Morgunblaðið - 06.05.1988, Side 36

Morgunblaðið - 06.05.1988, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Hálfmara- þonhlaup og skemmti- skokk MEISTARAMÓT íslands í hálf- maraþonhlaupi karla og kvenna fer fram á Akureyri á morgun, sunnudaginn 8. maí. Hlaupið hefst kl. 12.00 við Ráðhústorgið og end- ar þar einnig. Hlaupnir verða tveir hringir i bænum. Auk verðlauna- peninga í fyrstu þremur sætunum verða veittir 15.000 króna æfinga- styrkir fyrir fyrsta sætið hjá báð- um kynjum og 7.500 krónur fyrir annað sætið. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist skrifstofu UMSE, í síma 96-24011, í síðasta lagi í dag. Þátt- tökugjald er 200 krónur. Þá fer fram skemmtiskokk í þrem- ur flokkum karla og kvenna, 14 ára og yngri, 15-34 ára og öldungaflokki 35 ára og eldri. Hlaupið hefst á sama stað á sama tíma. Hlaupið verður Drottningabrautina, beygt inn á Að- alstræti við skautasvellið, síðan Hafn- arstræti og endað við Ráðhústorgið. Verðlaunapeningar verða veittir fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Auk þess verða dregin út 8-10 aukaverð- laun, sportvörur að verðmæti 2.000 til 4.000 krónur hver úttekt. Skráning þátttakenda verður á Ráðhústorginu kl. 10.45' til 11.45 fyrir hlaupið. Þátttökugjald er 100 krónur. Framkvæmdaaðilar eru UMSE og HSÞ. Krossanesverksmiðjan bræddi 45.000 tonn Fiskimjölsverksmiðjan í Krossanesi var meðal þeirra verksmiðja, sem tóku á móti mestu af loðnu á nýlokinni vertíð. Alls voru brædd tæplega 45.000 tonn, en 7 verksmiðjur bræddu meira. Tæpalega 21.000 tonn voru brædd fyrir áramót og 24.000 tonn seinni hluta vertíðarinnar. Glugginn: Einar Hákon- arson sýnir Einar Hákonarson myndlistar- maður opnar málverkasýningu í Glugganum, Glerárgötu 34, Ak- ureyri, í kvöld, föstudagskvöld, kl. 21.00. Hann stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1960-1964 og framhaldsnám í Val- ands-listaháskólanum í Gautaborg .1964-1967. Einar hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasalnum 1968 og hefur sýnt reglulega síðan. Þetta er þrettánda einkasýning Einars sem samanstendur af rúmlega þtjátíu olíumálverkum frá síðustu þremur árum. Sýningin verður opnuð í kvöld og stendur til sunnudagsins 15. maí. Glugginn er opinn daglega frá kl. 14-18 en lokað er á mánudögum. Gamli-Lundur; Myndlistar- sýning Guðrún Pálína Guðmundsdótt- ir og Joris Rademaker opna myndlistarsýningu í Gamla- Lundi á Akureyri á morgun, laugardag, kl. 17.00. Sýningin verður opin daglega frá kl. 16.00 til 21.00 til 15. maí. Guð- rún Pálína er fædd á Akureyri og hefur stundað myndlistamám í Hollandi síðan 1982 en Joris er hollenskur myndlistarmaður. Þau hafa bæði tekið þátt í sýningum í Hollandi á síðustu árum. Toto og Viking Band á útihátíð í Evjafirði Einar Hákonarson. Bandaríska hljómsveitin Toto mun að öllum líkindum halda tónleika á útihátíð, sem haldin verður að Melgerðismelum í Eyjafirði, seinnihluta sumars. Nýstofnað fyrirtæki, Fjör hf., hefur undanfarnar vikur unnið að þvi að fá hljómsveitina til landsins, og að sögn Ómars Pét- CAD/CAM-festi- vagn í hringferð NÝLEGA kom til landsins á veg- um Iðntæknistofnunar íslands þrettán metra langur festivagn með fullkomnu CAD/CAM-kerfi. Hringferð verður farin um landið til að kynna þessa tækni. Hugtakið CAD/CAM, tölvuvædd hönnun og framleiðsla, er orðið nokkuð þekkt hérlendis og nokkur fyrirtæki hafa tekið þessa nýju tækni í notkun. Mörg fyrirtæki nota tölvur við gerð teikninga og nokkur hafa tekið í notkun tölvu- stýrðar framleiðsluvélar. Samteng- ing milli hönnunar og framleiðslu er þó enn óalgeng hér á landi og möguleikar tölvuhönnunar eru lítið nýttir nema til teikningagerðar. CAD/CAM-festivagninn, sem farið verður með um landið, er fenginn frá IVE í Gautaborg. Hann er eins- konar verkstæði á hjólum með tveimur grafískum vinnustöðvum og tölvustýrðri fræsivél. Tvö námskeið verða haldin á Akureyri í dag og á morgun, föstu- dag og laugardag, hvom dag frá kl. 8 til 16. Námskeiðin eru einkum ætluð stjórnendum og starfsmönn- um iðnfyrirtækja svo og tækni- mönnum og kennurum fjölbrauta- og verkmenntunarskóla. Hámarks- fjöldi er tólf manns á hvort nám- skeið. Enn eru nokkur sæti laus seinni daginn. Tveir Svíar og tveir starfsmenn Iðntæknistofnunar verða með í förinni og sjá um nám- skeiðin. Festivagninn verður stað- settur við slökkvistöðina/bæjar- ráðshúsið. Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar hefur séð um undirbúning komu vagnsins til Akureyrar. urssonar, eins sexmennmganna, sem standa að fyrirtækinu, á aðeins eftir að staðfesta samn- inginn. „Við viljum fá þá og þeir vilja koma til okkar og því teljum við undirskriftina eina eftir.“ Auk Ómars standa þeir Pétur Bjamason, Jón Bjamason, Sveinn Rafnsson, Haukur Sveinsson og Gunnar Sigtryggsson að Fjöri hf. Ekki vildi Omar ræða um kostnað af komu hljómsveitarinnar, en þeir félagamir þurfa að greiða fýrir flug, gistingu og uppihald fyrir 16 manna lið, en hingað kemur hljómsveitin frá Los Angeles. Hún verður á tón- leikaferðalagi um Bandaríkin í júlí- mánuði og má því búast við að þeir geti komið hingað í byijun ágúst. Ómar sagði að þeir sexmenning- amir tækju Melgerðismela á leigu til að halda þar útihátíð og í leið- inni tryggðu þeir ýmsum félaga- samtökum fjármagn með því, svo sem hestamannafélögum, ung- mennafélögum og skátunum, svo eitthvað sé nefnt. Þá mun Bíla- klúbbur Akureyrar sjá um sand- spyrnukeppni, sem vera á liður í Islandsmeistaramóti sandspymu- manna og verður sú keppni haldin niður við á. Ómar sagði að fær- eyska hljómsveitin Viking Band kæmi einnig á Melgerðismela og léki fyrir dansi öll kvöldin, en hún er hvað þekktust fyrir flutning sinn á Lónlí blú bojs-lögunum. Þá sagð- ist Ómar jafnframt vera í viðræðum við nokkrar af stærstu hljómsveit- unum hér á landi, en ekki væri búið að ganga frá samningum við neina þeirra. Hingað til hafa Melgerðismelar verið að mestu notaðir undir hesta- mannamót og ungmennafélagsmót, en útihátíðir hafa ekki tíðkast þar að ráði. „Við þurfum auðvitað mik- inn fjölda gesta á útihátíðina svo að þetta ævintýri beri sig og erum við mjög bjartsýnir á að það takist. Allir vita hversu gott veðrið er hér á sumrin og finnst mér að Sunn- lendingar geti alveg eins skroppið norður eins og við Norðlendingar suður," sagði Ómar. Lög hljóm- svéitarinnar Toto eru eflaust mörg- um kunn, en á meðal þeirra eru lögin „Hold the Line“, „Africa“ og „Stranger in Town". Zebra býð- ur verk- fallsfólki Veitingastaðurinn Zebra, Hafnarstræti 100, ætlar að bjóða öllu því verslunar- og skrifstofu- fólki, sem hefur i verkfalli und- anfarna daga, að njóta veitinga í Zebra annað kvöld, laugardags- kvöld. Húsið verður opnað klukkan 22.00 og fyrir utan aðgangseyri verður boðið upp á drykk og nasl. Þeir, sem ætla að sýna samstöðu með því að mæta, eru beðnir að hafa samband við Zebra í síma 25500 og fá þeir þá boðsmiða senda heim til sín. íf UW)CMK ALLTAF A UPPLEIÐ Landsins bestu .. 9’?nuL!?,Lt'í1'T,L __r_r_TT opið um helgar frá kl 11.30 - 03.00 rljL/jlJK Virkadagafrákl. 11.30-01.00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.