Morgunblaðið - 05.05.1988, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.05.1988, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 Úrtak úr skattaskýrslum fyrir síðasta ár: Hæstu meðaltekjur í Vestmannaejjum Rauntekjur jukust um 20V2% frá 1986 Vestmannaeymgar höfðu hæstu meðaltekjur á landinu á siðasta ári, eða 990 þúsund krónur, samkvæmt úrtaki úr skattframtölum 1988. Meðaltekjur á landinu öllu voru 794 þúsund. Þetta kemur fram í greinargerð Þjóðagsstofnunar um stöðu og horfur i atvinnurekstri utan höfuðborgarsvæðisins sem gerð var að beiðni rikisstjórnarinn- ar. Samkvæmt úrtakinu hækkuðu atvinnutekjur einstaklinga um 43% milli áranna 1986 og 1987 sem þýðir að rauntekjur jukust um 20‘/2% á sama tíma. Alls voru kannaðar tekjur 1769 einstaklinga og einhleypinga og .1022 eiginkvenna. Hæstu meðal- tekjur einstaklinga 1987 voru á Vesturlandi, eða 1,28 milljónir, þá VestQörðum 1,23 milljónir, þá Vest- mannaeyjum 1,22 milljónir og sfðan Reykjavfk, 1,03 milljónir. Á Suður- landi voru meðaltekjur 987 þ'úsund, og á Norðurlandi eystra 979 þúsund Samkvæmt úrtakinu voru lægstu meðaltekjur einstaklinga á Austurl- andi, 295 þúsund krónur, og feng- ust ekki upplýsingar í gær hjá Þjóð- VEÐUR hagsstofnun um hvers vegna svona þær voru svona lágar en varað var við að draga of miklar ályktanir af tölum úr einstökum umdæmum. Tvö skattumdæmi vantar í úrtakið, Reykjanes og Norðurland vestra, þar sem upplýsingar liggja ekki fyrir. Hæstu meðaltekjur eiginkvenna voru f Vestmannaeyjum eða 990 þúsund, síðan á Vesturlandi 931 þúsund, síðan Vestíjörðum 924 þúsund, þá Reykjavík 871 þúsund, síðan Norðurlandi eystra 791 þús- und, Suðurlandi 776 þúsund og lest- ina reka Austfirðir með 226 þúsund krónur. Tekjur einstaklinga hækka mest milli ára í Vestmannaeyjum eða um 50,6% en minnst á Vestfjörðum, 36,1%. Tekjur eiginkvenna hækk- uðu mest á Austurlandi eða um 62% en minnst í Vestmannaeyjum, 35,4%. Að meðaltali hækkuðu tekj- ur mest á Austfjörðum eða um 48,5% og í Vestmannaeyjum eða um 48,5% en minnst á Vestfjörðum eða um 37,9%. Tekjur sjómanna eru athugaðar sérstaklega og kemur þar fram að meðaltekjur þeirra á landinu voru 1,65 milljónir á síðasta ári. Hæstu tekjumar voru í á Norðurlandi eystra, 1,74 milljónir, en lægstar á Suðurlandi, 1,58 milljónir. Sjómenn á Austfjörðum höfðu 1,6 milljónir að meðaltali í tekjur. 7T V í DAG kl. 12.00: Heimild: Veöurstofa isfands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR / DAG, 5.5. 88 YFIRLIT I gaar: Um 400 km vestur af Reykjanesi er 973 mb lægð sem hreyffst Iftið. Skil skammt vestur af landinu þokast ANA. Veð- ur fer Iftið eitt kólnandi þegar líður á morguninn. SPÁ: Vfðast verður S- og SV-ótt á landinu og heldur kólnandi veð- ur. Skúrir eða slydduól verða um sunnan- og vestanvert landiö, en þurrt að kalla fyrlr norðan. NA-lands verður dólítil rigning fram- an af degi, en léttir sfðan til. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORPUR A FÖSTUDAG: SA-ótt og fremur hlýtt f veðri. Rigning um sunnan- og vestanvert landið en vfðast þurrt NA-lands. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestlæg ótt og heldur kólnandi veð- ur. Skúrir ó S- og V-landi, en þurrt NA-lands. TAKN: -a Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * ' * / * Slydda / * / # # * * * * * Snjókoma •j 0 Hftastig: 10 gráður á Celsius ý Skúrir * V E1 = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld ©O Mistur _j- Skafrenningur |T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hM vaður Akurayrl 8 tkýjaé Reykjavfk 6 riflnlng Bergan 8 rignlng Helslnkl 13 skúr Jan Mayen +1 rignlng Kaupmannah. 14 pOCUnHXMS Narsaaraauaq +2 léttakýjað Nuuk 48 akýjað Oaió 10 akúr Stokkhólmur 16 akýjaö Þörshöfn G akýjað Algarve 16 rignlng Amaterdam 12 akúr Aþena vantar Barcelona 17 mlstur Berifn 18 úrkoma Chlcago 6 léttakýjað Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 14 tkúr Glaagow 9 rigning Hamborg 16 akýjað Laa Palmaa 24 léttakýjað London 13 akúr Loa Angelea 13 akýjað Lúxemborg 13 akýjað UulrU wiaona 14 alakýjað Malaga vantar Mallorca 2o alskýjað Montraal 7 alakýjað NewYork 9 léttakýjað rirw 16 hálfakýjað Róm 24 þokumóða San Diago 16 akýjað Wlnnlpeg vantar Morgunblaðið/Kri8tinn Ingvarsson Þegar hafa selst rúm 60.000 eintök af plötu Sykurmolanna og á myndinni, sem tekin var í Lundúnum f gær, má sjá uppstillingu úr plötuverslun. Sykurmolarnir: Nýja platan í 14. sæti í fyrstu viku HLJÓMPLATA Sykurmolanna, Life’s too Good, sem út kom f Bretlandi í byrjun sfðustu viku, fór beint f 14. sæti breska breiðsk- ffulistans sem Gallup-stofnunin tekur saman. Hljómsveitin er nú stðdd ytra til tónleikahalds. Gallup-stofnunin hafði áður spáð því á miðvikudag og föstu- dag að platan færi beint í sjöunda sætið, en plötusala laugardagsins varð þó til þess að ekki fór hún hærra. Þetta er besti árangur sem íslensk hljómsveit hefur náð jrtra og reyndar hefur íslensk breiðsk- ífa ekki komist inn á topp tuttugu listann áður. Sykurmolamir eru nú staddir á Bretlandi f tónleika- ferð og heldur hljómsveitin sfna fyrstu tónleika þar í landi nk. fímmtudag í Leicester. Síðan leggur leiðin um Newcastle, Glas- gow, Manchester, Sheffield og Birmingham, en förinni lýkur með femum tónleikum f Lundúnum 19., 20., 21. og 22. maf. Upphaf- lega var ætlunin að hafa tvenna tónleika í Lundúnum, en vegna eftirspumar var bætt við tvennum tónleikum. Kaupmannahöfn: Fjögur íslensk málverk boðín upp Á LISTMUNAUPPBOÐI þjá Kunsthallen i K0bmagerga.de f Kaup- mannahöfn, sem nú stendur yfir, eru myndir eftir fjóra fslenska málara til sölu. Fyrri dagur uppboðsins var f gær og voru þá seld- ar myndir eftir Jóhannes Kjarval, Gunnlaug Blöndal og Svavar Guðnason. í dag verður boðin upp mynd eftir Þorvald Skúlason. Myndin „Skip í óveðri" eftir Gunnlaug Blöndal var slegin á 7.000 danskar krónur, en hafði verið metin á 10.000. „Kompositi- on“ eftir Svavar guðnason var metin á 6.000 danskar krónur en seldist á 6.600. Þriðja myndin sem seldist f gær og sú sem mest fékkst fyrir, var „Álfaborg" eftir Kjarval, sem var metin á 20.000 danskar krónur og seldist á því verði. Gengi dönsku krónunnar er nú um sex krónur íslenskar. Opið bréf til Davíðs Schevings Thorsteinssonar Hr. Davíð Scheving Thor- steinsson. Kæri Dabbi. Ég þakka þér kærlega bréf þitt sem birtist í Morgunblaðinu fyrir helgi. Mér þótti afar vænt um að fá það og alveg sérstaklega beint frá þér, að þú hefur ekki lent í höndunum á „ófreskjunni", eins og ég hef leyft mér að nefna gráa fjármagnsmarkaðinn. Eins og gefur að skilja hafði ég sem vinur og kunningi miklar áhyggjur af hinum þráláta orðrómi um hið_ gagnstæða. Nú mega allar kjafta- kerlingamar vita að fyrir honum er enginn fótur. Ég bið þig að afsaka að dregist hefur hjá mér að svara. Ég var bundinn nokkra daga á einni af okkar frábæru heilbrigðisstofnun- um. Ég veit að þú ert sammála mér að þeim fómum við aldrei á altari fijálshyggjunnar. Láfðu heill, kær kveðja, Steingrímur Hermannsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.