Morgunblaðið - 05.05.1988, Page 13

Morgunblaðið - 05.05.1988, Page 13
886r lAM .ð HUOAaUTMím .GtlQAJavnJDflOM _ ____________________________________________ MORGUNBLASIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 13 basteignaviöskipti snúast í morgum tiltellum um aleigu tölks. Uryggi viðskipt- anna skiptir því meginmáli. Með tilkomu nýrra laga um fasteignasölu, vill Félag fasteignasala vekja athygli á eftirfarandi atriðum: Frjú ný eyðublöð koma til sögunnar - söluumboð, söluyfirlit og yfirlýsing húsfélags. Söluumboðið er skriflegur samningur milli seljanda fasteignar og fasteignasala um sölutilhögun eignarinnar. Söluumboðið er útfyllt og undirritað af báðum aðilum við skoðun eignarinnar. Er þá greitt skoðungargjald sem er í dag kr. 5.600,- (með söluskatti), sem dregst síðan frá söluþóknun er eignin selst. Nýju lögin gera ráð fyrir aukinni og mun nákvæmari upplýsingaskyldu um fasteignir en verið hefur. Aður en heimilt er að bjóða fasteign til sölu, verður að útfylla sérstakt söluyfirlit. í söluyfirliti skulu vera nákvæmar upplýsingar um eignarheimild seljanda, stöðu allra áhvílandi veðskulda, lýsingeignar,þ.m.t. stærð, aldur, ástand, kvaðir, gallar, byggingarefni, opinber möt eignarinnar, tekjur og gjöld af eigninni, fyrirhugaðar endurbætur o.fl. Til að auðvelda seljendum öflun gagna vegna gerðar söluyfirlits hefur Félag fasteignasala útbúið sérstakan leiðarvísi er nefnist Minnislisti seljanda og liggur hann frammi á öllum fasteignasölum í Félagi fasteignasala. • • Oryggi fasteignaviðskipta er enn aukið með tilkomu starfsábyrgðartrygginga fasteignasala í Félagi fasteignasala. Tryggingamar em þær hæstu og yfirgripsmestu sem um getur hjá nokkurri starfsstétt hér á landi. Félag fasteignasala fagnar tilkomu þessara trygginga. Þær veita viðskiptavinum okkar aukna vernd í viðskiptunum og okkur aukið öryggi í störfum okkar. Fasteignasalar í Félagi fasteignasala eru sérfræðingar í fasteignaviðskiptum. Fljá þeim er þekkingin og reynslan sem veitir öryggi og tryggingu fyrir traustum fasteignaviðskiptum. MEIRA ÖRYGGI FÉLAG FASTEIGNASALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.