Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 14
14 íi MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 Skólinn sem vinnustaður - getum við bætt hann? eftir Kristínu Bjarnadóttur Glöggt er gests augað segir málshátturinn og það er forvitni- legt og hristir mann stundum óþyrmilega að lesa skýrslu um menntastefnu á íslandi sem unnin er af Efnahags- og framfarastofn- uninni og er hér til umræðu. Ég ætla að leggja nokkuð út af þess- ari skýrslu um innra starf fram- haldsskólanna frá sjónarhóli raun- greinakennara. í spjallinu, sem hér fer á eftir, hef ég kosið að drepa á nokkra þætti sem ég tel að valdi því að árangur starfsins í framhaldsskól- unum er á stundum minni en vænta mætti, og leitast við að svara spumingunni um hvemig megi úr bæta. Kemur þá við sögu ytra skipulag sem nauðsynlegt er til að hið innra starf geti orðið öflugt og virkt, en þetta tvennt verður vart aðskilið, þar sem skipulag setur allri starfsemiskorður, ýtir undir vissa þætti innra starfs, en gerir aðra ómögulega. Að mínu mati er skortur á vel menntuðum kennumm í stærð- fræðilegum greinum og viðskipta- greinum, þeim greinum sem hvað mest tengjast atvinnulífínu, annar alvarlegasti vandinn sem fram- haldsskólar eiga við að etja. Þessi vandi snýr að miðlun þekkingar- innar en hinn vandinn snýr að móttöku hennar. Þrátt fyrir mikla og 3lmenna aðsókn að framhalds- skólunum virðast margir nemend- ur ekki hafa tíma til að gefa sig heila og óskipta að náminu vegna mikillar vinnu meðfram skólanum. Skorturinn á kennurum í stærðfrœðilegum greinum Ræðum fyrst kennaraskortinn. 19. mars sl. var haldin ráðstefna um stærðfræðikennslu og menntun kennara þar sem þessi mál voru rædd ítarlega. Segja má að í aðal- atriðum sé ástandið þannig að námið í þessum fræðum við Há- skóla íslands virðist ekki laða að sér kennaraefni og raunar ekki vera skipulagt með það fyrir aug- um að þaðan útskrifíst kennarar. Hópur nemenda innritast á hveiju hausti, en langflestir hverfa frá strax á fyrsta ári. Þeir fáu sem útskrifast hafa yfírleitt góða fag- menntun, en ekki virðist svo sem þeir sjái sér þann kost vænlegan að kenna við framhaldsskólana og enn færri sýna áhuga á að afla sér kennslufræðimenntunar. Eflaþarf fagmenntun í stærðfræði við KHÍ Við Kennaraháskólann eru vandamálin með öfugum formerlg- • um. Ekki verður um það deilt að móðurmál og stærðfræði eru höf- uðnámsgreinar grunnskólans, en samt er það svo að engar lág- markskröfur eru gerðar f stærð- fræði við inngöngu f skólann eins og gert er í móðurmáli. Kennara- nemar fá allgóðan undirbúning undir kennslustarfíð sjálft, en mjög litlum tíma er varið þar til faglegr- ar kennslu í stærðfræði. Það verð- ur því að horfast í augu við það, að fagleg þekking almennra kenn- ara sem útskrifast frá Kennarahá- skólanum er of lftil. Þótt kennsla f grunnskólum sé ekki til umræðu hér hangir þetta þó allt á sömu spýtunni og mig langar til að koma því að hér að það er sannfæring mfn að það sé nauðsynlegt að efía svo fagmenntun í stærðfræði við KHÍ að allir þeir kennarar sem útskrifast þaðan og hyggjast ÍJJJ Jáiúnda; Í^ékiÚUáUiUtíMim vald á öllu námsefni grunnskólans. Fásinna er að halda því fram að nægilegt sé að kunna eitthvað minna til að kenna í byijendabekkj- um. Byijendakennslan er einmitt viðkvæmust og vandasömust. Hefðin í raunvísindum er ekki löng En trúin á bijóstvitið er rík, ekki síst í grein sem á sér jafn- stutta hefð og stærðfræði hér á landi. Henni má helst líkja við tón- list og tónlistarkennslu, sem einnig á sér stutta hefð hérlendis, eins og kunnugt er. En í þeim málum hafa kunnáttumenn ráðið ferðinni í svo sem eins og mannsaldur og nú hvarflar ekki að neinum að fela byijendakennslu í tónlist í hendur nema hámenntuðu fólki. Þannig má einnig koma á góðri og al- mennri menntun í stærðfræði með- al þjóðarinn? ., ef gerðar eru háar faglegar k’.ofur allt frá byijun. En ekkert r.iinna dugar ef kennsla í raung.einum á að ná tilgangi sínrjn og mögulegt verði að út- rýma þeim hugmyndum um raunv- fsindi og mér liggur við að segja dularljóma að allt sem á sér nátt- úrulegar, eðlilegar og rökréttar skýringar sé séreign sérfræðinga og ekki við hæfí almennings, en óskýranlegir hlutir eins og sijöm- uspádómar, samband við framliðna og trú á hulaufólk sé verðugt umræðuefni jafnvel í virtustu fjöl- miðlum. Vandinn við að miðla stærðfræðinni á mæltu máli Ég vék að bijóstvitinu áðan og vantrú margra á æðri menntun sem ritendur skýrslunnar nefna að þeir hafí orði varir við. Einmitt þetta hittir á dálítið auman punkt hjá stærðfræðingum. Hefðbundið 8tærðfræðinám felst í að tileinka sér öflugt en mjög sérhæft tákn- mál og leysa flókin viðfangsefni með hjálp þess. Það er því ekki sjálfgefíð að menn eigi auðvelt með fyrirvaralaust að loknu slíku námi að miðla fræðum sínum á almennu mæltu máli. Kennslufræðimenntun stærðfræðikennaraeftia þarf því að beinast að framsetningu og tjá- skiptum, því að enginn kennari getur talist góður nema hann hafí vald á hvoru tveggja, faginu sjálfu og miðlun þess. Það er hinn dular- fulli galdur kennslunnar að flétta saman mannþekkingu, framsetn- ingu og fagþekkingu til að ná sam- bandi við nemandann þar sem hann er fyrir tilstilli efiiisins, að hafa vald á fræðigrein sinni og geta miðlað henni svo vel að kennarinn skynji hvar nemandinn er staddur og hvað hann skortir til að ná tök- um á næsta atriði í þeirri löngu keðju þekkingar og röksemda sem raungreinanám er. Hvernig’ fást góðir kennarar? Og hvernig getum við þá laðað slíkt fólk að skólunum ef það skyldi nú vera til? Með kostaboðum um ótakmarkaða yfírvinnu? Hún getur freistað þegar um áhlaupa- verk er að ræða um skamman tíma en þegar að lífstarfínu kemur gera menn aðrar kröfur. Þeir sem hafa um langan tíma þjálfast í að leysa hin flóknustu vandamál vilja gjam- an fá tækifæri til að spreyta sig á 8liku þegar út í lífíð kemur. Það er einmitt einn af þeim þáttum sem koma við sögu þegar talað er um hve mjög himi almenni vinnumark- aður dragi til sín fólk sem menntað er í raungreinum. í skýrslunni er minnst á hin sáralitlu tengsl sem skólamir hafa við atvinnulífið. Það ;&»tiiverið;6kref tíl:betra;vegar ef „Það er kominn tími til að skapa breytt við- horf til skólans sem vinnustaðar. Skólinn þarf að verða griða- staður fyrir áreiti hversdagslífsins, stað- ur þar sem bæði nem- endur og kennarar finna sér betri vinnu- frið en heima við, þar sem þvarg hins daglega lífs tekur við.“ það yrði fýsilegur kostur fyrir vel menntað ungt fólk sem er að koma til starfs að stunda kennslu að hluta, en fá um leið tækifæri til að vinna að lausnum verkefna úr atvinnulífínu eða öðrum þeim gát- um sem á það sækir. Og vissulega gæti greinum eins og tölvufræði og viðskiptagreinum orðið akkur í slfkum beinum tengslum við at- vinnulíf, jafn erfítt og það er fyrir kennara að fylgjast með hraðri þróun í þessum greinum. Y firvinnumeinsemdin En ef svo ætti að verða þyrfti aðra stefnu, m.a. í launamálum, og greiða mest fyrir fyrstu kennslu dagsins, en ekki eins og nú er reyndar allt staðar í þjóðfélaginu, að þá fyrst er farið að greiða boð- leg laun þegar komið er út í yfír- vinnu og fólk er orðið þreytt og farið að gefa minna af sér. Þetta er sérlega hættulegt í kennslu, þar sem jafnvægi þarf að ríkja milli þess sem kennarinn viðar að sér og gefur frá sér. Jafnvel mætti segja að sá sem bara kenni, kenni ekki, eða að menn þurrausi sig ef menn hafí ekki tíma til neins ann- ars en að kenna. Ég tel raunar að yfírvinnumálin séu ein okkar allra versta meinsemd, raski fjölskyldu- högum, valdi streitu og langvar- andi ofþeytu og því sem óskynsam- legast er, lélegum vinnuafköstum og því að menn geta ekki gefíð sig heila og óskipta að starfí sínu. Eru hugmyndir um skóla húsnæði steinrunnar? Hvað annað geta skólamir gert? Stundum fínnst manni að þeir hafí fest í gömlum vandamálum og gleymt að rétta sig af þegar vand- inn var liðinn hjá. Á eftirstríðsár- unum komu fram árgangar nem- enda sem sprengdu af sér alla skóla, skólastofur voru allt að þrísetnar, engin aðstaða var fyrir nemendur í skólanum annars stað- ar en í skólastofunum rétt á meðan kennsla fór fram og vinnuaðstaða kennara var í lágmarki. Húsnæðið var berangurslegt og snautt, hvergi að sjá blóm, myndir eða gluggatjöld, hvað þá bólstruð hús- gögn. Síðan er nú liðinn mannsald- ur eða kannski meir og böm þeirra, sem uxu upp við þetta ástand, em nú sum komin upp í gegnum skóla- kerfíð. Allt er nú miklu rýmra, en hugsunarhátturinn er sá sami, kennarar og nemendur þjóta heim strax að loknum kennslustundum til að taka til við heimavinnuna, æm svo er alltaf neftid, en auðvit- að er átt við sjálfstæða vinnu, sem eðlilegast væri að ætti sér stað í réttu vinnuumhverfí í skólanum sjálfum. Ég býst við því að leitun sé að þeim skóla t.d. á Stór- Reykjavíkursvæðinu þar sem kennarar og nemendur eiga sér samastað til að vinna sín verk. Og blóm og myndir em enn talin ; niunaður 4g: bálfgerður, óþaffíúi s! Samkeppnisvandi skólanna Einnig þetta er dæmi um þann samkeppnisvanda sem skólamir eiga við að stríða, þegar þeir geta ekki boðið starfsmönnum sínum upp á eigið borð til að vinna við hvað þá nauðsynleg verkfæri eins og ritvél eða tölvu eða þá eigið vinnuherbergi. En verst er þó hin faglega einangmn sem fylgir því að fara einn með verk sín og vandamál heim. Þetta aðstöðuleysi hefur komið hart niður á kennumm í kjarabaráttunni þar sem hinn sýnilegi vinnutími í kennslustund- unum er tiltölulega stuttur. Menn hafa því viljað binda viðveru kenn- ara í skólunum við ákveðinn tíma. En hlutunum verður ekki snúið við í einu vetfangi. Margir hafa kosið sér kennslu að starfí vegna þess sveigjanlega vinnutíma sem hún býður upp á og komið sér upp vinnuaðstöðu heima fyrir. Fyrir þá er engan veginn fýsilegt að binda sig allan daginn í skólanum þar sem i mesta lagi er hægt að fá að deila skrifborði og tölvu með nokkmm öðmm í stómm vinnusal. Fyrst verður vinnuaðstaðan í skól- unum að verða viðunandi þannig að menn sjái sér hag í því að ljúka verkunum þar og þá kemur viðver- an af sjálfu sér. Næði nemenda til náms Og þá er ég komin að vinnuað- stöðu nemenda. Á eftirstríðsámn- um höfðu menn áhyggjur af því að heimanám færi fyrir lítið á heimilum þar sem væri mikil ómegð og þrengsli. Óhætt er að segja að menn búa nú við rýmri húsakost en áður var, en er næðið meira, örva aðstæðumar meir til náms? Mér er nær að halda ekki. Daglegt líf okkar tíma mótast af margvíslegum og yfírþyrmandi áreitum, ekki síst fjölmiðlum, þar sem höfuðfréttimar em afgreiddar á sífellt styttri tíma og gleymdar næsta dag. Ekki þarf að tíunda hinar fíölmörgu þarfir sem fylgja í kjölfarið, ferðalög, tískuklæðnað, græjur til að missa ekki af áreitinu og bifreiðar með tilheyrandi rekstr- arkostnaði. Allt em þetta snarir þættir f lífí okkar nútímafólks og mikill hluti afraksturs vinnu okkar fer í að halda þessu gangandi. Ekki að undra þó að unglingar telji það hluta af því að verða full- orðið fólk að ganga í þennan dans. Slíkar aðstæður em hins vegar lítt álgósanlegar fyrir raunvemlegt nám. Sumir myndu lfklega orða það svo að tfsku- og fjölmiðlafárið sé forheimskandi. Virkt nám krefst næðis og tfma til íhugunar og frumkvæðis af hálfu nemandans gagnstætt því að vera óvirkur þiggjandi. Stopular námsstundir á kvöldvöktuni á myndbandaleigum, svo dæmi sé tekið af algengri kvöldvinnu nemenda, örva vart til þeirra innri átaka og glímu sem virkt nám er fólgið í. Að skapa vinnuumhverfi í skólunum Ég er þá komin að kjama máls míns. Það er kominn tfmi til að skapa breytt viðhorf til skólans sem vinnustaðar. Skólinn þarf að verða griðastaður fyrir áreiti hversdagslífeins, staður þar sem bæði nemendur og kennarar fínna sér betri vinnufrið en heima við, þar sem þvarg hins daglega lífs tekur við. En þar kemur auðvitað til hið ytra skipulag. í skipulagi húsnæðis þarf að gera ráð fyrir litlum vinnuherbergjum kennara, og nemendur og kennarar þurfa að eiga ftjálsan aðgang að nauð- Kristín Bjamadóttir tölvum. Sums staðar má sjá vísi að slfku vinhuumhverfi, t.d. í tölvu- verum, sem margir skólar hafa komið sér upp, og á vel búnum bókasöfnum. Svipað mætti hugsa sér í raungreinakennslu, s.s. eðlis- fræði og líffræði, þar sem nemend- ur fengju aðstöðu til að vinna verk- efni á eigin spýtur. Slíkt krefst auðvitað aukins eftirlits og um- sjónar með tækjum, en vinna í slíku umhverfi borgar sig margfaldlega í auknu frumkvæði nemenda og raunverulegu, virku námi. Sums staðar hefur nemendum verið falin gæsla tækja og eftirlit og hefur það reynst mjög vel. Ný viðhorf til kennslu og skólastarfs Það er kominn tími til að fleiri taki þátt ( störfum innan skólans en kennarar einir, og það er kom- inn tími til að kennarar hætti að hokra sem einyrkjar hver í sínu homi og fari að trúa því sjálfír og sýna öðrum að sú umhyggja og alúð sem þeir leggja í starf sitt utan kennslustunda er vinna sem er engu ómerkari en vinna sem framkvæmd er á virðulegum skrif- stofum úti í bæ. Það er líka kom- inn tími til þess að menn hugsi hlutverk skólanna upp á nýtt og taki að líta á þá sem stað þar sem þekkingu og verkhyggni er steftit saman til að læra að lifa heilbrigð- ara og betra lífí. Efnafræði og næringarfræði eru gagnlegar námsgreinar, en þær fá aukna merkingu ef þær eru kenndar í tengslum við matseld, sem allir þurfa að vita skil á f heimi hinna fullorðnu. Listiðnir og handíðir veita líka mörgum lífsfyllingu, en nám í stærðfræði og sálfræði, sem markvisst er tengt þessum grein- um, getur gefíð þeim aukna dýpt og veitt nemendum nýja innsýn í þær. en það þykir þunnur þrett- ándi að matreiða, mála eða sauma með krít og töflu ein áhalda og óhjákvæmilegt að vinna slík verk í réttu umhverfí. Skólinn er heimur þar sem saman renna efni og andi En hvar á slíkur samruni efnis og anda fremur heima en í skólun- um, þar sem allar forsendur geta verið fyrir hendi? Aðeins þarf að leiða saman það fólk sem kann til hinna ýmsu þátta, og gera hið ytra umhverfi, skólahúsnæðið og inn- • viði þess, tæki og tól, að heimi þar sem von er til að nemendur og kennarar vinni saman að því að læra að greina á milli þess sem kalla má stundargæði og þess sem gefur lífínu raunverulegt gildi, milli hismisins og kjamans. Ég held og ég trúi því að hér á ís- landi séu í raun öll skilyrði til að reka skólakerfí sem væri öðrum þjóðum til fyrirmyndar eins og margt annað, sem hér hefur verið áorkað, ef menn aðeins bera gæfu til þess horfa upp úr dægurþrasinu og láta ósk um raunverulega bætta lffshætti vísa veginn. Höfundur er áfangastjóri í Fjöl- brautaskólnnum í Garðabœ ogfrá- farandi formadur Félaga raun- greinakennara í framhaJdsskóJ- um. Greinin ererindifluttáráðstefnu menntamálarÁðuneytíains ogBK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.