Morgunblaðið - 05.05.1988, Síða 47

Morgunblaðið - 05.05.1988, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 47 „Við höfum beðið nógu lengi“ Handbókin um stöðu kvenna eftir Drude Dahlerup er komin út Jónshúsi, Kaupmannahöfn. HANDBÓK um stöðu kvenna eftir Drude Dahlerup lektor í stjórnvísindum við Árósahá- skóla kom út á dönsku á vegum Norrænu ráðherranefndarinn- ar 14. aprU sl. Bókin ber tákn- rænt nafn: „Við höfum beðið nógu lengi.“ Er verið að þýða hana á hin Norðurlandamálin og standa vonir til, að útgáfa þýddu bókanna náist fyrir Nor- disk Forum, norræna kvenna- þingið í Ósló 30. júlí til 7. ágúst. Hildur Jónsdóttir þýðir bókina á íslenzku. Að sjálfsögðu prýðir mynd frá kvennafrídeginum 1985 í Reykjavík forsíðu bókarinnar og ítarleg grein er um íslenzku kvennaiistana. Valgerður H. Bjamadóttir ritar grein í kaflanum „Ráð til kjósenda", en hún og Auður Styrkársdóttir aðstoðuðu Drude við upplýsingaöflun um íslenzkar konur. Handbókin skiptist í 7 aðalkafla og þar er í lokin að fínna yfírlit um stjómmálaflokka,' kvenna- hreyfíngar og jafnréttisnefndir á Norðurlöndum. Segir frá nýjum aðferðum norrænna kvenna til að auka þátttöku sína í stjómmálum. Margar nytsamar upplýsingar og sögulegt yfírlit er skráð um þróun í fjölda kvenna á þingum land- anna, í sýslunefndum, sveitar- stjómum og alls kyns öðmm ráðum og nefndum. Segir Dmde Dahlemp í formála, að bókin sé ætluð til notkunar fyrir konur í stjómmálum og jafnréttisbaráttu. Upplýsingum hafí verið safnað, einkum. frá síðustu 15 ámm, og haft samband við margar konur og félög kvenna. Þá séu í bókinni greinar og marg- ar reynslusögur skrifaðar af öðmm höfundura, m.a. tilfærðar nokkrar frásagnir úr bókinni „Blóm og spark", sem kom út hjá Norrænu ráðherranefndinni 1985, en þar ræðir Dmde Dahlemp við konur í stjómmálum á Norðurlöndum. Kynningarfundur var haldinn hjá Norrænu ráðherranefndinni í tilefni af útkomu bókarinnar. Hon- um stjómaði Monika Tamm- Buckle, sem fjallar um jafnréttis- mál hjá stofnuninni. „Kvennakór- inn af Danmörku" söng norræna söngva, en hann er nokkuð þekkt- ur og telur 24 félaga. Kórinn mun fara í æfingabúðir nálægt Ósló í sumar og enda þar með því að syngja á kvennaþinginu. Höfundurinn kynnti bók sína á fundinum og minnti viðstadda á, að jafnrétti kæmi ekki af sjálfu sér, fyrir því þyrfti að beijast. Hún vonaði, að handbókin kæmi að gagni fyrir allar konur, hvort sem er í stjómmálum, stéttarfélögum eða öðram félagsstörfum. Mikil kvennareynsla sé saman komin í bókinni; minntist hún þar sérstak- lega á Kvennalistann á Islandi og nefndi einnig, að jafnréttisnefndir em ekki til í Danmörku einu Norð- urlandanna. Mælti hún mörg hvatningarorð og sagði að lokum, að handbókin væri fyrir konur, sem eins og hún sjálf vildu ekki bíða lengur. Dmde Dahlemp hefur unnið við rannsóknir á kvennasögu og sam- félagssögu og skrifað mjög mikið um jafnréttismál og er þekkt fyrir bækur sínar hér. Sagði hún í við- tali við fréttaritara, að augu heims- ins hvfldu á íslandi, hvergi annars staðar væri hægt að koma á kvennalistum, því flokksböndin væm víðast of sterk. Allir á Norð- urlöndum vissu, að Kvennalistinn Drude Dahlerup lektor, höfund- ur bæklingsins um stöðu kvenna. á íslandi hefði slegið í gegn. Stefna hans væri sambland af frjálsum jafnréttishugmyndum og vistfræði, byggðum á gömlu húsmóður- dyggðunum. Þess vegna nær hann til svo margra, en ekki aðeins sérs- takra hópa, sagði Dmde að lokum. Kynningarfundurinn endaði á ijöldasöng um erfíð störf og undir- okun kvenna, og síðan var fundar- gestum boðið til opnunar sýningar Svíans Oscar Reutensvárd í and- dyri hins veglega húss Norrænu ráðherranefndarinnar. - G.L.Ásg. wtiubix UÓSRITUNARVÉLAR TÖLVUPRENTARAR I fararbroddi tæknilegra framfara SUBARU Y, Þegar hraða er þörf. Þegar tíminn er peningar. Þegar ekki er flogið. Fjórhjóladrifni fjölskyldubíllinn frá SUBARU er kjörbíll manna á uppleið í krefjandi störfum. SUBARU kemst leiðar sinnar með öllum þeim krafti og nútímaþægindum sem japanskt hugvit hefur upp á að bjóða. SUBARU á stöðugri uppleið. á..| § kIngvar = = = § Helgason hf. .. -g—=—-£ Sýningarsaluiinn. —— ’ Rauðagerði | Sími: 91 -3 35 60 a

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.