Morgunblaðið - 05.05.1988, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 05.05.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 45 Ályktun íslenskra ungtemplara: Býður alþingi á bjórball? í TILEFNI samþykktar Neðri deildar Alþingis á bjórfrumvarpi 18. aprU sl. gerði stjórn íslenskra ungtemplara eftirfarandi sam- þykkt á fundi sfnum 26. apríl sl.: Undanfarið hefur ítrekað komið fram í máli ýmissa alþingismanna að afgreiða verði frumvarpið frá Alþingi til að það flækist ekki leng- ur fyrir öðrum störfum þar. í þessu kemur fram undarleg skammsýni. Nær er að líta svo á að með því að samþykkja lög sem leyfa sölu bjórs í landinu hefjist bjórmálið fýrst. Framkvæmd þess máls er ennþá óráðin en hún kemur til kasta al- þingismanna og ráðherra. Ákveða þarf vínandastyrkleika bjórsins sem leyfður yrði, verð, sölustaði og dreifingu. Líklegt er að handhöfum vínveitingaleyfa fjölgi um allt land þar sem aðdráttarafl bjórsins yrði virkjað á veitingahúsum sem fyrst og fremst byggðu afkomu sína á sölu bjórs og ekki er ólíklegt að fljótlega komi sú „sanngimiskrafa" frá íbúum á þeim stöðum á landinu þar sem veitingahúsarekstur svarar ekki kostnaði að þeir hefðu sama aðgang að bjómum og aðrir. Hvemig yrði tekið á hugmyndum um að leyfa bjórsölu í verslunum? Er það ekki svipað sanngimismál fyrir þá sem þyrftu að ferðast lang- an veg eftir bjór að fá hann nær eins og þá sem ekki ferðast til út- landa að fá hann inn í landið? Hversu mikið tillit verður tekið til jafnréttiskröfunnar. Með samþykkt bjórfrumvarpsins á Alþingi verður það fyrst pólitískt, flokks- og byggðapólitískt. Keppi- nautar um bjórgróða myndu setjast að þingmönnum og reyna að beita þeim fyrir sig. „Réttlætismálin" munu að líkindum verða mörg. Al- þingismönnum verður væntanlega treyst til að kippa þeim í liðinn. Það er mikill misskilningur að með því að samþykkja bjórfrum- varpið sé afskiptum stjómmála- manna og alþingismanna af bjóm- um lokið. Þvert á móti; þá fyrst byijar ballið. Brids Arnór Ragnarsson Hjónaklúbburínn. Lokið er átta umferðum í aðal- sveitakeppninni og er staða efstu sveitaþessi: Sveit Ámínu Guðlaugsdóttur 150 Sveit yalgerðar Eiríksdóttur 143 Sveit Ásthildar Sigurgíslad. 142 Sveit Dóm Friðleifsdóttur 133 Sveit Gróu Eiðsdóttur 132 Sveit Svövu Ásgeirsdóttur 129 Þann 10. maí verður síðasta spilakvöldið en 21. maí verður aðal- fundur félagsins haldinn í Hreyfíls- húsinu og hefst kl. 18. Sumarbrids 1988 Sumarbrids 1988 hefst nk. fímmtudag, 5. maí. Húsið er opnað kl. 17.30 (hálf sex) og hefst spila- mennska í riðlunum um leið og þeir fyllast. Skráningu verður hætt kl. 19.30. Sumarbrids er spilaður í tvímenn- ingsformi, hvert kvöld sjálfstæð keppni, en gefín stig fyrir heildar- árangur eftir sumarið. Spilað verður á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi í allt sumar, í Sigtúni 9 (húsi Brids- sambandsins). gengið inn að aust- an. Öllum er frjáls þátttaka meðan húsrúm leyfír, en um 130 manns geta mest spilað í einu. Sökum þessa eru spilarar beðnir um að mæta tímanlega til skráningar. Umsjónarmenn verða sem fyrr Ólafur og Hermann Lárussynir. Sumarbrids er tilvalið tækifæri fyrir áhugafólk að kynnast skipu- lögðum keppnisbrids. í öllum riðlum eru spilarar af ýmsum styrkleika, frá landsliðsspilurum til byrjenda, en aðalatriðið er þó félagsskapur- inn. Það er Bridssamband íslands sem stendur að Sumarbrids. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu sambandsins í síma 91- 689360 (Ólafur). Bikarkeppni BSÍ Bridssambandið minnir á skrán- inguna í Bikarkeppni Bridssam- bandsins, Sanitas-bikarkeppni 1988. Bridssambandið og Sanitas hf. hafa gert með sér samkomulag um skipulagningu þessarar bikar- keppni. Þátttaka er öllum opin og tilkynnist til skrifstofu Bridssam- bandsins fyrir miðvikudaginn 18. maf kl. 16. Eftir þann tfma verður hætt að skrá f Sanitas-bikarkeppni Bridssambandsins. íslandsmótið í parakeppni íslandsmótið í parakeppni (blönd- uðum flokki) verður spilað f Sigtúni 9 helgina 14.—16. maf. Skráning er vel á veg komin, en henni lýkur miðvikudaginn 11. maí kl. 16. Spil- aður verður barómeter með 3 spil- um milli para, allir við alla, með tölvuútreikningi. Öllum er fijáls þátttaka. Skráð er á skrifstofu Bridssambandsins, sem einnig veitir allar nánari upplýsingar. Skilafrestur meistarastiga Bridssambandið minnir á að skilafrestur áunninna meistarastiga frá félögum/svæðasamböndum, er mánudagurinn 16. maí. Eftir þann tlma verður vorstigameistaraskráin unnin og dreift til félagsmanna f byijun júní/lok maí. mára smna urjjirps jíber" meö öílu 15.980, Snúningsfótur úr ryðfríu stáli. Snúningsfótur kemur í veg fyrir að fáninn snúist upp á stöngina. w Allur frágangur er til fyrirmyndar. Flagglinufesting úr varanlegu nælonefni. Allar festingar eru úr heit-galvan- iseruðu stáli. Stöngin er fellanleg. Islenskí fáninn fæst fijá okkur í öllunt stærðum. Jj' Einnig\þjóðfánar flestra annai Allir fi gifilutir fáanlegir stakir. SEND M UM ALLT LAND. Ellingsen hefur undanfarin ár boðið sænskar fánastangir frá Formenta ab. Þessar stangir eru til afgreiðslu strax í 6, 7 og 8 metra lengdum. Aðrar lengdir eru sérpant- aðar. Með stönginni fylgja allar festingar og nauðsynlegir aukahlutir. Fáninn er ekki innifalinn í verðinu. Formenta stangirnar eru framieiddar úr þykku „glass fiber" efni, sem stenst mjög vel ágang veðurs og þarf ekkert viðhald. Stöngin vegur aðeins 18 kg. með öllum festingum sem auðveldar uppsetningu og alla með- höndlun. Við útvegum aðila til uppsetningar, sé þess óskað. Grandagarði 2, 101 Rvík-Sími 28855
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.