Morgunblaðið - 06.05.1988, Qupperneq 48
»48
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
Minning:
Gísli Bjarnason
frá Aðalvík
Fæddur 13. maí 1910.
Dáinn 27. apríl 1988
Frændi minn, æskuvinur og náinn
samstarfsmaður í meira en 40 ár,
Gísli Bjamason, Efstalandi 8, hér í
Reykjavík, verður kvaddur hinstu
kveðju frá Bústaðakirkju í dag.
Hann andaðist að kvöldi 27. apríl,
eftir langa og erfiða sjúkdómslegu
í Hátúni 10B.
Með Gisla er genginn óvenjulega
heilsteyptur og sérstæður persónu-
leiki, svo að þeir mörgu, sem höfðu
af honum nokkur kynni, munu á
einu máli um, að skarð það, sem
verður nú við fráfall hans, mun vand-
fyllt.
Gísli fæddist í Görðum í V-Aðalvík
hinn 13. maí 1910, og var hann því
nær 78 ára, þegar hann féll frá.
Foreldrar hans voru Bjargey Sigurð-
ardóttir, Gíslasonar hreppstjóra og
formanns á Látrum, og Bjami Dósó-
þeusson, útvegsbóndi frá Görðum.
Þau hjónin fluttu að Látrum, þegar
Gísli var íjögurra ára, og byggðu
sér fbúðahús í túninu hjá foreldrum
sínum. Milli bæjanna rann bæjarlæk-
urinn, sem bæði heimilin höfðu af-
not af.
Gísli var sjá sjöundi í röð tíu al-
systkina, en áður hafði móðir hans
átt þrjár dætur með fyrra manni
sínum, sem hún missti eftir stuttan
hjúskap. Faðir Gísla var ekkjumað-
ur, þegar hann gekk að eiga Bjarg-
eyju, en hann hafði átt tvo syni með
þeirri konu sinni. Komst annar þeirra
til fullorðinsára, en fórst með mb
Rask frá ísafirði haustið 1924.
Þegar foreldrar Gísla voru flutt í
nábýli við okkur að Látrum, var
heimili þeirra mitt annað heimili og
þó sérstaklega, þegar ég hafði misst
ömmu mína sex ára gamall.
Ég umgekkst Gísla og systkini
hans nær daglega, og ef eitthvað fór
úrskeiðis hjá mér, gat ég alltaf geng-
ið að því vísu, að Bjargey, móðir
Gísla, væri heima við og ég gat þá
leitað til hennar, ef móðir mín var
í önnum við heyskap eða aðra úti-
vinnu. Bjargey var að jafnaði bundin
heima við vegna hins stóra bama-
hóps síns, og einnig af því að móðir
hennar, sem var orðin ekkja, bjó á
heimilinu.
Þótt Gísli væri 3 árum eldri en
ég, varð það samt að ráði, að hann
yrði mér samtímis í framhaldsskól-
anum á Isafirði, og þangað fórum
við haustið 1929. Hann bjó þar hjá
móðursystur sinni, Sigríði, og Jó-
hanni Einarssyni kennara, manni
hennar, en mér var komið fyrir hjá
vandalausum. Ég lagði því eðlilega
oft leið mína til Gísla eftir skóla-
tíma, en Jóhann Einarsson hafði auk
þess rejmst mér góður vemdari, þeg-
ar ég kom, uppburðarlítill útnesja-
drengur, í bamaskólann á ísafirði
1923, þá 9 ára gamall. En foreldrar
mínir urðu þá að flytja til ísafjarð-
ar, þar sem Sameinuðu ísl. Verslan-
imar tóku jarðarpart þeirra og hús
upp í útgerðarskuld. Þetta var í eina
skiptið, sem faðir minn vann við
útgerð annarra og þá frá ísafirði.
Gísli reyndist góður námsmaður,
enda þroskaðri en við, flestir skólafé-
lagar hans. Vegna góðrar ástundun-
ar hans var okkur leyft að tak ; pr •;
á einum degi fyrir páska, svo að við
gætum mætt við vorróðra strax eft-
ir hátíðina, en þá hófst vorvertíð hjá
okkur í Aðalvík.
Að vorvertíð lokinni sumarið 1930
héldum við Gísli til Siglufjarðar í
atvinnuleit. Við höfðum heyrt, að
þar væri von um að fá vel borgaða
vinnu, en síldin hefur löngum verið
duttlungafull, kom ekki í þetta sinn
í því magni, sem venja var, og þar
var því enga vinnu að fá.
Við héldum þá til Sauðárkróks í
von um einhverja vinnu þar. Förinni
var heitið þangað, af því að við átt-
um víst athvarf hjá Ólöfu systur
Gísla, sem bjó þar, gift Haraldi Sig-
urðssyni verslunarmanni. Þar voru
engin uppgrip, en Gísli fékk þó fljót-
lega vinnu við hafnargerðina. Vann
hann aðallega á „rammbúkka",
miklu tæki, sem notað er til að reka
niður stálþil í hafnarmannvirki. Varð
sumarkaup beggja rýrt og mátti
heita, að við færum heim með tómar
pyngjur um haustið.
Þetta varð til þess, að Gísli gat
ekki sest í annan bekk um haustið
og fór til sjós. í framhaldi af þvi tók
hann hið minna vélstjórapróf á
ísafirði og gerðist vélstjóri á ms
Fagranesi, sem annaðist fólks- og
vöruflutninga um Vestfirði og
Strandir.
Til Reykjavíkur hélt Gísli svo árið
1943, og var þá ætlunin að leggja
í meira vélstjóranám, en hann veikt-
ist hins vegar snemma árs 1944 og
varð þá að slá frekari námi á frest.
Þegar hann fór að hressast, kom
hann til mín til að þreifa fyrir sér
um vinnu. Ég hafði þá fyrir nokkrum
árum hafíð innflutning á vélum og
varahlutum í félagi við annan.
Ég var því feginn, að Gísli skyldi
koma til mín þessara erinda, því að
engum treysti ég betur en honum
til að taka að sér umsjón varahluta-
þjónustunnar. Hóf hann störf hjá
mér strax í febrúar 1944 og varð
ekki úr því, að hann tæki aftur til
við námið í Vélskólanum, heldur
afréð hann að gerast starfsmaður
minn og var það síðan í fjóra ára-
tugi, eða meðan heilsan leyfði.
Um störf Gísla hjá Vélasölunni
mætti skrifa langt mál, en það rúm-
ast ekki í þessari minningargrein.
Þekking hans óx samfara umsvifum
fyrirtækisins. Hann varð vinur og
hjálparhella viðskiptavinanna, sem
gátu alltaf leitað til hans, ef þá van-
hagaði um eitthvað. Þekking hans á
sérsviði hans var einstök.
Gísli hafði slíkt stálminni — sem
kannski ætti að kalla tölvuminni á
rafeindaöld — að honum var oftast
nóg að vita, hvenær menn höfðu
keypt tiltekna vél, til að geta leið-
beint þeim í vanda þeirra. Við sögð-
um stundum, að honum nægði að
vita, með hvaða lit vél hefði verið,
þá lægi allt opið fyrir honum.
Þessi dagfarsprúði og hugljúfi
vinnufélagi, sem aldrei skipti skapi,
þótt á móti blési, varð svo vinsæll
meðal vinnufélaga og viðskiptavina,
að slíks munu fá dæmi.
Við, sem unnum með honum, trú-
um því ekki, að tölvur nútímans nái
þeirri snilli að geta leyst vanda véla-
eigenda eins auðveldlega og Gísli
frændi minn gerði, enda ávann hann
sér traust og virðingu allra, sem
áttu við hann einhver viðskipti.
Eins og ég nefndi, hóf Gísli störf
hjá Vélasölunni í febrúar 1944, og
þar starfaði hann óslitið til 1984,
en þá var heilsu hans þann veg far-
ið, að hann varð að leggjast á sjúkra-
hús. Var hann síðan meira eða minna
á sjúkrahúsum, uns hann lést að
kvöldi 27. apríl sl. á sjúkradeildinni
í Hátúni 10B, þar sem hann dvaldi
síðustu þijú árin. Vil ég í því sam-
bandi færa starfsfólki sjúkradeildar-
innar sérstakar þakkir fyrir frábæra
umönnun allan þann tíma, sem Gísli
dvaldist þar.
Gísli kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Laufeyju Ámadóttur, útvegs-
bónda í Teigi í Grindavík, hinn 17.
apríl 1954, og var sambúð þeirra
einkar góð. Var okkur vinum Gísla
það mikil ánægja að sjá, hversu hlý-
legt og myndarlegt heimili þeirra var
að Stórholti 19, þar sem þau hófu
búskap, og hversu Gísli naut þess
að verða heimilisfaðir.
Þau eignuðust tvö efnileg böm.
Eyjólfur Bjami fæddist 13. septemb-
er 1954, og er kona hans Mary Jane.
Þau búa í Middelfart í Danmörku
og eiga þrjú böm. Bjargey Gígja
fæddist 12. janúar 1958. Hún var
gift Ágústi Karlssyni, en er nú í
sambúð með Einari Sigurðssyni,
Kópavogi. Hún á líka þijú böm.
Stjúpböm Gísla frá fyrra hjóna-
bandi Laufeyjar, sem hann ól upp
sem sín eigin böm, eru Ingveldur,
gift Sverri Elentínussyni, Keflavík,
Helena, gift Finni Eydal Akureyri,
og Eygló, sem var gift Bimi Emils-
syni, Reykjavík.
Við, sem áttum samleið með Gísla
og unnum með honum í áratugi, eig-
um honum mikið að þakka á kveðju-
stundu. Hann var ógleymanlegur
félagi, hjálpfús og öruggur á hveiju
sem gekk og tilbúinn að leysa hvers
manns vanda, ef hann átti þess kost.
Hann missti aldrei stjóm á skapi
sínu og vissi ég þó, að hann var
skapmaður, svo sem forfeður hans
höfðu verið. En svo vel hafði hann
agað þennan eiginleika, að hann
hélt alltaf ró sinni, þótt misjöfnu
væri að honum vikið eins og geng-
ur, enda hafði hann þann starfa
mestan hluta ævinnar að leysa úr
vandamálum — til dæmis bráðlátra
bátaeigenda, en þeir eiga oft lífsaf-
komu sína og sinna undir því, að
allt gangi snuðrulaust og atvinnu-
tæki þeirra stöðvist ekki á miðri
vertíð, en slíkt getur bakað tjón, sem
vart verður bætt.
Þann l.maí sl. lést á Borgarspítal-
anum í Reykjavík, Finnbogi Laxdal
Sigurðsson, fv. sjómaður frá Seyðis-
firði, stundum kenndur við Berlín,
er góðkunningjar og vinir kölluðu
oftast Dalla eða Dalla Tollu. Þótt
Finnbogi léti sig landsmál litlu skipta
síðari árin, stóð baráttudagur verka-
lýðsins huga hans nær, og því öðrum
dögum betri til upphafs fararinnar
yfir móðuna miklu, eftir erfiða en
skamma sjúkdómslegu. Hann verður
jarðsettur frá Seyðisíjarðarkirkju 7.
maí.
Finnbogi fæddist 14. desember
1901 í Berlín á Seyðisfírði, sonur
hjónanna Sigurðar Eiríkssonar, sjó-
manns og útvegsbónda frá Mjóafirði
og Guðrúnar Lilju Finnbogadóttur,
ættaðri frá Rifstað í Laxárdal í Vest-
ur-Húnavatnssýslu.
Börn þeirra auk Finnboga voru
Sigurlín, Gunnar og Steinunn, sem
er ein eftirlifandi þeirra systkina,
búsett í Reykjavík. Eina uppeldis-
systur áttu þau, Guðmundu Guð-
mundsdóttur, sem var bróðurdóttir
móður þeirra og var henni komið í
fóstur misseris gamalli hjá Guðrúnu
Lilju. Hún er búsett á Seyðisfírði.
Sigurður, faðir Finnboga, var tví-
giftur, með fyrri konunni átti hann
fimm böm sem öll eru látin. Þau
voru Anna, Elín, Einar, Sóla og
Svana.
Eins og alsiða var á uppvaxtar-
árum Finnboga byijaði hann að létta
undir við þau verk er til féllu á heim-
ilinu um leið og gagn mátti hafa af
bamshöndinni. Þrettán ára réðst
hann upp á hálfan hlut við útgerð
föður síns, Sigurðar er var nóta-
bassi og rak nótabrúk á Seyðisfírði
með góðum árangri um árabil.
Síldveiði með þessum hætti var
innleidd af Norðmönnum á íslandi,
m.a. fyrir forgöngu Ottós Wathne
o.fl. sem Seyðfirðingum er enn af
góðu kunnur. Ber bærinn þessara
umsvifa ára mörg merki enn í dag
með sérstæðum fögrum húsum með
norsku svipmóti.
Norsk umsvif voru mikil fyrir
aldamótin og upp úr þeim. Hingað
komu frá Mandal og Haugasundi
síldarspekulantar og dugmiklir sjó-
menn er innleiddu nýja verkmenn-
Mikið hefur verið lagt á þau hjón-
in í langvarandi veikindum Gísla,
þar eð hann var að mestu í sjúkra-
húsum síðustu 4 árin. Hann sýndi á
þeim tíma mikla hugprýði og æðru-
leysi og kvartaði aldrei, þótt hann
væri oft sárþjáður. Við félagar og
vinir Gísla sjáum glöggt, er við lítum
yfir lífshlaup hans, hve heilsteyptur
þrekmaður hann var, og við munum
hann sem glöggt dæmi þess, hveiju
viljaþrek og þrautseigju fá áorkað.
Gísli ólst upp í fjölmennum syst-
kinahóp í litlum torfbæ við kröpp
kjör, þar sem Vetur konungur barði
á bömum sínum nær 9 mánuði á
ári hveiju, og margt var að óttast
af hans völdum. I fyrsta lagi að
fenna í kaf í stórhríðum vetrarins,
í annan stað að hrapa ekki fram af
móðnum, sem myndaðist rétt fyrir
neðan túnin og gat orðið ein til tvær
mannhæðir á hæð, þegar linnulaus
hríð var af norðri svo vikum skipti,
en þá gróf sjórinn sig inn undir þessa
skafla, svo að þeir gátu hrunið í
hyldýpi, ef einhver var þar á ferð.
Og loks er að geta óttans við bjarg-
arskort, ef ekki gaf á sjó langtímum
saman í óveðursköflunum. Um lækn-
ishjálp var vart að ræða, þótt slys
eða sjúkdóma bæri að höndum.
Við slíkar aðstæður ólst Gísli upp,
og þær mótuðu skapgerð hans og
lífsviðhorf á margan hátt.
Við samstarfsmennimir fundum,
hve heilsteyptan mann hið óblíða
umhverfí æskuáranna hafði mótað.
Það átti sinn þátt í, að hann lagði
sig fram um að hjálpa hveijum þeim,
sem hann átti samskipti við. Hann
var frábær vinur og félagi, sem við
söknum öll.
Laufeyju þökkum við einstaka
umhyggju og umönnun árin öll, sem
ingu og siði er tóku hug ungra
manna fanginn. Finnbogi réðst 19
ára á farskipið Fridu frá Bergen.
Sigldi það héðan með fullfermi af
saltfíski og hreppti versta veður í
hafi. Til Skotlands komst skipið eft-
ir langa og stranga útivist og var
þá allt brotið sem brotnað gat um
borð. Farmurinn ónýttist því allar
lestir fylltust af sjó. Þannig vom
fyrstu kynni Finnboga af far-
mennsku. Þrátt fyrir allt, lét hann
ekki deigan síga, við illan leik og
langar tafír komst hann að lokum
til Noregs og dvaldi með Norðmönn-
um í tvö og hálft ár. Tvö úthöld fór
hann með þeim til selveiða í norður-
höfum m.a. við Jan Mayen og síðar
á síldveiðum við Norður-Noreg.
Þessi ungdómsár vom Finnboga alla
tíð mjög hugfólgin og minntist hann
þeirra oft og lá honum gott orð til
Norðmanna.
Hann kom heim reynslunni ríkari,
sigldur maður eins og það hét þá,
eftir 3 ára uthald. Skömmu síðar
giftist hann Kapítólu Sveinsdóttur,
ættaðri frá Borgarfirði eystra, en
hún lést fyrir 12 ámm. Áttu þau
11 böm og em 9 þeirra lifandi. Lilja,
búsett á Gmndarfirði, gift Gísla
Kristjánssyni, Sveinn, búsettur á
Seyðisfirði, í sambúð með Vilborgu
Sigurðardóttur, Finnbogi, búsettur á
Seyðisfirði, í sambúð með Guðrúnu
Andersen, Kolbrún, búsett í
Reykjavík, gift Gunnari Gunnars-
syni. Alda, búsett í Hafnarfírði, gift
Sigurbimi Torfasyni, Sigurður, bú-
settur á Seyðisfirði, kvæntur Elsu
Gjöverá, Nanna, búsett á Selfossi,
gift Þóri Siggeirssyni, Hrefna, bú-
sett í Reykjavík og Elva, býr í Kópa-
vogi.
Eftir að Finnbogi stofnaði til hjú-
skapar vann hann ýmis störf til lands
og sjávar. Réðst hann síðar í útgerð
og átti Ásu um árabil og gerði hana
út frá Seyðisfirði. Við nótabrúki föð-
ur síns og starfi nótabassa tók hann
1928 og rak það til ársins 1935 en
þá lagðist þessi atvinna af.
Silfur hafsins gat verið brellið við-
ureignar. Margar minningar átti
Finnbogi frá þessum ámm og flestar
tekur hann með sér, til skaða fyrir
sögu byggðarinnar.
Minning:
Finnbogi L. Sigurðs-
son frá Seyðisfirði
Gísli átti í átökum við langvarandi
sjúkdóm sinn, og nú að leiðarlokum
sendum við henni, sem og bömum
þeirra, stjúpbömum, tengdabömum,
bamabömum og öðmm ættingjum
hugheilar samúðarkveðjur.
Gunnar Friðriksson
Vinur okkar Gísli Bjamason fyrr-
verandi verzlunarstjóri, Efstalandi
8, Reykjavík andaðist í langlegu-
deild Landspítalans Hátúni 10B að
kvöldi 27. apríl sl. eftir langvarandi
veikindi. Gísli fæddist í Aðalvík í
Sléttuhreppi 13. maí 1910 og var
því tæplega 78 ára er hann lést.
Hann stundaði búskap og sjó-
mennsku og var vélstjóri á bátum
þar vestra, en þegar Sléttuhreppur
lagðist í eyði uppúr 1944 fluttist
Gísli suður til Reykjavíkur og stund-
aði eftir það verslunarstörf fyrir
Vélasöluna hf. hjá Gunnari Frið-
rikssyni sveitunga sínum og
frænda. Þeir vom mjög samrýndir
og reyndist Gunnar honum hin
mesta hjálparhella.
Gísli vann hjá Vélasölunni hf. svo
lengi sem kraftar leyfðu og síðustu
árin sem verzlunarstjóri.
Þegar hann hafði starfað í 40
ár var hann heiðraður sérstaklega.
Gísli mat Gunnar frænda sinn
mjög mikils og mun sú virðing
þeirra frænda hafa verið gagn-
kvæm. Gísli kvæntist 17. apríl 1951
Laufeyju Ámadóttur frá Teigi í
Grindavík, en hún var þá ekkja eft-
ir Eyjólf Steinsson járnsmið. Sam-
búð þeirra Laufeyjar og Gísla var
góð og farsæl og eignuðust þau tvö
böm, Eyjólf Bjarna, sem dvalist
hefur í Danmörku að undanfomu
og Bjargeyju Gígju, sem býr í
Reykjavík. Fyrir átti Laufey dæt-
Bestu miðin vom undir Háubökk-
um og bestu veiðina fékk hann,
•1000 tunnur, 5. maí 1930 á fæðing-
ardegi fyrsta bams síns. Síldin var
geymd lifandi í nótinni í 2—3 vikur
og seld eftir hendinni til beitu. Hver
nót var 80—150 faðmar að lengd
og 12—20 faðmar að dýpt. Auk þess
var önnúr minni úrtökunót til veiða
í þeirri stærri og var hún 25 faðmar
að lengd og fimm faðma djúp.
Eftir að Finnbogi hætti útgerð var
hann til sjós meðan heilsa og kraft-
ar entust sem háseti eða matsveinn
og var heiðraður á sjómannadaginn
á Seyðisfirði 1984 fyrir giftudijúgt
ævistarf. Svipull er sjávarafli, það
máttu Norðmenn reyna er síldin
brást þeim við ísland 1885 með þeim
afleiðingum að flölmargir einstakl-
ingar og félög fóm á höfuðið. Árið
1880 gerðu Norðmenn út 75 skútur
til síldveiða við ísland með 28 nóta-
brúk þar af 18 á Seyðisfirði. Þessa
veiði stunduðu 578 menn og var
veiði 115 þúsund tunnur eða 198
tunnur á veiðimann. Fimm ámm
síðar eða 1885 sendu Norðmenn
hingað 83 veiðiskip með 56 nótabrúk
og 802 veiðimenn en aflinn varð
aðeins 24.600 tunnur eða 31 tunna
á mann. Lagðist þessi veiði þá af
að mestu. Þegar best lét stóð síldin
í firðinum í 5 mánuði á ári frá maí
til september. Seyðisfjörður hefur
aldrei farið varhluta af þessum svift-
ingum á sjávarafla. Á ámnum
1960—1970 hvarf síldin að mestu
frá landinu með sömu afleiðingum
og áður. Spekúlantar og spákaup-
menn byggðu fjörðinn og settu svip
sinn á umhverfi hans. Bræðslur og
síldarplön vom byggð alls staðar,
r