Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988 23 Áfall fyrir ferðaútveginn - segja talsmenn ferðaskrifstofanna Bátur björgimarsveitarinnar á ieið í útkall. Merkjasala Ingólfs Ferðaútvegurinn í landinu hef- ur orðið fyrir miklu áfalli vegna verkfalls veraiunarmanna segja talsmenn ferðaskrifstofa, sem Morgunblaðið ræddi við. Þeir segja þennan árstíma vera afar viðkvæman, undanfarin ár hafi verið reynt að lengja ferðamann- atímabiÚð bæði að vori og hausti. Það hafi einkum verið hópar í svonefndum verðlaunaferðum, sem nýttu þennan tima og nú óttaist þeir að sú uppbygging sé að fara forgörðum að verulegu leyti. “Ferðaskrifstofumar verða fyrir stórkostlegum skaða“ Helgi Magnússon forstjóri Út- sýnar sagði ferðaskrifstofur verða fýrir stórkostlegum skaða. „Það tekur mjög langan tíma að undirbúa komu ferðamanna. Oft er aðdrag- andinn að komu hóps eiitt til tvö ár. Og sfðan hrynur mikið starf með einni ákv örðun um verkfall sem við teljum okkur óviðkomandi" sagði hann. Helgi sagði að þótt lág- launafólk væri alls góðs maklegt, væri það mjög blóðugt að svo stór atvinnuvegur sem ferðaútvegurinn er þyrfti að líða vegna kjarabaráttu láglaunafólks. „Ferðaskrifstofumar eru ekki með neitt fólk í vinnu á þessum lágu launum, “ sagði Helgi. Hann sagði að Útsýn hefði m.a. tapað einum stórum hópi, 110 manns, frá þekktu snyrtivörufyrir- tæki. Sá hópur hefði ákveðið að snúa til Kaupmannahafnar og óvíst hvort fyrirtækið sem í hlut á liti aftur til íslands sem mögulegs áfangastaðar. „Það er alltaf verið að reyna að lengja ferðamannatí- mann og það er verið að leggja mikla vinnu í að fá inn hópa af góð’um ferðamönnum, sem eyða miklu fé, kaupa dýrustu gistingu og fara á dýrustu matsölustaði. Það er verið að reyna að fá þá á útjöðr- um ferðamannatímans, síðan er þetta eyðilagt með þessum hætti,“ sagði hann. “Okkur fínnst það skjóta skökku við að þeim fyrirtækj- um sé refsað með þessum hætti sem þó eru að borga starfsfólki snu betri laun, en þau lágu laun sem þessi átök standa um.“ „ Augljóst að mikið hefur tapast“ Kjartan Lárusson hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins sagði erfítt vera að meta stöðuna nú. Ljóst væri að mikill skaði sé orðinn og spuming hvort mörg fyrirtæki í þessari at- vinnugrein séu ekki illa stödd eftir verkfallið. Einkum með tilliti til þess að síðasta ár var tiltölulega erfítt í greininni. Hann sagði að vel hefði litið út með sumarið, en aug- ljóst að mikið hefði tapast þessa viku og eitthvað fram í maí a.m.k. Hann sagði þetta koma verst við þau fyrirtæki sem þurfa að verulegu leyti að treysta á sumarið og hafa minna umleikis á öðrum árstímum. „Svo er spumingin: Kemur eitthvað meira á eftir þessu? Nú er verslun- arfólk í verkfalli, hveijir koma næst. Ég óttast að ekki sé útséð með það, hvort friður verður áfram á vinnumarkaðnum," sagði Kjartan. Hann sagði augljóst að algjör grundvallarbreyting væri nauðsyn- leg á verkalýðsmálum og kjarabar- áttu, það gæti alls ekki gengið að eiga jrfír höfði sér slíkt verkfalls- ástand sem nú. „Þýðir fækkun starfa í atvinnugreimnni“ „Þetta þýðir ekkert annað en fækkun starfa í atvinnugreininni og verri afkomu fyrirtækjanna," sagði Knútur Óskarsson hjá Úrvali. Hann lýsti miklum áhyggjum sínum af töpuðum viðskiptum. Hætta sé á að þeir sem afpanta íslandsferðir sínar nú muni ekki koma hingað síðar. Annað hvort þori þeir ekki að treysta því að hér verði hægt að halda uppi fullri þjónustu, eða að þeir sem hafa leitað annað kunni svo vel við sig þar, að þeir fari þangað aftur. Knútur sagði að veru- lega hefði dregið úr ferðum íslend- inga út úr landinu undanfarið og yki það enn vanda ferðaskrifstof- anna. Hann nefndi dæmi um hópa útlendinga sem hefðu hætt við að koma hingað. 60 manna hópur valdi Brussel í stað Reykjavíkur og tveir tuttugu manna hópar hættu við. „Þetta fólk kemur ekki, þetta eru töpuð viðskipti, skaðinn er fyrst og fremst fyrir ísland sem ferða- mannaland," sagði hann. HIN ÁSLEGA merkjasala björg- unaraveitar Ingólfs i Reykjavík verður nú um helgina, dagana 29. apríl til 1. maí. Munu þá sölu- böm & Reykjavíkuravæðinu bjóða merki björgunaraveitar Ingólfs til sölu. Björgunarsveit Ingólfs starfar í Reykjavík og innan hennar starfa bæði leitarhópar til landbjörgunar og sjóbjörgunar. Sveitin er skipuð um 70 sjálfboðaliðum sem oft leggja sjálfa sig í hættu til björgunar mannslífum og verðmætum. Sem dæmi um þetta má nefna að Jón E. Bergsveinsson, nýjasti björgun- arbátur sveitarinnar, hefur sinnt hátt í 50 útköllum á síðasta ári. Það er von okkar að Reykvíking- ar taki sölubömunum jafn vel og undanfarin ár en merkjasala þessi er stór þáttur í fjáröflun sveitarinn- ar. (Fréttatilkynning) Davíð Oddsson Davíð Oddsson á fundi í Nes- og Melahverfi FÉLAG sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi heldur almennan félagsfund í KR-heimilinu við Frostaskjól á morgun, laugar- dag, ki. 14.30. Gestur fundarins verður Davíð Oddsson borgarstjóri og ræðir hann um borgarmál. Þá kynnir Ingi- mundur Sveinsson arkitekt fyrir- hugað mannvirkí á Öskjuhlíð og sýnt verður líkan af því á staðnum. Fundarstjóri á fundinum verður Sigríður Arnbjamardóttir formaður félagsins og fundarritari verður Baldvin Einarsson. Hér gefst íbúum hverfísins og öðmm borgarbúum tækifæri til þess að fræðast um málefni borgar- innar og einnig að koma á fram- færi óskum sínum og hugmyndum í sambandi við þau. Vill sijóm félagsins eindregið hvetja menn til þess að notfæra sér þetta tækifæri og fjölmenna á fund- inn. (Fréttatílkynning) FjtilskyklubíUinn meó möguleikana • 3ja dyra: Sportlegur en rúmgóður engu að síður. • 4ra dyra: Klassískar línur — „Stórt skott“. • 5 dyra: Ótrúlegt rými. • Þið fínnið Sunny frá Nissan sem hentar ykkar jölskyldu. • 3 vélastærðir: 1300 cc, 1500 ccog 1600 cc fjölventla. • 3ja ára ábyrgð Nissan Sunny — rétti fjölskyldubíllinn • 4ra, 5 gíra beinskipting eða sjálfskipting. • Aflstýri. • Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli með tví- virkum dempurum. • Tvöfalt hemlakerfi. Ingvar elgason hf. Sýningarsalurinn, Rauöagerði Simi: 91 -3 35 60 ——r —.—-------; ? t rí—ri i 'i 111 f; 8 X v ' jj (., —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.