Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
Verjendur í kaffibaunamálinu;
Óvenjuleg og flókin viðskipti
AÐ lokinni sóknarræðu vararík-
issaksóknara, Braga Steinars-
sonar, fyrir Hæstarétti í gær
hófu verjendur ákærðu ræður
sínar og í gær töluðu þeir Jón
Finnsson, hrl., verjandi Erlendar
Einarssonar og Guðmundur
Ingvi Sigurðsson, hrl., verjandi
Hjalta Pálssonar.
Jón Finnsson krafðist sýknu fyrir
hönd umbjóðanda síns, Erlendar.
Hann sagði að hann fengi ekki séð
að vararíkissaksóknari hefði sýnt
fram á að framin hefðu verið um-
boðssvik og þar af leiðandi hefði
ekki heldur verið um refsiverða
launung að ræða. Ekki hefði heldur
verið sýnt fram á að tengsl Erlend-
ar við málið hefðu verið þannig að
refsivert væri. Þá mótmælti hann
að brotnar hefðu verið siðareglur
með því að leggja fram sem gögn
í málinu skjöl um O.Johnson &
Kaaber og kvaðst ekki skilja slíka
fullyrðingu. Hann sagði einnig, að
svo væri að skilja á niðurlagi sókn-
arræðunnar, að ákærðu væru fyrir
dómi vegna fjársvika við almenn-
ing, en það væri ekki raunin og
skipti þetta engu um úrlausn sakar-
efna.
Jón reifaði gang viðskiptanna og
sagði að sú skoðun hefði verið
ríkjandi hjá stjóm SÍS að um um-
boðsviðskipti væri að ræða. Ekki
hefði það þó verið rætt til hlítar,
enda viðskiptin um margt óvenjuleg
vegna viðskiptahátta Brasilíu-
manna og í raun gerólík venjulegum
umboðsviðskiptum. Þá hefði hlut-
verk SÍS verið allt annað en tíðkaÖT
ist í vipskiptum óskyldra aðila, þar
sem SÍS hefði tekið lán fyrir kaup-
unum. Síðar hefði afsláttur vegna
viðskiptanna verið endurgreiddur
Kaffibrennslunni að fullu og í sam-
ráði við skattayfirvöld. Þá hefði
málinu átt að vera lokið. Ekki hefði
verið ástæða til útgáfu ákæru og
ekki hefði verið um fjárhagslegan
ávinning ákærðu að ræða. Ef SÍS
hefði neitað að greiða Kaffibrennsl-
unni hefði sá ágreiningur verið á
sviði einkaréttar. Vandséð væri
hvaða opinberu hagsmunir krefðust
þess að starfsmenn SÍS stæðu
frammi fyrir ákæru um íjársvik.
Verjandinn sagði, að lítið væri
að finna í málinu, sem hægt væri
að byggja á svo alvarlegar ásakan-
ari á hendur Erlendi. SÍS væri mjög
stórt fyrirtæki og forstjórinn gæti
ekki haft yfírsýn yfir alla starfsemi
hinna fjölmörgu deilda, enda væru
framkvæmdastjórar og deildastjór-
ar mjög sjálfstæðir í starfi. Ekkert
í málinu tengdi Erlend við skjala-
lega meðferð málsins, hvorki varð-
andi tvöfalt reikningskerfí eða ann-
að. Það yrði að teljast sannað að
hann hafi ekki vitað um fram-
kvæmd viðskiptanna, en tekið
skyldi fram að með þessu væri ekki
verið að fullyrða að þau hefðu ver-
ið refsiverð.
Jón vék lítillega að eðli viðskipt-
anna og sagði að héraðsdómur hefði
komist að þeirri niðurstöðu, að um
umboðsviðskipti væri að ræða. Það
væri rökstutt með því, að kaffi-
brennslan hefði greitt SÍS umboðs-
laun. Þessu hefði vararíkissaksókn-
ari líka haldið fram. Þá hefði verið
fullyrt, að þar sem SÍS sendi Kaffi-
brennslunni ekki reikninga þýddi
það að SÍS hefði ekki verið kaup-
andi vörunnar. Jón benti á, að vara
frá Brasilíu gæti skipt oftar en einu
sinni um eigendur áður en komið
er á áfangastað. Hann sagði, að
eðli viðskiptanna hefði breyst, þeg-
ar SÍS fór að taka lán í London og
greiða fyrir kaffið. Kaffíbrennslan
hafi ekki haft bolmagn til slíks.
Jón sagði að Erlendur hefði verið
sýknaður í héraðsdómi, svo sem
hlaut að verða. Hann gagnrýndi þó
mjög orðalag dómsins, til dæmis
Sambandshúsið við Sölvhólsgötu
Málflutningur í kaffibaunamáli fyrir Hæstarétti:
Skólabókardæmi um fjársvik
- sagði vararíkissaksóknari í
lok sóknarræðu sinnar
Málflutningi í kaffibaunamál-
inu var fram haldið fyrir Hæsta-
rétti í gær. Þá Iauk Bragi Stein-
arsson, vararíkissaksóknari,
sóknarræðu sinni. Að henni lok-
inni talaði Jón Finnsson, hrl.,
veijandi Erlendar Einarssonar
og síðan Guðmundur Ingvi Sig-
urðsson, verjandi Hjalta Pálsson-
ar.
Þegar Bragi Steinarsson hélt
ræðu sinni áfram í gær byijaði
hann á að Qalla um skýrslu Guð-
mundar Einarssonar, verkfræðings.
Skýrslu þessa vann Guðmundur að
beiðni SIS og rekur í henni feril
kaffíbaunaviðskiptanna. Þessa
skýrslu hafa veijendur lagt fram í
Hæstarétti og er nánar íjallað um
efni hennar á öðrum stað á síðunni.
Bragi sagði hana ranglega unna,
þar sem aðallega væri Qallað um
samskipti SÍS við seljendur kaffis-
ins í Brasilíu, en allar upplýsingar
um þá hlið málsins lægju þegar
fyrir. Fremur hefði jþurft að feril-
greina viðskipti SIS við Kaffi-
brennslu Akureyrar. Skýrsluhöf-
undur viki hins vegar ekki orði að
þeim hluta málsins og hefði skýrsl-
an ekkert gildi varðandi úrlausn
sakarefna.
Bragi ræddi nokkuð um verklag
skýrsluhöfundar. Hann sagði ljóst,
að höfúndur hefði sett upp ákveðin
dæmi um viðskipti með þeim hætti,
að þegar þau voru borin undir ýmsa
aðila, svo sem tollayfirvöld, ríkis-
endurskoðun og fleiri, hafi hann
fengið þau svör sem honum hafi
verið þóknanleg. Hins vegar sé nú
látið sem þessi skýrsla væri einhver
stóri sannleikur í málinu. Skýrslu-
höfundur fullyrti að Rannsóknar-
lögregla ríkisins hefði ruglað skeyt-
um, en það gætu allir séð, sem
kynntu sér málsskjöl, að þar væri
ekki endilega raðað í tímaröð.
Þessu næst vék Bragi að því, að
skjöl vegna rannsóknar á fyrirtæk-
inu O.Johnson & Kaaber hefðu ver-
ið lögð fram sem gögn í málinu.
Hann sagði það vera brot á siðaregl-
um að leggja málsskjöl annars
máls fram, en eins og varnir væru
fluttar í þessu máli teldist víst til-
efni til þess. Hins vegar hefði kom-
ið fram í því máli að um bein kaup
og sölu hefði verið að ræða og við-
skiptin bókuð sem slík. Stjómir fyr-
irtækjanna í því máli, þ.e. heildsöl-
unnar og kaffíbrennslunnar, hefðu
komist að samkomulagi um skipt-
ingu afsláttargreiðslna. Um aug-
ljóst verðlagsbrot hefði verið að
ræða, með því að geta ekki um
þessar greiðslur, en það brot hefði
verið fymt.
Bragi fjallaði nokkuð um hug-
lægar refsiforsendur í máli þessu.
Hann sagði að spyija yrði hveijir
ættu að bera refsiábyrgð, en spum-
ingin væri síður hvort brot hefðu
verið framin. Þegar brot væru
framin í þágu ópersónulegs aðila
væri tilhneiging til að víkja sér
undan með vísan til starfssviðs. Hér
væri slíkt þó skýrt markað og þeir
fimm menn, sem ákærðir eru, væru
sóttir til saka á grundvelii starfs-
og valdssviðs þeirra, Erlendur og
Hjalti sem aðalmenn, en hinir þrír,
sem framkvæmdu brotin, sem hlut-
deildarmenn vegna starfs og valds-
sviðs hvers og eins þegar brotin
voru framin. Þáttur hlutdeildar-
mannanna væri þegar kominn ríku-
lega fram og væri tímabært að víkja
að aðalmönnunum.
Um Erlend Einarsson sagði
Bragi að hann hefði verið yfirmaður
Lundúnaskrifstofu SÍS, sem sá um
kaffiviðskiptin. Vorið 1981 hefði
hann sannanlega vitað af miklum
tekjum SIS vegna viðskiptanna. Þá
hefði verið tekin sú ákvörðun að
endurgreiða Kaffíbrennslunni, en
jafnframt að halda því fé, sem þeg-
ar var í sjóðum SÍS. Þá hafi Erlend-
ur minnst þess við yfirheyrslur að
hafa tekið þátt í að Dráttarvélar
hf. fengu 120 milljón gamlar krón-
ur, sem greiddar voru úr sjóðum
Lundúnaskrifstofunnar. Hins vegar
hafi hann ekki hugleitt hvers vegna
skrifstofan var aflögufær. Þá hafí
Erlendur sagt, að hann hafi ekki
vitað um samninga SÍS við NAF
(Norræna Samvinnusambandið)
vegna kaffikaupa. Hann hafí þó
setið í stjóm NAF og helsta vam-
arástæða hans væri að hann hefði
talið að afsláttur vegna_ viðskip-
tanna ætti heima hjá SÍS vegna
aðildarinnar að NAF. Þá sagði
Bragi, að Erlendur hafi borið að
framkvæmdastjóri Lundúnaskrif-
stofunnar hafí séó um framkvæmd
viðskiptanna og sagði vararíkissak-
sóknari að þar væri enn dæmi um
að yfírmenn vörpuðu sökum á und-
irmenn sína.
Stjórnunarleg ábyrgð
„Erlendur ber við minnisleysi um
gang mála og verður ekki sakfelld-
ur á grundvelli eigin játningar,"
sagði Bragi. „Mörkin milli löglegra
viðskipta og flársvika kunna stund-
um að vera óljós, en ekki hér. Þessi
viðskipti em skólabókardæmi um
fjársvik." Hann bætti við að það
dygði ekki til sýknu að segjast ekki
vita eða minnast. Erlendur hefði
verið sá aðili, sem bar stjómunar-
lega ábyrgð. Það kæmi víða fram
að hann hefði komið við sögu í við-
skiptunum. Hann hefði tekið stærri
ákvarðanir, svo sem að flytja tekjur
Lundúnaskrifstofu heim og um ráð-
stöfun hluta teknanna til Dráttar-
véla hf. Hann hefði samþykkt gerð-
ir innflutningsdeildar, þ.e. að jafn-
vel þótt afsláttur næmi 60-70% af
kaffíverði, þá skyldu tekjumar telj-
ast eign SlS. Þá hefði hann, þegar
tekjumar voru óeðlilegar og miklar
og endurskoðandi SÍS hefði talið
að þær ættu betur heima hjá Kaffí-
brennslunni, ákveðið að hluti þeirra
skyldi greiddur þangað, en hinn
hlutinn yrði áfram hjá SÍS. „Erlend-
ur hlýtur að bera ábyrgð,“ sagði
Bragi.
Um Hjalta Pálsson sagði vararík-
issaksóknari að hann hefði verið
yfirmaður þeirrar deildar, sem sá
um kaffíviðskiptin og yfirmaður
meðákærðu, þeirra Amórs Val-
geirssonar og Sigurðar Áma Sig-
urðssonar. Það hafi verið á hans
valdsviði að taka meiriháttar
ákvarðanir um framkvæmd inn-
flutningsins og skiptin við Kaffi-
brennsluna. Fjármunir hefðu verið
hafðir af Kaffíbrennslunni og end-
anlega af neytendum. Þetta hefði
þessum sérfróðu mönnum í við-
skiptalífinu átt að vera ljóst. „Það
lýsir siðblindu þegar Hjalti Pálsson
leitast við að réttlæta tilkomu tekna
vegna innflutningsins hjá SÍS og
að SÍS eigi þetta fé,“ sagði Bragi.
Bragi sagði að með viðskiptum
þessum hefði verið brotið gegn sam-
félaginu í heild. Það byggðist á
réttum uppjýsingum, til dæmis um
vömverð. Á grundvelli slíkra upp-
lýsinga byggðust margir reikning-
ar, til dæmis vísitölur, en þær gætu
síðan haft áhrif á kjör almennings.
Refsiverð fjársvik væm réttlætt af
sumum ákærðu með því, að varan
hefði verið seld hér á samkeppnis-
hæfu verði. Þau rök réttlættu ekki
fjársvik.
Að þessum orðum töluðum lagði
vararíkissaksóknari málið í dóm og
ítrekaði gerðar dómkröfur um
þyngingu refsingar þeirra Hjalta
Pálssonar, Amórs Valgeirssonar,
Sigurðar Áma Sigurðssonar og
Gísla Theódórssonar og sakfellingu
Erlendar Einarssonar, sem var
sýknaður í héraðsdómi.
rma
-1
inm.
Opid hús hjá
slökkviliðunum
Á morgun, laugardaginn 7. maí, verður opið hús hjá slökkviliðum landsins. Þá gefst
almenningi kostur á að kynna sér útbúnað slökkviliða og almennt starf þeirra.
Grunnskólanemendur eru sérstaklega velkomnir.
BRUNAMALASTOFNUN RIKISINS