Morgunblaðið - 05.05.1988, Page 52
gjrj 8p,ei tAM .ð HU0AQUTMMr? .GflOAJaMUOaOM
* 52 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
Ít
Minning:
Einar Sigmundsson
fv. vega verkstjóri
Fæddur 13. janúar 1906
Dáinn 9. apríl 1988
Sómamaður er kvaddur. Að
morgni 9. apríl hringdi síminn nokk-
uð snemma á heimili mínu. í síman-
um var Gunnþórunn á Akranesi og
grunaði mig strax er ég heyrði rödd
hennar að hún hefði fréttir að færa.
Það reyndist rétt, Einar Sigmunds-
son stjúpi hennar hafði látist í svefni
þá um morguninn á 'heimili dóttur
sinnar Herdísar á Mallorca. Strax
fannst mér það táknrænt fyrir Einar
að svona endaði hans líf, einmitt á
þessum stað hjá Herdísi, sem var
honum svo kær, þau voru ætíð svo
samrýmd. Einar lét ekkert aftra sér
að komast til Mallorca og dvelja hjá
Qölskyldunni sinni þar. I fyrravetur
dvaldi hann í 9 mánuði á Mallorca,
naut þess að vera úti í góða veðr-
inu, lesa og vera með bamabömun-
um.
Þessi síðasta ferð hófst í dymbil-
viku. Daginn fyrir ferðalagið dvaldi
hann á mínu heimili, hress og glað-
ur, talaði um nýja og gamla tímann
og virtist engu hafa tapað. Er hann
kvaddi minntist hann á það að þetta
væri sín níunda ferð til Mallorca og
alltaf taldi hann að það væri sú
síðasta. Það reyndist rétt vera að
þessu sinni.
Einar Sigmundsson var fæddur á
Krossanesi á Mýmm 13. janúar
1906. Foreldrar hans voni Herdís
Einaredóttir og Sigmundur Guðna-
son. Á Mýrunum var Einar að mestu
leyti fram á fullorðinsár. Er Einar
hafði fengið húsnæði í Borgamesi
fluttu þau Herdís og Sigmundur
þangað. Síðar festi Einar kaup á
húseigninni Borgarbraut 30.
Árið 1947 urðu þáttaskil í lífí
Einars. Til hans kom ráðskona,
Unnur Þórarinsdóttir, ættuð frá
Höfða á Vatnsleysuströnd. Méð
henni komu tvær ungar dætur henn-
ar, Gunnþómnn og Jóhanna Aðal-
steinsdætur. Mann sinn, Aðalstein
Jóhannsson frá Litlu-Fellsöxl í Skila-
mannahreppi, hafði Unnur misst
árið 1944. Unnur og Einar bjuggu
saman upp frá þessu og var það
þeim báðum til gæfu. Unnur annað-
ist foreldra Einars af umhyggju,
þeirra síðustu æviár.
Einar og Unnur eignuðust tvær
dætur, Herdísi, búsetta á Mallorca
og Þóm Sigríði, búsetta í Borgar-
nesi. Bamabömin em 10 og bama-
bamabömin 7.
Einar reyndist dætmm Unnar
góður faðir og hafa þær þakkað það
með þeirri umhyggju sem þær hafa
borið fyrir honum fram á síðasta
dag.
I áraraðir starfaði Einar hjá Vega-
gerð ríkisins í Borgamesi, lengst af
sem verkstjóri. Var hann þá oft á
tíðum við lagfæringar eða upp-
byggingu á vegum út um sveitir
Fædd 24. nóvember 1930
Dáin 28. april 1988
Mig langar í örfáum orðum að
minnast tengdamóður minnar, Hild-
ar Eggertsdóttur. Fundum okkar bar
fyrst saman er ég kom að Ijalda-
nesi vestur í Dalasýslu með syni
hennar 17 ára gömul, að vonum
hálf feimin að hitta allt fólkið hans
í fyrsta sinn. En sá ótti var ástæðu-
laus því strax frá fyrstu stundu tók
hún mér eins og dóttur. Við vomm
fljótar að kynnast því það var henn-
ar eðli að vera létt í lundu og náði
hún jafnan góðu sambandi við fólk.
Ég minnist með ánægju allra
kvöldstundanna sem við sátum og
spjölluðum saman langt fram á
nætur bæði í Tjaldanesi og í
Borgarfjarðar. Síðustu starfsárin
vann hann í Áhaldahúsi Vegagerðar-
innar í Borgamesi og reyndust
starfsmenn þar honum ákaflega vel,
enda ekki sviknir af hans störfum.
Einar var ákaflega prúður maður,
sást aldrei skipta skapi, sama hversu
mikið gustaði í kring um hann. En
hann hafði sínar meiningar um um-
Reykjavík. Hún sagði svo skemmti-
lega frá og var gaman að hlusta á
hana segja frá lífínu í Ijaldanesi
þegar hún var þar lítil stúlka og
augasteinn föður síns sem hún dáði
mikið.
Hún vann lengst af á Hvítaband-
inu við aðhlynningu og fórst henni
það starf vel úr hendi. Hún var ein-
staklega natin við sjúklingana og
hafði mikið að gefa frá sjálfri sér.
Þegar bamabömin fæddust var
alltaf sóst eftir að koma til ömmu á
Frakkastígnum. Margar góðar og
skemmtilegar stundir átti Hildur
dóttir mín með ömmu sinni og al-
nöfnu.
Ég vil þakka Hildi tengdamóður
minni allar góðu samverustundimar
sem við áttum saman — þeim gleymi
ég aldrei.
Minning:
Hildur Eggertsdótt-
irfrá Tjaldanesi
ræðuefnin, hvort sem um var að
ræða dægurmál eða mál liðinna
tíma. Bamgóður var hann og með
hægð sinni hændi hann þau að sér,
mín böm nutu þess. Einar og Unnur
höfðu mjög mikla ánægju af ferða-
lögum um eigið land. Fóm þau
margar ferðir með Verkalýðsfélag-
inu í Borgamesi. Einnig var Qöl-
skyldan alltaf reiðubúin til þess að
fara með þau í lengri eða skemmri
ferðir, sem þau nutu vel.
Oft hefur leiðin legið í Borgames
og nokkuð oft dvöldu þau Einar og
Unnur á mínu heimili. Það var alltaf
tilhlökkun bæði hjá ungum og öldn-
um að hitta þau. í Borgamesi var
tekið á móti öllum opnum örmum,
bæði í veitingum og viðmóti. Þar
vom oft flatsængur um öll gólf og
þótti það sjálfsagt mál.
Einar og Unnur vom samrýmd
þó ólík væm og fann maður aldrei
annað en að allt gengi hnökralaust
í þeirri sambúð.
Einar missti mikið er Unnur lést
fyrir fjórum ámm. Þá reyndust dæ-
tumar og fjölskyldur þeirra vel sem
fyrr. Þóra Sigríður og hennar fjöl-
skylda í Borgamesi flutti til hans á
Borgarbrautina og bjuggu þar með
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem.)
Systa
-
Peysur.............kr.
Bolir............ kr.
Jogginggallar.......kr.
Gallabuxur.........kr.
Háskólabolir.......kr.
Skyrtur............kr.
Barnabuxur.........kr.
Barnapeysur........kr.
5 pör barnasokkar...kr.
1.390
1.190
1.590
"790
1.090
1.090
690
Eittsinn Fataiand-ávaiit Fataiand
honum þar til hann fór á Dvalar-
heimili aldraðra í Borgamesi fyrir 1
ári. Þar undi hann hag sínum vel
og var þakklátur fyrir allt sem fyrir
hann var gert.
Ég álft að Einar hafí talið sínu
lífsstarfi lokið og verið tilbúinn f
síðustu ferðina, sáttur við allt og
alla.
í gegn um þessi minningarbrot
sem ná yfír síðustu 20 ár af lífshlaupi
Einars Sigmundssonar kemur upp
mynd af heilsteyptum sómamanni,
sem ætíð var hlýr í viðmóti og gaf
frá sér með nærvem sinni.
Benedikta G. Waage
Genginn er góður vinur og fyrr-
verandi starfsfélagi, Einar Sig-
mundsson, fyrmm verksljóri hjá
Vegagerð ríkisins í Borgamesi, en
hann lést úti á Mallorca 9. fyrra
mánaðar á heimili dóttur sinnar sem
þar er búsett.
Einar var fæddur í Krossanesi á
Álftanéshreppi 13. janúar 1906.
Foreldrar hans vom hjónin Herdís
Einarsdóttir og Sigmundur Guðna-
son, sem þar bjuggu.
Hann tók við búi í Krossanesi
1939 og flutti þaðan að Þverholtum
1940 og bjó þar um árabil. Á árinu
1947 flutti hann til Borgamess og
bjó þar til æviloka, lengst af á Borg-
arbraut 30.
Lífsfömnautur Einars var Unnur
Þórarinsdóttir, mikil myndar- og
skömngskona, er lést á árinu 1984.
Þeim varð tveggja dætra auðið,
Herdísar, sem búsett er á Mallorca
á Spáni og Þóm Sigríðar, er býr í
Borgamesi. Unnur var ekkja og átti
tvær dætur þegar þau Einar hófu
sambýli, þær Gunnþómnni og Jó-
hönnu og gekk hann þeim f föður-
stað.
Eftir að Einar flutti til Borgar-
ness stundaði hann ýmsa verka-
mannavinnu á staðnum, en á árinu
1954 réðst hann til Vegagerðar
ríkisins, fyrst sem verkamaður, en
var fljótlega gerður að verkstjóra
yfír vinnuflokki á sumrin, aðallega
í nýbyggingum vega og þá sérstak-
lega í ræsagerð og má segja að það
hafí verið hans sérgrein þar sem
hann var vel hagur á alla smíði, en
í þá daga var slegið upp fyrir öllum
stærri vegræsum og þau byggð úr
steinsteypu.
Á vetuma vann hann að mestu
inni í áhaldahúsi við nýsmíði og við-
hald vegavinnuskúra ásamt öðm tré-
verki er til féll. Við verkstjóm vann
hann allt til ársins 1984, en þó hálf-
an dag sfðustu starfsárin.
Fundum okkar Einars bar fyrst
saman í júnímánuði 1959 í vega-
vinnuskúrum frammi hjá Skarði í
Lundarreykjadal. Ég var þá nýgræð-
ingur í starfí og kom með snöggum
hætti inn í það hér í Borgarfírði.
Ég minnist þess nú hversu hlýtt
handtak ég fékk hjá honum við
fyrstu kveðju og ævinlega síðan til
þess síðasta.
Þetta fyrsta handtak gaf mér til
kynna hvem mann Einar hafði að
geyma, hlýleika, mildi og ljúf-
mennska einkenndu hans skapferli.
Hann var góður leiðbeinandi
ungra manna, sem sýndi sig best í
þvf að þeim unglingspiltum er vom
í sumarvinnu í flokki hans þótti öll-
um vænt um hann og sóttust eftir
að stárfa með honum sem lengst.
Eftir að Einar var kominn á efri
ár og hættur störfum tók ég hann
oft með mér á sumrin í eftirlits-
ferðir um héraðið og komum við þá
jafnan í þá vinnuflokka, sem að
störfum vom.
Þessara ferða naut hann til hins
ítrasta og taldi til mestu sæludaga
sumarsins. Þá rifjuðust upp fyrir
honum fyrri verk hans. Hann taldi
jafnvel upp smíðaár þeirra ræsa og
annarra mannvirkja sem hann hafði
verkstýrt og unnið að í gegnum árin
og lét í ljósi þær ævintýralegu fram-
farir og tækni sem orðið hafa í
fslenskrí vegagerð á sfðustu áratug-
um.
Að leiðarlokum vil ég þakka hon-
um allar samvemstundimar og tel
mig hafa orðið betri mann af því
að fá að njóta þeirra með honum á
lífsleiðinni. Einnig vil ég þakka fyrir
gestrisni á heimili hans, sem ég varð
aðnjótandi frá fyrstu kynnum.
Með þessum orðum sendi ég og
fjölskylda mín innilegar samúðar-
kveðjur til allra systranna og fjöl-
skyldna þeirra.
Elís Jónsson