Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 42

Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 Minning: Tómas S. Sveinsson, Vestmannæyjum Fæddur 14. ágúst 1903 Dáinn 20. apríl 1988 Það var um miðjan september sl. sem frændi minn og vinur, Tóm- as Sveinsson, hringdi til mín frá Vestmannaeyjum, og bað mig að ganta fyrir sig ryðvörn á bílinn sinn. A tilsettum tíma í október kom hann svo með bílinn sinn og gisti hjá okkur hjónum í nokkra daga, meðan ryðvörnin fór fram. Eins og vant var, ríkti nánast jólahátíð á okkar heimili, meðan Tommi dvaldi hjá okkur. Það fylgdi honum sami hressi andblærinn og vant var, við skiptumst á skoðunum í pólitík, hann fræddi mig um menn og mál- efni fyrri tíma og ég skaut honum í heimsókn til ættingja á höfuð- borgarsvæðinu á meðan á dvöl hans stóð. Að lokum fylgdi ég honum til Þorlákshafnar, þaðan sem hann hélt heim með Heijólfi. Allt virtist eins og áður, hann var hress og kátur. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti, hálfum mánuði seinna, er ég fékk þær fregnir úr Eyjum, að hann hefði verið fluttur veikur á sjúkrahúsið þar. Nokkrum dögum síðar var hann kominn á Landspítalann. Lengi vei var haldið í vonina um, að hér væri ekki al- vara á ferðum, en þar kom, að ljóst var, að maðurinn með ljáinn hafði reitt til höggs. Hetjulegri baráttu Tómasar Sveinssonar gegn því lagi lauk ekki fyrr en 20. apríl sl. Tómas Stefán Sveinsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur í Selkoti, Austur-Eyjafjallahreppi, t Móðir mín, MARGRÉT ÞÓRARINSDÓTTIR, Háaleitisbraut 26, Reykjavík, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu ísafirði föstudaginn 29. apríl. F.h. vandamanna, Jósefína Gísladóttir. t Eiginkona min, SIGRÚN ÞÓRARINSDÓTTIR, Tunguvegi 2, lést á Sólvangi þann 26. apríl. Eyjólfur Guðmundsson, Þórir Eyjólfsson, Helga Pálsdóttir, Guðni R. Eyjólfsson, Guðríður Karlsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, RANNVEIG ÞÓR, lést á Droplaugarstöðum að kvöldi 28. apríl sl. Borghildur og HHmar Fenger, Hrund og Örn Þór, Hjördís Þór McCrary. t Eiginmaður minn og faðir, PÁLL KR. PÉTURSSON, Ljósheimum 14, Reykjavík, lést í Landspítalanum fimmtudaginn 28. apríl. Álfdís Ragna Gunnarsdóttir, Ólöf S. Pálsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG SVEINSDÓTTIR frá Felli í Biskupstungum, til heimilis í Miðtúni 7, lést á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 28. apríl. Dætur og tengdasynir. t Eiginmaöur minn, RAGNAR Á. SIGURÐSSON sparisjóðsstjóri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þann 29. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Lundberg. 14. ágúst 1903. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Jónsson, bóndi þar, og kona hans, Anna Valgerður Tómasdóttir. Sveinn, faðir hans, var sonur Jóns Jónssonar á Lambafelli, sem var víðfrægur völundur í hönd- unum, ættaður austan úr Skafta- fellssýslu. Frá honum eru komnir víðfrægir snillingar, og má þar til nefna Guðjón í Smiðjunni í Vest- mannaeyjum o.fl. Sjálfur var Sveinn, faðir Tómasar, annálaður snillingur í höndunum og það sagði Tómas mér sjálfur, að oft á tíðum hefði faðir hans gengið frá orfinu á Selkotsengjum, til þess að sinna viðgerðum á amboðum og búshlut- um sveitunganna. Um annað endur- gjald en þakklætið fyrir þá þjónustu var ekki að ræða, en það dugði skammt til þess að seðja svanga munna eða að koma heyfeng í hús. Á þessu var þó ein undantekning, að sögn Tómasar, en það var Eyjólf- ur Þorsteinsson á Hrútafelli, sem ávallt sendi vinnumann til þess að vinna fyrir Svein, meðan hann gerði við þá hluti, sem hann hafði sent honum til viðgerðar. Ósjálfrátt Ieið- ir maður hugann að því, að rausn og höfðingsskapur Tómasar og hans systkina sé frá föður þeirra kominn. Móðir Tómasar vár Anna Valgerður, dóttir Tómasar Stefáns- sonar, bónda í Selkoti, en ætt þeirra hefur búið í Selkoti allt frá árinu 1780 til þessa dags. Tómas var hinn fjórði í röð sex systkina, sem öll náðu fullorðins- aldri. Hin eru: Guðrún, húsfreyja í Skarðshlíð, fædd 1897, gift Jóni Hjörleifssyni, bónda og oddvita þar, hún lést 1983. Guðjón, fæddur 1898, kvæntur Mörtu Eyjólfsdóttur frá Hvoltungu, en hann lést af slys- förum 1968. Hjörleifur, fæddur 1901, kvæntur Þóru Þorbjarnar- dóttur frá Eskifírði, en hann býr hjá syni sínum í Reykjavík. Gróa, fædd 1905, gift Gissuri Gissurar- syni frá Drangshlíð, en þau bjuggu í Selkoti. Hún dvelur nú að Hraun- búðum í Vestmannaeyjum. Yngstur var Sigfús, fæddur 1907, kvæntur Guðrúnu Gissurardóttur frá Drangshlíð, en þau búa í Kópavogi. Sveinn Jónsson, faðir Tómasar, féll frá 1920. Þá þegar höfðu tveir elstu synirnir, þeir Guðjón og Hjör- leifur, farið í verið til Vestmanna-* eyja, til þess að létta undir með heimilinu. Það kom því í hlut Tóm- asar að vera móður sinni innan handar við búskapinn. Skaplyndi hans gerði það að verkum, að hon- um nægði ekki að gefa bara rollum og kúm, kvölds og morgna. Því var það, að hann leitaði til sveitunga sinna, sem útræði stunduðu, um skiprúm. Fyrir tilstilli Eyjólfs Þor- steinssonar á Hrútafelli fékk hann að lokum að fljóta með á skipi, sem Vigfús Guðmundsson í Eystri- Skógum stýrði. Tómas var fiskinn og þegar ljóst var hversu mikið þessi 16 ára unglingur dró úr sjó, ákvað skipstjórinn að hann fengi fullan hlut, eins og aðrir á skipinu. Á þennan hátt létti Tómas undir með móður sinni við rekstur heimil- isins og dró svo sannarlega björg í bú. Árið 1922 hleypir Tómas síðan heimdraganum og fer til Vest- mannaeyja, þar sem hann átti heim- ili upp frá því. Fyrst var hann á útgerð Jóns Ólafssonar á Hólmi, frænda síns, en Jón og Hjörleifur, bróðir Tómasar, áttu saman bátinn Ófeig, sem Tómas reri á sínar fjór- ar fyrstu vertíðar í Vestmannaeyj- um. Árið 1927 sótti Tómas vél- stjóranámskeið í Eyjum, og stóðst prófið með mestu prýði eins og af t Eiginmaður minn og faöir okkar HÓLMSTEINN HELGASON útgerðarmaður á Raufarhöfn, lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. apríl. Jóhanna Björnsdóttir og börn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR frá Patreksfirði, Hjallavegi 10, Reykjavik, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 2. maí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vildu minn- ast hennar er bent á líknarstofnanir. GarðarJohannsson Hjörvar Garðarsson, Jón Sverrir Garðarsson, Reynir Garðarsson, Jóhann Baldvin Garðarsson, Guðjón Steinar Garðarsson, Vignir Ingi Garðarsson, Ágústa Rósa Þórisdóttir, Erna Sveinbjarnardóttir, Helga Eygló Guðlaugsdóttir, Guðfinna Óskarsdóttir, Emelia Ástvaldsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, EMELÍU J. BERGMANN frá Flatey á Breiðafirði. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki öldrunardeildar Borgar- spítalans, B-5, fyrir frábæra umönnun. Hallbjörn Bergmann, Jónina Bergmann. honum mátti vænta. Síðan ræðst hann til Karls Guðmundssonar í Reykholti í Vestmannaeyjum sem vélstjóri og er hjá honum næstu árin á Skúla fógeta og Tjaldi. í umræðum mínum við Tómas kom fram, að hann mat Karl Guðmunds- son mjög mikils og taldi hann einn af hæfustu skipstjórum Vest- mannaeyja á þessum árum. Árið 1934 verða þáttaskil í lífi Tómasar, því að þá taka sig saman tvennir bræður, þeir Karl Guð- mundsson, sem áður er getið, og Jón bróðir hans, og þeir bræður, Guðjón og Tómas Sveinssynir, og kaupa nýjan bát frá Danmörku. Báturinn var 21 tonn að stærð og hlaut nafnið Ver, með einkennis- stafína VE-318. Jón varð skip- stjóri, Tómas vélstjóri, Guðjón sá um aðgerð aflans og veiðarfæri og Karl tók að sér bókhaldið. Þessi bátur reyndist hin mesta happa- fleyta og varð að minnsta kosti einu sinni aflahæsti báturinn í Eyjum, enda var vel að útgerðinni staðið. Þessi útgerð stóð til ársins 1948 þegar Guðjón seldi sinn hlut og flutti frá Eyjum. Eftir það eignaðist útgerðin tvo báta, sem báðir báru nafnið Ver, en 1963 seldu þeir fé- lagar síðasta bátinn og hættu út- gerð. Tómas Sveinsson hætti sjó- mennsku árið 1942 og fór í land, eins og sagt er. Eftir það gegndi hann ýmsum störfum, svo sem verkstjórn hjá Netagerð Vest- mannaeyja þar til hún hætti störf- um, var vélgæslumaður hjá Fiskiðj- unni hf., verzlunarmaður hjá Hall- berg Halldórssyni, gæslumaður hjá Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og póst- afgreiðslumaður. Öllum þessum störfum sinnti Tómas af stakri sam- viskusemi. Árið 1930 gekk Tómas að eiga Líneyju Guðmundsdóttur frá Skagaströnd, mikla gáfu- og mann- kostakonu. Það reyndist Tómasi mikið happaspor, því Líney reyndist honum hin besta húsmóðir og lífsförunautur. Ungu hjónin hófu búskap í Reykholti í Vestmannaeyj- um, en 1931 flytja þau í nýtt hús, sem Tómas hafði látið reisa á Fax- astíg 13, þar sem þau bjuggu allt til ársins 1983, er þau seldu húsið og fluttu að Hraunbúðum, dvalar- heimili aldraðra. Tómasi og Líneyju varð þriggja bama auðið, en þau em: Anna, fædd 28.4.1931, gift Símoni Kristj- ánssyni, framkvæmdastjóra frá Stað í Vestmannaeyjum, en þau eiga tvær dætur. Guðmar, skip- stjóri, fæddur 6.4. 1933, látinn 25.7. 1967, kvæntur Sigríði Láms- dóttur, en þau áttu þijú böm. Sveinn, prentari og fyrmm vélstjóri og forseti bæjarstjórnar Vest- mannaeyja, fæddur 24.11. 1935, kvæntur Ólöfu Waage og eiga þau fjögur böm. Þó Tómas Sveinsson væri gæfu- maður og lifði langa æfi, varð hann þó að bergja hinn beiska bikar, sem lífið býður upp á. Á þjóðhátíð Vest- mannaeyja árið 1962 varð Líney fyrir því slysi, að flugeldur lenti í höfði hennar, þannig að hún hefur ekki beðið þess bætur síðan. Eftir það sá Tómas um öll hin erfíðari heimilisstörf og taldi það svo sann- arlega ekki eftir sér. Annað áfall í lífi Tómasar varð hinn 25. júlí 1967, þegar Guðmar sonur hans lést frá konu og þremur börnum. Guðmar var óvenjulegur drengur og öllum harmdauði, sem honum kynntust. Þrátt fyrir þessi áföll í lífinu lét Tómas ekki bugast. Hann minnti á fornkappana, sem stæltust við hveija raun. Það er erfitt að leiðarlokum að tjá sig sem skyldi. Ég vil þó þakka Tómasi Sveinssyni fyrir allt það sem hann var mér og minni fjölskyldu. Ég þakka allar samverustundirnar, sem við áttum saman, alla fræðsl- una, sem hann miðlaði mér, og alla vináttuna, sem aldrei verður metin. Fyrir hönd systkinanna í Skarðshlíð hef ég verið beðinn að færa þakkir fyrir allt, sem Tómas Sveinsson var því heimili. Ég bið Guð að styrkja Líneyju, böm og barnabörn í þeirra miklu sorg. Utför Tómasar verður í dag frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Hilmar E. Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.