Morgunblaðið - 30.04.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.04.1988, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 Skammt frá minnismerki óþekkta hermannsins eru þessar loftvarna- byssur. Hvort þær eru til minningar um heimsstyijöldina eða við- búnaður ef til átaka kæmi nú á tímum skal ósagt látið. Vetrarmyndir frá Múrmansk MÚRMANSK er stærsta hafnar- borgin á Kóla-skaga í norður- hluta Sovétríkjanna, austan við Noreg. Á skaganum er eitthvert mesta víghreiður veraldar. Það eru ekki oft sem sjást myndir frá Múrmansk og allra síst herskip- um þar. Eru Sovétmenn mjög varir um sig, þegar þeir sjá menn munda ljósmyndavélar á þessum sióðum. Morgunblaðinu bárust þó nýlega nokkrar myndir þaðan og birtast þær hér. Þegar siglt er inn til Múrmansk má hvarvetna sjá herskipalægi. A þessari mynd sést annað tveggja þyrlumóðurskipa sovéska flotans af svonefndri Moskvu-gerð. Þessi skip eru 17.000 lestir og eru 191 metri á lengd. í sovéska flotanum eru aðeins flugmóðurskip af Kiev-gerð og orrustubeitiskip af Kirov- gerð stærri. Eitt af einkennum allra sovéskra borga er minnismerki um siðari heimsstyrjöldina og framgöngu Rauða hersins á þeim erfiða tíma. Myndin sýnir risavaxna styttu af hermanni við Múr- mansk. Banda- ríkjastjórn úthúðað í Moskvu Moskvu. Reuter. Sovétmenn réðust í gær með heift að Bandaríkjastjórn og sök- uðu Ronald Reagan forseta um heimsveldishroka í ummælum sinum um sovésk stjórnvöld. Þá var sagt, að vígbúnaðaráætlanir Bandarikjastjórnar gætu spillt fyrir samskiptum ríkjanna. Yfírlýsingar Sovétstjórnarinnar um Reagan og Bandaríkjastjóm voru birtar í flokksmálgagninu Prövdu og Tass-fréttastofunni og koma fyrir almenningssjónir þegar aðeins einn mánuður er til fundar þeirra Reagans og Míkhaíls Gor: batsjovs, leiðtoga Sovétríkjanna. í liðinni viku kvaðst Gorbatsjov vera orðinn leiður á predikunartóninum frá Washington og í fyrradag var- aði stjómmálaráðið Bandaríkja- stjóm við að troða skoðunum sínum og gildismati upp á aðra. Sagði í Prövdu, að Reagan væri vanur að krydda ræður sínar með „heims- veldishroka, sem jaðrar við afskipti af innanlandsmálum okkar“. Tass-fréttastofan sagði, að áætl- anir NATO um að endumýja skammdræg kjamorkuvopn gæti hrundið af stað nýju vígbúnaðar- kapphlaupi, grafið undan því, sem áunnist hefði í samskiptum risa- veldanna, og gert að engu ávinning- inn af samningunum um meðal- drægu vopnin SYNING 3 0.4. KL. 10-17 O G 1.5. KL. 13-17 HÚSMUNAVERSLUN ENGJATEIGI 9 105 REYKJAVlK S I M I 68 91 55 Glæsileg sýning á húsgögnum frá í dag og á morgun. Eftir hönnuöina Peter Maly, De Pas, d'Urbino, Lomassi, Franco Raggi, Claude Brisson, Michel Ducaroy og Annie Hiéronimus. APGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.