Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988
Á hveiju lifum við?
eftirPálKr. Pálsson
Að undanfömu hefur mikið verið
rætt og ritað um lífskjörin í landinu.
Inn í þessa umræðu fléttast ýmsir
atburðir, svo sem kjarasamningar
og versnandi staða fyrirtækja og í
framleiðslugreinum.
Staða fyrirtækjanna
Ýmsir virðast hafa gleymt því
að fyrirtækin í framleiðslugreinun-
um, sem skapa verðmæti með því
að mæta eftirspum á heimamarkaði
og stunda útflutning, eru forsenda
þess að við getum lifað í þessu
landi. Og meira en það, fyrirtækin
verða að skila hagnaði því hagnað-
ur þeirra er undirstaða vömþróunar
og markaðssóknar, sem aftur er
forsenda bættra lífskjara.
Nú er svo komið að fá fyrirtæki
skila hagnaði og eiginfjárstaða fyr-
irtækjanna fer síversnandi. Tökum
dæmi úr umhverfí atvinnulífsins:
Fyrirtæki skuldar í árslok 1986 60
milljónir. Raunverulegt andvirði
eigna á þessum tíma er 65 milljón-
ir. Eigið fé fyrirtækisins er því já-
kvætt um 5 milljónir. í árslok 1987
er staðan sú að skuldir hafa hækk-
að um 18 milljónir. Raunverulegt
andvirði eigna er 76 milljónir (hefur
lækkað hlutfallslega vegna af-
skrifta á grundvelli tækniþróunar
og slits). Eigið fé fyrirtækisins er
nú neikvætt um 2 milljónir. Á einu
ári hefur staðan versnað um 7 millj-
ónir.
Gefum okkur að þetta fyrirtæki
velti um 90 milljónum á árinu 1987
og greiði í laun 20 milljónir. Heild-
aifyármagnskostnaður á árinu að
frádregnum Qármagnstekjum er
um 15 milljónir (25% af heildar-
skuldum). Þar af eru raunvextir um
5 milljónir. Fjármagnskostnaðurinn
er því næstum jafnhár og launa-
kostnaðurinn. Til að standa í sömu
sporum og ári áður þyrfti þetta
fyrirtæki að skila 7 milljónum í
framlegð til fjármagnskostnaðar.
Þeir sem til þekkja vita að það er
erfítt í þvf rekstrarumhverfí sem
fyrirtækin í framleiðslugreinunum
búa við í dag. Þetta dæmi er engin
undantekning og langt frá því að
vera í „verri kantinum".
Það verður þvf miður að segjast,
að oft fínnst manni opinber umræða
um þessi mál út f hött. Jafnvel
færustu sérfræðingar virðast vera
búnir að gleyma því að hvorki fólk
né fyrirtæki lifa á vísitölum eða
prósentum, heldur krónum og aur-
um.
Raunvextirnir
í viðskiptablaði Morgunblaðsins
nú fyrir skömmu, mátti sjá töflu
þar sem fram kemur að raunvextir
hér eru með því hæsta sem þekkist
innan OECD og mun hærri en í
helstu samkeppnislöndum okkar
(þ.e. þeim löndum sem við flytjum
mest inn frá og mest út til). Fulltrú-
ar þeirra sem mest hafa talað um
að raunvextir væru hér ekki hærri
en gerist og gengur meðal sam-
keppnisþjóða okkar hafa ekki gagn-
rýnt þennan samanburð. Verður
ekki annað séð en menn séu nú
almennt sammála um að atvinnulíf-
ið geti ekki lengur staðið undir þeim
UM SÍÐUSTU helgi barst GaUerí
Borg sending frá Louisu Matt-
híasdóttur; tólf litlar og miðl-
ungsstórar olíumyndir, sem
flestar eru nýjar og hafa ekki
sést hér á landi áður.
Þessar Louisu-myndir hafa verið
hengdar upp í neðri kjallara Gall-
erísins í Pósthússtræti og eru þar
til sölu.
flármagnskostnaði sem hér er.
Vissulega er margt til í því sem
menn segja um að eigið fé íslenskra
fyrirtækja sé almennt of lítið. Hins
vegar er út í hött að kenna eigend-
um fyrirtækjanna í einu og öllu um
hvemig komið er.
Eftir langvarandi verðbólgu, þar
sem skuldir og steinsteypa voru
arðbærustu fjárfestingamar, er
ekki hægt að búast við því að öll
hjólin snúist við í einni svipan.
Þannig gerast hiutimir einfaldlega
ekki í raunveruleikanum. Það var
vissulega mjög mikilvægt að hverfa
frá neikvæðum raunvöxtum, en all-
ar öfgar em hættulegar. Þær eru
jarðvegur mikilla eignatilfærslna á
skömmum tíma, án þess að raun-
veruleg verðmætasköpun liggi þar
að baki.
„Hvað er þetta maður,
þetta reddast“
Kjami málsins er að ná verð-
bólgunni niður, þannig að jafnvægi
komist á í efnahagslífínu og þar
með í þjóðfélaginu. Menn tala í
þessu sambandi um að fastgengis-
stefna sé það sem ganga verði út
frá. Það kann að vera rétt, en þá
verða menn lfka að gera sér grein
fyrir að fastköstnaðarstefna er for-
senda þess að hægt sé að reka fast-
gengisstefnu, öðmvísi lifír atvinnu-
lífíð ekki fastgengisstefnuna af.
Það er hreinn bamaskapur að
halda að fyrirtæki geti tekið á sig
kostnaðarhækkanir upp á tugi pró-
senta á ári, en selt afurðir sínar á
óbreyttu verði. Hér lætur eitthvað
undan. Það sem gerst hefur er að
fyrirtækin hafa í stómm stíl fjár-
magnað versnandi rekstrarafkomu
með einhveiju dýrasta lánsfé í Evr-
ópu, í þeirri von að senn kæmi betri
tíð. En betri tíð er ekki enn komin
og ekkert útlit virðist fyrir að hún
sé á næstu grösum.
Hið opinbera stýrir fastgengis-
stefnunni en virðir sjálft ekki for-
sendumar. það er fastkostnaðar-
stefnuna, heldur hækkar þjónustu
sína að því er virðist eftir þörfum.
Það læðist óneitanlega að manni
sá ótti að mörg fyrirtæki séu í raun
búin að gefast upp, hafi gert sér
grein fyrir að eigið féð sé í raun
uppurið og því engu að tapa þótt
tekin séu meiri lán. Hinum megin
standa svo lánveitendur sem virðast
gera sér grein fyrir að raunvemlegt
markaðsandvirði eigna fyrirtælq'-
anna standi oft ekki undir skuldum
og ef fyrirtækin fari á hausinn fái
þeir ekki sitt og því sé eins gott
að lána svolítið meira í von um að
það fari nú að rætast úr þessu.
Gjaldþrotum lögaðila (fyrirtækja
og félaga) fjölgaði úr 73 árið 1984
í 145 ár árið 1987. Til saman-
burðar má benda á að fyrir um 10
áram vora gjaldþrot lögaðila óal-
geng. Fátt virðist benda til að úr
gjaldþrotum dragi á yfírstandandi
ári. Þessi þróun hlýtur að geta tal-
ist sem vísbending um að eitthvað
sé að.
Það er vissuleg rétt að 60 þúsund
krónur í mánaðarlaun í fískvinnslu
fyrir 50 stunda vinnuviku em ekki
há laun. En þau em engu að síður
miklu hærri en samkeppnisaðilar
okkar þurfa að greiða í fískverkun-
Þá hefur Gallerí Borg einnig bor-
ist nokkrar myndir eftir Karólínu
Lámsdóttur, vatnslitamyndir og
olíumyndir, sem einnig em til sölu
í kjallaranum.
Gallerí Borg, Pósthússtræti er
opið frá klukkan 10 árdegis til
klukkan sex sfðdegis og á milli
klukkan tvö og sex um helgar.
(FréttatUkynning)
arhúsum í Bretlandi og Þýskalandi,
þar sem atvinnuleysi er mikið og
nóg af ódýra vinnuafli. Þetta em
staðreyndimar sem íslensk fyrir-
tæki standa frammi fyrir í dag.
Krafan um hærri laun fer nú eins
og eldur í sinu um allt þjóðfélagið.
Akveðnir hópar hafa þegar samið
til næstu 12 mánaða. Hins vegar
eiga ýmsir hópar enn eftir að
semja, meðal annars hópar sem
fengið hafa gífurlegar launahækk-
anir á undanfömum 2 ámm. Þessir
hópar láta ekki deigan síga og krefy-
ast nú enn meiri launahækkana. Á
sama tíma er stór hluti þeirra fyrir-
tækja, sem em undirstaða verð-
mætasköpunar, rekinn með tapi og
eigið fé þeirra rýmar stöðugt.
Þessi mál verða hvorki leyst með
stjómvaldsákvörðunum, verkföllum
né fastgengisstefnu. Þetta verkefni
verður aðeins leyst með því að öll
þjóðin líti í spegil og spyiji sig:
„Hvaða rétt hef ég til- að stofna
fnamtíð minni og afkomenda minna
í hættu?" Já, það vaknar óneitan-
lega sú spuming hjá manni hvort
við höfum engar skyldur gagnvart
þeim sem eiga að erfa landið. Það
er eins gott að það fólk neiti ekki
að greiða okkur ellilífeyrinn þegar
þar að kemur, fari ekki í verkfall
og heimti uppgjör skuldasúpunnar,
þ.e. að við tökum á okkur þær
skuldir sem við bemm ábyrgð á.
Við gemm endalausar kröfur,
tökum endalaus lán í útlöndum,
leyfum endalaust bmðl, þar sem
verið er að eyða lánsfé i fjárfesting-
ar sem koma aldrei til með að skila
sér og em að hluta til nú þegar
orðnar hlekkur um háls næstu kyn-
slóðar sem í orðsins fyllstu merk-
ingu fær að erfa syndir feðranna.
Eða halda menn e.t.v. að þetta sé
bara leikur og það þurfí ekki að
greiða þessi lán til baka? Síðan
skömmumst við hvert út í annað,
kennum ráðhermm og ríkisstjóm
um, höldum áfram að heimta hærri
laun og gleðjumst jafnvel þegar
einhveijum öðmm gengur illa og
„hinir" fara á hausinn.
Hvað þurfum við að gera?
Sú verðmætasköpun sem er und-
irstaða þeirra lífskjara sem við bú-
um við fer að miklu leyti fram í
sjávarútvegi og iðnaði. Forsenda
þess að við getum bætt lífskjörin
er því aukin verðmætasköpun í
þessum greinum. Viðskiptahallinn
er nú orðinn geigvænlegur. Síðustu
10 árin hefur svo til alltaf verið
halli á viðskiptum okkar við útlönd.
í ár er gert ráð fyrir að viðskipta-
hallinn verði ekki undir 10 milljörð-
um króna.
Við eyðum langt um efni fram
og tökum lán erlendis til að halda
veislunni áfram. En ekki nóg með
það. Við ætlum komandi kynslóð
að greiða þessi lán til baka. Þetta
er eitthvert mesta ábyrgðarleysi
sem hægt er að hugsa sér í einu
þjóðfélagi.
1. Eitt mikilvægasta verkeftiið í
því að snúa af þeirri braut sem við
emm nú komin á er að ná viðskipta-
hallanum niður. Til þess em fjórar
leiðir:
— Vinna nýja markaði fyrir
íslenskar afurðir erlendis og auka
þannig útflutning. Til þssa þarf
mjög mikla fjármuni sem fyrirtækin
hafa ekki í dag, vegna lélegrar af-
komu á undanfömum ámm. Það
þarf því að gefa fyrirtækjunum
svigrúm til að skila hagnaði svo þau
geti varið auknu fjármagni til ný-
sköpunar og markaðssóknar og
þannig unnið nýja markaði erlendis
og aukið útflutning.
— Vinna aukinn markað fyrir
íslenskar afurðir innanlands á
kostnað innflutnings. Til þess að
árangur náist á þessu sviði verður
að bæta samkeppnisstöðu innlends
iðnaðar. Mikilvægasta verkefnið
hér felst í að ná verðbólgunni niður
og örva þátttöku almennings í at-
vinnurekstri, með því að gera hluta-
flárkaup jafn eftirsóknarverð og
annað spamaðarform. Ljóst er hins
vegar að þessar aðgerðir taka nokk-
Páll Kr. Pálsson
„Við gerum endalausar
kröfur, tökum endalaus
lán í útlöndum, leyfum
endalaust bruðl, þar
sem verið er að eyða
lánsfé í fjárfestingar
sem koma aldrei til með
að skila sér o g eru að
hluta til nú þegar orðn-
ar hlekkur um háls
næstu kynslóðar sem í
orðsins fyllstu merk-
ingu fær að erfa syndir
feðranna. Eða halda
menn e.t.v. að þetta sé
bara leikur og það þurfi
ekki að greiða þessi lán
til baka? Síðan skömm-
umst við hvert út í ann-
að, kennum ráðherrum
og ríkisstjórn um, höld-
um áfram að heimta
hærri laun og gleðj-
umst jafnvel þegar ein-
hverjum öðrum gengur
illa og „hinir“ fara á
hausinn.“
um tíma þar til árangur fer að
skila sér.
— Samdráttaraðgerðir í fjárfest-
ingum einkaaðila, opinberra aðila
og aðgerðir til að draga úr einka-
neyslu. Hér er hægt að ná árangri
á tiltölulega skömmum tíma.
— Spamaður í opinbemm
rekstri. Hér er stórt verk að vinna
því möguleikamir em miklir, eink-
um með auknu eftirliti innan ríkis-
rekstursins og með því að færa
ýmsa þætti sem í dag em í höndum
opinberra aðila í hendur einkaaðila.
Allt tal um að slíkt leiði til minni
og verri þjónustu af hálfu hins opin-
bera er byggt á misskilningi. Á
sama hátt og fyrirtæki geta náð
að auka framleiðnina með ýmsum
aðgerðum, t.d. endurbótum í fram-
leiðslu og birgðastýringu, ásamt
aðgerðum á sviði hönnunar, þróun-
ar, markaðsmála og aukinnar
tæknivæðingar, er hægt að beita
ýmsum aðgerðum til spamaðar inn-
an opinbera geirans án þess að það
bitni með einum eða öðram hætti
á gæðum þjónustunnar.
2. Fyrir utan að upplifa um-
fangsmestu tæknibreytingar sem
um getur í veraldarsögunni stönd-
um við frammi fyrir vemlegri breyt-
ingu á aldursskiptingunni í þjóð-
félaginu. Þessi breyting kallar á
nýja hugsun í „atvinnusköpunamm-
ræðunni". Færri og færri verða til
að sjá öldmðum farborða. Færri og
færri verða til að standa undir
kostnaðinum vegna endurgreiðslu á
lánum sem tekin hafa verið.
Tvær meginleiðir em færar til
að hafa áhrif á þessa þróun. Ann-
arsvegar að gera það eftirsóknar-
verðara að eignast böm og hins
vegar að vinna að því að ný störf
skapi sem mest verðmæti. Með
þessu er átt við að í stað atvinnu-
sköpunarsjónarmiða komi verð-
mætasköpunarsjónarmið. í raun
má segja að við séum alltof fá í
Gallerí Borg:
Louisa og Karó-
lína í kjaUaranum
þessu landi til að hafa efni á að
eyða vinnuaflinu í óarðbær störf,
eða störf þar sem lítill virðisauki á
sér stað.
3. Þá er mikilvægt að við gemm
okkur grein fyrir að aukin sjálf-
virkni mun væntanlega valda vem-
legri tilfærslu á vinnuaflinu í fram-
tfðinni. Sjálfvirknivæðingin í
fslensku atvinnulífí er þegar hafín.
Þróunin fram til þessa hefur verið
fremur hæg en ýmislegt virðist nú
benda til að veralegur kippur sé að
komast í sjálfvirknivæðingu
íslenskra fyrirtælq'a.
Ein meginskyringin á aukinni
sjálfvirknivæðingu er skortur á
vinnuafli og sú verðlækkun sem er
að eiga sér stað á tölvustýrðum
búnaði. Erlendis hefur sjálfvirkni-
væðingin meðal annars haft í för
með sér aukið atvinnuleysi. Sums
staðar hefur mönnum tekist að ^
sneiða hjá þessu, eins og t.d. í Jap-
an þar sem mikill fjöldi nýrra starfa
hefur skapast í kjölfar aukinnar
sjálfvirknivæðingar, bæði við þróun
og framleiðslu sjálfvirks búnaðar
og eftirlit, viðhald og menntun á
þessu sviði.
Sjálfvirkninni fylgja bæði tæki-
færi og ógnanir fyrir okkur íslend-
inga.
Með aukinni sjálfvirkni opnast
möguleikar á fjölgun starfa í ýms-
um greinum sem tengjast þróun og
framleiðslu sjálfvirks búnaðar og
viðhaldi og rekstri á sjálfvirkum
vélum. Möguleikamir felast einkum
í hönnun og þróun nýrra afurða,
markaðssókn með nýjar afurðir
framleiddar með hátækniaðferðum,
viðhaldi og þjónustu á þeim sjálf-
virka tækjabúnaði sem notaður
verður og menntun þeirra sem
starfa í þessu umhverfí.
Ógnunin felst hins vegar í þeirri
fækkun hefðbundinna starfa í ýms-
um greinum atvinnulífsins sem
óhjákvæmilega mun eiga sér stað
í lqolfar aukinnar sjálfvirknivæð-
ingar.
Forsenda þess að okkur takist
að nýta sjálfvirknivæðinguna til
bættra lífskjara er gífurleg þróun-
arstarfsemi, margföld á við það sem
nú viðgengst. Kjami málsins er sá
að aukin sjálfvirkni mun koma
hvort sem við viljum eða ekki og
ef við þróum ekki sjálf hluta þeirra
tækja sem verða notuð í hefðbundn-
um greinum atvinnulífsins í framt-
íðinni og í nýjum greinum, er hætta
á að ný tækni verði að mestu leyti
flutt inn og lífskjörin muni versr.a
hér á landi og við jafnvel fá svipað-
an atvinnuleysisskell og ýmsar aðr-
ar þjóðir. Einungis með því 'ð nýta
nýja tækni til að þróa, '.amleiða
og markaðssetja samkeppnishæfar
afurðir á alþjóðamarkoði mun okk-
ur takast að bæta úfskjörin.
Stóriðja morgundagsins á íslandi
er því ekki orkufrekur iðnaður, þó
vissulega sé rétt að kanna þá mögu-
leika eins og aðra. Það sem við
þurfum að leggja áherslu á og fjár-
festa í er þekkingamppbygging og
tæknivæðing sem er forsenda þess
að við höldum þeim lífskjömm sem
við höfum hvað þá að við bætum
þau.
Til að ná árangri þurfum við að
veija miklum ijármunum f þróunar-
staiftð á næstu ámm. Hér duga
ekki tugir milljóna, heldur þarf
hundmð milljóna á hveiju ári. Auka
þarf starfsþjálfun, eftirmenntun og
endurmenntun og sjá til þess að
almenningur í landinu verði virkari
þátttakandi f atvinnulffínu en verið
hefur.
Fmmkvæðið að þessari þróun
verður að koma frá fyrirtækjunum
sjálfum. Hins vegar er ljóst að nauð-
synlegt áhættufjármagn er í dag
ekki til staðar f fyrirtækjunum.
Fyrirtækin eiga erfitt með að
standa ein straum af því gífurlega
þróunarstarfí sem hér þarf að koma
til. Því er mikilvægt að veita fyrir-
tækjunum aukið svigrúm til ný-
sköpunar. Slíkt verður ekki gert
með aukinni skattheimtu og óraun-
hæfum launakröfum.
4. Tækifærin í atvinnuuppbygg-
ingunni em næg. Sem dæmi má
nefna:
— Fiskeldi.
— Framleiðslavélaogtækjafyr-
ir veiðar og vinnslu.
— Fullvinnsla sjávarafurða.
— Hugbúnaðar- og rafeindaiðn-