Morgunblaðið - 29.04.1988, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1988
/, Ketr'i ðnoii. ÉQ Zief ba<5 gott 09 skemmti
rrterddsounnlega. 1' Subur-Cra.kk.lar\cii."
Ast er ...
að vera vitlaus hvort í
öðru.
TM Rag U.S. Pa! Otf.—all nghu rmervad
® 1987 Los Angeies Tin^s Syndicete
Er, spegill minn, nokkur
snjailari mér lyá fyrirtæk-
inu? Er nokkur heppUegri
þar tíl að vera aðstoðar-
framkvæmdastjóri?
Með
morgunkaffinu
Láttu þig ekki dreyma um
wað hann verði karate-
meistari___
HÖGNI HREKKVlSI
©19*7
McNau*hi Synd., Inc. 7-/Q
NEI ! (5ETTA 1 NlMRO/H/MUM V|p EKKI .' "
Sveitamennskuímynd
Islendinga útrýmt
Kæri Velvakandi.
Bjórmálið sýnist nú góðu heilli
ætla að komast í höfn. Þar með
virðist sem framsýnum þingmönn-
um muni takast að útrýma enn
einum þættinum í þeirri sveita-
mennskuímynd sem svo lengi hef-
ur viljað loða við okkur Islend-
inga. Eitt af öðru hafa höftin ver-
ið rofín, aflagðar sérviskumar
sem hlegið hefur verið að okkur
fyrir um allan heim: Vínbann á
miðvikudögum, sumarfrí sjón-
varps, sjónvarpslaus fímmtudagur
og svo nú loks bjórbann afnumið.
Þar með er svo komið, að að-
eins eitt vígi sveitamennskunnar
stendur enn og á ég hér við hin
fáránlegu lög frá 1956 sem banna
hnefaleika á íslandi. Það er með
öllu óþolandi að ekki skuli leyfí-
legt að iðka þessa fomu og göf-
ugu sjálfsvamaríþrótt hér á landi.
Rök hnefaleikaandstæðinga um
slys og heilsutjón em fáránleg og
minna um margt á rök þeirra sem
hamast gegn bjómum, en sjá ekk-
ert athugavert við brennivínið.
Með sömu röksemdafærslu og
beitt hefur verið gegn hnefaleik-
um væri augljóslega hægt að
krefjast þess að flestallar íþróttir
yrðu bannaðar, ekki síst fótbolti.
Þá má minna á það, að helstu
sérfræðingar alheims í slysum og
óhollustu, nefnilega Svíar, hafa
aldrei séð ástæðu til að banna
hnefaleika.
Nú skora ég á hæstvirt Alþingi
að vera sjálfu sér samkvæmt og
afnema nú þegar hnefaleikaban-
nið, eða banna allar íþróttir ella.
Hnefaleikarar í öllum þyngdar-
flokkum, sem verða nú að iðka
íþrótt sína í leyni, vil ég hvetja
til að koma fram í dagsljósið upp
úr kjöllurum og skúmaskotum
víðsvegar um landið. Upp með
hanskana félagar! Kýlum á þetta
baráttumál!
Hjalti Jónsson
Stærri
póstkassi
Hinn 19. apríl birtist grein í Velvak-
anda eftir Ingvar Agnarsson þar
sem hann benti á að póstkassinn
við pósthúsið í Kópavogi, sem ætl-
aður er til nota kvöld og um helg-
ar, væri of lltill. Nú hefur verið
komið fyrir nýjum póstkassa þama
sem er hlemingi stærri en sá sem
fyrir var og ætti hann ætti því að
gangast betur.
Jóhann Hjálmarsson
blaðafulltrúi Pósts og síma
Hinmikla
vá, eiturlyfin
Til Velvakanda.
í Morgunblaðinu 6. apríl sl. er
athyglisverð frétt: Pundist hefur
mikið magn, 12,3 kg af hassi (sölu-
verð rúml. 12 millj. króna), sem.
smyglað hafði verið til landsins.
Maðurinn, innflytjandi eiturlyfsins,
fannst. Honum var haldið inni um
tíma í gæsluvarðhaldi, á meðan
rannsókn málsins fór fram, en svo
sleppt fijálsum.
Enginn venjulegur maður skilur
slíka afgreiðslu mála. Hví ekki að
taka eiturlyfjainnflytjendur úr um-
ferð til lengri tíma eins og hveija
aðra hættulega glæpamenn, til þess
að stöðva framferði þeirra?
Alitið mun vera, að aðeins tiltölu-
lega lítill hópur manna stundi inn-
flutning eiturlyfja, og að ef þessir
fáu menn væru teknir úr umferð,
mundi innflutningur og sala þessara
efna falla niður að mestu. Ef þetta
er rétt, hví er þá þessum óláns-
mönnum leyft að halda áfram iðju
sinni, án teíjandi hindrana af hálfu
yfirvalda?
Geta yfírvöld ekki skilið, að
glæpastarfsemi eiturlyfjasalanna,
leggur líf og framtíð þúsunda æsku-
manna í rúst og veldur aðstandend-
um þeirra ómældum þjáningum.
Eg held, að á meðan þessi mál
eru tekin þeim vettlingatökum, sem
enn virðist raunin á, þá verði erfítt
að stemma stigu við glæpum af
þessu tagi.
Eiturlyfín eru langhættulegust
allra fíkniefna, og ætti því að leggja
sérstaka áherslu á að koma í veg
fyrir neyslu þeirra, og þar ættu
stjómvöld að beita sér af fullri al-
vöru en ekki neinni sýndarmennsku.
Öll fíkniefni, einnig þau sem
vægari eru, eru stórskaðleg. Því
kemur það úr hörðustu átt, þegar
ráðendur þjóðarinnar, þ.e. allt að
helmingur allra alþingismanna,
mælir eindregið með innflutningi
og neyslu á sterkum bjór, sem vissu-
lega er skaðlegt vímuefni, og veldur
því, skv. erlendri reynslu, að stór
hluti þjóðarinnar, eikum yngri hluti
hennar, leggst í einskonar doða og
deyfð, sem endurtekur sig daglega,
og gerir menn ófærari en ella, að
beita skerpu hugans og eðlilegri
dómgreind til að leysa og takast á
við viðfangsefni lífsins.
Ingvar Agnarsson
Víkveiji skrifar
Víkveiji sat fund á Hótel Sögu
kvöld eitt í vikunni. Það var
einkennilegt að koma inn í þetta
stærsta hótel landsins. Venjulega
er ys og þys í gestamóttökunni en
nú var þar ekkert lífsmark. Telja
mátti gesti á fíngrum annarrar
handar og lyklataflan, þakin lyklum
ónotaðra herbergja, var táknræn
fyrir það ástand sem ríkir í ferða-
mannaiðnaðinum um þessar mund-
ir. Hótelstjórinn var í gestamóttök-
unni þegar komið var til fundarins
en þegar fundi lauk var aðstoðar-
hótelstjórinn kominn á næturvakt-
ina! Aðrir mega ekki vinna í gesta-
móttökunni.
Aðstoðarhótelsijórinn stóð í
ströngu. Hann var í sambandi við
erlenda aðila til að reyna að afstýra
þvf að stórir hópar frá erlendum
stórfyrirtækjum hættu við áformað-
ar íslandsferðir. Þessar ferðir höfðu
verið skipulagðar fyrir mörgum
mánuðum og sendinefndir frá fyrir-
tækjunum komið hingað oftar en
einu sinni til að ganga frá þeim.
Meðal annars voru væntanlegir í
vikunni 170 lesendur danska blaðs-
ins Berlingske Tidende. Þeirri ferð
tókst að bjarga með því að fá leigu-
flugvél hjá Flugleiðum og bóka
hópinn alla leið strax á Kastrup-
flugvelli, svo ekki þyrfti að bóka
hópinn á Keflavíkurflugvelli á heim-
leiðinni!
Ferðamannaiðnaðurinn er mjög
viðkvæmur fyrir verkföllum. I
mörgum tilfellum er undirbúnings-
starf margra mánaða unnið fyrir
gýg. Enginn veit á þessari stundu
hver verða áhrif verkfallsins á
ferðamannastrauminn í sumar.
XXX
ýlega ræddi Víkveiji við Hún-
vetning og hann upplýsti að í
vetur hefði Holtavörðuheiðin aðeins
einu sinni verið ófær svo orð væri
á gerandi. Var það í hretinu sem
gerði um páskana. Mikil breyting
hefur orðið á samgöngumálunum
undanfarin ár en eins og menn
muna eflaust, voru heiðamar norð-
anlands ófærar oft á vetri áður fyrr.
Áhrifín eru margvísleg. Núna
tekur aðeins 3-4 tíma að aka úr
Húnavatnssýslum til Reykjavíkur
og faért er nær alla daga árins.
Afleiðingin er sú að verzlun hefur
að talsverðu leyti færst úr heima-
héraði og til Reykjavíkur. Hún-
vetningurinn nefndi sem dæmi að
ekkert þýddi að bjóða upp á nema
algengasta fatnað. Fólk færi til
Reykjavíkur til að fata sig upp.
Aðeins nauðsynjar væm keyptar í
héraðinu.
XXX
Sjónvarpsþátturinn um Margréti
Thatcher, sem sýndur var í
Ríkissjónvarpinu á miðvikudags-
kvöldið, var mjög fróðlegur og
skemmtilegur. Eftir þáttinn getur
enginn efast um að ,jámfrúin“ er
réttnefni á þessari mögnuðu konu.
Fram kom að Thatcher hefur alla
þræði Bretaveldis í höndum sínum
enda fer hún létt með að vinna 20
tfma á sólarhring 7 daga vikunnar!
Leiðtogar Verkamannaflokksins
höfðu af því áhyggjur að Bretar
væm orðnir því svo vanir að Thatc-
her væri þjóðhöfðingi þeirra að þeir
gætu ekki ímyndað sér nokkum
annan við stjómvölinn! En eitt er
ljóst. Margrét Thatcher hefur skip-
að sér í hóp mestu þjóðarleiðtoga
þessarar aldar.