Morgunblaðið - 05.05.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1988
27
Hitaveita Suðurnesja:
flÉM | f§ §
GLASGOW
3xívi
FLUGLEIÐIR
-fyrír þíg-
K<onica
UBIX
42,5 milljóiiir í dreifi
kerfi rafmagns
og gatnalýsingu
Morgunblaðið/Jón G. Gunnareson
Skólabörn tóku til hendinni og söfnuðu rusli í poka á Höfn fyrir skönunu.
Höfn:
Skólabörn í ruslatínslu
Höfn, Horaafirði.
ÓNEFNDUR lesandi Morgun-
blaðsms kvaðst hafa séð og
heyrt blessaða kríuna nú á
finuntudag. Krían er góð send-
ing og sinfónia hennar lætur
alltaf vel í eyrum, sérstaklega
fyrst eftir komuna.
Það hefur verið öllu erfíðara
að nálgast Moggann á skikkanleg-
um tíma, eftir að verkfoll hófust.
Þó hefur hann borist í slumpum
og þá eins til fleiri daga gamall.
Ekki er vitað til þess að krían né
verkföll þau er standa eigi að
hafa áhrif á útsendingar ríkissjón-
varpsins, en þær hafa verið hræði-
iegar síðustu kvöldin. Og ljóst er
öllum áhorfendum, að ekki er lyft-
aranum fræga á Höfðanum núna
um að kenna. Tæknimenn Pósts
og síma verða því að koma með
frambærilegri skýringar á þeim
truflunum er nú tröllríða útsend-
ingar hér um slóðir. Þó er aðalat-
riðið að kippa útsendingum í lag.
Nemendur og starfsmenn skól-
anna á Höfn lögðu niður hefð-
bundna kennslu á föstudag. Þess
í stað fóru þeir í stórum flokkum
um allt þorpið og hreinsuðu upp
rusl. Eftir langan vetur er nóg
af ýmiskonar óþverra útum allar
trissur. Það safnaðist líka í marga
stóra svarpa plastpoka, sem síðan
var komið á ruslahauga staðarins.
Og söfnuninni lauk svo með
átveislu í pylsum og nýmjólk.
- JGG
Vogum.
HITAVEITA Suðurnesja áætl-
ar 33 miHjónir króna til fram-
kvæmda við dreifikerfi raf-
magns i byggðarlögunum á
Suðumesjum á þessu ári og 9,5
milljónir króna til gatnalýsing-
ar.
Framkvæmdimar skiptast
þannig milli sveitarfélaganna: 5
milljónir fara til dreifíkerfís í
Keflavík og hálf milljón til gatna-
lýsingar. I Grindavík eru áætluð
600 þúsund til dreifíkerfís og 1,8
milljónir til gatnalýsingar. í
Njarðvíkum eru áætlaðar 5 millj-
ónir til dreifíkerfís og 3 milljónir
til gatnalýsingar. í Sandgerði eru
6,4 milljónir áætlaðar til dreifí-
kerfís og 2 milljónir til gatnalýs-
ingar. 5,3 milljónir eru áætlaðar
í dreifíkerfíð í Garðinum og 1,4
milljónir til gatnalýsingar. í Vog-
um og á Vatnsleysuströnd em 5
milljónir áætlaðar til dreifíkerfís
og hálf milljón til gatnalýsingar.
í Höfnum eru 300 þúsund áætlað-
ar til dreifíkerfís og 300 þúsund
til gatnalýsingar.
- EG
Leiðrétting
í forystugrein blaðsins í gær seg-
ir, að borgarstjóri hafí á mánudag
sett „fyrstu" skolpdælustöð borg-
arinnar af stað. Þetta er ekki rétt.
Reykjavíkurborg rak fyrir þrjár
dælustöðvar. Tvær aflminni en sú
sem var að koma til sögunnar við
Laugalæk eru reknar, önnur í
Seláshverfí og hin í Breiðholti.
Árið 1985 tók Reykjavíkurborg í
notkun nokkuð stóra dælustöð á
Gelgjutanga. Sú stöð var hin
fyrsta af fímm, sem byggja þarf
vegna hreinsunar norðurstrandar
borgarinnar.
Fyrir þrjú
á föstudögum!
Ágæti viðskiptavinur!
Frá 1. maí tökum við daginn snemma. Þá er
opið hjá okkurfrá kl. 8til 16 en frá 8til 15 á
föstudögum. Við nýtum frítímann vel - hress
og endurnærð veitum við þér enn betri
þjónustu!
SINDRA /mSTALHF
BORGAFTTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684
Hafðu hugfast að afgreiðsla okkar og
birgðastöð eru eftir sem áður opnar í
hádeginu og til kl. 18.
UOSRITUNARVELAR
POKASTÓLAR
(rautt, gult, blátt, svart)
kr. 4.950.-
habitat
LAUGAVEGI 13 S í M I : 6 2 5 8 7 0
GÓLFPÚÐAR
90 x 90
kr. 2.560.-