Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 13

Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 13 Nýtt húsnæðiskerfi? eftir Ásmund Stefánsson Auknar lánveitingar Jafnframt nýja húsnæðislána- kerfinu var aflað mjög aukins fjár frá lífeyrissjóðunum til Byggingar- sjóðs ríkisins. Sú aukning gerði kleift að næstum því tvöfalda verð- mæti útlána í samanburði við árið 1985 þrátt fyrir að ríkisframlagið hafi á sama tíma verið skorið niður um einn þriðja. A næstu tveimur árum verða tekin lokaskref að því að lífeyrisið- gjald verði greitt af öllu kaupi. Sú breyting mun auka ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna og þar með Hús- næðisstofnunar verulega. Ávöxtun lífeyrissjóðanna er nú með því allra besta sem hún hefur verið í sögu almenna lífeyrissjóðakerfisins. Það eykur einnig ráðstöfunarfé sjóð- anna og Húsnæðisstofnunar ríkis- ins. Þrátt fyrir auknar lánveitingar er langur biðtími eftir húsnæðis- lánum. Að meðaltali er hann um 32 mánuðir. Það þýðir að for- gangshópar bíða í tvö ár, en þeir sem ekki eru í forgangshópi gætu búist við að þurfa að bíða í á fjórða ár. Flestir virðast sammála því að þetta sé of langur biðtími og því sé óhjákvæmilegt að breyta kerf- inu. Hvernig má stytta biðtímann? í fyrsta lagi væri hægt að lækka lánin. Þá mundi sama fjárhæð skiptast á fleiri lántakendur og biðtíminn þar af leiðandi styttast. Einhveijir mundu ekki ráða við íbúðarkaup ef lánin lækkuðu og yrðu því að hætta við. í öðru lagi mætti hækka vexti. Þá mundu lánin verða dýrari og hópur fólks mundi hætta við lán- töku. í þeim hópi mundu ekki vera aðeins þau sem eftir vaxtahækkun teldu að það borgaði sig ekki leng- ur að taka lánin. Þau sem réðu ekki við íbúðarkaup eftir vaxta- hækkun mundu bætast í hóp þeirra sem færu úr biðröðinni. Vaxta- hækkun er skömmtunarkerfi. Hún er skömmtunarkerfi markaðarins. Skömmtunarkerfi markaðarins veldur því að þeir tekjuminnstu mundu enn frekar en nú verða að bíða lausnar í félagslega íbúðakerf- inu. í þriðja lagi má leysa vandann með því að afla aukins íjár til kerf- isins. Aukið fé veldur óhjákvæmi- lega aukinni þenslu á fasteigna- markaðinum. Á það ber þó að líta að þrátt fyrir allt hefur fasteigna- verð að undanförnu ekki hækkað umfram það sem búast mátti við í hinni almennu þenslu sem gengið hefur yfir. Fleiri og hærri lán hafa ekki ráðið úrslitum um að sprengja markaðinn. í fjórða lagi kemur til greina að takmarka lánsréttinn og útiloka hluta umsækjenda eða skerða rétt þeirra. Með lagabreytingu á liðnum „Þrátt fyrir auknar lán- veitingar er langur bið- tími eftir húsnæðislán- um. Að meðaltali er hann um 32 mánuðir. Það þýðir að forgangs- hópar bíða í tvö ár, en þeir sem ekki eru í for- gangshópi gætu búist við að þurfa að bíða í á fjórða ár. Flestir virð- ast sammála því að þetta sé of langur bið- tími og því sé óhjá- kvæmilegt að breyta kerfinu.“ vetri var tekið skref í þessa átt. Það er óljóst hve margir misstu eða munu missa lánsrétt við þá Ásmundur Stefánsson breytingu. En það er ljóst að þeir sem af einhveijum áistæðum fá ekki úthlutað láni geta náð í lán með því að kaupa íbúðir með áhvílandi láni. Á sama hátt gátu þeir sem ekki fengu lán samkvæmt eldra kerfi „keypt sér lán“. Fólk án lánsréttar gat áður og getur nú óhindrað yfirtekið lán. Lánin fylgja nefnilega íbúðinni en ekki einstaklingnum sem tók lánið. Ég ætla ekki að fjölyrða um allar þær aðferðir sem til greina koma. Ekki heldur um kosti þeirra og galla. Heldur vil ég gera ör- stutta grein fyrir einni aðferðinni sem var til umræðu Alþýðusam- bandshópsins við undirbúning kerfisins 1986. Persónubundið lán með breytilegum endur- greiðslutima Forsenda þess að hægt sé í reynd að útiloka ákveðna hópa frá því að fá eða yfirtaka lán úr kerf- inu er að lánin séu veitt einstakl- ingum og fylgi þeim en ekki íbúð- inni. Þá hlið ætla ég hins vegar ekki að ræða hér, heldur hitt, hvemig hægt er að tengja persónu- bundið lán misjöfnum tekjum og lánstíma. Með öðrum orðum hvem- ig endurgreiðsla lánsins verður hraðari hjá tekjuhærri hópum. Á myndinni er sýnt dæmi þar sem greidd er aukaafborgun sem nemur 10% álagi á staðgreiðslu- skattinn, þ.e. 3,52% af tekjum umfram skattleysismörk. Við 100 þúsund króna mánaðartekjur væri lánstíminn kominn niður í 21 ár miðað við 1 milljónar króna lán, í 27 ár m.v. 2 m.kr. lán og í 30 ár m.v. 3 m.kr. lán. Við 150 þ.kr. mánaðartekjur væri lánstíminn kominn niður í 16 ár m.v. 1 m.kr. lán, 22 ár m.v. 2 m.kr. lán og 25 ár m.v. 3 m.kr. lán. Með aukaafborgun tengdri tekj- um, sem þá í reynd er eins konar skylduspamaður, styttist meðal- lánstími verulega. Lánin endur- greiðast hraðar og Byggingarsjóð- ur fær aukið fé til nýrra lánveit- inga. Vaxtaniðurgreiðslan verður í heildina minni. Lánstími styttist í hlutfalli við það sem tekjur vaxa. Vaxtaniðurgreiðslan minnkar þar af leiðandi eftir því sem tekjur lán- þegans eru meiri. Það má því segja að þessi aðgerð sé ígildi vaxta- hækkunar á lán þeirra tekjuhærri. Höfundur er forseti Alþýðusam- bands tslands. Karl Kvaran sýnir í GaQerí Svart á hvítu SÝNING á verkum Karls Kvar- ans verður opnað á morgun, laugardaginn 7. maí, í Gallerí Svart á hvítu. Á sýningunni verða verk sem öll eru unnin með blýanti á pappír á árunum 1969—1975. Karl Kvaran hefur ekki áður sýnt verk unnin með þessari tækni en hann er Iöngu þekktur fyrir olíu- og gvass- myndir sínar. Karl fæddist 1924. Hann nam við einkaskóla Marteins Guð- mundssonar og Björns Björnsson- ar 1939-1940 og 1941-42 í einkaskóla Jóhanns Briem og Finns Jónssonar. 1942—45 var hann við nám við Handíða- og myndlistaskólann í Reykjavík og síðan við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1945—48. Karl var einn af frumkvöðlum geómetrískrar abstraktsjónar á Islandi á sjötta áratugnum og hefur síðan unnið í anda þessarar stefnu og á grundvelli hennar þróað persónulegan og sjálfstæð- an stíl. í texta sýningarskrár fyrir „Norræna konkretlist" sem á næstunni verður sett upp í Lista- safni íslands, segir Halldór Bjöm Runólfsson listfræðingur m.a. um Karl Kvaran: „Sá þeirra sem merkastar ályktanir dró af hinni nýju list og varðveitti áhrifin til frambúðar var Karl Kvaran. Hann var jafn- framt sá eini sem aldrei hafði dvalið við nám í París né drepið þar niður fæti. En hann var ein- staklega skarpskyggn og gáfaður málari, sem leit á konkretlistina sem kröfu um algjöra hreinsun myndmálsins. Slík ögun leiddi hann snemma á vit ákveðinnar naumhyggju, sem hann, einn sinnar kynslóðar aldrei hvarflaði frá. Þessi sparsemi kom þegar fram í fyrstu flatverkum hans frá 1952. Þar er þegar áberandi sú tilhneiging Karls að halda sig við ákveðna Iiti og kanna í þaula virkni þeirra sem forma á fletin- um. Slík áhersla á rannsóknir, fremur en beint fagurfræðilegt takmark, leiddi Karl til syrpu- kenndra vinnubragða. Gagnrýn- endum hans fannst sem hann væri sífellt að mála sömu mynd- ina. En þijátíu og fimm árum síðar sjáum við glöggt að fram- vinda sögunnar hefur verið honum í vil. Eftir fyrstu sporin, þar sem hann kannaði flatakennda virkni einfaldra litforma, sneri hann sér að láréttum litböndum sem nánast útrýmdu formbyggingu á kostnað litarins. Einnig vann hann einfald- ar og tvflitar gouachemyndir, þar sem svartar grindur eru burðarás formbyggingarinnar. Á seinustu áratugum hefur myndbygging Karls orðið lífrænni og stórbrotn- ari, án þess að bijóta í bága við kröfur konkretlistarinnar um sléttmáluð litform á tvívíðum fleti." Um feril Karls Kvarans segir Bera Nordal forstöðumaður Lista- safns íslands m.a. í sýningarskrá: „Ef litið er á heildarferil Karls Kvarans er augljóst að hann hefur sett list sinni afar þröngar skorð- ur og er slíkt einstigi næsta vandr- atað en innan þessara marka hafa verk hans verið rökræn í þróun í átt að mýkri formum og meiri hreyfingu. Jafnframt eru þau frekar innhverf og lokuð og öðl- ast næstum táknrænt gildi og trú- arlegt inntak. Þau eru aldrei af- leiðing ytri aðstæðna heldur ætíð innri þarfar. Þær breytingar sem orðið hafa á verkum hans eru aldr- ei byltingarkenndar heldur leiðir hvert tímabil af öðru á markvissan hátt. Hann vinnur að sömu hug- myndinni í mörgum myndum, endurtekur, breytir og myndar þannig síbreytileika, hrynjandi þar sem engu er ofaukið. Karl er óvenju kröfuharður listamaður og gagnrýnir sífellt verk sín. List hans hefur verið stöðug þróun Karl Kvaran rannsókna og uppgötvana og hver sigur hefur leitt til nýrrar sóknar." Sýning Karls Kvarans í Gallerí Svart á hvítu á Laufásvegi 17 stendur frá 7.-22. maí og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.