Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 1

Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 1
102. tbl. 76. árg. FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Korri er hænsnfugl, ekki óskyldur rjúpunni. Svíþjóð: Korri held- ur þorpi í helgreipum Stokkhólmi, Reuter. ILLSKEYTTUR korri hefur að undanförnu ráðist á svo marga þorpsbúa í þorpinu Sikhjalma í Austur-Svíþjóð, að menn sáu sig tilneydda til að kalla á laganna verði. Um síðir tókst lögregluþjón- unum að fleygja teppi yfir korrann. Var honum ekið 10 km frá þorpinu til þess að menn gætu gengið óhultir utan dyra. Sú ráðstöfun hrökk þó engan veginn til, því að þremur dögum liðnum var korrinn kominn aftur og hálfu verri viðureignar en nokkru sinni fyrr. Var málum svo komið að fuglinn réðist á allt sem hreyfðist og héldu þorpsbúar kyrru fyrir á heimil- um sínum. Nú hafa skógarverðir verið kallaðir til. og hyggjast þeir handsama korrann og flytja hann langt frá byggðum. Þar vona þeir að gnægð skógarhæna verði til þess að korrinn uni glað- ur við sitt og haldi kyrru fyrir. Walesa vígreifur í umsátrinu: „Stjórnin stefnir þjóðinni í glötun“ Varsjá. Reuter. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, óháðu verkalýðsfélaganna, og 3.000 starfsfélagar hans höfðust enn við í Lenin-skipasmíðastöðinni í Gdansk í gærkvöldi, en lögregla umkringdi stöðina f gærmorgun eftir að yfir- stjórn hennar ákvað að loka stöðinni vegna verkfalls starfsmanna. Walesa sagðist myndu hverfa sfðastur úr skipasmíðastöðinni. Hann sagði kröfur verkfallsmanna sanngjarnar og ættu þeir ekki annarra kosta völ en knýja þær fram. „Ríkisstjórnin stefnir þjóðinni f glötun. Hún er úrræðalaus og ég er hættur að botna f gjörðum hennar,“ sagði í yfirlýsingu Walesa, sem smyglað var út úr stöðinni í gær. á brott úr byggingum í nágrenni skipasmíðastöðvarinnar í gær og þótti það benda til þess að lögreglan undirbyggi áhlaup á stöðina. í fyrrinótt gerði þúsund manna lögreglulið innrás í stáiver við Kraká og handtók forystumenn verkfalls- manna. Að sögn sjónarvotta óku 140 lög- reglubílar að stálverinu í skjóli næt- ur og réðust þúsundir lögreglu- manna til inngöngu um klukkan tvö eftir miðnætti. Hentu þeir blossa- og höggsprengjum inn í sal þar sem verkfallsmenn voru sofandi. Veittu verkfallsmenn enga mótspymu en voru samt barðir með kylfum og stórsá á mörgum þeirra. Alls voru 38 menn handteknir, þ. á m. 13 af 15 manna verkfallsstjóm, sem skip- uð var Samstöðumönnum. stöðu Jacques Chiracs Walesa og fylgismenn hans neit- uðu að yfírgefa stöðina eftir lokun- ina og sögðust þeir í gærkvöldi eiga von á áhlaupi hers- og iögreglu, jafn- vel í nótt. Umsvif lögreglu við stöð- ina fóru vaxandi er á daginn leið. í ávarpi Walesa, sem smyglað var út úr Lenín-skipasmíðastöðinni í gær, sagðist hann sannfærður um að lögreglan mundi gera samskonar áhlaup og í stálverinu í Kraká. Hann sagði að verkfallsmenn, sem lokuðu sig inn í stöðinni, myndu ekki veita neina mótspymu, ef lögreglan gerði Lögreglumenn halda aðstandendum verkfallsmanna í hæfilegri fjarlægð frá Lenín-skipasmiðastöðinni. áhlaup. Lögreglumenn skipuðu fólki Frelsun gísla styrkir Mitterrand óhress með framgöngn víkingasveitarinnar á Nýju Kaledóníu Parfs. Reuter. JACQUES CHIRAC, forsætisráðherra Frakklands, er sagður hafa stórbætt stöðu sína f gær fyrir seinni umferð frönsku forsetakosn- inganna, sem fram fara næstkomandi sunnudag. Þá komu til Parísar þrír franskir gíslar, sem verið höfðu fangar mannræn- ingja í Líbanon f þrjú ár og franskar víkingasveitir frelsuðu 22 herlögreglumenn og einn dómara úr klóm skæruliða aðskilnaðar- sinna á Nýju-Kaledóníu. Loks voru i gær birtar tölur um mikinn hagnað af utanríkisverzlun Frakka i marz og eru það sagðar góðar fréttir fyrir Chirac. Chirac harðneitaði því að Frakkar hefðu borgað lausnar- gjald fyrir gíslana en frammámenn ríkja, sem eiga gísla í Líbanon, sögðust óttast að enn erfiðara yrði að fá gísla lausa hér eftir, ef Frakkar hafa látið undan kröfum mannræningjanna. Denis Baudou- in, talsmaður Chiracs, sagði hins vegar að Frakkar hefðu borgað írönum þriðjung af láni, sem fryst var er klerkamir steyptu írans- keisara af stóli árið 1979, eða 330 milljónir dollara. Stjóm Chiracs borgaði sömu upphæð skömmu eftir að hún komst til valda í marz 1986 og Baudouin sagði að verið væri að semja um endur- greiðslu þess, sem enn væri ógreitt. Hermt er að Hafez al-Assad, Sýrlandsforseti, hafí leikið lykil- hlutverkið í lausn gíslamálsins með því að koma á sáttum í deilu írana og Frakka, sem ráku íranska sendiherrann úr landi í fyrra í kjöl- far sprengjuherferðar í París. Chirac þakkaði bæði írönum og Sýrlendingum fyrir aðstoð við frelsun gíslanna í gær og sagði að ekkert hindraði lengur að eðli- legu stjómmálasambandi yrði komið á við Teheran. Þegar Chirac komst til valda einsetti hann sér að fá alla franska gísla í Líbanon leysta úr haldi. Hefur það nú tekizt og er hann eini vestræni leiðtoginn, sem náð hefur þeim árangri. Alls er um að ræða 10 gísla. Lausn gíslamálsins í Líbanon og Nýju-Kaledóníu var fagnað í Frakklandi en viðbrögð Francois Mitterrand, forseta, og öfga- mannsins Jean-Marie Le Pen, stungu þó í stúf. Mitterrand gagn- rýndi aðgerðir víkingasveitarinnar á Nýju-Kaledóníu og sagðist hafa fremur kosið samninga og sátta- umleitanir. Le Pen sagði að með því að semja við hryðjuverkamenn um gíslana í Beirút hefði frönsku þjóðina sett niður. Samkvæmt skoðanakönnunum, sem birtar voru í síðustu viku, var Mitterrand talinn ömggur með sigur í kosningunum á sunnudag. Þar sem skoðanakannanir era bannaðar síðustu vikuna fyrir kosningar er útilokað að segja hvaða áhrif gíslamálið og atburð- imir á Nýju-Kaledóníu hafa. Menn, sem málum er kunnugir, vora þó sammála um að hagur Chiracs hefði vænkazt. Sjá fréttir af gíslamálunum á bls. 30-31 og grein um for- setakosningarnar á bls. 32-33. Bein sjónvarpsútsending frá tindi Mount Everest Khatmandu, Reuter. SÝNT VAR í fyrsta skipti í beinni útsendingu frá hæsta fjallstindi veraldar í sjónvarpsstöðvum i Japan, Kína, Nepal og Suður-Kóreu í gær. Þar sáust japanskir, tíbeskir og nepalskir fjallgöngumenn á leið niður af hæsta tindi á Mount Everest, en þeir hyggjast verða fyrstir til að ganga þvert yfir fjallið. Hafa tveir flokkar manna klif- ið tindinn samtímis úr gagnstæðum áttum. í útsendingunni sáust þrír fjall- göngumenn leggja af stað niður fjallið til Nepals, en þeir höfðu klif- ið það frá Tíbet. Aðrir þrír klifu fjallið frá Nepal og einn þeirra ætl- ar að fara niður Tíbetmegin. Ef þeim gengur allt að óskum verða þeir fyrstir til að ganga yfír fjallið frá norðri til suðurs og frá suðri til norðurs. Beina útsendingin hófst um tutt- ugu mínútum eftir að fjallgöngu- mennimir komu upp á tindinn, sem er 8.848 metra að hæð. í byijun beinu útsendingarinnar frá þessum efsta punkti jarðarkringlunnar sást hópurinn sem fyrr kom á tindinn veifa fánum Japans, Kína og Nep- als. Það er japönsk sjónvarpsstöð sem ber kostnað af för þessara tveggja flokka upp á Everest. Er til fjall- göngunnar efnt að tilhlutan stöðv- arinnar og hafa Ijallamennimir bor- ið myndavélar í hjálmum sínum og þaðan var sent beint frá klifri þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.