Morgunblaðið - 20.05.1988, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.05.1988, Qupperneq 24
VfS/QSd 24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIHJOL OG STANGIR Fást f nœstu sportvöruverslun. Jmuu£STun£ STÓRFELLD WERÐLÆKKUN á nvium sumarhjólbörðum! Vegna tollalækkunar um áramótin og hagstæöra magninnkaupa getum viö nú boðið hina þekktu BRIDGESTONE sumarhjólbaröa á ÓTRÚLEGU VERÐI. Dæmi um verö: Stærð Verð 155 SR 13 Kr. 2.600.- 165 SR 13 Kr. 2.900.- 175SR14 Kr. 3.800.- 175/70 SR 13 Kr. 3.900.- 185/70 SR 14 Kr. 4.200.- STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR FRÁ OFANGREINDUM VERÐUM ER 7% en að auki getum við boðiö mjög hagstæð greiöslukjör: VILDARKJÖR VISA eða EUROKREDIT: Lág eða engin útborgun — og jafnar mánaðarlegar greiðslur allt upp í 8 mánuði! Sendum gegn póstkröfu um land allt. Stuðlaðu að öryggi þínu og þinna í umferðinni í sumar — nýttu þér hagstætt verð okkar greiðsluskilmála og kauptu NÝJA úrvals BRIDGESTONE hjólbarða undir bllinn!! DEKKJAMARKAÐURINN FOSSHÁLSI 13—15 (vestan við nýja Bílaborgarhúsið) SÍMI 68-12-99 Sinf óníuhlj óms veitin: 25 tónleikar og ferðir um landið NÆSTA starfsár heldur Sin- fóníuhljómsveit Islands 25 tón- leika auk þess sem hún gerir víðreist um landið og leikur bæði á Norðurlandi og á Austfjörðum. Næsta vetur verður lögð áhersla á flutning íslenskra tónverka. Þá verða allir einleikskonsertar Beet- hovens fluttir næsta vetur og auk þess sinfóníur nr. 5 og 6. Vínartón- leikar verða haldnir og einir tónleik- ar helgaðir tónlist úr amerískum söngleikjum. íslensku tónverkin sem flutt verða eru: Damaskus eftir Leif Þórarinsson sem flutt verður á fyrstu áskriftartónleikunum 6. okt- óber; Flautukonsert eftir Þorkel Sigurbjömsson, 20.október; Imp- romptu eftir Askel Másson, 19.jan- úar; “Nóttin á herðum okkar“ eftir Atla Heimi Sveinsson, 2.febrúar; Lilja eftir Jón Asgeirsson, 16. mars og píanókonsert nr. 5 eftir Magnús Bl. Jóhannson. Þá verða haldnir tónleikar utan áskriftar þann 13.október í samvinnu við einsöngv- ara. Stjómandi á þeim tónleikum verður Páll P. Pálsson. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar byggingu tónlistarhúss. Ráðinn hefur verið nýr aðal- stjómandi við Sinfóníuhljómsveit Islands, Petri Sakari, en hann hefur unnið við hljómsveitastjóm í heima- landi sínu, Finnlandi, í vetur. Hljómsveitin er ekki enn fullskip- uð og er ætlunin að prófa umsækj- endur hérlendis og erlendis í júní. Sýnt þykir að nokkuð verði um að erlendir hljóðfæraleikarar ráðist til starfa þar sem skortur er á hljóð- færaleikurum hérlendís. Morgunblaðið/Silli Þátttakendur i Landsbankahlaupinu á Húsavík voru um áttatíu talsins. Landsbankahlaupið Um áttatíu þátttak- endur á Húsavík Húsavík. Landsbankahlaupið fór fram í hinu fegursta veðri á Húsavík og voru þátttakendur um áttatíu og mikil keppnisgleði. Sumir yngstu keppendurnir mættu klukkustundu fyrir keppni til að hita sig upp. Sigurvegarar vom Katla Skarp- héðinsdóttir í yngri stúlknaflokki, Skarphéðinn Ingason í yngri drengjaflokki, Auður Þorgeirsdóttir í eldri stúlknaflokki og Illugi Már Jónsson í eldri drengjaflokki. Unnsteinn Tryggvason, sem varð í þriðja sæti í eldri drengjaflokki, hefur verið á verðlaunapalli í öll skiptin sem hlaupið hefur verið og sigurvegari í fyrsta hlaupinu. Kjörbókina samkvæmt útdrætti hlaut rásnúmer 24, Sigfús Sigfús- son, Húsavík. Að lokinni keppni vom verðlaun afhent og þáðar veit- ingar, pylsur og gosdrykkir. Þetta er orðinn árviss og mjög vinsæll viðburður. - Fréttaritari KFUM og K: Sumarbúðir við Hóla- vatn opna brátt BRÁTT hefja sumarbúðirnar við Hólavatn starfsemi sína og bjóða drengi og stúlkur velkomin. Fyr- ir 30 árum hófu nokkur ung- menni frá Akureyri framkvæmd- ir við byggingu sumarbúða á Hólavatni í Eyjafirði og hafa hörn dvalið þar frá árinu 1965. Innritun í dvalarflokka sumarsins stendur yfir á skrifstofu sumarbúð- anna, sem er í félagsheimili KFUM og K, Sunnuhlíð 12, frá kl. 17 til 18. Sími þar er 96-26330. Innritun utan skrifstofutíma fer fram hjá Önnu í síma 23923, Björgvin í síma 23698 og hjá Hönnu í síma 23939.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.