Morgunblaðið - 05.05.1988, Page 58
I
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
A
HÖGNI HREKKVÍST
„fjETTA CrR. Sl/AKA KATTAMATAfSAUQcýsiNG!''
Vargfugh fjölgar af mannavöldum
Til Velvakanda.
Fyrir nokkru var fjallað um fjölg-
un vargfugls í Velvakanda og talað
um nauðsyn þess að fækka honum.
Ná á það sína skýringu að varg-
fugli hefur fjölgað og hún er að
mikið æti fellur til fyrir hann. Fýll-
inn er að vísu ekki talinn til varg-
fugla en honum hefur fjölgað mikið
ekki síður en máfnum. Þessir fuglar
sitja um að komast í slóg sem fleygt
er af fískiskipum. Eins komast þeir
oft í fískúrgang frá fískvinnslum.
Væri hætt að kasta fískúrgangi
fyrir fuglinn og fískúrgangurinn
nýttur t.d. sem áburður, myndi fugl-
unum fækka án þess að fleira þyrfti
að koma til. Einnig þyrfti að ganga
betur um öskuhauga því þeir eru
víða uppeldisstöðvar fyrir hrafna.
Vargfuglinum flölgar af manna-
völdum og þyrftum við að taka
okkur á í þessu efni.
Spurst fyrir um
hjúkrunarkonu
Maður nokkur í Færeyjum hefur
leitað aðstoðar Morgunblaðsins við
að komast í samband við hjúkrunar-
konu, sem starfaði í hjúkrunarliði
spítalans I Vestmannaeyjum haustið
1942 — á styijaldarárunum. — Þá
kom þessi maður, sem heitir Malm-
berg Simonsen, til heimilis í Sörvági
í Færeyjum, á spítalann í Eyjum
ásamt tveim skipsfélögum sfnum.
Hann segir að þar hafí þá verið í
hjúkrunarliðinu mæðgur. Teiur hann
dótturina hafa starfað þar til margra
ára og verið þar f stöðu yfírmanns.
Sjálfur er bréfritarinn nú 68 ára.
Hann væntir þess að hjúkrunarkon-
an, sem hann ræðir hér um, hringi
til sín, en á heimili hans f Sörvági
er síminn 32Í21.
Mér ofbýður fégræðgin
Til Velvakanda.
Nýlega fékk undirritaður bréf
frá Verðbréfamarkaði Iðnaðar-
bankans hf. Svarbréf mitt, sem
ég bið að verði birt, var á þessa
leið: Hefí móttekið bréf þitt dags.
20. þ.m. og kynningarbækling um
verðbréfamarkað. Fjarri fer því
að ég hafí áhuga fyrir þessari
starfsemi. Mér fínnst sannast að
segja áhyggjuefni þegar fyrirtæki
í bankakerfínu eru farin að reka
áróður fyrir braski. Ég sé ekki
betur en að þetta verðbréfafargan
sé orðið þjóðhættuleg iðja, helst
til þess fallin að gera hina ríka
ríkari og hina fátæku fátækari,
og um leið öflugt tæki til að grafa
undan undirstöðuatvinnuvegum
landsmanna sökum þenslu, vaxta-
okurs og vaxandi fjármagnskostn-
aðar sem þessu fylgir. Eða halda
menn kannski að þjóðin geti til
lengdar lifað á þjónustu, fjölmiðl-
um, verslun og hvers konar braski
í ótal myndum eftir að framleiðslu-
greinamar eru famar að riða til
falls? Þvílík blinda og skammsýni.
Mér ofbýður fégræðgin, sem
blómstrar á Reylqavíkursvæðinu,
öfgafullar og ótímabærar fjárfest-
ingar, öll sóunin og eyðslan hjá
peningavaldinu og bröskurunum
þar meðan byggðunum utan þessa
svæðis er meira og minna að blæða
út.
Það er augljóst mál að ef þjóð-
in, það er að segja sá hluti hennar
sem ræður ferðinni i öllu þessu
bmðli og braski, nær ekki áttum
á sínum glapstigum, verður þess
ekki langt að bíða að dansinn í
kring um gullkálfínn steypi sjálf-
stæði hennar í glötun.
Friðjón Guðmundsson,
Sandi, Aðaldal.
Víkverji skrifar
Ef að líkum lætur á sumarið sem
nú fer í hönd eftir að bera
mikinn svip af því að Ólympíuleikar
verða haldnir í Seoul í Suður Kóreu
síðar á árinu. Fremsta íþróttafólk
heims verður í sviðsljósinu þar og
ekkert er til sparað svo árangur
megi verða sem bestur. íslendingar
senda sterkan hóp til Seoul með
handknattleikslandsliðið, Bjama
Friðriksson júdókappa, spjótkastar-
ana Einar Vilhjálmsson og Sigurð
Einarsson og sundmanninn Eðvarð
Þór Eðvarðsson í fararbroddi.
Bjami hefur bronsverðlaun frá leik-
unum í Los Angeles 1984 að veija
og þá, og í heimsmeistarakeppninni
í Sviss 1986, varð handboltalands-
liðið í sjötta sæti.
íslenski hópurinn hefur ekki end-
anlega verið valinn. Auk þessara
garpa berjast fleiri sund- og frjáls-
íþróttamenn og siglingamenn við
reglugerðir og Olympíulágmörk
sem tiyggja farseðilinn á íþrótta-
hátíðina í Seoul.
XXX
Iraun er það með ólíkindum
hversu framarlega íslenskir
iþróttamenn standa í einstökum
greinum miðað við fámenni þjóðar-
innar og aðstöðuleysi í samanburði
við stórþjóðimar. Handboltalands-
liðið er gott dæmi um hvað hægt
er ef vilji og samstaða býr að baki.
Til skamms tíma var talað um hand-
knattleik sem vetraríþrótt og fengu
handknattleikskappar yfírleitt frí
frá æfingum og keppni yfír sumar-
tímann. Þetta hefur breyst á síðari
ámm og ef lið ætla sér að vera í
fremstu röð þýðir ekki annað en
að halda sér við efnið allan ársins
hring. íslenzka landsliðið er þessa
dagana að ljúka keppnisferð til Jap-
an og fram að Ólympíuleikunum í
Seoul em margir landsleikir og
strangar æfíngar. Vissulega kostar
mikla peninga að fjárfesta í árangri,
en fólk er tilbúið að hjálpa ef úrslit-
in em hagstæð. Þjóðin gekk af
göflunum meðan á keppninni í Sviss
stóð fyrir tveimur ámm og ætli
handboltahitasóttin taki sig ekki
upp í haust þegar Þorgils Óttar og
félagar stíga á sviðið í Seoul.
XXX
A
Islandsmótið í knattspymu byijar
í lok næstu viku og gera spark-
áhugamenn sér vonir um skemmti-
legt og spennandi mót. Það er þó
ekki aðeins i 1. deild sem barist er
og Víkveiji varð vitni að því fyrir
réttum tíu ámm hvemig vinalegt
sjávarpláss austur á landi snerist
gjörsamlega út af gengi 2. deildar-
liðs staðarins. Á góðviðrisdögum
kom helmingur bæjarbúa á völlinn
og menn vom ýmist hetjur eða óal-
andi. Ekki var talað um annað en
fótbolta er tveir menn hittust á
götuhomum og á netaverkstæði
bæjarins vom veggir þaktir með
úrklippum úr d'agblöðum þar sem
sagt var frá einstökum leikjum liðs-
ins. Blöðin vom vegin og metin á
grimmilegan hátt út frá því hvemig
þau sögðu frá leikjum liðsins. Neta-
nálar og melspímr fengu hvfld
meðan hitafundir vom haldnir á
netaverkstæðinu um liðsskipan og
leikaðferðir.
XXX
Yngra íþróttafólkið þarf líka
athygli og tíma. Skipulagning
móta fyrir krakkana er mikið mál,
en því miður hefur ýmislegt farið
úr böndum í þeim efnum. Þáttur
foreldra og aðstandenda í íþrótta-
starfí krakkanna er dýrmætur og
ekki spuming um að hann skilar
sér fyrir foreldra, félag viðkomandi
og bamið sjálft. Þetta getur þó far-
ið út í öfgar eins og kunningi
Víkveija varð vitni að á dögunum.
Kappleikur var þá í fullum gangi á
milli liða 11 ára stráka og sannar-
lega var móðir tveggja drengja í
öðm liðinu þátttakandi í barátt-
unni. Hún hvatti strákana sína
óspart og brýndi þá til dáða. Þegar
henni fannst þeir ekki standa sig
sendi hún þeim tóninn svo það vakti
athygli og þegar henni blöskraði
áhugaleysi annars þeirra hrópaði
hún inn á völlinn: „Á ég að sækja
fyrir þig stól drengur."
4