunnarar félagsins em hvattir til að mæta á Framsvæðið á afmælisdaginn. 80 ára afmælishóf Fram verður haldið föstudaginn 29. apríl kl. 19.30 í Goðheimum, Sigtúni 3. Miðasala og borðapantanir era í Framheimilinu. í tilefni afmælisins er nú verið að skrásetja sögu kattspymufélagsins Fram og annast Víðir Sigurðsson, blaðamaður, það verk. Bókin er væntanleg í haust, en söfnun áskrif- enda á séretkan heillaóskalista, sem birtur verður í bókinni, hefst á af- mælisfagnaði félagsins og við opn- un Framheimilisins. Núverandi formaður Fram er Birgir Lúðviksson. Aðrir í aðalstjóm em Sigurður J. Svavarsson, Ómar Ara- son, Sigurður Friðriksson og Ágúst Guðmundsson. í varastjóm eiga sæti þau Sigrún B. Guðmundsdótt- ir, Björgvin Ámason og Skúli Niels- en. Þá eiga sæti í aðalstjóm for- menn deilda og Fram-kvenna, en þeir em: Halldór B. Jónsson, knatt- spymudeild, Sigurður Tómasson, handknattleiksdeild, Guðrún Ingi- mundardóttir, Fram-konur, Jón 01- afsson, skfðadeild og Bjöm Lúðvíks- son, blakdeild. GOLF / EINHERJAR Þrjátíu og tveir náðu „drauma- högginu“ í fyrra Þoretelnn OairharAsson fór holu í höggi á síðasta ári, en tekur ekki við verðlaununum á laugardag- inn þar sem hann verður með Ólympíulandsliðinu í knattspymu í Austur-Þýskalandi, en Þorsteinn er nuddari liðsins. Asíðasta ári náðu 32 íslensk- ir kylfingar „draumahögg- inu“, fóra holu í höggi á ýmsum völlum bæði heima og erlendis. Að vanda fá einheijar viðurkenn- ingu frá „Johnny Walker hole in one club“ sem er alþjóðaklúbbur einheija og verða verðlaunin veitt á laugardaginn. Eftirtaldir kylf- ingar verða verðlaunaðir: Auður Guðjónsdóttir, GK, Birgir Marinós- son, GA, Bert Hanson, NK, Bergur Guðnason, GR, Bjami Rögnvaldsson, GR, Bjöm Ámason, NK, Einar Jónsson, GS, Erlar Krístjánsson, GM, G. Hafsteinn Ögmundsson, GS, Haukur Þór Hannes- son, GR, Gunnar Haraldsson, NK, Jón Tryggvi Njarðarson, GL, Jón G. Tómas- son, GR, Jóhann E. W. Stefánsson, G. Kili, Karl Prímannsson, GA, Kristján Öm Sigurðsson, NK, Kjartan Aðalbjömsson, GH, Kristinn Óskarsson, GS, Leifur Ár- sælsson, GV, Oddur Jónsson, GA, Óli Magnússon, GA, Pétur Sigurðsson, GR, Ragnar ólafsson, GR, Ragnar Lár, NK, Sigurbjöm L. Bjamason, GR, Skúli Ágústsson, GA, Sindri óskarsson, GV, Sigríður Bima Ólafsdóttir, G. Húsavfkur, Sigurður Th. Ingvarsson, GÍ, Þorvaldur Ásgeirsson, GR, Þorsteinn Geirharðsson, GS, og Þórhallur Dan Þorgeirsson, GHH. SUND Garpamót KR Garpamót sunddeildar KR verður haldið 8: maí í Sundhöll Reykjavíkur. Tilgangur með mótinu er þríþættur; að fá fólk til að keppa í sundíþróttinni, að fá fyrrverandi sundmenn til að keppa á ný og að eiga saman ánægjulega stund, f sund og við kaffibolla, segir í tilkynningu frá sunddeild KR. Keppt verður í fjómm sundum karla og kvenna eldri en 25 ára, 50 m skriðsund, 100 m bringusundi, 100 m skriðsundi og 50 m bringusundi. Keppendum verð- ur skipt í fimm ára flokka. Þátttökugjald er kr. 300 á grein og þátttöku má tilkynna á sundstöðum borgar- innar eða hjá Axel Ámasyni í sfma 16409 fyrir 7. maí. GOLF Fyrsta mótið ÆT Asunnudaginn hefst golfvertíðin hjá Golfklúbbi Reykjavíkur með einnar kylfu keppni að Korp- úlfsstöðum. Keppt verður með fullri forgjöf og byijað að ræsa út klukkan 13. Ráðgert er að fyrsta mótið í Grafarholti verði laugardaginn 7. maí, en um kvöld- ið verður vorfagnaður félagsins f golfskálanum. Mótifrestað Opna-Kays mótið átti að fara fram um helgina hjá golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, en vegna óviðráðan- legra oreaka hefur því verið frestað um óákveðina,- tfma. SPÁÐU Í L/Ð/N OG SP/LAÐU MED Hægt eraö spá í leikina símleiðis og greiða fyrirmeð kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og laugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Ilá ÍSLENSKAR GETRAUNIR - eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. Lelklr 30. aprfl 1988 K 1 X 2 1 Chelsea - Llverpool 2 Coventry - Portsmouth 3 Everton - Charlton 4 Manchester United - Q.P.R. 5 Newcastle - Oxford 6 Norwich - Luton 7 Nott'm Forest - Wimbledon 8 Shetfield Wed. - Arsenal 9 Soulhampton - West Ham 10 Watford - Derby 11 Crystal Palace - Blackburn 12 Swlndon - Leeds

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.