Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 16

Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Lífeyrissj óðir og fj ármagnsviðskipti eftir Ólaf Isleifsson Ráðstöfun fjár lífeyrissjóða verð- ur ekki slitin úr samhengi við fjár- mögnun íbúðarhúsnæðis. í þessari grein verður fjallað um húsnæðis- lánakerfíð og hugsanlegar breyting- ar á því, því'næst um samninga um ráðstöfun lífeyrissjóðaij'ár, og loks um starfsemi lífeyrissjóða á fjár- magnsmarkaði. Ónýtt húsnæðislánakerfi Það hefur lengi legið fyrir að hið opinbera húsnæðislánakerfí væri meingallað í meginatriðum og ófært um að gegna hlutverki sínu með viðunandi hætti. Hlutverk þessa kerfis er að koma fram markmiðinu um séreign á íbúðarhúsnæði í sam- ræmi við þjóðarvilja í því efni. En skipan húsnæðislánakerfisins hefur haft slæmar afleiðingar langt út fyrir svið húsnæðismálanna einna. Fyrirkomulag sem felur í sér að ríflega helmingi, 30—55% ráð- stöfunaríjár iífeyrissjóða, helstu uppsprettu spamaðar í landinu, er veitt til byggingar og kaupa íbúðar- húsnæðis hlýtur að leiða til hærri vaxta á fjármagni utan byggingar- sjóðanna. Fjármagnsmarkaðurinn utan húsnæðislánakerfísins keppir um minna fjármagn en ella væri og vextir verða því að sama skapi hærri. Niðurgreitt íjármagn til hús- bygginga og íbúðarkaupa skapar vitaskuld óseðjandi eftirspum eftir húsnæðislánum. Niðurgreiddir vext- ir brengla fjárfestingarákvarðanir og leiða til ofíjárfestingar í íbúðar- húsnæði. Hin mikla áhersla á húsbyggingar sem lánakerfið hefur leitt af sér hefur jafnframt skapað vanda gagn- vart vinnumarkaði og jafnvel kynt undir togstreitu milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Húsnæðis- lánakerfið hefur skapað mikla eftir- spum eftir vinnuafli, ekki síst iðnað- armönnum go skyldum starfshóp- um. Eftirspumin hefur verið mögn- uð af mikilli framkvæmdagleði ýmissa aðila, opinberra aðila sem einkaaðila. Þessi hluti vinnumarkað- arins hefur fyrir vikið breyst í eins- konar uppboðsmarkað á meðan ann- ar atvinnurekstur ræður ekki við að bjóða starfsfólki sínu sambærileg launakjör. Þetta á ekki síst við um fyrirtæki á landsbyggðinni, útflutn- ingsfyrirtæki sem ekki geta velt kostnaðarhækkunum yfír á erlenda kaupendur. Því er nú haldið fram, að verulegt misræmi hafi skapast í efnahags- og launaþróun milli landshluta. Nýmæli í fjármögnun íbúð- arhúsnæðis Vandi húsnæðislánakerfisins er því ekki bundinn við húsnæðismálin einvörðungu. Fjármögnun og fyrir- komulag húsnæðislána verður að líta á sem vanda sem leitt hefur af sér víðtækar afleiðingar um allt efnahagslífið. Við undirbúning efna- hagsaðgerðanna í febrúar var ítar- lega rætt um þennan vanda. Til álita kom að taka á honum þegar á þeim tíma, m.a. með hækkun vaxta á húsnæðislánum til samræmis við þá vexti sem byggingarsjóðir greiða á aðfengnu fé. Niðurstaðan varð þó sú að bíða álits nefndar skipaðrar af félagsmálaráðherra undir forystu Kjartans Jóhannssonar, enda lá í loftinu að tillögur hennar féllu í svipaðan farveg. Jafnframt var þess vænst að lagðar yrðu fram tillögur um róttæka breytingu á skipan þessara mála, sem væri til þess fall- in að draga úr hinum óæskilegu áhrifum á efnahagslífíð í heild. Sú varð og raunin. í skýrslu nefndarinnar er áhersla lögð á ný- skipan húsnæðislána, svokölluð skuldabréfaskipti, fremur en uppá- löppun á núverandi kerfí eins og það er orðað. Skýrsla nefndarinnar felur í sér mikilvæga viðurkenningu á því, að sú skipan húsnæðislána, sem nú stendur, fær ekki lengur staðist, og að þörf er á algerum umskiptum í þessu efni. Nefndin bendir á, að leið skuldbréfaskipta sem hún lýsir í áliti sínu sé nýlunda hér á landi en þrautreynd víða ann- ars staðar. Ekki verður séð að neitt mæli því í mót að þessi leið sé einn- ig fær hér á landi. Ég fagna þessu nefndaráliti og þeim niðurstöðum sem í því felast. I því er boðið upp á leið út úr þeim ógöngum sem húsnæðislánakerfið hefur ratað í, en vitaskuld á eftir að útfæra þá leið. Ég tel eðlilegt að skipuð verði nefnd á vegum ríkis- stjómarinnar sem falið verði að semja lagafrumvarp á grundvelli tillagna nefndarinnar með það fyrir augum að nýju húsnæðislánakerfi verði hleypt af stokkunum frá næstu áramótum. Gera verður ráð fyrir að hið nýja kerfi starfi við hlið hins gamla uns staðið hefur verið við skuldbindingar sem þegar hafa ver- ið gerðar á grunni gildandi kerfís. Nefndin gerir ráð fyrir þessum möguioika í áliti sínu. Skuldabréfaskipti fela í sér, að horfið verður frá niðurgreiðslu vaxta á húsnæðislánum og þau beri markaðsvexti. Eitt mikilvægasta úrlausnarefnið við samningu laga- frumvarps um nýtt kerfi verður að leysa á viðhlítandi og sanngjaman hátt úr því verkefni að mæta auk- inni greiðslubyrði lántakenda með breytingum á skattakerfinu. Meginspuming í því efni er hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til að lántaki njóti vaxtabóta eða ann- arra skattívilnana. Fullnægjandi niðurstaða í þessu efni er forsenda þess að vænta megi pólitískrar sam- stöðu um kerfísbreytinguna í hús- næðismálum, og er jafnframt skil- yrði þess að nýtt kerfi hljóti góðar viðtökur meðal almennings. Mark- miðinu um séreign á íbúðarhúsnæði fyrir þá sem hafa vilja og getu til að eignast húsnæði verður betur náð með tilstyrk skattakerfisins fremur en með markaðsbrenglum fyrir til- stilli niðurgreiðslna á vöxtum hús- næðislána. Annað verkefni sem blasir við frumvarpssmiðum er að búa þannig um hnúta að opinber fyrirgreiðsla í húsnæðismálum á gmndvelli skuldabréfaskipta og aðgerða í skattamálum feli ekki í sér mismun- un milli þeirra sem byggja annars vegar og hinna sem kjósa fremur að kaupa notað húsnæði hins veg- ar. Nýtt kerfi verður að vera hlut- laust í þessu efni. Áhrifaríkasta leiðin til að mæta þörfum þeirra sem kjósa að leigja íbúðarhúsnæði væri að gera húsa- leigutelq'ur jafnsettar öðrum fjár- magnstelcjum. Enginn þarf að furða sig á litlu framboði leiguhúsnæði þegar skattamisræmið í þessu efni er haft í huga. Vitaskuld er erfitt að spá fyrir um áhrif kerfisbreytingar í húsnæð- islánakerfinu á fjármagnsmarkað- inn, en það er ekki fráleitt að ætla, að vextir kunni að lækka svo um munar með þessari breytingu að öðru óbreyttu. Orsaka slíkrar lækk- unar væri fyrst og fremst að leita í auknu framboði lánsfjár á hinum almenna hluta fjármagnsmarkaðar- ins samhliða minni eftirspum eftir húsnæðislánum, enda ekki sjálfgefið að allir þeir njóti vaxtabóta sem nú njóta niðurgreiddra vaxta. Vaxta- bætur hljóta fyrst og fremst að miðast við þá sem eignast húsnæði í fyrsta sinn eða þurfa á stækkun að halda af fjölskylduástæðum. Sjálfstæði lífeyrissjóða Með nýju kerfí yrði fallið frá 55% Ólafur ísleifsson „Lífeyrissjóðir eru meðal helstu þátttak- enda á hinum unga og vaxandi fjármagns- markaði. Þeir geta haft mikil áhrif á þróun þessa markaðar og hafa t.d. í hendi sinni hvort húsbréf og hluta- bréf nái fótfestu. Fram- boð bréfa gerist æ fjöl- breyttara og viðskipti flóknari að ýmsu leyti.“ reglunni, sem felur í sér kvöð á iífeyrissjóði um að þeir veiji ríflega helmingi ráðstöfunarfjár til kaupa á skuldabréfum byggingarsjóðanna. Heildarsamningur lífeyrissjóða og stjómvalda um skuldabréfakaup lífe}nrissjóða af Húsnæðisstofnun munu heyra sögunni til. Verður það vonum seinna, enda hafa samningar þessir haft á sér heldur fálmkennt yfirbragð þar sem markaðsviðmiðun um samningskjör fyrirfínnst engin. Engin sambærileg bréf eða við- skipti eru til á fjármagnsmarkaði. Þessir samningar hafa verið þeir einu þar sem samið hefur verið til svo langs tíma sem raun ber vitni, og hvergi finnst samjöfnuður við þær fjárhæðir sem samið er um. Fráleitt er að leita samanburðar við spariskírteini ríkissjóðs þegar af þeirri ástæðu að þau bréf em til mun skemmri tíma en samið hefur verið um við lífeyrissjóðina. Til viðbótar við framangreind vandkvæði á að gera heildarsamn- inga milli lífeyrissjóða og Húsnæðis- stoftiunar hefur framkvæmd þeirra reynst erfið. Sá misbrestur sem orð- ið hefur á að lífeyrissjóðir fullnægðu kaupum að 55% mörkunum er skýr- asti vitnisburðurinn um hversu óljúf þessi kvöð erþeim. Afnám 55% regl- unnar er brýnt hagsmunamál lífeyr- issjóða, og þegar að því kemur fæst staðfesting og viðurkenning lög- gjafans á fullu sjálfstæði sjóðanna og rétti til að ráðstafa fé á þann hátt sem best tryggir hag þeirra og þar með sjóðfélaga. Ávöxtun lífeyrissjóðafjár Sama á við um ákvæði frumvarps 17-manna endurskoðunamefndar lífeyriskerfisins, en brýnt er að frumvarp þetta fái þinglega með- ferð. í frumvarpinu er m.a. fjallað um ávöxtun ftár lífeyrissjóða. Kveð- ið er á um að stjóm lífeyrissjóðs skuli sjá um ávöxtun fjár hans, og skal stjóminni skylt að ávaxta féð með hliðsjón af þeim kjömm sem best eru boðin á hveijum tíma. Til- greint er í sex liðum hvemig ávaxta skuli fé lífeyrissjóða, þ.e. í ríkis- skuldabréfum, í skuldabréfum sem tryggð eru með ábyrgð ríkissjóðs, en þar hljóta fyrirhuguð húsbréf að verða ofarlega á blaði, í bönkum og sparisjóðum, í skuldabréfum tryggð- um með veði í húseignum skv. nán- ari reglum, í skuldabréfum stofn- lánasjóða atvinnuveganna, ftárfest- ingarstofnana og annarra lána- stofnana, og loks í hlutabréfum í fyrirtækjum. í síðasta liðnum, heimild til að ftárfesta í hlutabréfum fyrirtælq'a, felst merkt nýmæli, enda er nú ein- ungis takmörkuð heimild til slíkra kaupa í reglugerðum einstakra líf- eyrissjóða. Frumvarpið gerir ráð fyrir að strangar kröfur verði gerð- ar til þeirra fyrirtækja sem hlut geta átt að máli, og því er þess krafist að hlutabréf fyrirtækis séu skráð á Verðbréfaþingi íslands. Jafnframt er sett hámark við því, hversu stórum hluta af árlegu ráð- stöfunarfé verði heimilt að ftárfesta með þessum hætti, og nemur það hámark 5%. Eins er gert ráð fyrir að lífeyrissjóði verði óheimilt að eiga meira en 5% af hlutafé í hveiju fyrir- tæki. Hér er farið að með gát eins og eðlilegt er þegar fyrstu skrefin eru fetuð inn á nýja braut. Hlutabréfamarkaður má ekki bíða Starfsemi hlutabréfamarkaðar er forsenda þess að breyta megi ftár- magnsuppbyggingu íslenskra fýrir- tækja, sem flest eru skuldsett um of. Lán eru dýr og áhættusöm, og þeim fylgir ósveigjanleiki enda verð- ur að greiða vexti hvað sem tautar og raular. Vandi ýmissa fyrirtækja væri minni um þessar mundir væri eiginftárstaða þeirra sterkari og þau ekki jafn háð lánsfjármögnun og raun ber vitni. Ifyrir tilstilli hluta- bréfamarkaðar gefst fyrirtækjum færi á að afla eigin fjár með hluta- fjárútboði, en slík ft'ármögnun hefur þann kost, að fyrirtæki standa ekki frammi fyrir vaxtagreiðslum heldur arðgreiðslum, sem ákveðast eftir því hvemig árar í rekstri. Um hlutabréf gildir það sama og aðrar eignir, að eigendur þurfa að geta selt það bjóði þeim svo við að horfa. Hlutabréfa- markaður sér fyrir því. Undirbúningur að starfsemi hlutabréfamarkaðar er þegar haf- inn, m.a. á vegum Seðlabankans og ýmissa annarra aðila. En það er ljóst að ýmsum hindrunum þarf að ryðja úr vegi til að vænta megi að hluta- bréfamarkaður öðlist sess hér á landi. Breyttar skattareglur eru ótvírætt nauðsynleg forsenda þess að viðskipti hefjist að marki. Ýmis- legt fleira þarf þó að koma til. Erlent fjármagnsfyrirtæki, En- skilda Securities, hefur að tilhlutan Iðnþróunarsjóðs og Seðlabanka ís- lands, nýlega tekið saman tekið saman skýrslu um þróun hlutabréfa- markaðar á íslandi. Það er álit hinna erlendu sérfræðinga, að brýnasta verkefnið í þessu efni sé að hvetja til aukinnar eftirspumar á hluta- bréfamarkaði. Tvö mikilvægustu atriðin í þessu sambandi telja hinir erlendu sérfræðingar vera skatt- meðferð hlutabréfa annars vegar og hins vegar afstöðu lífeyrissjóða til fjárfestingar í hlutabréfiim. Áhugi lífeyrissjóða fyrir að ávaxta hluta ráðstöfunarfjár í hluta- bréfum fyrirtækja kemur til með að ráða miklu um hvemig til tekst við að byggja upp innlendan hluta- bréfamarkað. Sá áhugi ræðst óefað m.a. af þeim bréfum sem boðin verða á markaði, hvemig þau verða viðlögð, fjárhagsstöðu fyrirtækja og stjómun og framtíðarhorfum varð- andi hag þeirra og rekstur. Ótví- rætt er að ýmis íslensk fyrirtæki munu geta boðið eigendum hluta- bréfa góða ávöxtunarmöguieika sem lífeyrissjóðum og öðmm sem festa fé munu þykja fysilegir. Þegar reynsla fæst af hlutabréfaviðskipt- um er fengin og þau færast í vöxt með auknu framboði á markaði verður tímabært að huga að rýmkun á fyrrgreindri 5% reglu varðandi hámarkshlutdeild hlutabréfa við ráðstöfun fjár lífeyrissjóða. Aukin fjármagnsviðskipti milli landa Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða hefur farið ört vaxandi undanfarin ár, m.a. vegna stórbættrar ávöxtunar sjóðanna og vegna þess að iðgjöld greiðast af stærri hluta af telqum. Horfur em á að þessi þróun haldi áfram enn um sinn. Að því kann að draga í náinni framtíð að lífeyris- sjóðir verði að leita út fyrir land- steinana í leit að hentugum verð- bréfum fyrir hluta þess ftár sem þeir þurfa að ráðstafa á hveiju ári. Ríkissjómin samþykkti í október að heimila einstaklingum og fyrir- tækjum að eignast erlend verðbréf, og var þessi ákvörðun kynnt í yfir- lýsingu ríkisstjómarinnar um að- gerðir í efnahagsmálum 12. olctóber 1987. Markmið þessarar ákvörðun- ar um að opna fjármagni leið frá landinu er að koma á jafnvægi á fjárstreymi inn og út eftir að mjög hefur verið losað um heimildir til erlendrar lántpku. Eins og sakir standa finnur ftármagn sér enga leið út úr landinu nema eftir leiðum vömskiptajafnaðarins. íslendingum er heimilt að eyða erlendum gjald- eyri til að kaupa vöm og þjónustu og stofna til skulda í útlöndum. Hins vegar er ekki heimilt að ráð- stafa fjármunum til að stofna til erlendra eigna og hirða af þeim tekj- ur hvort sem þær kynnu að vera á formi vaxta af skuldabréfum eða arðs eða verðhækkunarágóða af hlutabréfum. Því miður hefur þess- ari ákvörðun ríkisstjómarinnar enn ekki verið hrint í framkvæmd, en þess verður vonandi ekki langt að bíða. Fjármagnsmarkaðurinn Vöxtur og viðgangur fjármagns- markaðarins er eitt þeirra atriða sem ráða mun úrslitum um hagsæld og velmegun þjóðarinnar í framtíð- inni. Að honum þarf að hlúa, skapa á honum traust og efla á alla lund. Fjármagnsmarkaðurinn er farvegur spamaðar og á sinn hátt dómari um gildi þeirra ftárfestinga sem í er ráðist. Við eigum mikla uppbygg- ingu fyrir höndum í þessu landi, og sú uppbygging kallar á mikið fjár- magn sem renna þarf á rétta staði þar sem það skilar mestum arði. Skilyrði þess að afla megi nægilegs ftár innanlands og draga úr þörf fyrir erlent fjármagn, sem þó er vitaskuld nauðsynlegt að vissu marki, er að haldið verið áfram þeirri fijálsræðisstefnu sem mörkuð hefur verið varðandi vaxtaákvarð- anir og rýmkun reglna um fjár- magnsviðskipti. Aldrei má hverfa aftur til beinnar íhlutunar opinberra aðila um vexti enda byði slík ráð- stöfun upp á skömmtunarstjóm, hvetti til gáleysis við ráðstöfun ft'ár- muna og kippti fótunum undan spamaðarviðleitni almennings. Hins vegar er margt viðvíkjandi starfsemi fjármagnsmarkaðarins sem þarf athugunar við auk þess að hrinda í framkvæmd þeim ný- mælum í ftármagnsviðskiptum sem ég hef drepið á. Nefna má verð- tryggingu ft'árskuldbindinga sem tímabært er að endurskoða nú, þeg- ar nær áratugar reynsla er fengin af gildandi fyrirkomulagi. Hafa verður í huga að til þess var stofnað við skilyrði sem vora gerólík þeim sem nú ríkja í flestu tilliti, m.a. hvað varðar frelsi við ákvörðun vaxta. Hæst ber í þessu efni að huga að verðtryggingu skammtímaskuld- bindinga samliliða því sem athugað verði á hvem hátt megi með hagan- legustum hætti tryggja verðgildi fjárskuldbindinga til langs tíma. Ánnað atriði sem máli skiptir er að smíða lagalega umgjörð um fjár- magnsmarkaðinn til að skapa á honum traust. Að mínum dómi á þessi lagaumgjörð í meginatriðum að felast í ströngum kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana sem á markaðinum starfa, trygging-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.