Morgunblaðið - 05.05.1988, Side 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
Útivist:
Myndakvöld
frá Vest-
mannaeyjum
ÚTIVST efnir í kvöld, fimmtu-
dag, til sfðasta myndakvölds
vetrarins f Fóstbrœðraheimilinu,
Langholtsvegi 109.
Aðalefni kvöldsins eru myndir
hins landsþekkta ljósmyndara Sig-
urgeirs Jónassonar og mun annar
ekki síður þekktur Vestmanneying-
ur, Ámi Johnsen, sýna þær. Þetta
er einstakt tækifæri til að kynnast
Vestmannaeyjum í máli og mynd-
um.
Eftir hlé verður kynning á ferð-
um Útivistar á Homstrandir nú í
sumar. í hléi verða kaffíveitingar
sem kaffínefnd félagsins sér um.
Allir em velkomnir að mæta meðan
húsrými leyfír en sýningin hefst kl.
20.30.
(Fréttatilkynning)
William Hurt í hlutverki sínu f
kvikmyndinni „Sjónvarpsfréttir"
sem Bíóhöllin hefur tekið til sýn-
inga.
Bíóhöllin
sýnir „Sjón-
varpsfréttir“
BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn-
inga kvikmyndina „Sjónvarps-
fréttir“ (Broadcast News). Leik-
stjóri myndarinnar er James L.
Brooks og með aðalhlutverk fara
William Hurt, Albert Brooks,
Holly Hunter, Robert Prosky,
Jack Nicholson o.fl.
í frétt frá kvikmyndahúsinu seg-
ir m.a. um söguþráðinn:
Samkeppni milli sjónvarpsstöðva
í Bandaríkjunum er hörð. Auglýs-
endur, sem em tekjulind sjónvarps-
stöðvanna, auglýsa þar sem áhorf-
endafjöldinn er mestur. Á sjón-
varpsstöðinni vinna m.a. Tom
Gmnick, sem nýorðinn er aðal-
þulur, og Jane Craig, sem hefur
persónulegan áhuga á Tom. Þegar
harðnar á dalnum hjá sjónvarps-
stöðinni er fjölda fólks sagt upp en
ekki Tom og Jane því þau hækka
bæði í tign, Tom fer til London til
að stjóma fréttastofunni þar. Þá
skilja leiðir þeirra tveggja um tíma
en þegar þau hittast á ný eftir nýj-
ar tilfærslur manna á sjónvarps-
stöðinni hefur ýmislegt breyst.
Leiðrétting
í GREIN Sigurðar Þórðarsonar í
blaðinu sl. þriðjudag átti að standa
í 7. lið: „ ... jafnframt því sem vísi-
tölur bygginga- og lánskjara muni
einnig lækka.“ í blaðinu stóð
hækka, og er beðist velvirðingar
á því.
Gróðurdagar Garð-
.yrkjufélagsins
NÚ FER sá tími f hönd þegar
flestir sem vettlingi geta valdið
leitast við að dveljast sem mest
utanhúss þegar veður og tóm-
stundir leyfa.
Fljótlega fara margir að huga
að sínu nánasta umhverfí, móta eða
lagfæra garðskikann sinn.
Árshátíð
Italíu
ARSHTÍÐ félagsins ítalfu verður
hnldin föstudaginn 6. maf nk. á
Hótel Lind við Rauðarárstfg kl.
19.30.
Skemmtiatriði verða, matur og
dans til kl. 02.00. (FréttatQkynnmg:)
Garðyrkjufélag íslands er félag
áhugamanna um garðrækt og
markmið þess er að efla áhuga og
þekkingu á garðrækt.
Félagið gengur nú á næstunni
fyrir Gróðurdögum GÍ 1988. Þá
verða haldnir kynningarfundir í
Reykjavík og nágrenni þar sem
fjallað verður um skjól í görðum,
garðrunna og vorblóm.
Fundimir verða í Kirkjuhvoli í
Garðabæ fímmtudaginn 5. maí,
Austurströnd 3, Seltjamamesi,
mánudaginn 9. maí og í Gerðu-
bergi, Breiðholti, miðvikudaginn 11.
maí.
Fyrirlesarar á öllum stöðum
verða Jón H. Bjömsson landslags-
arkitekt, Jóhann Pálsson garðyrkju-
stjóri og Ólafur B. Guðmundsson
ritstjóri Garðyrkjuritsins.
Fundimir heflast alls staðar kl.
20.30 og er aðgangur ókeypis og
öllum heimill.
Frá æfingu Leikfélags Siglufjarðar á Galdrakarlinum f Oz.
Siglufjörður:
Leikfélagið sýnir
Galdrakarlinn í Oz
Siglufirði.
LEIKFÉLAG Siglufjarðar hefur
undanfamar vikur æft leikritið
Galdrakarlinn f Oz eftir L. Frank
Baum undir leikstjóm Carmen
Boritch.
Þetta er stærsta og viðamesta
sýning sem félagið hefur ráðist í á
undanfömum árum. Alls eru leik-
endur rúmlega 30 en um 50-60
manns standa að sýningunni.
Frumsýnt verður föstudaginn 20.
maí sem er 70 ára afmælisdagur
Siglufj arðarkaupstaðar.
- Matthfas
i :■
||Ígj| i-fra' *
.
*>óg5nuRR
og síðasta leikvika vetrarins
Nú er veruleg ástæöafyrir alla að kynnasérárangurog stööu liðanna í ensku
knattspyrnunni og spila með af krafti. Enginn seðill hefur komið fram með tólf
réttum þrjár undanfarnar vikur og er því potturinn núna fjórfaldur. í þessari
viku, síðustu leikviku vetrarins, verður potturinn borgaður út fyrir flesta leiki
með réttum úrslitum.
Spáðu því vandlega í liðin og spilaðu með af fjórföldum krafti,
- núna getur þekkingin fært þér milljónir.
ISLENSKAR GETRAUNIR
- eini lukkupotturinn þar sem þekking
margfaldar vinningslíkur.
»e«$
Hægt er að spá í leikina símleiðis og
greiða fyrir með kredítkorti.
Þessi þjónusta er veitt alla
Íföstudaga frá kl. 9:00-17:00
og laugardaga frá kl. 9:00-13:30.
Síminner688 322
>
Upplýsingar um úrslit í síma 84590.