Morgunblaðið - 05.05.1988, Page 63

Morgunblaðið - 05.05.1988, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 63 fcRÚm FOLK ■ JOHAN Cruyff verður næsti þjálfari knattspymuliðs Barcelona á Spáni og tekur reyndar við því starfi strax f dag. Vangaveltur hafa verið uppi í marga mánuði um hvað Cruyff mjmdi gera en hann hætti sem þjálfari Ajax fyrr í vetur. Hann tilkjmnti í gær að hann hefði ákveð- ið að taka boði Barcelona. Ekki vildi hann gefa upp hver laun hans yrði, en spánsk blöð sögðu að hann fengi um eina milljón dollara fyrir árið, en það er andvirði tæplega 40 milljónir íslenskra króna. ■ LEIKMENN AC MÍIanó fá ágæta uppbót ef þeim tekst að sigra í 1. deildinni á Ítalíu. Hver leikmað- ur fær rúmar sex milljónir ísl. kr. í sinn hlut. Þess má geta að tekjur AC Mílanó af aðgangseyri á leik liðsins gegn Napóli um helgina voru sem svarar 90 miUjónum ísl. kr. Ofan á það bætist svo svipuð upphæð í auglýsingatekjur. ■ DÓMARARAÐSTEFNA f knattspymu, sem var frestað um sl. helgi, verður haldin um næstu helgi. Ráðstefnan hefst með þol- prófi dómara f Laugardalnum kl. 12 á laugardaginn. ■ JÓN Kristjánsaon hefur ákveðið að leika með KA í knatt- spymunni í vetur. Jón varð íslands- meistari með Val. í haridknattleik f veturj en hyggst leika við hlið br®ð- ir sfns, Erlings hjá KA í sumar. Þetta kom fram í Degi í vikunni. KA sigraði Val í æfingaleik um helgina, 3:1. Ágúst Sigurðsson, Valgeir Barðason og Óm Viðar Amarson skoruðu mörk KA, en Siguijón Kristjánsson minnkaði muninn fyrir Val. ■ ENGLENDING URINN Col- in Tacker mun ekki leika með KS í 2. deild knattspjnuunnar í sumar. Siglfirðingar vonuðust til þess að hann kæmi í sumar, en af því varð ekki. Þó munu tveir Englendingar leika með KS f sumar, þeir Steve Rutter og Paul Frainer. I DA VW O’Leary hefur lfkiega Ieikið sinn sfðasta leik með frska landsliðinu í knattspymu. Jack Charlton þjálfari frska landsliðsins sagði að O’Leary yrði ekki í hópn- um sem fer f Evrópukeppnina í sumar og líklega ekki framar f landsliðinu: „O'Leary hefur gert fátt annað en kvartað yfir því að hann skuli ekki vera aðalmaðurinn f landsliðinu. En hann hefur brotið einu regluna sem ég set mönnum, að þeir mæti á æfingar og verði ekki til vandræða," sagði Charlton. ■ ENGLENDINGAR hafa mót- mælt nýjum reglum sem UEFA setti í fyrradag. Þar segir að lið megi aðeins nota Qóra útlendinga f Evrópumótum félagsliða. Eng- lendingar hafa þó ekki mótmælt þvf, heldur að Bretar skuli ekki vera talin sem ein þjóð. Graham Kelly ritari enska kanttspymusam- bandsins segir að þetta muni breyta miklu hvað varðar kaup leikmanna milli landa: „Við höfum aldrei litið á Skota, íra og Walesbúa sem út- lendinga." Fleiri hafa mótmælt þessari reglu t.d. Colin Harvey framkvæmdastjóri Everton: „Ég held að ensk og skosk lið sætti sig ekki við þetta.“ Þess má geta að í bjnjunarliði Liverpool, sern mætti Juventus í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða 1985, voru aðeins tveir Englendingar og þegar Everton vann Evrópukeppni bikarhafa 1985 voru aðeins fimm Engiendingar f liðinu. ■ ÓEINKENNISKLÆDDIR lögregiumenn munu fylgja áhang- endum PSV til Stuttgart þar sem liðið mætir Benfica í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða. Reikn- að er með að 16.000 áhorfendur fari frá Hollandi á leikinn. Átta lögreglumenn verða í þessum hóp og hafa þeir sérhæft sig f óláta- belgjum f hollensku knattspym- unni. Þeir munu vinsa úr þá sem þekktir eru fýrir slæma framkomu, áður en hópurinn heldur til Stuttg- art. KNATTSPYRNA / VINÁTTULANDSLEIKUR Reuter QuAmundur Baldursson mátti hirða knöttinn þrisvar úr netinu hjá sér í gær í Búdapest. Hér er knötturinn á leiðinni í mark í annað sinn f leiknum eftir skot Sandor Sallai á 62. mín. HANDKNATTLEIKUR / VESTUR-ÞÝSKALAND Stórsigur Essen gegn Massenheim í fyrri bikarúrslitaleiknum. Alfreð mjög góður Eins og búast mátti við vann Tusem Essen stóran sigur á Wallau Massenheim, er liðin mættust í fyrri úrslitaleik vestur- þýsku bikarkeppn- innar f gærkvöldi. Úrslitin urðu 25:18 og þar sem leikið var f Mass- enheim — og viðureignin í Essen þvf eftir — má bóka sigur Essen í keppninni. Það má segja að allt loft hafi Frá Jóhann Inga Gunnanssyni ÍÞýskalandi verið úr leikmönnum Wallau eftir að þeir sluppu naumlega við fall í 2. deild um helgina. Annað var upp á tengingum hja leikmennum Tusem Essen. Þeir ætla sér greini- lega að verða bikarmeistarar til að tryggja sér Evrópusæti næsta ár. Það var aðeins í bjnjun sem jafnræði var með liðunum en sfðan AHrai OislMon. má segja að aðeins eitt lið hafí verið á vellinum. Staðan f hálfleik var 10:4 og loka- tölur 25:18 sem fyrr segir. Síðari leikurinn verður næsta sunnudag. Essen lék mjög vel í gær, en Wallau var langt frá sínu besta. Fýrir þremur vikum mættast liðin á sama stað, f deildinni, og þá vann Wallau vann með 7 mörkum. Jochen Fraatz hjá Essen, gerði 9 mörk. Alfreð lék einnig mjög vel, skoraði 6 mörk, og gerði Finnann Kallmann algjörlega óvirkan. Sá skoraði ekki eitt einasta mark utan af velli, þökk sé Alfreð. Hann var þó markahæstur f liðinu með 5 mörk, en þau voru öll gerðu úr vítum. Undirritaður er handviss um að leiki Essen eins vel og í kvöld gegn CSKA Moskvu f úrslitum Evrópukeppni meistaraliða þá fellur Evrópumeistaratitilinn lið- inu f skaut, auk þýska bikarsins. Mistök í - Búdapest ísland fékk á sig þrjú ódýr mörk ÞRJÚ slæm varnarmistök kost- uðu íslenska landsliðið f knatt- spyrnu þrjú mörk f Búdapest í gær. íslendingar töpuðu, 0:3, fyrir Ungverjum í vináttulands- leik. Aðeins 3.500 áhorfendur _ voru á NEP-þjóðarleikvangin- um í Búdapest á þessum fyrsta leik þjóðanna. Istvan Vincze skoraði fyrsta mark Ungveija á 45. mín., beint úr aukaspjrmu. Hann sveiflaði vinstri fætinum og knötturinn hafnaði efst upp í markhomi fslenska marksins. íslensku leikmennimir fengu ekki tækifæri til að byija með knöttinn á miðju áður en dómari leiksins flautaði til leikshlé. „Það var súrt fyrir strákana að koma inn í hálf- leik 1:0 undir vegna þess að þeir stóðu sig vel í fyrri hálfleik. Það var mildð áfall að fá á sig mark á þessum tíma,“ sagði Guðni Kjart- ansson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í samtálí við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Ragnar Margeirsson fékk - gullið tæRiifjæri til að skora í fyrri • ' hálfleik kortist ehjninn fyrir vöm- ina, lyfti knéttinum yfir úthlaup- andí markvörðinn, en yfir markið líka. Sandor Sallai bætti öðra marki við á 62. mín., eftir mistök Guðmundar Baldurssonar, markvarðar. Ung- veijar bættu þriðja markinu við rétt fyrir leiksiok. Kalman Kovace»- komst þá inn í misheppnaða send- ingu Þorvaldar Örlygssonar, sem ætlaði að senda knöttinn til Guð- mundar, markvarðar. Kovacs þakk- aði fyrir sig og sendi knöttinn í netið. Það var greinilegt á leiknum í gær að margir fslensku leikmannanna era ekki komnir í nógu góða leikæf- ingu. „Þeir leikmenn sem komu að heiman vora orðnir þreyttir þegar líða tók á Ieikinn," sagði Guðni. Þrjú „gjafamörk" litu dagsins að hans sögif. fslenska liðið var þannig skipað: Guðmundur Baldursson, Gunnar Gíslason, Sœvar Jónsson, Atli Edvaldsson, Ólafur Þórðarson (Þorvaldur ÖriygBson vm. á 80. mín.), Viðar Þorkeisson, Ómar Torfason, Pétur Ormslev, Pétur Arn— þórsson (Rúnar Kristinsson vm. á 46. mín.), Ragnar Margeirsson og Guðmundur Torfason. KNATTSPYRNA / UEFA-KEPPNIN Reuter Laikmæin LmwrkuMn ninnu heldur betur á rassinn f gær á Spáni. Hér hefur Gotz misst af boltanum. Gallart fylgist með. KNATTSPYRNA / ENGLAND Loks sigraði Forest Nottingham Forest sigraði Norwich 2:0 í ensku 1. deildinni í gær- kvöldi með mörkum Neil Webb og Lee Glover. Liðið komst við þetta í 3. sæti. Þá vann Tottenham sigur á Luton, 2:1. Steve Hodge og Gary Mabbutt gerðu mörk Spurs en Ashley Grimes setti mark Luton. Espanol með aðra hönd á bikamum Sigraði Leverkusen 3:0 á Spáni SPÁNSKA félagið Espanol er komið maö aöra höndina á Evrópubikar félagsliða, UEFA- bikarinn, eftir 3:0-sigur á Bayer Leverkusan fri Vestur-Þýska- landi f gærkvöldi. Þetta var fyrri úrslitaleikur liðanna f kappn- inni og var leikíð á Spáni. etta var 15. Evrópuleikur Le- verkusen og sá fyrsti sem liðið tapar. Þjóðveijamir höfðu frum- kvæðið mest allan fyrri hálfleikinn, en á sfðustu mfnútu hans náðu heimamenn að skora. Þar var að verki ungur leikmaður, Sebastian Losada, sem er lánsmaður frá Real Madrid. Hann skallaði glæsilega í» þverslá og inn eftir fyrirgjöf frá vinstri. Vinstri bakvörðurinn Miguel Soler gerði annað markið fljótlega f seinni hálfleik með föstu skoti neðst f homið frá vítateig og á 57. mín. gerði Losada sitt annað og þriðja mark Spánveijanna. Þar með voru úrslitin ráðin; Spánveijamir vora reyndar nær því að skora flórða mark sitt en Þjóðveijamir sitt fyrsta. FIRMA-0G FÉLAGAKEPPNI BREIÐABLIKS í utanhússknattspyrnu á Vallgerðisvelli 12., 13. og 14. maí. Úrslit sunnudaginn 1S. maí. Glæsileg verðlaun í boði. 7 manna lið. Verð: 6.500 pr. lið. Þátttaka tilkynnist Ara Þórðarsyni í vs. 687600/hs. 41724, Andrési Péturssyni í vs. 17450/hs. 36305 eða Sigurði Thorarens- en í vs. 672244/hs. 41973 fyrir mánudaginn 9. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.