Morgunblaðið - 30.04.1988, Síða 33

Morgunblaðið - 30.04.1988, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 33 Efri deild: Deilur um Rík- isendurskoðun Álverið í Straumsvík. NOKKRAR deílur urðu meðal þingmanna í efri deild í gær þeg- ar frumvarp forseta þingsins um breytingu á lögum um Ríkisend- urskoðun kom til umræðu. Töldu þingmenn Borgaraflokksins i deildinni að RE væri veitt of mikið vald með þessari heimild. Halldór Blöndal var einn þeirra sem svaraði þessari gagnrýni og sagði hann frumvarpið vera nauðsynlegt til að RE gæti hald- ið uppi reglulegu eftirliti án þess að leita til dómstóla. Heilbrigðisráðherra: Niðurstöður mengnnar- mælinga í álverinu í mai GUÐMUNDUR Bjarnason svaraði á fimmtudag fyrirspurn frá Hjör- leifi Guttormssyni (Abl/Al) um mengun i álverinu í Straumsvík. Hjörleifur spurði hvaða athuganir hefðu verið gerðar á mengun frá álverinu vegna gallaðra rafskauta og hver væri afstaða heilbrigðis- ráðuneytisins og Hollustuverndar rikisins og hvaða kröfur hefðu verið gerðar um úrbætur. í svari ráðherrans kom fram að i næsta mánuði er væntanleg skýrsla um niðurstöður mælinga á útblæstri frá viftum i kerskálum og frá hreinsibúnaði. Heilbrigðisráðherra sagði Vinnu- í samvinnu við álverið í Straumsvík eftirlit ríkisins hafa eftirlit með mengun á vinnustöðum og sjá um að fýlgjast með mengun í kerskál- um álversins og áhrifum á starfs- menn, fyrir þennan þátt yrði félags- málaráðherra að svara. Hollustu- vemd ríkisins hefði hins vegar eftir- lit með mengun sem bærist frá ál- verinu út í umhverfið og eftirlit með mengun í Straumsvík. Sumarið 1986 hefðu farið fram mælingar á útblástri frá viftum í kerskálum og frá hreinsibúnaði. í þeim tilvikum þar sem mikið hefði verið um opin ker hefði mengun frá álverinu verið töluvert meiri en við- unandi gæti talist. Skýrsla um þess- ar mælingar væri væntanleg í næsta mánuði. Ennfremur væri starfandi svokölluð flúomefnd sem ætti að fylgjast með hvaða áhrif mengun í álverinu hefði á gróður í nágrenni þess. Þessi nefnd starfaði á vegum iðnaðarráðuneytisins og í tengslum við það. Varðandi síðari Iið fyrirspumar- innar, þ.e. hver væri afstaða heil- brigðisráðuneytisins til mengunar vegna gallaðra rafskauta, sagði ráðherra að í lok ágústmánaðar sl. hefði Hollustuvemd ríkisins skrifað álverinu í Straumsvík bréf vegna þessa máls og fengið hin 16. sept- ember svar þar sem tilkynnt hefði verið að gölluðum rafskautum hefði verið skipt út þegar í ágústmánuði. Ráðuneytið og Hollustuvemd hefðu þar með talið að þessu máli væri komið í viðunandi horf. Greininlegt væri hins vegar að ekki hefði fund- ist viðunandi lausn á þessu máli og myndi ráðuneytið taka á málinu í samráði við Hollustuvemd, Heil- brigðiseftirlit HafnarQarðar, iðnað- arráðuneytið og stjómendur álvers- ins í Straumsvík þegar niðurstöður áðumefndrar rannsóknar lægju fyr- ir f næsta mánuði. Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra, sagði síðustu upplýsing- ar sem væm til fyrir árið 1986 benda til þess að þá um haustið hefði minni mengun mælst í gróðri eða vatni heldur en þá um vorið. Með þessu væri fylgst og mætti segja*%ð þegar litið væri til baka yfir ÖU þessi ár þá hefði mengun mæld í gróðri og vatni við álverið farið minnkandi ár frá ári og þá tæki hann ekkert sérstakt tillit til þeirra vandræða sem væru nú sér- stök afleiðinggallaðra rafskautum. Með frumvarpinu er verið að gera skoðunarheimildir Rfkisendur- skoðunar ótvíræðar. Meirihluti fjár- hags- og viðskiptanefhdar efri deildar telur að samþykkja eigi frumvarpið en Júlíus Sólnes (B/Rn) skilaði séráliti. Telur hann frum- varpið gefa Ríkisendurskoðun mjög” víðtæka lagalega heimild til þiess að rannsaka bókhald og grunngögn reikninga sem ríkinu væri ætlað að greiða samkvæmt lögum, verk- samninga o.fl. Gert væri ráð fyrir að Ríkisendurskoðun gæti krafist þess að fá aðgang að bókhaldi einkaaðila og fyrirtækja þeirra. Júlíus sagði að hér væri of langt gengið og um óeðlileg afskipti ríkis- valdsins af Qárreiðum einstaklinga væri að ræða. Hann gæti því ekki samþykkt ' frumvarpið óbreytt. Þingmenn Borgaraflokksins í efri deild, þeir Júlíus Sólnes og Guð- mundur Ágústsson, héldu síðan uppi gagnrýni á frumvarpið. Halldór Blöndal, formaður ijár- hags- og viðskiptanefndar efri deildar, sagði þetta frumvarp ekki vera flutt af einhverri mannvonsku heldur væri þessi heimild nauðsyn- leg til þess að Ríkisendurskoðun gæti í reglulegu eftirliti athugað þau gögn sem henni væri nauðsyn á án þess að þurfa að leita til dóm- stóla. Ekki væri verið að skerða persónuleg réttindi þeirra manna 4 sem ættu viðskipti við ríkissjóð. Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S/Vf) sagði frumvarpið vera þann- ig til komið að RE hefði óskað eft- ir flutningi þess og forsetar Al- þingis staðið að flutningi þess. Teldu þeir þýðingarmikið að það yrði lögfest á þessu þingi. Afar mikilvægt væri að RE færi ekki offari í þessum efnum og væri stofnunin mjög meðvituð um hve mikill vandi henni væri á höndum. Bönnuð verði við- skipti við Suður- Afríku og Namibíu í GÆR var lagt fram á Alþíngi frumvarp um bann við viðskipt- um við Suður-Afríku og Namibíu en flutningsmenn eru fimm þing- menn úr öllum flokkum nema Borgaraflokki. Frumvarpið kom til fyrstu umræðu í neðri deild í gær og var að henni lokinni sent til meðferðar fjárhags- og við- skiptanefndar deildarinnar. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, skýrði frá því að rfkisstjómin hefði haft þetta mál til umræðu að undanfömu og sfðastliðinn fímmtu- dag hefði verið samþykkt tillaga frá honum um að fulltrúar stjómar- flokkanna í utanríkismálanefnd beittu sér fyrir að fram kæmi í neðri deild frumvarp um viðskipta- bann við Suður-Afríku og Namibíu. Skiptar skoðanir væru um hvort aðgerðir af þessu tagi hefðu ein- hver áhrif, sagði viðskiptaráðherra, þetta væri fyrst og fremst ákvörðun stjómmálalegs eðlis en ekki við- skiptalegs. Albert Guðmundsson (B/Rvk) taldi þetta vera sýndarmennsku og ef einhver alvara lægi að baki yrðu stjómmálatengsl við löndin slitin. Með frumvarpinu er lagt til að sett verði bann á innflutning frá og útflutning til Suður-Afríku og Namibíu. í greinargerð með frum- varpinu segir að Norðurlandaþjóð- imar hafi einum rómi fordæmt kúg- unarstefnu Suður-Afríku gegn meirihluta fbúanna og ólöglegar aðgerðir Suður-Afríku í Namibíu. Með samþykkt þessara laga skipi ísland sér í hóp þeirra þjóða sem með formlegum hætti lýsa yfír við- skiptabanni á Suður-Afríku f þeim tilgangi að þrýsta á rfkisstjóm landsins til þess að láta af stefnu sinni. Síðan segin „Þótt almennt megi segja að Norðurlöndin og önnur vestræn ríki styðji fijáls viðskipti er ljóst að um Suður-Afríku geta venjulegar reglur ekki gilt. Endur- teknar tilraunir Norðurlandaþjóð- anna á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, m.a. í öryggisráðinu, hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Var því sú leið farin í hinum einstöku löndum að setja löggjöf sem felur í sér viðskiptahömlur. “ Innflutningur frá Suður-Afríku hefur undanfarin ár verið að verð- mæti 20-30 milljónir króna en út- flutningur 3-5 milljónir króna. Inn- flutningurinn firá Suður-Afríku var 0,05% af heildarinnflutningi lands- manna á síðasta ári og hefur hann farið minnkandi frá árinu 1984. Útflutningur hefur haldist hlutfalls- lega óbreyttur og verið tæplega 0,01% af heildarútflutningi. Flutningsmenn eru Kjartan Jó- hannsson (A/Rn), Páll Pétursson (F/Nv), Olafur G. Einarsson (S/Rn), Kristfn Einarsdóttir (Kvl/Rvk), Steingrímur J. Sigfús- son (Abl/Ne). STUTTAR ÞINGFRÉTTIR FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær. Haldnir voru nokkrír fundir í báðum deildum og mörg frumvörp afgreidd á milli umræðna og deilda. t dag verður síðan haldinn fundur í sameinuðu þingi. Nefndarálit um bjórinn Meirihluti allsherjamefndar efri deildar hefur skilað frá sér nefndaráliti um bjórfrumvarpið. Meirihluti nefndarinnar leggur til að það verði samþykkt eins og það kom frá neðri deild. Undir nefndarálitið rita þau Jóhann Ein- varðsson (F/Rn), Eiður Guðnason (A/Vl), Guðmundur Ágústsson (B/Rvk), Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk), Salome Þorkelsdóttir (S/Rn) og Stefán Guðmundsson (F/Nv). Sala Ferðaskrifstofu rikisins Efri deild afgreiddi í gær til neðri deildar frumvarp sam- göngumálaráðherra um sölu á 2/s hluta rfkisins í Ferðaskrifstofu ríkisins til starfsmanna. Sam- göngunefnd deiidarinnar tók í nefndaráliti fram að þegar talað sé um' „forkaupsrétt starfs- manna“ sé átt við alla starfs- menn, jafnt fastráðna sem laus- ráðna, svo sem sumarráðna starfsmenn Edduhótela. Guð- mundur Ágústsson (B/Rvk) flutti breytingartillögu við frumvarpið- þess efnis að allur hluti rikissjóðs yrði seldur. Kaupleigan milli deilda Neðri deild afgreiddi í gær til efri deildar frumvarp félagsmála- ráðherra um kaupleiguíbúðir. Fé- lagsmálaráðherra mælti síðan fyr- ir frumvarpinu í efri deild og var það afgreitt til annarrar umræðu og nefndar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.