Morgunblaðið - 05.05.1988, Page 1
80 SIÐUR B
0ir«pwM$wfI>
STOFNAÐ 1913
101. tbl. 76. árg.
FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Beirút:
Frönsku gísl-
unum sleppt
Beirút, Reuter.
ÞREMUR frönskum gfslum, sem sleppt var f Vestur-hluta Beirút f
gærkvöldi, var f nótt flogið heim til Frakklands. Mönnunum þremur,
Marcel Carton, Marcel Fontaine og Jean-Paul Kauffmann, var sleppt
f Summerland-hótelinu skömmu eftir sólsetur f gær, en undanfarin
þijú ár hafa þeir verið gfslar hryðjuverkamanna, sem fylgja írans-
stjórn að málum.
Mennimir þrír eru mjög mátt-
famir og vom fluttir til hersjúkra-
hússins Val de Grace um leið og
þeir komu til Parísar. Mennimir,
tveir stjómarerindrekar og einn
blaðamaður, vom fyrstu Frakkamir,
sem rænt var í Beirút og hinir
síðustu sem var sleppt.
Með lausn þeirra virðist Jacques
Chirac, forsætisráðherra Frakka,
hafa efnt heit það, sem hann gaf
um leið og hann tók við embætti
forsætisráðherra fyrir tveimur
ámm, en þá sagðist hann mundu
fá gislana heim.
Gíslamir hefðu vart geta endur-
heimt frelsi sitt á heppilegri tíma
fyrir Chirac, en aðeins þrír dagar
em þar til FVakkar ganga til seinni
umferðar forsetakosninganna og
velja milli þeirra Chiracs og Fran?-
ois Mitterrands forseta Frakklands.
Talið er að lausn gíslanna muni
styrkja stöðu Chiracs til muna, en
hann hefur unnið ötullega að henni.
Sérlegur sendimaður Chiracs,
Jean-Charles Marchiani, hefur verið
á þönum milli Parísar og Beirútar
til þess að freista þess að fá gíslana
lausa og sögðu ónafngreindir emb-
ættismenn í Frakklandi að hann
hefði verið í Beirút undanfama tvo
daga.
Þrátt fyrir að Chirac virðist hafa
unnið nokkum sigur með lausn
gíslanna herma heimildir að það
hafi ekki verið Frökkum að kostnað-
arlausu. Breska útvarpsstöðin BBC
sagði í gær að orðrómur væri uppi
um að Frakkar hefðu heitið þvf að
endurgreiða íransstjóm flárfúlgur,
sem frystar vom í frönskum bönk-
um þegar Khomeini erkiklerkur
steypti íranskeisara af stóli. Þá
hafi Frakkar ennfremur greitt
mannræningjum lausnargjald. Þetta
fékkst þó ekki staðfest hjá frönskum
stjómvöldum.
Líbanon:
Reuter
ísraelskir skriðdrekar og brynvagnar ffnkemba svæði f Suður-Lfbanon f leit að skæruliðum samtakanna
Hizbollah, en þau eru hliðholl íransstjóm.
Israelsher upprætir
víghreiður Hizbollah
40 skæruliðar og 3 Israelar í valnum
Reuter.
AÐ MINNSTA kosti 40 líbanskir
skæruliðar og þrír ísraelskir her-
menn féllu þegar ísraelsher
gerði skyndiárás á þorpið Maido-
un í Suður-Líbanon í gær. 17 fsra-
elskir hermenn særðust f bardög-
um við skæruliða Hizbollah-
samtakanna, en barist var um
hvert hús f þorpinu, sem er að-
eins 5 km frá hersveitum Sýr-
lendinga f landinu. Með orr-
ustunni náðu tveggja sólarhringa
hemaðaraðgerðir ísraela f
Lfbanon hámarki, en þær hafa
miðast að þvf að leita uppi búðir
fslamskra skæruliða og eyða
þeim. Sýrlenskar hersveitir að-
höfðust ekkert meðan á þessu
Pólland:
Kirkjan skerst í leikinn
Varsiá. Reuter.
Varsjá, Reuter.
ÓLGA meðal pólskra verkamanna
breiddist frekar út f gær og ákvað
kaþólska kirkjan að gera út sátta-
semjara, en biskupar hennar sögð-
ust óttaslegnir vegna verkfalla í
landinu og hugsanlegra afleiðinga
þeirra. Verkamenn í annarri
skipasmfðastöð f Gdaúsk hafa Iagt
niður vinnu að undirlagi Sam-
stöðu, hinna ólöglegu verkalýðs-
samtaka, og sama gerðu náma-
menn f koparnámu f vestanverðu
landinu.
„Borgarar sem bera örlög þjóðar-
innar sér fyrir bijósti hljóta að vera
óttaslegnir vegna ókyrrðar í landinu
að undanfömu og verkfalla á sumum
svæðum," sagði meðal annars í yfir-
lýsingu, sem biskupar Póllands gáfu
út f gær. Þeir sendu fimm kaþólska
leikmenn til þess að kynna sér af-
stöðu verkfallsmanna í Gdansk og
Kraká og eiga þeir að meta mögu-
leika á lausn málsins.
Ekki er talið að stjómvöld hyggist
beita valdi til þess að beija verkföllin
niður og sagði í tilkynningu frá
Reuter
Fjórir verkfallsmenn f Gdaúsk veifa sigurtákni, en það hefur einnig
veríð óopinbert tákn Samstöðu.
Stjómmálaráðinu, eiginlegri ríkis-
stjóm Póllands, að það hefði skilning
á óánægju borgaranna og vildi leysa
verkföllin í samvinnu við verkamenn.
stóð, en um 1.500 fsraleskir her-
menn tóku þátt f aðgerðunum
og héldu þeir aftur til ísraels f
gærkvöldi.
Dan Shomron, yfirmaður ísra-
elska herráðsins, sagði að aðgerðir
þessar hefðu miðað að því að
tryggja öryggi ísraels og útrýma
hryðjuverkamönnum í suðurhlúta
Líbanons, en að undanfömu hafa
hryðjuverkasveitir ítrekað farið yfir
landamærin til ísraels.
Shomron sagði í sjónvarpsviðtali
að Hizbollah-samtökin hefðu breytt
Maidoun f virki, grafíð skotgrafir
og neðanjarðarbyrgi. ísraelskar
hersveitir og bandamenn þeirra í
Suður-líbanska hemum (SLA)
sprengdu öll hús og víghreiður í
þorpinu í loft upp, en skæruliðar
Hizbollah, sem þjálfaðir hafa verið
af írönskum byltingarvörðum,
flæmdu alla þorpsbúa burt með
valdi á sfðasta ári.
Talsmaður hersins, Ra’anan
Gissin ofursti, sagði að tilgangur
aðgerðanna hefði ekki einvörðungu
verið sá að uppræta Hizbollah, held-
ur einnig sá að vara Líbani við þvi
að hýsa eða aðstoða á annan hátt
palestínska skæmliða.
Fimm ísraleskir hermenn og 17
palestínskir hryðjuverkamenn hafa
fallið í þeim átta árásum, sem Frels-
issamtök Palestínu (PLO) hafa gert
inn í ísrael, það sem af er ársins.
í engri þessara árása tókst hryðju-
verkamönnunum að komast til
byggða í ísrael.
Dauðþreyttir og fomgir fsraelskir
fallhlífahermenn sögðu blaðamönn-
um í gærkvöldi, að flestir hinna
særðu og föllnu hefðu orðið fyrir
skotum þegar barist var um þorpið
hús úr húsi. „Við urðum fyrir áföll-
um og einn þeirra, sem féll, var
yfírmaður okkar, sem féll þegar
hann fór inn í Maidoun og skoraði
á hryðjuverkamennina að gefast
upp,“ sagði 19 ára gamall óbreyttur
hermaður.
Dan Shomron sagði að ísraelar
hefðu gert allt, sem í þeirra valdi
stæði, til þess að Sýrlendingar
skæmst ekki í leikinn. Yfirmaður
ísraelshers í norðurhluta ísraels,
herfylkisstjórinn Yossi Peled, sagði
að aðgerðimar hefðu heppnast vel
þrátt fyrir mannfallið. „Við guldum
okkar fyrir, en takmarkinu var líka
náð.“
Angólu-viðræðurnar:
Bjartsýni
eftirfyrstu
fundarlotu
Lundúnum, Reuter.
CHESTER Crocker, aðstoðarut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna,
segist vera bjartsýnn á árangur
Angólu-viðræðnanna, en fyrstu
lotu þeirra lauk í Lundúnum í gær.
Crocker, kvaðst vera mjög ánægð-
ur með þá alvöru sem einkennt hefðu
viðræðumar, fulltrúar landanna
hefðu algerlega sneitt hjá orðagjálfri
og tilgangslausum rökræðum um
rétt og rangt, eins og gjaman vildi
henda á samkundum sem þessum.
Þátt í viðræðunum tóku fulltrúar
ríkisstjóma Angólu, Bandaríkjanna,
Kúbu og Suður-Afríku. Viðræðumar
stóðu í tvo daga, en fyrirhugað er
að taka þráðinn upp að nýju innan
nokkurra vikna.