Morgunblaðið - 29.04.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 29.04.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 Reuter Ungfrú Alheimur senn kjörin Fegurðarsamkeppnin um títilinn „Ungfrú Alheimur" verður að þessu sinni haldin í Taipei á Form- ósu, en Anna Margrét Jónsdóttír, Fegrirðardrottning íslands, tekur þátt í keppninni fyrir íslands hðnd. Anna Margrét hélt héðan af landi á sunnudag áleiðis til Lúxemborgar á sunnudag, en þaðan fór hún i gær til Taipei. Cargolux bauð henni far til Taipei og var flogið þangað í striklotu, en flugið er dægurslangt. Myndin hér að ofan var tekin skömmu eftir komuna þangað, en sem sjá má er Anna Margrét vel á sig komin þrátt fyrir iangt flug. Með henni á myndinni eru stöilur hennar frá Lúxemborg og Svíþjóð, þær Garne Lydie og Annika Davidsson. Keppnin fer fram hinn 23. mai. Færeyjar: Vill að hluta fiski- skipaflotans verði leyft að fara á hausinn •• Ordeyða á miðunum vegna of mik- illar sóknar of stórs skipaf lota Þórshöfn. Frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. „VEIÐIGETAN er 30-50% of mik- il. Stjórnmálamennirnir hefðu betur gefið þvi gaum hvað skipin ættu að vera mörg, bæði með til- lití til fiskstofnanna og eðlilegrar hagkvæmni," segir Jákup Sverri Joensen, einn kunnasti fiskifræð- ingur í Færeyjum og fyrrum for- stjóri hafrannsóknastofnunarinn- ar, í viðtali við blaðið Sosialurin. Leggur hann til, að útgerðarfé- Nýir biskup- ar í Tékkó- slóvakíu Páfagarði. Reuter. KAÞÓLSKA kirkjan og stjórn- völd í Tékkóslóvakiu hafa náð samkomulagi um að skipaðir verði þrír nýir biskupar í landinu, þeir fyrstu frá árinu 1973. Segja kirkjunnar menn, að þetta séu mikil tiðindi og góð. í tilkynningu frá Páfagarði sagði, að sendinefnd færi til Prag í dag til að halda áfram viðræðum við emb- ættismenn stjómarinnar um skipan tveggja aðstöðarbiskupa í Prag og biskups í Tmava í Vestur-Slóvakíu. Þegar þar að kemur mun annar aðstoðarbiskupanna í Prag vafalaust taka við af Frantisek Tomasek, yfír- manni kaþólsku kirkjunnar í Tékkó- slóvakíu, en hann er 88 ára að aldri og hefði átt að vera sestur í helgan stein fyrir 13 ámm. Engir biskupar hafa verið skipað- ir f Tékkóslóvakíu frá 1973 vegna ágreinings um hið opinbera prestafé- lag „Pacem in Terris" en kirlgan viðurkennir það ekki. Hafa stjóm- völd ávallt krafist þess, að nýir bisk- upar verði að vera í félaginu en hafa nú fallið frá því. lögum, sem ekki bera sig, verði leyft að fara á hausinn og tekin upp sú regla, að fyrir hvert eitt nýtt skip verði að selja úr landi eða hætta rekstri tveggja. Jákup S. Joensen hefur unnið við fiskirannsóknir frá árinu 1951 og er talinn manna fróðastur um fiski- miðin við Færeyjar og ástand þeirra. í viðtalinu við Sosialurínn kvaðst hann ekki vilja örvænta um framtíð færeysks sjávarútvegs en víst væri þó, að margt væri öðmvísi og betra hefðu stjómmálamennimir farið að ráðum fískifræðinganna. Þá sagðist hann ekki vera í neinum vafa um, að allt of mikil sókn allt of stórs flota ætti meginsök á ástandi fisk- stofnanna. „Veiðigetan er 30-50% of mikil. Stjómmálamennimir hefðu betur gefíð því gaum hvað skipin ættu að vera mörg, bæði með tilliti til fisk- stofnanna og eðlilegrar hagkvæmni. Við höfum séð marga góða árganga verða að engu. Þeim er sópað upp strax, ná aldrei að vaxa og meðal- vigtin því mjög lítil,“ sagði Jákup. í Færeyjum er nú mikið um það rætt, að hjálpa verði þeim hluta flot- ans, sem verst stendur, en Jákup segir, að það sé til lítils úr því, sem komið er. Að nota hundmð milljóna króna til að halda flotanum — þ.e.a.s. öllum flotanum — gangandi sé hreint glapræði. Sóknin í ofveidda fískstofnana minnki ekki við það. „Við ættum heldur að láta þau skip, sem ekki fiska fyrir kostnaði, fara á hausinn," sagði Jákup, sem kvaðst ekki óttast, að sjómennimir gætu ekki fengið sér aðra vinnu í landi. Um endumýjun útróðrarflot- ans hafði hann líka ákveðnar skoð- anir: „Það er í lagi að endumýja bátana ef veiðigetan eykst ekki um leið. Það er kominn tími til, að stjóm- málamennimir velti því fyrir sér hvort ekki sé rétt að fækka um tvö skip fyrir hvert eitt, sem bætist við.“ Bandaríkjaþing samþykkir frumvarp um utanríkisviðskipti: Yiðskiptahmdramr og hömlur á innflutning Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, ætlar að beita neitunarvaldi Boston, frá ÓU Birrn KArasyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. ÖLDUNGADEILD Bandaríkjaþings samþykkti, síðastliðinn miðviku- dag, með 63 atkvæðum gegn 36, frumvarp að lögum um utanríkisvið- skipti er gera Bandaríkjaforseta skylt að gripa tíl viðskiptahindrana gegn þeim löndum sem setja hömlur á innflutning á bandariskum vörum. Fulltrúadeildin hefur þegar samþykkt frumvarpið sem er sérstaklega beint gegn Asíulöndum, s.s. Japan, Suður-Kóreu og Taiwan, en mjög hallar á Bandaríkin í viðskiptum við þau. Ronald Reagan, forsetí, hefur margsinnis lýst því yfir að hann muni beita neitunarvaldi til að koma f veg fyrir að frumvarpið verðiað lögum. Frumvarpið er mjög umdeilt hér skylt við utanríkisviðskipti. í frum- í Bandaríkjunum og margir óttast neikvæð áhrif sem það kunni að hafa á heimsviðskiptin. Gert er ráð fyrir að Bandaríkin setji tolla og kvóta á innflutning frá þeim löndum sem ekki leyfa fijálsan innflutning á bandarískum vörum. Þá er ákvæði um að auka möguleika forsetans á að vemda bandarísk fyrirtæki sem eiga í vandræðum vegna erlendrar samkeppni og settar skorður við §árfestingum erlendra aðila. En það sem fer mest fyrir brjóst- ið á Reagan og repúblikönum á lítið varpinu er ákvæði um uppsagnar- frest starfsmanna fyrirtækja. Eng- ar sérstakar reglur eru í gildi um uppsagnir starfsmanna, en I fram- varpinu segir að starfsmenn eigi rétt á a.m.k. 60 daga uppsagnar- fresti. Reagan er ekki einn um að geta ekki sætt sig við 60 daga uppsagnarfrest. Talsmenn atvinnu- rekenda hafa harðlega gagnrýnt þetta ákvæði og telja að það steftii bandarískum fyrirtækjum í hættu, þar sem það íþyngi þeim i harðn- andi samkeppni á innlendum og erlendum vettvangi. Framvarpið gerir einnig ráð fyrir að ríkissjóður veiti einum milljarði dollara (tæp- lega 40 milljörðum fsl. króna) til að endurmennta verkamenn og veita þeim aðra aðstoð. Reagan er mikið í mun að koma í veg fyrir að framvarpið verði að lögum, en hann hefur sagst vera fylgjandi nýjum lögum um utanrík- isviðskipti, en ekki því frumvarpi sem samþykkt var vegna ýmissa ákvæða í því. Áður en atkvæða- greiðslan fór fram þrýsti forsetinn mjög á þingmenn repúblikana að leggjast gegn frumvarpinu. James Baker, Qármálaráðherra, var fram- arlega í flokki talsmanna forsetans og beitti þeim rökum að Reagan yrði fyrir miklu pólitísku áfalli ef frumvarpið næði fram að ganga. Og Reagan náði sínu fram að hluta, þar sem frumvarpið fékk ekki stuðning nægilega margra á þingi til að koma í veg fyrir að forsetinn gæti beitt neitunarvaldi sínu. Úrslit- in komu nokkuð á óvart að þessu leyti, þar sem flestir höfðu búist við að svo margir þingmenn myndu greiða frumvarpinu atkvæði að for- setinn yrði að kyngja því. Vaxandi verndarhyggja Fylgi við vemdarstefnu í ut- anríkisviðskiptum hefur vaxið veru- lega í Bandarlkjunum undanfarið, eins og framvarpið ber vitni um. Einn af fyrstu stjómmálamönnum til að hvetja til aukinnar hörku gagnvart þeim ríkjum er hafa höml- ur á innflutningi frá Bandaríkjunum var Jim Chapman, demókrati frá Texas. Hann keppti um þingsæti við repúblikanann Edd Hargett og hafði betur. En sá stjómmálamaður sem hefur hampað vemdarstefn- unni mest er Richard Gephardt, fyrrverandi frambjóðandi í forkosn- ingum demókrata vegna forseta- kosninganna í nóvember. Hug- myndir Gephardts um aukna hörku gagnvart þeim ríkjum er njóta mik- ils hagnaðar af viðskiptum við Bandaríkin, sérstaklega Suður- Kóreu og Japan, áttu veralegu fylgi að fagna í miðríkjunum. Margir þingmenn vora þvf hlynntir mjög róttækum breytingum á viðskiptum við önnur ríki. En eftir afhroð Gep- hardts í Suður-Karólfnu og í Suð- urrfkjunum, hafa fylgjendur rót- tækrar vemdarstefnu haft hægar um sig. Þrátt fyrir ósigur Gephardts er ljóst að utanríkisviðskipti og vemd- artollar verða eitt þeirra mála sem einkenna forsetakosningar í nóv- ember. Allt bendir til að það verði George Bush og Michael Dukakis sem keppa um forsetaembættið og hvoragur þeirra er talsmaður vemdarstefnunnar. Það er hins veg- ar greinilegt að mikill viðskipta- halli knýr þann sem nær kjöri til að leita leiða til að minnka hann. Vemdartollar era auðveld leið en ekki vænleg hvorki fyrir Bandaríkin né aðrar þjóðir. Bush og Dukakis virðast vera sammála um þetta. Varnaðarorð Hið virta dagblað Wall Street Joumal gagnrýndi frumvarpið í leiðara sfðastliðinn þriðjudag og benti á að Bandarfkin væra stærsta iðnrfki heims. Blaðið benti á að á hveijum degi litu þjóðir heims til Bandaríkjanna eftir efnahagslegri leiðsögn og frumvarpið samrýmdist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.