Morgunblaðið - 22.05.1988, Side 9

Morgunblaðið - 22.05.1988, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 9 Hvítasunna Post. 2,1.—11. HUGVEKJA eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON Bréf til fermingarbarns - með lyklum himnaríkis Yfír innri dyrum Skálholts kirkju hangir tákn biskupanna: mítur, hirðisstafur og lykill að dyrum himins. Það minnir einnig á Isleif, sem trúlega leit fyrst ljós þessa heims í Skálholti, sleit þar bamsskónum og var seinna vígður biskup fyrstur íslendinga, á hvítdrottinsdegi, að boði páfa — á þeim degi, er Guð prýddi veröld alla í gift heilags anda. Og nú er upp runninn „hvítdrottinsdagur" eða hvíta- sunnudagur enn einu sinni. Hann er skyldari fermingu þinni en nokkur annar dagur. Presturinn leggur hönd á höfuð þér, og söfn- uðurinn allur biður fyrir þér ásamt honum, að þú megir öðlast heilag- an anda og varðveitast í skímar- náðinni. A hvítasunnudegi vom þeir saman komnir, lærisveinamir, konur og karlar, og biðu þess, sem verða vildi. Jesús hafði heitið því, að senda þeim hjálparann og huggarann. Og skyndilega var eins og stormhryna væri að bresta á ellegar jarðskjálfti. Þeir sáu eld- tungur yfír sér. Þeir fylltust heil- ögum anda og tóku að tala tung- um. Þeir, sem heyrðu til þeirra, urðu forviða. „Hvemig má það vera, að vér, hver og einn, heymm þá tala vort eigið móðurmál?" Svó sögðu þeir, og þeir vom víða að, því að Jerúsalem var háborg og helgastur staður gyðinga. Manstu söguna um Babelstum- inn? Allir menn höfðu eitt tungu- mál og sömu orð. Og hrokinn fyllti hjörtu þéirra og þeir hugð- ust byggja borg og tum, sem næði til himins. Þá varð Guð að kenna þeim, að þeir væm menn, en ekki guðir. Sagan er harla kynleg, og hún er tákn. Og það veiztu, að svo langt, sem sögur ná, vita menn ekki til þess, að friður hafi verið með öllum. þjóðum heims. Nei, tortryggni, hatur og blóðug tortíming fylgir manninum, hvar sem hann stígur fæti á foldu. Þú sérð, að þessar tvær sögur, Babelssagan og hvítasunnusagan, em skyldar. Dálítill hópur manna, sem hafði horft á meistara sinn og Messías deyja á krossi — því næst séð hann lifandi meðal sín, en hverfa loks til himins með undarlegum kveðjum — saman kominn með von í hjarta — og ugg. Það vom menn, sem þekktu smæð sína. Allir höfðu þeir staðið fyrir augliti meistarans. Hann hafði kallað þá til fylgdar, eins og fermingarböm. Þeir höfðu hlýtt kalli hans, heitið honum trúnaði og fylgd, sumir með stór- um orðum — og svikið hann síðan. Hvaða manni hefur nokkum tíma tekizt að fylgja honum, hvert sem hann fór? En á hvítasunnudegi gerði Guð byltingu, nýtt tákn: Hann sýndi að hann vildi gera alla menn að bræðmm, skapa nýtt mannkyn — menn, sem gætu talazt við, elskazt, fómað, fyrirgefíð. Tungu- talið var og er tákn þessa. Kom heilagur andi yfír þig? Já, hann kom, eins og hann kom yfír Pétur og yfír ísleif. Hann kom þegar í skím þinni. Þú sagðir: „Ég trúi á heilagan anda.“ Það, sem Lúther segir um þetta, er harla kjamgóð kenning: Sá sem játar trúna á heilagan anda, játar, að trú hans sé sköpun Guðs, gjöf Guðs. Þess vegna er engin ofdirfska að játa trúna á heilagan anda. Þú trúir ekki á manninn, heldur skapara hans og lausnara. Heilagur andi er andi Jesú Krists. Þess vegna er hann í orð- um Jesú, í verkum hans og gjöfum og í lærisveinum hans. Þú játar trú á heilaga kirkju og samfélag heilagra. Kirkjan er félag þeirra manna, sem Jesús hefur gefíð anda sinn, orð sín um fyrirgefning og sáttfysi Guðs, um elsku Guðs og upprisu frá dauðum. Það er engin hending, að fyrir- gefning er nefnd í grein heilags anda og bundin kirkjunni og sam- félagi heilagra. Hefurðu heyrt nefnda lykla himnaríkis, þér merkta? Jesús gaf þér þá í skíminni, merkti þá nafni þínu og sínu. Þeir heita fyrirgefning. Þótt þú vissir ekkert um ferm- ingu, nema þetta eitt, að sá, sem lagði hönd á höfuð þér, var að afhenda þér þessa lykla í nafni Jesú og safnaðarins, þá væri það nóg. Þá vissir þú, að þú átt að- ' gang að himni Guðs og hjarta Guðs, hvenær sem er, og getur einnig lokið upp himninum fyrir aðra menn — leitt þá á fund frels- arans. Ferming er ekki einkamál þitt, fremur en skím þín. Hún er ætíð safíiaðarhátíð, hvítasunnuhátíð. Söfnuðurinn allur er með þér, fagnar þér, blessar þig, fylgir þér á Ieið inn í himininn. Brynhildur Sverrisdóttir Margrét Hinriksdóttir Hjá Fjárfestingarfélaginu íKringlunni erlifandi peningamarkaður FJÁRFESTINCARFÉLAGIO og persónuleg þjónusta. Kringlunni 123 Reykjavík Sími 689700 Sigrún Ólafsdóttir Stefán Jóhannsson Opið mánudaga til föstudaga kl. 10 — 18 og laugardaga kl. 10 — 14 LIFANDIPENINCAMARKAÐUR IKRINGLUNNI „isnií nwíMW"*5 VERMItftMUMUM'R GLEG þekking Ci PJÓMS Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 20. maí 1988: Kjarabréf 2,842 - Tekjubréf 1,404 - Markbréf 1,481 - Fjölþjóðabréf 1,268

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.