Morgunblaðið - 30.04.1988, Page 45

Morgunblaðið - 30.04.1988, Page 45
MORGUNBLABIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 45 Reuter Sonam Yanai frá Bhutam, sem er indverskt vemdarsvæði milli Indlands og Tíbets, varð dálítið þreytt á fundarsetunni, enda er hún aðeins þríggja ára. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Barna dagur helgaður friði Abamadegi Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn sunnudag söfnuðust nokkur hundruð böm víðs vegar að úr heiminum saman í höfuðstöðvum SÞ í New York. Dagurinn var helgaður friði og fluttu nokkur bamanna ræður af því tileftii. Meðfylgjandi myndum var smellt af bömum frá ólíkum löndum þegar þau tóku þátt í þessari óvenjulegu friðarráðstefnu. Bræðurair Daniel og Jose Caldera komu frá Mexíkó til að taka þátt í baraadegi Sameinuðu þjóðanna. COSPER — Borða minna? — Er það virkilega það eina sem þú hefur til málanna að leggja. LUNDÚNIR Ánægjuleg kynni Kynni þeirra Díönu prínsessu og Michael Douglas voru síst hættuleg, raunar ánægjuleg fyrir báða aðila. Fundum þeirra bar saman í anddyrí kvikmyndahúss í Lundúnum á miðvikudag en þá var „Wall Street" eftir Oliver Stone frumsýnd þar i borg. Til frumsýningarinnar var boðið fyrirfólki af ýmsu tagi sem reiddi aðgangseyrinn af hendi í þágu mannúðarmála. Nærvera Óskars- verðlaunahafans og prinsessunnar hefur örugglega ekki spillt fyrir ánægjunni. + DANSAÐ OG SUNGIÐ Á auðvelt með að skipta umham að koma margir tónlistar- menn hingað og heillast af landi og þjóð og ílendast hér, eða þá að þeir kunna vel við að vera lausir úr hinni grímmilegu bar- áttu sem tiðkast í skemmtanaiðn- aðinum úti í heimi. Einn þeirra er bandaríski jasballetdansarinn Timothy Coudney, sem hér kenn- ir jassballett og syngur lítillega og langar til að syngja meira og Hansa minna. Blaðamaður heimsótti Tim i lq'all- araíbúð í Kleppsholtunum og eðli- legast var að byija á byijuninni. Segðu mér af sjálfum þér. Eg er fæddur og uppalinn í Mið- vesturríkjum Bandaríkjanna, í Iowa. Það var tónlist allt í kringum okkur og það kom af sjálfu sér að ég fór að syngja þegar ég var barn. Röddin fór að breytast þegar ég varð tólf til þrettán ára og þá gat ég ekki sungið um tíma. Ég man að sumarið var heitt og langt þegar þetta skeði og ég varð að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Það var dans- stúdió rétt hjá þar sem ég bjó, og ég fór að læra að dansa til að drepa tímann. Ég náði strax góðum tökum á dansinum og kom fyrst fram opin- berlega þegar ég var fjórtán ára og hef dansað síðan þá. Hvernig stóð á því að þú komst til íslands? Ég var að vinna í San Francisco og vann á skrifstofu á daginn, en dansaði og söng á kvöldin og um helgar. Ég var búinn að fá meira en nóg af því að vinna skrifstofu- vinnu og bað því herbergisfélaga minn, sem var íslenskur, um að reyna að útvega mér kennslu í dansi á íslandi. Það gekk eftir, ég fékk vinnu við kennslu á djassballett í Dansstúdíói Dísu í Garðabænum og hér er ég nú, en það sem mig lang- ar þó mest til að gera hér er að syngja. Hveraig líkar þér á íslandi? Mjög vel. Ég hafði heyrt að það væri fallegt hér, en ekki var ég búinn undir það hvað allt er tignar- legt. Ég hafði vitanlegar heyrt mik- ið um landið, enda var herbergis- félagi minn íslenskur eins og ég sagði áðan, en það er allt hér mun menningarlegra en ég átti von á. Þetta er mjög nútímalegt þjóðfélag, en er um leið mettað af gamaldags hugsunarhætti; íslendingar eru íhaldssamir. Nú ert þú að skemmta í Casa- blanca i kvöld i tilefni af gagn- gerum endurbótum á staðnum. Já, eigendur staðarins leituðu til mín og fóru þess á leit við mig að ég reyndi að setja saman stutta söngdagskrá sem gæfí mynd af andrúmsloftinu í kvikmyndinni Cassablanca sem Humprey Bogart lék í. Ég kem fram með píanóleik- ara og syng lög frá þessum árum og tek dansspor með, en söngurinn er aðalatriðið. Ertu með fleiri slíkar skemmt- anir í bígerð? Já og nei. Ég hef rætt við ýmsa, en vegna verkfallsins hafa allar við- ræður legið niðri. Það var þó komið á þann grunn að það var verið að ræða það að ég setti saman söng- og dansdagskrá sem drægi upp mynd af einhveiju ákveðnu tímabili eða atburðarás. Það yrðu þá í dag- skránni fleiri dansarar og meira umstang í kring um allt og það þyrfti því ekki að rekast á það sem ég er að gera í Casablanca. Hvaða tónlist finnst þér skemmtilegast að syngja? Ég vil ekki að ég sé settur á ein- hvern sérstakan bás; mér finnst gaman að syngja nær alla tónlist þó blús og jass hafí kannski yfír- höndina. Ég hef reynt að þróa upp þann hæfileika í mér að geta sett mig inn í hvaða gerfí sem er sem söngvari og mér fínnst það hafa tekist vel. Fyrir stuttu var ég, til dæmis, í Vestmannaeyjum að skemmta og þá skemmti ég á árs- hátíðum og samkomum fjörurra mismunandi félaga. Það þótti mér gaman og mér gekk vel að setja mig inn í það sem ætlast var til af mér, enda á ég auðvelt með að skipta um ham, ef svo má að orði komast. Ég hef einmitt mest gaman af að skemmta á litlum skemmtun- um og árshátíðum, enda næ ég þá bestu sambandi við áheyrendur. Viðtal: Arni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.