Morgunblaðið - 05.05.1988, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
35
Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson
Bytjað er á byggingu stjómsýsluliúss i Borgaraesi. Húsið verður byggt úr steinsteyptum einingum
sem framleiddar eru lyá Loftorku hf. i Borgaraesi. Á myndinni er verið að hífa einingarnar af
flutningabíl á byggingarstaðnum við Bjarnarbraut.
Sljórnsýsluhús byggt í Borgamesi
Borgarnesi.
BYRJAÐ er á byggingu tveggja
hæða skrifstofuhúss við Bjara-
arbraut í Borgaraesi. Fyrirtæk-
ið Loftorka hf. byggir og sér
um allar framkvæmdir. Húsið
verður um 1.457 fermetrar að
stærð, byggt úr steinsteyptum
einingum sem framleiddar eru
hjá Loftorku hf. i Borgaraesi.
Að sögn Konráðs Andréssonar
foratjóra Loftorku hf. er húsið
kallað stjómsýsluhús á þessu stigi.
Kemur það til af því hvað margar
ríkisstofnanir verða þar til húsa.
Stofnanimar eru Fræðsluskrif-
stofa Vesturlands, Svæðisstjóm
Vesturlands, útibú Veiðimála-
stofnunar á Vesturlandi, Fast-
eignamat ríkisins, Samtök sveitar-
félaga á Vesturlandi auk Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen
hf. í Borgamesi. Sagði Konráð að
óráðstafað væri ennþá um 300
fermetrum í húsinu.
Aðspurður kvaðst Konráð áætla
að húsið yrði afhent um næstu
áramót. Yrði því skilað fullfrá-
gengnu að utan og tilbúnu undir
tréverk og málningu að innan.
Einnig yrði lóð fullfrágengin og
bílastæði malbikað. Arkitekt húss-
ins er Finnur Bjömsson en burðar-
þolsteikningar gerðar af Verk-
fræðistofu Sigurðar Thoroddsen
hf. í Borgamesi.
- TKÞ
Hljómsveitin Frakkarnir, sem spilar á tónleikum í Lækjartungli
í kvöld.
Tónleikar í Lælgartungli
TÓNLEIKAR verða í Lækjar-
tungli, Lækjargötu 2, i kvöld
kl. 22 og standa til kl. 1.
Hljómsveitin Frakkamir munu
halda sína aðra tónleika á þessu
ári en þeir vora endurreistir eftir
þriggja ára hlé í febrúar sl. Nýr
söngvari syngur nú með hljóm-
sveitinni. Frakkana skipa söng-
konan Lolla, Björgvin Gíslason,
sem spilar á gítar og syngur,
Þorleifur Guðjónsson spilar á
bassa og syngur og Gunnar Erl-
ingsson sem spilar á trommur.
Micky Dean kemur í fyrsta
skipti fram einn síns liðs og flytur
„rapp“-tónlist.
Auk þess kemur fram gesta-
hljómsveitin „Stuvsuger" sem
leikur framsækna rokktónlist.
(Úr fréttatilkynningu)
Grínmyndin
„Fyrirborð“í
Bíóhöllinni
Ekkert miðar í
kennaradeilunni
EKKERT hefur miðað i átt til
samkomulags í kjaradeilu Kenn-
arasambands íslands og fjár-
málaráðuneytisins, að sögn Svan-
hildar Kaaber, formanns KÍ.
Síðasti fundur aðila var árang-
urslaus, en hann var haldinn á
mánudaginn var.
Svanhildur sagði að Samninga-
nefnd ríkisins hefði óskað eftir öðr-
um fundi, en hann hefði ekki verið
tímasettur. Hún legði hins vegar
mikla áhérelu á að af honum yrði
fyrir stjómarfund í KÍ á föstudag-
inn kemur. Hún sagði að ekki kæmi
til greina fyrir kennara að ganga
til samninga á grandvelli þeirra
hugmynda sem Samninganefnd
ríkisins hefði lagt fram á fundinum
á mánudag.
Staðan I viðræðum Hins fslenska
kennarafélags og ríkisins er
óbreytt. Sfðasti fundur aðila var á
miðvikudaginn fyrir viku síðan og
hefur annar fundur ekki verið boð-
aður. . _____
Enginleyfitil
gánmútflutnings
HORFUR er á, að offramboð
verði á þorski og karfa á fersk-
fiskmörkuðum i Vestur-Evrópu
í næstu viku og verð falli niður
fyrir gildandi viðmiðunarverð
Efnahagsbandalags Evrópu.
Af framangreindri ástæðu hefur
utanríkisráðuneytið ákveðið, að
engin leyfi verði veitt til útflutnings
á þoreki og karfa í gámum á þessú
markaði frá og með mánudegi 9.
maí og til mánudags 16. maí nk.
BÍÓHÖLLIN sýnir nú kvik-
myndina „Fyrir borð“
(Overboard). Leikstjóri er
Garry Marshall og með aðal-
hlutverk fara Goldie Hawn,
Kurt Russell, Edward Herr-
mann og Katherine Helmond.
Jóhanna Stayton þarf að bíða
í snekkju sinni meðan gert er
við hana í smábæ einum. Hún
fær bæjarsmiðinn til að smfða
fyrir sig skáp en þeirra viðskipt-
um lýkur með því að hún fleyg-
ir honum í sjóinn. Þegar hún
verður fyrir því sjálf að detta í
sjóinn og vakna upp í spítala
algjörlega minnislaus grípur
eiginmaður hennar til þess ráðs
að segja ekki hver hún er til að
verða frír og frjáls en smiðurinn
heldur því fram að hún sé kona
sín til að hefna sín á henni.
Hann flytur hana 5 kofann sinn
og þar þarf hún að vinna hús-
verk og sjá um fimm syni hans.
Þegar hún fréttir sannleikann
um fortíð sína stendur hún
frammi fyrir því að þurfa að
velja á milli eiginmannsins og
smiðsins.
(Úr fréttatilkynningu)
Goldie Hawn og Kurt RusseU
í hlutverkum sínum í
grínmyndinni „Fyrir borð“
sem sýnd er i Bióhöllinni.
Kynna
ferðir um
Island
í Upplýsingamiðstöð ferða-
mála, Ingólfsstræti 5, verður
haldin kynning á ferðum um
ísland auk kynningar á Færeyj-
um og Grænlandi dagana 6.-8.
maí nk.
Kynningin er hugsuð til að
hvetja íslendinga til að ferðast um
eigið land, en auk þess er ætlunin
að kynna starfsfólki í ferðaþjón-
ustu hvaða þjónusta er í boði víðs
vegar um landið.
Stefnt er að því að föstudaginn
6. maí verði sýningin aðeins opin
fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu en
laugardag og sunnudag verði opið
fyrir almenning.
Kynning fer fram á vegum
Ferðamálasamtaka landshlutanna
auk þess sem starfsfólk Upplýs-
ingamiðstöðvar ferðamála mun
vera við kynningu.
Þorskverð lágt á
Bretlandsmarkaði
VERÐ á þorski er lágt í Bretlandi um þessar mundir, frá 53 krón-
um upp í 63 fyrir hvert kíló. Verð á karfa hefur verið misjafnt
í Þýzkalandi, á þriðjudag fór það yfir 70 krónur, en lækkaði nokk-
uð á miðvikudag. Verð fyrir ýsu er gott og þokkalegt fyrir grálúðu.
Vigri RE seldi á þriðjudag og
miðvikudag 340 tonn, mest karfa
og grálúðu. Heildarverð var 20,1
milljón króna, meðalverð 59,12.
Þetta er í fyrsta sinn, sem skip
selur fyrir meira en 20 milljónir
króna í einu, en samtals seldi Vigri
fyrir 869.000 mörk. Metið í mörk-
um í einstakri sölu er hins vegar
1.090.000.
Börkur NK seldi sömu daga 174
tonri, mest þorsk í Grimsby. Heild-
arverð var 11,5 milljónir króna,
meðalverð 65,78. Meðalverð fyrir
þorsk í farmi Barkar var 63,69
krónur. Hólmanes SU seldi sömu
daga í Hull, en síðdegis í gær
höfðu ekki borizt upplýsingar um
söluna.
Á þriðjudag vora seld í Bret-
landi 244 tonn af gámafíski héð-
an. Heildarverð var 13,6 milljónir
króna, meðalverð 55,94. Þorekur
fór að meðaltali á 53,94, ýsa á
89,48, koli á 53,12 og grálúða á
50,83. í gær voru seld 405 tonn
úr gámunum fyrir samtals 24
milljónir króna, meðalverð 59,95.
Þorskur fór að meðaltali á 53,84,
ýsa á 88,52, koli á 52,32 og grá-
lúða á 43,95.
Greinargerð Þjóðhagsstofnunar um horfur í atvinnurekstri:
Hallarekstur sjávarút-
vegs eykst enn á árinu
HALLAREKSTUR botnfiskveiða
og -vinnslu mun halda áfram að
aukast á þessu ári, ef miðað er
við síðustu spár Þjóðhagsstofn-
unar um verðlags- og launabreyt-
ingar, óbreytt gengi krónunnar
og óbreytt markaðsverð á botn-
fiskafurðum. Þetta kemur fram
í greinargerð Þjóðhagsstofnunar
um stöðu og horfur i atvinnu-
rekstri utan höfuðborgarsvæðis-
ins.
í greinargerðinni kemur fram að
áætlanir í apríllok sýna að afkoma
sjávarútvegs hefur versriað mjög
að undanfömu og að frysting sé
nú rekin með rúmlega 10% halla,
saltfískverkun með tæplega 3%
hagnaði og vinnslan í heild með 6%
halla. Halli í botnfiskveiðum er
áætlaður tæplega 2%. Ef litið er á
botnfiskveiðar og -vinnslu sem eina
heild er áætlað að hallinn sé 6% í
hlutfalli við tekjur. Hagnaður var í
þessum greinum 1986 og 1987. í
greinargerðinni segir að einkum
þrennt valdi þessum umskiptum:
mikil hækkun innlends kostnaðar,
verðlækkun á botnfískafurðum er-
lendis og samdráttur afla.
Áætlanir hafa ekki verið gerðar
um aðrar atvinnugreinar en Þjóð-
hagsstofnun segir að afkoma ætti
að hafa verið góð í verslun miðað
við veltutölur tveggja undanfarinna
ára þótt miklar fjárfestingar kunni
að hafa rýrt útkomuna. Fataiðnaður
á í miklum erfíðleikum og flest er
talið benda til að rekstrarstaða ann-
ara samkeppnisgreina í iðnaði hafí
versnað mikið vegna mikilia inn-
lendra kostnaðarhækkana. Einnig
hefur samkeppnisstaða ferðaiðnað-
ar versnað. Þá kemur fram í grein-
argerðinni að landbúnaður hefur
verið rekinn með halla árin 1985
og 1986.
Leiðrétting
í forystugrein blaðsins í gær segir,
að borgarstjóri hafi á mánudag sett
„fyrstu" skolpdælustöð borgarinnar
af stað. Þetta er ekki rétt.
Reykjavíkurborg rak fyrir þijár
dælustöðvar. Tvær aflminni en sú
sem var að koma til sögunnar við
Laugalæk era reknar, önnur í Selás-
hverfí og hin í Breiðholti. Árið 1985
tók Reykjavíkurborg í notkun nokk-
uð stóra dælustöð á Gelgjutanga.
Sú stöð var hin fyrsta af fimm, sem
byggja þarf vegna hreinsunar norð-
urstrandar borgarinnar.