Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 Gengisfelling þarf ekki að leiða til hækkunar verðlags A — segir Snorri Snorrason hagfræðingur VSI SNORRI Snorrason hagfræðinjj- ur Vinnuveitendasambands ís- lands segir að einhver leiðrétting verði að koma til á gengi krón- unnar þar sem það sé of hátt skráð. Hins vegar geti stjóravöld komið f veg fyrir að áhrif gengis- fellingar fari út í verðlagið með aðhaldssömum aðgerðum i pen- ingamálum og ríkisrekstri. Snorri Snorrason sagði að tap- rekstur væri mjög mikill í frysting- unni og menn leituðu þar úrræða. Gengisfelling væri ein lausn en ekki sú eina. Allir væru þó sammála því að gengi krónunnar væri of hátt skráð og einhver leiðrétting yrði að koma til. Afleiðingar gengisfelling- ar færu síðan eftir stefnu stjóm- valda. Beiti þau aðhaldssömum að- gerðum í peningamálum og ríkisút- gjöldum þyrfti gengisfelling ekki endilega að fara út í verðlagið eins og hún hefur gert til þessa. Þá myndi innflutningur á ýmsum fjár- festingarvömm minnka sem þýddi minni peninga í umferð og um leið myndi verðgildi peninganna aukast. Snorri sagði einnig koma til greina niðurfærsluleið þar sem verð á opin- berri þjónustu væri fært niður á móti gengisfellingunni. Aðspurður um aðrar leiðir en gengisfellingu sagði Snorri að þær væm ýmsar til. „Við emm að tala um mikinn tekjumissi hjá fisk- vinnslu og það er hægt að bæta þann tekjumissi upp með ýmsu öðm móti en með gengisfellingu. Hún er samt auðveldasta ráðið og það fljótvirkasta og stjómvöld geta ekki afturkallað hana eins og ýmsa styrki til sjávarútvegsins. Auk þess hafa fleiri en fískvinnsl- an hrópað á gengisfellingu. Það er útlit fyrir gífurlegan viðskiptahalla og eitt ráðið til að draga úr honum er gengisfelling þannig að innflutt- ar vömr hækki. Hinsvegar bætir gengisfelling ein sér ekki viðskipta- hallann þegar til lengri tíma er litið og fleira verður að koma til. Það er einnig hægt að draga úr við- skiptahalla með því aðhaldsömum aðgerðum og einnig hefur oft verið bent á auka innlánsbindingu banka til að draga úr peningamagni í umferð. Síðan er ljóst að ef verðlag kæm- ist nálægt því sem er í samkeppni- slöndunum þá yrði mikil lagfæring á genginu en það tekur mjög lang- an tíma. En núna er gengið of hátt skráð eins og var fyrir síðustu geng- isfellingu og við emm að niður- greiða innflutning á kostnað út- flutnings," sagði Snorri Snorrason. Vegna fjölda áskorana munu þýskir vordagar á Hótel Borg verðaframlengdirtilsunnudagsins 1. maí Glæsilegt hlaðborð, hlaðið þýskum, þjóðlegum réttum, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld frá kl. 18 fyriraðeins kr. 850,-. Tónlistarmenn frá Svartaskógi, Bœjaralandi, ORGINAL TAUGWITZTALER leika og syngjaþýska kráar„pub"-, hlöðu- og sveitatón- /ist eins og hún gerist best iþeirra heimalandi. Borðapantanir i sima 11440. Skiptar skoðanir eru um það hvaða leiðir eru bestar til að leysa vanda útfiutningsatvinnuveganna. Vandi útflutningsgreinanna: Hátíðahöld á Lækjartorgi Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Reykjavík, Iðnnemasam- band íslands og Bandalag starfsmanna rikis og bæja standa saman að hátíðahöldum á 1. maí, alþjóðlegum baráttu- degi verkafólks. Hátíðahöldin verða með þeim hætti að safnast verður saman kl. 13.30 við Hlemm. Þaðan legg- ur gangan af stað kl. 14. Gengið verður niður Laugaveginn að Lækjartorgi, þar verður útifund- ur. Ræðumenn dagsins verða: Hjálmfríður Þórðardóttir ritari Dagsbrúnar, Pálína Sigurjóns- dóttir formaður Hjúkmnarfélags íslands, Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og Baldvin Halldórs- son leikari flytur ljóð. Fundarstjóri verður Ragna Bergmann formaður Verka- kvennafélagsins Framsóknar. (Fréttatilkynning) INNLENTV Skoðanir skiptari en oftast áður um lausnir segir Þórður Friðjónsson forsljóri Þjóðhagsstofnunar ÞÓRÐUR Fríðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að skoðanir séu nú skiptari en oft- ast áður hvernig eigi að bregð- ast við því tviþætta vandamáli sem nú sé við að glíma f efna- hagslífinu, þ.e. mikinn við- skiptahalla og erfiða stöðu út- flutningsgreinanna, þrátt fyrir að svipuð staða hafi oft komið upp áður. „Það er auðvitað alveg ljóst að staðan í. sjávarútvegi og öðmm samkeppnisgreinum er orðin afar erfíð. Það segir ekki í sjálfu sér hvort við því eigi að bregðast með einhveijum aðgerðum; það verður að vera mat stjómvalda hvemig þetta er best leyst,“ sagði Þórður Friðjónsson þegar Morgunblaðið bar undir hann eindregna kröfu forráðamanna fískvinnslufyrir- tælq'a um gengisfellingu. „En það sem skiptir þessa aðila mestu máli er að hagur þeirra batni, hvort sem batinn verður á tekjuhliðinni eða kostnaðarhlið- inni og það er kannski einmitt athyglisvert við stöðuna eins og hún er núna að sjálfsagt em skoð- anir um lausnir á vandamálunum skiptari enn oftast áður. Svipuð staða hefur samt oft áður komið upp í efnahagslífínu að glímt er samtímis við þetta tvíþætta vandamál: viðskiptahalla og erfíða stöðu útflutningsgreina." Þegar Þórður var spurður hvort stjómvöld gætu komið í veg fyrir að áhrif hugsanlegrar gengisfell- ingar fæm út í verðlagið, sagði hann að þá yrði leystur vandi sem menn hefðu glímt við í áratugi og jafnvel aldir. Það yrði síðan að hafa í huga að samhliða þess- ari erfíðu rekstrarstöðu sam- keppnisgreinanna væri viðskipta- jöfnuður óhagstæður sem þýddi að útgjöld þjóðarbúsins væm of mikil og það þyrfti með einhveij- um ráðum að draga úr útgjöldum, bæði neyslu og fjárfestingu. Leita verður annara úr- ræða en gengisfellingar segir Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ ARI Skúlason hagfræðingnr Al- þýðusambands íslands segir að leita verði annara leiða til þjálpar fiskvinnslu og samkeppnisiðnaði en gengisfellingar þar sem hún myndi aðeins hjálpa fyrirtækjum í nyög stuttan tíma en skapa um leið mikil vandamál fyrír aðra. Auk þess myndi verkalýðshreyf- ingin ekki sætta sig við það að gengið yrði fellt til hjálpar fisk- vinnslunni án þess að launahækk- un kæmi á móti þar sem það sé deginum tjósara að stór hluti ann- arar atvinnustarfsemi blómstrí. Ari Skúlason sagði við Morgun- blaðið að það væri alveg ljóst að staða fískvinnslu væri slæm. Hins vegar hefði það komið fram í kjarasamn- ingunum á Akureyri að það sem sa- mið var um þar var talið innan þeirra marka að ekki þyrfti að koma til gengisfelling á árinu að öllu áfalla- lausu, og sagðist Ari varla telja að neitt stórkostlegt hefði gerst síðan. Hann benti á að fyrirtækin væri misjafnlega á vegi stödd og ef ætti að fara að hjálpa illa stöddum fyrir- tækjum, yrði fyrst að skoða heildar- myndina. „Það þýðir ekkert að horfa á meðaltöl og staðhæfa að meðal- frystihús í landinu sé rekið með 6% tapi. Það hjálpar auðvitað að veita peningum á alla línuna en vandinn er örugglega mjög misjafn og svæð- isbundinn. Það kemur því ekki til greina að fella gengið. Fyrir það fyrsta hjálpar það fyrirtækjum að- eins í mjög stuttan tíma og ikapar um leið mikil vandamál fyrir aðra. Það verður því að leita annara leiða til hjálpar," sagði Ari. Hann sagði slðan að ef gripið yrði til gengisfellingar samt sem áður myndi verkalýðshreyflngin ekki sætta sig við að launahækkun kæmi ekki á móti. „Þessir erfíðleikar eru aðallega bundnir við flskiðnaðinn og samkeppnisiðnað, en það er hins veg- ar deginum ljósara að stór hluti ann- arar atvinnustarfsemi blómstrar. Þessar greinar eru því dragbýtur á að hægt 8é að greiða skikkanlegt kaup og þá væri nær að fara aðrar leiðir með einhveijum opinberum leiðum, til dæmis millifærslu," sagði Ari Skúlason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.