Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MAÍ 1988 Á VALDI MANNRÆNINGJA I LIBANON Hrottaskapur í lok júlí vöknuðu þeir við megna benzínstybbu. Vörubíl hafði verið lagt fyrir framan húsið. „Takið saman dót ykkar,“ var sagt við þá. Þetta voru fyrstu flutningamir af mörgum. Þeir voru fluttir í ófullgert hús nálægt flugvellinum. Þeim var sagt: „Þetta er lokaskref frelsunar ykk- ar.“ Þama vom þeir til 12. október og síðan tóku við margir aðrir stað- ir. Nýju verðirnir vom hrottar. Stundum læddust þeir að þeim og þrýstu skammbyssu að gagnauga þeirra til að sjá þá fyllast skelf- ingu. Þegar þeir komu næst áttu þeir til að spyija: „Viltu kenna mér frönsku?" Stundum léku þeir dóm- ínótafl við fangana og þeyttu síðan kubbunum í allar áttir. Andrúms- loftið var geðveikislegt og bugaði Frakkana ... Einhvers staðar í húsinu heyrðu þeir Bandaríkjamenn tala saman. ÞRJUARIVm SAGA FRANSKA GÍSLSINS JEAN-PAUL KAUFFMANNS ÞRÍR franskir gíslar, Jean-Paul Kauffmann, 45 ára blaðamaður, og sendiráðsmennimir Marcel Carton, 64 ára, og Marcel Fontaine, 46 ára, voru óvænt látnir lausir fjórum dögum fyrir síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Carton (t.v.), Kauffmann og Fontaine við komuna til Parísar: Frelsi eftir þriggja ára martröð í Líbanon. Kauffmann eftir þrekraunina: Óvænt endalok. arton og Fontaine var rænt 22. marz 1985 og Kauffmann tveimur mánuð- um síðar. Ræn- ingjar þeirra voru . úr samtökunum Jihad, sem fylgja írönum að málum og krefjast þess að 17 arabískum föngum í Kuwait verði sleppt og vestræn ríki breyti stefnu sinni í málefnum Miðausturlanda. Þeir voru fyrstu Frakkamir, sem voru teknir í gíslingu í Líbanon, og þeir síðustu, sem voru leystir úr haldi. Fjórði franski gíslinn, Michel Seur- at, 38 ára gamall félagsfræðingur, var myrtur, en lík hans hefur ekki fundizt. Kauffmann, sem er bakarasonur frá Elsass en fæddur á Bretagne, var blaðamaður fréttaritsins l’Eve- nement du Jeudi og er einn af stofn- endum þess. Hann hafði komið nokkrum sinnum til Beirút til að fylgjast með borgarastríðinu þegar honum var rænt. „Hann er rólegur náungi ... hugrakkur og góður blaðamaður," segir einn samstarfs- manna hans. Hann er bókmennta- unnandi, trúaður kaþólikki og óháð- ur í stjómmálum. Kona hans, Jo- elle, er kvensjúkdómafræðingur og þau eiga tvo syni, Gregoire og Alex- andre. Kauffmann var rænt ásamt Seur- at skömmu eftir að þeir komu með flugvél egypzka flugfélagsins til Beirút vorið 1985. Kauffmann hef- ur lýst reynslu sinni í samtölum við Liliane Sichler og það sem hér fer á eftir er útdráttur úr frásögn henn- ar, sem birtist í brezka blaðinu Observer (Einkaréttur á íslandi: Mbl). Misstu af vagninum Kauffmann og Seurat misstu af rútunni á flugvellinum og tóku' leigubíl. Marcedes-bifreið ók fram ' úr þeim og neyddi þá til að stanza. | Maður miðaði á þá skammbyssu og, krafði þá um peninga. Kauffmann afhenti honum allt það fé, sem hann hafði fengið skipt í dollara á flug- vellinum. Annar maður tók töskur Kauff- manns og Seurats úr farangurs- geymslu leigubílsins og neyddi þá til að fara upp í Mercedes-bifreið- ina. Þeir trúðu varla sínum eigin augum þegar farþegi í framsætinu tók upp á því að skjóta af riffli sínum gegnum framrúðuna ... Dimmt var orðið þegar þeir komu til Beirút. Bifreiðin nam staðar á auðri götu fyrir framan eins konar bifreiðaverkstæði í miðborginni. jÞeim var ýtt inn í tóman klefa í ; kjallaranum, sem var lýstur með daufri ljósaperu. Þetta var milli kl. 9 og 10 að kvöldi 22. maí 1985. Hver maðurinn á fætur öðrum kom inn í klefann og tók af þeim úr þeirra, persónuskilríki og gréiðslu- kort. Þeir sögðu allir: „Minnizt ekki á þetta við foringjann." Þeir voru vaktir kl. 7 og virtu fyrstu regluna, sem þeim hafði ver- ið skipað að fara eftir. Um leið og einhver vörður barði að dyrum áttu þeir að binda fyrir augun. Út af þessu var aldrei brugðið næstu þtjú ár ... í kjallaranum var alltaf myrkur. Einn vörðurinn, sem hét Jamil og Seurat talaði við á arabísku, var vingjamlegur og sagði: „Þið fáið að fara eftir klukkutíma, sólarhring eða mánuð...“ Seurat bað um pappír og ritföng. „Mér gefst tími til að vinna að bók minni," sagði hann. „Mig hefur alltaf dreymt um að dveljast í klaustri til að fá vinnu- frið.“ Verðimir færðu þeim bækur, sem aðrir fangar höfðu lesið nánast upp til agna. Ein þeirra fjallaði um Gestapo og þar var minnzt á naz- ista, sem bar sama ættamafn og Kauffmann. Verðimir kölluðu hann gyðing og hötuðu hann, en nú gat hann sýnt þeim að Kauffmann væri ekki gyðinganafn. Hann skammaðist sín fyrir að þurfa að lítillækka sig á þennan hátt. Hinn 12. júní fór vörður með Kauffmann upp á næstu hæð. Mað- ur að nafni Hussein talaði við hann á góðri frönsku ... Hann spurði: „Ertu kvæntur? Áttu böm?“ Kauff- mann fór að gráta í fyrsta skipti síðan honum var rænt. Hussein sagði: „Þú þarft ekkert að óttast — þér verður bráðum sleppt." Pynting-ar Kauffmann og Seurat komust fljótt að því að þeir voru ekki einu fangamir f dýflissunni. Dag einn j heyrðu þeir ógurlegt öskur. Einhver sætti pyntingum í næsta klefa. í heila viku linnti ekki hrópum og barsmíðum. Þegar kvalarinn, sem hét Nejib, birtist í klefa þeirra reyndist hann ekki fráhrindandi. „Hver hrópar?" spurði Kauffmann. „Starfsmaður líbönsku leyniþjón- ustunnar," sagði Nejib. „Við höfum farið hálfílla með hann ... Að lok- um sagði hann allt sem við vildum vita — og við gáfum honum frelsi.“ Maðurinn virðist látinn. Tilbreytingaleysið gerði þá til- fínningasljóa. Þeir hættu jafnvel að óttast Nejib. Jamil sagði: „Eiginlega hafið þið verið óheppnir. Einn for- ingja okkar særðist. Annars væri búið að sleppa ykkur fyrir löngu.“ Var verið að ljúga að þeim, gabba þá eða kvelja? Dag nokkum sór Jamil og sárt við lagði að þeim yrði sleppt. Kauffmann gat ekki sofið og hélt að martröðin væri á enda. En þeir höfðu verið aðeins þijár vikur í haldi. Smám saman tókst Kauffmann og Seurat að brynja sig gegn lygum og frumstæðum leikjum varðanna og skipuleggja fangelsislíf sitt. Seu- rat kenndi Kauffmann heimspeki og félagsfræði. Kauffmann talaði við Seurat um bókmenntir. Dag einn voru þeir fluttir í stærri klefa á hæðinni fyrir ofan. Þeir fengu tómata, appelsínusafa og vindlinga. Þeim fannst þetta jafnast á við að vera á fínasta hóteli. Hinn 31. ágúst var farið með Seur- at til heimilis hans í Beirút, þar sem hann fékk að vera með fjölskyldu sinni í nokkra klukkutíma af því að dóttir hans, Laetitia, átti af- i mæli. Hann kom aftur með fangið j fullt af félagsfræðiritum og skáld- j sögum handa Kauffmann. Seurat kom einnig með útvarps- tæki, sem ræningjarnir leyfðu þeim stundum að hlusta á. Bandaríkja- mennimir fengu einnig að nota það Síðan veiktist Seurat. Þá kom til þeirra maður, sem Kauffmann mun aldrei gleyma. Hann hét Elie Hallat og var líbanskur læknir af gyðinga- ættum. Kauffmann vissi ekki að læknirinn var einnig gísl. Hallat úrskurðaði að Seurat væri með lifr- arbólgu, setti hann á sérfæði og skipaði honum að drekka kynstur af vatni. Hann spurði Kauffmann hvort hann þyrfti lyf. „Bara bæk- ur,“ sagði Kauffmann. Eina glaðværðin í klefanum var hlátur varðanna á þeirra kostnað. Einn þeirra neyddi Kauffmann til að setja poka yfír höfuðið og snæri um hálsinn. „Hefurðu einhveijar hinztu óskir?" spurði vörðurinn. „Engar.“ Þá rak hann upp rokna- hlátur. Þetta var víst brandari. í október voru þeir fluttir í ógeðs- lega skítugan klefa. Kauffmann fann umslag fullt af sterku, róandi lyfi, Tranxene, í ruslatunnu. Þetta lyf varð tryggur förunautur þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.