Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 24

Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 24
VfS/QSd 24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIHJOL OG STANGIR Fást f nœstu sportvöruverslun. Jmuu£STun£ STÓRFELLD WERÐLÆKKUN á nvium sumarhjólbörðum! Vegna tollalækkunar um áramótin og hagstæöra magninnkaupa getum viö nú boðið hina þekktu BRIDGESTONE sumarhjólbaröa á ÓTRÚLEGU VERÐI. Dæmi um verö: Stærð Verð 155 SR 13 Kr. 2.600.- 165 SR 13 Kr. 2.900.- 175SR14 Kr. 3.800.- 175/70 SR 13 Kr. 3.900.- 185/70 SR 14 Kr. 4.200.- STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR FRÁ OFANGREINDUM VERÐUM ER 7% en að auki getum við boðiö mjög hagstæð greiöslukjör: VILDARKJÖR VISA eða EUROKREDIT: Lág eða engin útborgun — og jafnar mánaðarlegar greiðslur allt upp í 8 mánuði! Sendum gegn póstkröfu um land allt. Stuðlaðu að öryggi þínu og þinna í umferðinni í sumar — nýttu þér hagstætt verð okkar greiðsluskilmála og kauptu NÝJA úrvals BRIDGESTONE hjólbarða undir bllinn!! DEKKJAMARKAÐURINN FOSSHÁLSI 13—15 (vestan við nýja Bílaborgarhúsið) SÍMI 68-12-99 Sinf óníuhlj óms veitin: 25 tónleikar og ferðir um landið NÆSTA starfsár heldur Sin- fóníuhljómsveit Islands 25 tón- leika auk þess sem hún gerir víðreist um landið og leikur bæði á Norðurlandi og á Austfjörðum. Næsta vetur verður lögð áhersla á flutning íslenskra tónverka. Þá verða allir einleikskonsertar Beet- hovens fluttir næsta vetur og auk þess sinfóníur nr. 5 og 6. Vínartón- leikar verða haldnir og einir tónleik- ar helgaðir tónlist úr amerískum söngleikjum. íslensku tónverkin sem flutt verða eru: Damaskus eftir Leif Þórarinsson sem flutt verður á fyrstu áskriftartónleikunum 6. okt- óber; Flautukonsert eftir Þorkel Sigurbjömsson, 20.október; Imp- romptu eftir Askel Másson, 19.jan- úar; “Nóttin á herðum okkar“ eftir Atla Heimi Sveinsson, 2.febrúar; Lilja eftir Jón Asgeirsson, 16. mars og píanókonsert nr. 5 eftir Magnús Bl. Jóhannson. Þá verða haldnir tónleikar utan áskriftar þann 13.október í samvinnu við einsöngv- ara. Stjómandi á þeim tónleikum verður Páll P. Pálsson. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar byggingu tónlistarhúss. Ráðinn hefur verið nýr aðal- stjómandi við Sinfóníuhljómsveit Islands, Petri Sakari, en hann hefur unnið við hljómsveitastjóm í heima- landi sínu, Finnlandi, í vetur. Hljómsveitin er ekki enn fullskip- uð og er ætlunin að prófa umsækj- endur hérlendis og erlendis í júní. Sýnt þykir að nokkuð verði um að erlendir hljóðfæraleikarar ráðist til starfa þar sem skortur er á hljóð- færaleikurum hérlendís. Morgunblaðið/Silli Þátttakendur i Landsbankahlaupinu á Húsavík voru um áttatíu talsins. Landsbankahlaupið Um áttatíu þátttak- endur á Húsavík Húsavík. Landsbankahlaupið fór fram í hinu fegursta veðri á Húsavík og voru þátttakendur um áttatíu og mikil keppnisgleði. Sumir yngstu keppendurnir mættu klukkustundu fyrir keppni til að hita sig upp. Sigurvegarar vom Katla Skarp- héðinsdóttir í yngri stúlknaflokki, Skarphéðinn Ingason í yngri drengjaflokki, Auður Þorgeirsdóttir í eldri stúlknaflokki og Illugi Már Jónsson í eldri drengjaflokki. Unnsteinn Tryggvason, sem varð í þriðja sæti í eldri drengjaflokki, hefur verið á verðlaunapalli í öll skiptin sem hlaupið hefur verið og sigurvegari í fyrsta hlaupinu. Kjörbókina samkvæmt útdrætti hlaut rásnúmer 24, Sigfús Sigfús- son, Húsavík. Að lokinni keppni vom verðlaun afhent og þáðar veit- ingar, pylsur og gosdrykkir. Þetta er orðinn árviss og mjög vinsæll viðburður. - Fréttaritari KFUM og K: Sumarbúðir við Hóla- vatn opna brátt BRÁTT hefja sumarbúðirnar við Hólavatn starfsemi sína og bjóða drengi og stúlkur velkomin. Fyr- ir 30 árum hófu nokkur ung- menni frá Akureyri framkvæmd- ir við byggingu sumarbúða á Hólavatni í Eyjafirði og hafa hörn dvalið þar frá árinu 1965. Innritun í dvalarflokka sumarsins stendur yfir á skrifstofu sumarbúð- anna, sem er í félagsheimili KFUM og K, Sunnuhlíð 12, frá kl. 17 til 18. Sími þar er 96-26330. Innritun utan skrifstofutíma fer fram hjá Önnu í síma 23923, Björgvin í síma 23698 og hjá Hönnu í síma 23939.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.